Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 49
DV Helgarblað föstudagur 13. júní 2008 49 Hann er með mörg háskólapróf í far- teskinu og margir af helstu áhrifa- mönnum þjóðarinnar eru í hans vinahópi.Hann býr við ríkidæmi á margan hátt en virðist hafa næma tilfinningu fyrir þörfum og aðstæð- um hins venjulega launamanns. Enda bjó Matthías við kröpp kjör í bernsku og ólst upp í Fellunum með einstæðri móður sinni og þurfti að leggja hart að sér í lífsbaráttunni. En hann átti góða að og fékk hvatningu til að ganga menntaveginn og setja sér há markmið. Matthías telur að bág kjör í upphafi séu sitt gull. Þegar skoðaðar eru þær stjórn- ir sem Matthías Imsland situr í, eða hefur nýlega setið í, sést að þessi 34 ára forstjóri Iceland Express er umsvifamikill í íslensku atvinnu- lífi. Matthías hefur greinilega góða yfirsýn yfir efnahags- og atvinnu- lífið og hann virðist hafa næma til- finningu fyrir straumum og stefnum hins venjulega launamanns. Og það er ekki slæmur eiginleiki fyrir for- stjóra lágfargjaldaflugfélags eyþjóð- ar í norðri. „Fyrirferðarmest af þessum störfum mínum í dag er auðvitað forstjórastaða Iceland Express. Þar á eftir fylgja störf við stjórnarsetu í systurfélögum fyrirtækisins. Ég er stjórnarformaður í Ticket, sem er stærsta ferðaskrifstofa Skandinavíu, og sit í stjórn Astraeus og Hekla trav- el. Svo er ég í stjórn Skeljungs og varamaður í 365. En það er ekki neitt sem heltekur tíma manns. Áður fór mikill tími í störf fyrir Fons og BYR, en ég hef markvisst dregið mig út úr stjórnum. Það má nefna að ég er hættur í stjórn Háskóla Ís- lands sem var mér mjög kærkomið starf og Iceland Express tekur nán- ast allan minn tíma núna. Ég flýg 3–4 sinnum í mánuði starfs míns vegna, mest eru það dagsferðir og mér finnst gaman að fljúga og nota tímann um borð til að vinna. Annars er ég minna á ferð- inni til útlanda núna en þegar ég starfaði fyrir Fons.“ Hvernig kom það til að þú fórst í flugrekstur? „Ég var að vinna hjá Pálma Har- aldssyni í Fons og á sama tíma í stjórn Iceland Express. Pálmi hringdi í mig dag einn og sagði að ég yrði að taka að mér þetta starf. Ég hafði nú ekkert stefnt að því en hann þrýsti á mig að taka að mér stjórn- ina í fyrirtækinu. Ég játaði með því skilyrði að þetta yrði í nokkrar vik- ur – en það eru komin tæp 2 ár og þetta er miklu skemmtilegra en ég bjóst við og mikið fjör. Stór verkefni blöstu við. En það er furðulegt til þess að hugsa að ég datt inn í þetta krefjandi og spennandi starf með tveggja daga fyrirvara. Og ég sé ekki eftir því. Við höfum náð ótrúlegum árangri með Iceland Express. Sam- kvæmt könnunum eru 85% okk- ar viðskiptavina ánægð eða mjög ánæð með okkur og við höfum verið að bæta okkar markaðsstöðu milli ára. Það var mikil aukning á sölu miða frá 2006–2007. Og enn erum við að auka selda miða. Það er til dæmis töluvert meira selt nú en á sama tíma í fyrra og bókunarstaðan mjög góð. Við höfum náð að draga fram í fyrirtækinu þætti sem skipta máli svo sem að ferðin sé jákvæð upp- lifun. Fólk vill fá fallegt bros, hvíld og afþreyingu um borð. Að ferð- in sé eitthvað meira en rútuferð þó þetta sé lággjaldaflugfélag. Við höf- um verið með rannsóknir í hálft ár á hvaða mat fólk vill og sáum að fólk kallar eftir einhverju hollu og við bjóðum upp á það núna. Það er þrotlaus vinna að finna út hvað fólk vill og hvað má bæta.“ Strákurinn í Fellunum „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík og bjó fyrstu árin í Nönnu- felli í Breiðholti. Foreldrar mínir skildu þegar ég var 5 ára. Mamma mín, Þórunn Kolbeins Matthíasdótt- ir, þurfti að hafa fyrir lífinu og vann mikið. Ég var töluvert einn heima, varð snemma sjálfstæður og byrjaði ungur að vinna og hjálpa til með því til dæmis að selja blöð. Ég er líklega gömul sál og leitaði mikið til afa og ömmu. Afi minn í föðurætt, Albert Imsland, sem ég skírði minn fyrsta son í höfuðið á, mótaði mig mikið. Ég á honum margt að þakka. En ég man sterkt eftir því að ég þurfti að hafa fyrir lífinu og það var mér mik- ilvægt að reyna að skaffa peninga. Ég flutti nokkuð oft í bernsku og skipti um skóla. Ég fór í Ísaksskóla og síð- ar í Breiðagerðisskóla og svo þeg- ar mamma flutti vestur í bæ gerðist ég mikill KR-ingur og maður er KR- ingur fyrir lífstíð. (Þó ég sé í stjórn knattpyrnudeildar ÍR í dag en það er ástæða fyrir því.) Ég flutti svo næst í Garðabæ og útskrifaðist úr Garða- skóla í 9. bekk. Mamma flutti þá til Svíþjóðar og fór í nám og ég var með henni í nokkra mánuði en mér leið ekki nógu vel þar, saknaði Íslands svo ég flutti til móðurafa og ömmu í Litlagerði þar til ég fór í Mennta- skólann að Laugarvatni og útskrif- aðist þaðan sem stúdent.“ Sumir hafa dregið upp dökka mynd af því að alast upp í Fellahverf- inu. Dæmi um það má sjá í kvik- myndinni Börn. En hvernig fannst þér að vera strákur í Fellunum? „Bara fínt. Ég skaðaðist ekkert af að búa í Fellunum. Ég flutti burt 8–9 ára en hef haldið mig mikið við Breiðholtið síðan ég fullorðnaðist og bý með fjölskyldu minni í Selja- hverfi. Það eru bara jákvæðar minn- ingar tengdar því að þurfa snemma að hafa fyrir hlutunum. Vissulega var erfitt hvað mamma þurfti að vinna mikið. Hún stóð sig vel að geta haldið ein utan um hlutina. En þetta hefði orðið svakalega erfitt án afa og ömmu, bæði í föður- og móð- urætt. Þau voru mér svo mikil stoð og stytta. Þegar ég horfi til baka sé ég að það hefur verið mjög erfitt að vera einstætt foreldi með barn og þurfa að vinna mikið. Það eru ör- ugglega einhverjir í dag í sambæri- legri aðstöðu. Æskan mótaði mig pólitískt og ég veit að við þurfum að standa vörð um gott félagslegt kerfi á sama tíma og ég trúi á að einstakl- ingurinn eigi að fá að njóta sín. Það hefði örugglega verið auð- velt að lenda í rugli þar sem ég flutti mikið og skipti um skóla og hitti nýtt og nýtt fólk en stór hluti af því hvernig ég hef náð árangri í lífinu er afi og amma. Þau voru mikið í því að bakka mig upp og hvetja mig áfram. Og ég er sannfærður um að það er ekki gott að fá of mikið upp í hend- urnar. Ég lærði að treysta á sjálfan mig og fór ungur að aldri að aðstoða aðra fjölskyldumeðlimi fjárhags- lega.“ Framkvæmdastjóri NATO „Ég hef alltaf verið skipulagður og sett mér markmið. Sem dæmi má nefna minningabækur sem voru vinsælar þegar ég var í 7 ára bekk. Ég rakst á eins slíka þar sem ég hafði skrifað á þessum árum að ég ætlaði að verða framkvæmda- stjóri NATO. Metnaðurinn fór ansi snemma að sýna sig,“ segir Matthí- as og hlær innilega. Hann hefur líka verið duglegur námsmaður. Eftir nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hélt hann í nám til Svíþjóð- ar og útskrifaðist með mastersgráðu í Evrópufræðum frá háskóla í Lundi. Því næst var lagt stund á nám í við- skiptafræði í HÍ og MBA-nám í Chic- ago þaðan sem hann fékk þá um- sögn að vera annar tveggja bestu námsmanna í framhaldsnámi í sögu skólans. „Konan mín sagði á ákveðn- um tímapunkti að ég ætti að hætta að safna háskólagráðum og fara að safna frímerkjum eða einhverju öðru. En það er ljóst að ég ætlaði mér alltaf að ná árangri í lífinu. Ég var staðráðinn í því að mín börn þyrftu ekki að hafa fjárhagsáhyggj- ur.“ Hugsjónirnar Þegar litið er yfir stjórnarsetu Matthíasar vekur athygli að hann sat í stjórnum Félagsbústaða og Há- skóla Íslands, sem sker sig nokk- uð úr stórfyrirtækjunum sem hann hefur starfað fyrir. Hver er ástæðan fyrir því? „Þetta liggur mikið á áhugasvið- inu. Félagsbústaðir eiga eignir upp á fleiri milljarða. Þetta er því spenn- andi umsýsla á eignasafni. Og ég hef ákveðnar skoðanir á þessum mál- um út af mínu uppeldi og hafði hug- sjónir um það hvernig ætti að nálg- ast húsnæðiskerfið. Ég vil sterkt net sem styður við fólk, sterkt félagslegt kerfi, bæði hús- næðiskerfi og heilbrigðiskerfi. Ég vil að ríkið bjóði upp á sterkar grunn- stoðir sem fólk á athvarf í. Það er erf- itt og dýrt fyrir einstætt foreldri eða fólk með lítil fjárráð að kaupa íbúð í dag. Þú þarft að eiga 5–6 milljónir í útborgun og það er erfitt. Því er fé- lagslega húsnæðiskerfið þeim mun mikilvægara. Ég hef áhyggjur af því að það er allt of langur biðlisti eft- ir félagslegum íbúðum. Og ástæð- an er að þeir sem einu sinni kom- ,,Þeir sem voru á einkaÞotunum eru nú farnir að fljúga mikið með iceland express. maður sér Það um borð í vélun- um að forstjórar og framkvæmda- stjórar eru farn- ir að fljúga mikið með okkur.“ Framhald á næstu síðu Hamingjusöm fjölskylda Matthías er kvæntur Kristínu Eddu guðmundsdóttur kennara. Og börn þeirra eru albert agnar Imsland, bráðum 7 ára, guðmundur Helgi, 4 ára, og Þórunn Ásta sem verður þriggja ára í ár. Ólst upp í Breiðholtinu „Ég er fæddur og uppalinn í reykjavík og bjó fyrstu árin í nönnufelli í Breiðholti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.