Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 29. desember 2011 15 Knattspyrna Fer til Potsdam til að spila - Segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem byrjar hjá einu besta kvennaliði Evrópu í knattspyrnu, Turbine Potsdam eftir áramót. - Er reynslunni ríkari MARGRÉT Lára Viðarsdóttir, leikmaður ársins hjá KSÍ og Ieikmaður FFC Turbine Potsdam í Þýskalandi. Eins og áður hefur komið fram, mun Eyjakonan Margrét Lára Viðarsdóttir leika með þýska stór- liðinu FFC Turbine Potsdam næstu tvö árin. Potsdam er ekki eingöngu stórlið í þýska boltanum því liðinu hefur oftar en ekki verið líkt við Barcelona í kar- Iaboltanum, það er einfaldlega langtbest. Nú er vetrarhlé í þýsku deildinni en Margrét Lára fékk keppnisleyfi með liðinu eftir áramót. Potsdam er efst í þýsku Bundesligunni, með 30 stig eftir 11 leiki og fjögurra stiga forstkot á Duisburg, sem er í öðru sæti. Alls eru 12 lið í deildinni og því er þýska mótið nákvæmlega hálfnað þegar Margrét Lára kemur til leiks. Potsdam liðið kemur frá sam- nefndri borg, um 24 km suðvestur af Berlín í gamla Austur-Þýskalandi. I borginni búa tæplega 160 þúsund manns en kvennalið borgarinnar hefur verið í mikilli uppbyggingu og er í raun enn, en heimavöllur félagsins tekur um 10 þúsund manns í sæti. Frábær aðstaða hjá Potsdam Margrét Lára gerði eins og hálfs árs samning við félagið en hún sagði í samtali við Fréttir að eftir tímabilið nú, sé endurskoðunarákvæði. „Eg vil bara byrja á að klára þennan vetur og sjá hvemig þetta hentar mér vegna meiðsla sem ég hef verið að glíma við undanfarið. Ef allt gengur upp, þá held ég áfram en þeir vildu auðvitað líka máta mig við þýska boltann vegna þessara meiðsla.11 Margrét Lára er búin að skoða aðstæður hjá þýska liðinu og líst vel á. „Ég fór í lok nóvember út en var búin að skoða aðstæður áður. I seinni ferðinni fór ég meira til að kynnast félaginu betur og finna mér íbúð. Ég náði að klára alla þessa litlu hluti, fann mér íbúð þannig að það eina sem ég á eftir núna er að pakka niður fötunum og fara upp í vél. Það er mjög þægilegt. Deildin byrjar aftur í lok febrúar þannig að þegar ég kem út þá byrjar í raun og vem nýtt undirbúningstímabil. Ég geri mér grein fyrir að aðrir leik- menn em í betri leikæfingu þannig að ég verð kannski aðeins á eftir til að byrja með en ég verð fljót að ná þeim.“ Stenst aðstaðan við það sem lofað var? ,Já það er frábær aðstaða þama. I Þýskalandi er vetrardeild þannig að Styrktarmót fyrir Steingrím Jóhannesson, ntarkahrók, verður haldið í Eimskipshöllinni á morgun, föstudag. Skráning í mótið hefur gengið mjög vel en alls hafa 25 lið skráð sig til leiks. Heyrst hefur að leikmenn hafi gengið kaupum og sölum en þó stefna væntanlega allir fyrst og fremst að því að hafa gaman af því að koma saman, spila knattspymu og styðja um leið við bakið á Steingrími og fjölskyldu en Stein- grímur glímir nú við krabbamein. Skráningu lauk á miðnætti í gær, miðvikudag en ekki lá fyrir endan- legur fjöldi liða þegar blaðið fór í prentun. Þess má geta að mörk kvenna telja tvöfalt í mótinu og vitað er til þess að í það minnsta tvö það er ekki mikið um gervigrasvelli. Við æfum á grasi allt árið og æfinga- svæðið er ágætt. Það er hins vegar verið að taka æfingasvæðið í gegn og það verður tilbúið 2013. Aðstaðan er kannski svolítið hrá, er ekki eins og Kórinn eða Eimskips- höllin, en hún er engu að síður mjög góð. Þýskaland hefur verið framar- lega í knattspymunni undanfama áratugi, bæði í karla- og kvenna- knattspyrnu þannig að þeir vita alveg hvað þeir em að gera. Ahuginn er iíka mikill á kvenna- knattspymunni, maður sá það á HM í sumar og svo er gríðarlegur íjöldi fólks sem æfir knattspymu þama úti. Þetta er að mörgu leyti mekka knattspymunnar. Þama er líka gott teymi utan um liðið, m.a. sjúkraiið sem skiptir mig miklu máli,“ sagði Margrét Lára sem hefur undanfarin ár glímt við erfið meiðsli í baki sem hafa leitt niður í lappimar. Nógu góð fyrir Potsdam Ertu orðin góð af þessum meiðsl- um? „Nei og ég efast um að ég verði nokkum tímann. En ef ég næ að halda þessu niðri og vera tilbúin til kvennalið vom búin að skrá sig til leiks. Leiktíminn verður 1x10 mínútur og verður salnum í Eimskipshöllinni skipt í íjóra velli. í leikjunum verða frjálsar skiptingar en fimm em inn á í einu, þar af einn markvörður. Þannig að ef meðal- aldur liðsins er mikið yfir 30 árin, þá er nauðsynlegt að vera með nokkra varamenn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til að breyta reglum ef þörf krefur. Lágmarksgjald fyrir hvert lið er 10 þúsund krónur en liðum er að sjálf- sögðu ftjálst að leggja meira til. Skráning í mótið skal senda á net- fangið odi@eyjar.is. Þátttökugjöld og frjáls framlög leggjast inn á reikning: 0582-15-82639 kt. 140673-4639. að æfa og spila eins og kostur er, þá er ég sátt. Ég get ekki æft eins og venjulegur knattspymumaður en hef haft mjög skilningsríkan þjálfara hjá Kristianstad og þannig hef ég getað spilað svona mikið. En það er loksins búið að finna út hvað amaði að þannig að ég get unnið út frá því.“ Hvernig sérðu fyrir þér stöðuna þegar þú ferð út? Ferðu þama út til að komast í byrjunarliðið strax í lok febrúar eða œtlar þú að gefa þér lengri tíma í það? „Ég veit að ef ég er í lagi, þá er ég nógu góð til að vera sóknarmaður númer eitt í þessu liði. En þessi meiðsli þurfa að vera í lagi en auð- vitað þaif ég að hafa fyrir hlutunum. Ég ætla mér að spila og ná árangri og ég lít á mig sem byrjunarliðs- mann í þessu liði.“ Margrét Lára fór til Þýskalands í stuttan tíma árið 2006 þegar hún lék með Duisburg. Sama var upp á ten- ingnum þá, hún fékk ekki leikheim- ild fyrr en um áramót en fékk lítið að spreyta sig hjá liðinu og fór þaðan til Vals sumarið eftir. „Ég er reynslunni ríkari og er í dag mun þroskaðri og betri leikmaður en ég ÍBV-íþróttafélag fær góða dóma hjá KSÍ fyrir uppeldisstarf félagsins í knattspyrnunni. Þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSI og Dagur Sveinn Dagbjartsson, starfs- maður fræðsludeildar heimsóttu félagið á dögunum og tóku út knattspyrnuhlutann í starfi félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV- íþróttafélags en þeir Sigurður og Dagur skiluðu inn greinargerð um starfið í Eyjum. I greinargerð þeirra kemur m.a. fram að unnið sé að nýrri uppeldis- áætlun hjá félaginu enda sé síðasta áætlun frá 2002 og því komin til ára sinna. „ÍBV hefur verið í stefnu- mótunarvinnu á undanfömum mánuðum og verið að vinna þar í var 2006. Það er alltaf erfitt að breyta um umhverfi en ég hef núna meiri reynslu af því. Þetta getur verið skemmtilegasta vinna í heimi en um leið sú leiðinlegasta því ef þú ert ekki að spila, þá er þetta mjög erfitt. En ef ég verð heil heiisu, þá verður þetta ekkert mál fyrir mig því að spila fótbolta er það skemmti- legasta sem ég veit. Auðvitað er alltaf erfitt að vera í burtu frá kær- astanum, fjölskyldu og vinum en ég fer ein út en í staðinn get ég einbeitt mér algjörlega að því að spila fót- bolta." Má ekki gera ráð fyrir því að þama sé gríðarleg pressa á árangur í Ijósi árangurs félagsins undanfarið ? ,Jú, ég geri ráð fyrir því. Fjölmiðlar eru líka mun ágengari og umfjöllun um liðið er mjög mikil en um leið er pressan enn meiri. En ég lít á það sem áskorun, ég vil hafa ákveðna pressu á að standa mig enda held ég að maður nái bestum árangri undir hæfilegri pressu." Full sjálfstrausts til Þýska- lands Margrét Lára var á dögunum útnefnd sem knattspymukona ársins hjá KSÍ. „Það var frábært fyrir mig að fá þessi verðlaun eftir tvö erfið ár. Sumarið nú var frábært því Kristian- stad er lið sem er á uppleið og gaman að fá að taka þátt í þeirri upp- byggingu. Þetta er lið sem var alltaf í fallbaráttu en nú enduðum við um miðja deild og ég varð önnur tveggja markahæstu leikmanna deildarinnar. Ég fer því full sjálfstrausts til Þýska- lands og svona verðlaun eru alltaf jákvæð.“ Það vakti talsverða athygli þegar tvær knattspymukonur voru valdar fram yfir Margréti Lám á topp 10 lista fyrir íþróttamann ársins en knattspyrnukona ársins var ekki meðal 10 bestu íþróttamanna lands- ins. „Ég sef alveg yfir þessu en auðvitað er maður í íþróttum til að ná árangri og þetta skiptir máli. Ég var valin íþróttmaður ársins 2007 og það er mesti heiður sem mér hefur hlotnast á ferlinum. En það er alltaf þannig að það eina sem ég get gert er að spila og reyna standa mig vel en það eru aðrir sem dæma mig út frá því. Þegar ég var valin fþrótta- maður ársins þá vom ömgglega ein- hverjir sem vom ekki sammála því en svona er þetta bara. Ég geri bara mitt besta og þá kannski kemst ég inn á listann á næsta ári. En þama em 10 íþróttamenn sem eiga þetta fyllilega skilið," sagði Margrét Lára að lokum. gerð nýrrar stefnu sem er langt á veg komin og er vönduð og ítarleg. Þeirri uppeldisáætlun verður skilað inn með næstu leyfisumsókn ÍBV. Uppeldisáætlunin verður aðgengileg á heimasíðu ÍBV og endurskoðuð reglulega í framtíðinni. Jafnframt verður tilkynning send á foreldra eftir endurskoðun uppeldisáætlunar- innar svo þeir séu vel upplýstir. Hin nýja uppeldisáætlun ÍBV mun inni- halda leiðbeiningar um líkamlegt, andlegt, félagslegt og knattspyr- nulegt uppeldi innan félagsins," segir í greinargerðinni. I henni er jafnframt komið inn á að ÍBV eigi meistaraflokkslið í fremstu röð, bæði Pepsídeild karla og kven- na þar sem uppaldir leikmenn fái reglulega tækifæri. Þeir félagar segja jafnframt það hafa verið lærdómsríkt að kynnast starfi ÍBV. íþróttir Fótbolti: Víðir aftur heim í ÍBV Eyjapeyinn ungi Víðir Þorvarðar- son hefur ákveðið að ganga aftur í raðir ÍBV eftir tveggja ára dvöl í Stjömunni. Hannes Gústafson, í knattspymuráði staðfesti þetta en hann sagði að Vfðir væri góð viðbót við leikmannahópinn. „Við viljum byggja upp gott lið til framtíðar og emm að taka inn unga leikmenn inn í hópinn." Þrátt fyrir að vera aðeins tæplega tvítugur á Víðir að baki 18 leiki í Islandsmótinu og bikarkeppninni fyrir Stjömuna en hann hefur sko- rað eitt mark í þessum leikju. „Nú vil ég bara að Eyjamenn fjöl- menni á völlinn næsta sumar, styðji við þessa peyja sem ætla að gera alvöru atlögu að titlinum," sagði Hannes. Fótbolti: Eiður Aron og Þórarinn Ingi í A-landsliðið Eyjapeyjamir Eiður Aron Sigur- bjömsson, leikmaður Örebro og Þórarinn Ingi Valdimarsson, sem leikur með IBV, hafa báðir verið valdir í fyrsta landsliðshóp nýs landsliðsþjálfara, Lars Lagerback. Þjálfarinn hefur boðað 28 leikmenn til æfinga 12. til 14. janúar næst- komandi en æfingamar fara fram í Kómum í Kópavogi. Einungis vom valdir leikmenn sem leika á íslandi og á Norðurlöndunum í þetta skiptið. Þrjár valdar í A-landsliðið Þær Elísa Viðarsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir vom allar valdar í 40 manna æfingahóp íslenska kvenna- landsliðsins í knattspymu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálf- ari mun funda með hópnum um framtíðarmarkmið landsliðsins en hópurinn mun taka breytingum ef þurfa þykir. Handbolti: Kári komst í gegnum niðurskurðinn Kári Kristján Kristjánsson komst í gegnum fyrsta niðurskurð Guð- mundar Þ. Guðmundssonar, lands- liðsþjálfara, sem nú undirbýr ísl- enska handboltalandsliðið fyrir þátttöku sína á Evrópumótinu í næsta mánuði. Annar Eyjamaður hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum þjálfarans en það var markvörðurinn gamalreyndi, Birkir ívar Guðmundsson. Það skal engan undra að Kári verði með íslenska landsliðinu á EM því Eyjapeyinn hefur verið að spila sérlega vel í þýsku úrvals- deildinni að undanförnu og skor- aði m.a. 7 mörk á þriðjudagskvöld í tapleik gegn Magdeburg. Framundan Miðvikudagur 4. janúar Kl. 17:00 ÍBV-HK 2. flokkur karla, bikar. Styrktarmót fyrir markahrók Fjölmörg lið skráð til leiks - Mótið fer fram í Eimskipshöll á morgun, föstudag Úttekt KSÍ á knattspyrnustarfi í Eyjum ÍBV fær góða dóma

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.