Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 68
föstudagur 13. júní 200868 Ferðir DV Á ferðinni Stuttar ferðir í fimmtudagsblaði dV var gerð ítarleg úttekt á nokkrum af þeim ferðakostum sem íslendingum bjóðast í sumar. fara til útlanda, keyra hringinn og annað í þeim dúr. í ljós kom að það er ódýrast að halda sig heima fyrir og lifa hátt. fyrst bensínverð- ið er himinhátt og krónan eins og langveikur ein- staklingur er best að hafa ferðirnir frekar stuttar og margar. skreppa í sund og út að borða til dæmis. umsjón: Ásgeir jónsson asgeir@dv.is Buðu upp á harðfisk og Brennivín Félagarnir Sigurður Hólm, Daníel Geir og Halldór einar eru nú í þrjátíu og níu daga ferðalagi um smábæi og þorp Bandaríkjanna. Þeir hafa meðal annars heimsótt amish- þorp og haldið kynningu á íslensku brennivíni og er ferðin rétt hálfnuð. Félagarnir Sigurður Hólm Arnar- son, Daníel Geir Sigurðsson og Halldór Einar Gunnarsson héldu til Bandaríkjanna 23. maí síðastliðinn í þeim tilgangi að ferðast um smá- bæi Bandaríkjanna og gera ferða- þætti í kjölfarið. „Þetta er búin að vera hugmynd hjá mér í einhver tvö til þrjú ár að gera þetta. Svo vorum við bara allir staddir á þeim stað í lífinu að geta tekið okkur frí og skellt okkur í þetta ferðalag núna í sumar,“ segir Sig- urður Hólm en ferðin tekur í heild- ina þrjátíu og níu daga svo strák- arnir eru nú rétt rúmlega hálfnaðir með ferðina og mikið drifið á daga þremenninganna. Virkir þátttakendur í amish-samfélagi „Við erum búnir að fara vítt og breitt um landið. Við byrjuðum í amish-samfélagi sem var alveg rosalega spes en skemmtileg upp- lifun. Þetta var bara eins og maður sér í bíómyndunum. Allir algjör- lega litlausir nema þau eru miklu nútímavæddari en við héldum. Þau notast til dæmis við mjaltavélar og það sem kom okkur mest á óvart var að þau voru með baggavélar til að pakka heyinu nema í stað trakt- orsins notuðust þau við fimm múl- asna til að draga baggavélarnar.“ Íslensku ferðalangarnir höfðu gert boð á undan sér í amish-sam- félaginu og óskað eftir því að fá að taka virkan þátt í daglegu lífi am- ish-fólks. „Við vöknuðum til að mjólka og gefa dýrunum klukkan fimm um morguninn. Svo fórum við í heyskapinn strax í kjölfarið og út á tún að hjálpa til við baggana og að tína grjót.“ Blakið í uppáhaldi hjá amish-fólki Sigurður segir að það sem hafi komið þeim einna mest á óvart á dvöl þeirra í samfélaginu hafi verið að sjá tæplega þrjátíu amish-karl- menn spila blak úti á túni í fullum amish-skrúða. „Við vorum að keyra inn í samfélagið og sáum eitthvað í kringum tuttugu hestvagna sem var lagt fyrir utan einn bæinn. Þeg- ar við fórum svo að skoða hvað væri um að vera blasti við okkur mjög fyndin sjón. Þarna úti á miðju túni voru um þrjátíu amish-menn að spila blak sem er víst aðalsportið í samfélaginu. Þeir voru hins veg- ar bara í dagligdagsfötunum, með stráhattana sína, í skyrtu og peysu. Það var ekkert verið að skella sér í stuttbuxurnar eða neitt svoleiðis. Ég held að við höfum sjaldan hleg- ið jafnhátt.“ Strákarnir máttu hins vegar ekki taka myndir af lífi og störfum am- ish-fólks þar sem það stríðir gegn trú þess: „Þau telja að ef maður taki af þeim mynd sé verið að fanga sál þeirra. Þeim var hins vegar nokk sama þótt við værum að taka vídeó, bara svo framarlega sem við vorum ekki að ota vélinni eitthvað framan í þau.“ Með íslenskan bás á gala-kvöldi Eftir athyglisverða dvöl í am- ish-samfélaginu héldu þremenn- ingarnir til Ohiopyle-þjóðgarðs- ins í Pennsylvaníu. „Tilgangurinn með því að fara þangað var að fara á kajak niður á í þjóðgarðinum sem var gríðarlega skemmtilegt. Eft- ir það keyrðum við til Bardstown í Kentucky.“ Bardstown er þekktur fyr- ir bourbon-viskíframleiðslu og skelltu strákarnir sér að sjálfsögðu í bourbon-smökkun. „Við lent- um í svakalegri vínsmökkun þar á föstudags- og laugardagskvöld sem var gríðarlega skemmtilegt. Það fyndna er að á laugardagskvöld- ið var rosalega fín galaveisla með osta og vínsmökkun úti á túni og allir voru ofboðslega fínir með sig í sparifötunum. Við fengum leyfi til að vera með einn bás þar og kynna harðfisk og brennivín innan um allt fína vínið og ostana. Okkur datt bara í hug á flugvellinum á leiðinni út að kaupa slatta af harðfiski og brennivíni til að gefa Kananum að smakka.“ Að sögn Sigurðar lagðist brenni- vínið vel í viðstadda. „Fólk var eitthvað að hræðast harðfiskinn en fannst brennivínið mjög gott og margir sem vildu bara helst fá að kaupa af okkur brennivín. Við heyrðum meira að segja oft að bás- inn okkar væri hreinlega sá áhuga- verðasti þetta kvöldið.“ Lúxuslíf í texas Sigurður segir að þeir hafi lifað aðeins meira lúxuslífi en ætlunin var í fyrstu. Þeir gisti nánast alltaf á mótelum og í Missisippi hafi þeir gist á fjögurra stjörnu hóteli. „Áður en við fórum til Step- henville í Texas hafði ég sett mig í samband við bæjaryfirvöld og látið vita af komu okkar. Ég spurði sem sagt hvort þeir væru til í að taka á móti okkur og sýna okkur aðeins það helsta í bænum. Þeir voru svo ánægðir með að við sýndum bæn- um svona mikinn áhuga að þeir redduðu okkur svítu á hóteli.“ Í Texas fóru strákarnir meðal annars á skotæfingasvæði og á al- vöru „ródeó“ til að upplifa sanna Texas-stemningu. Eins og áður sagði eru strák- arnir rétt rúmlega hálfnaðir með ferðalagið svo ævintýri þremenn- inganna eru rétt að hefjast. Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra Sig- urðar, Daníels og Halldórs inni á heimasíðunni sveittir.net. krista@dv.is Kynntu íSLenSKar afurðir fyrir KönuM strákarnir fengu að vera með bás á glæsilegri vínkynningu og buðu upp á harðfisk og brennivín. SMaKKað á BourBon- ViSKíinu í bænum Bardstown fóru þremenningarnir í bourbon-smakk. ���������������������������������� ��������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ��� � � �� �� DaníeL oG SiGurður Á skotæfingasvæði í texas. stökktu til útlanda Heimsferðir bjóða upp á ferð- ir um allan heim og inni á heimasíðu þeirra, heimsferd- ir.is, er boðið upp á svokall- aðar tilboðsferðir. Þar getur fólk bókað ódýrar ferðir með litlum fyrirvara og skellt sér út. Boðið er upp á ódýrar ferðir til allt að tíu áfangastaða yfir sumartímann þar sem laus sæti eru í boði. Hægt er skella sér í viku til Benidorm fyrir rúmar 30.000 krónur og tæpar 25.000 til Alicante. Ekki slæmt verð eins og efnahagsstaðan er núna. göngurferðir á spáni Göngugarpar sem hafa áhuga á því að leggja Spán undir fót geta skráð sig í gönguferðir á gongufri.com. Það eru þau Ingibjörg Þórhallsdóttir og Rúnar Karlsson sem standa fyrir síðunni en þau byggja ferðir sínar á áralangri reynslu bæði á Íslandi, Spáni og víðar. Hægt er bóka allskyns ferðir fyrir stóra hópa og litla. Dæmi um verð fyrir sex daga dagskrá og sjö daga gistingu er 695 evr- ur eða um 84.000 krónur. Bubbi í köben Á vefsíðunni expressferd- ir.is er hægt að bóka ferð á tónleika Bubba Morthens í Kaupmannahöfn sem fara fram í október næstkomandi. Bubbi heldur tónleika þann 18. október í Falconer Salen í Kaupmannahöfn. Bubbi gaf nýlega út plötuna Fjórir naglar og ætlar að túra í sumar til að kynna plötuna. Hann verður því í fanta formi þegar komið verður fram á haust. Verðið á pökkunum er frá 39.900 upp í 69.900 krónur með og án hótels.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.