Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 74
Milan Kundera Ferðaleikur 1. Skyndilega sveiflaðist vísirinn á bensínmælinum í áttina að núll- strikinu og ungi ökumaðurinn býsnaðist yfir því hvað bifreiðin gat sopið. „Bara vonandi að við verðum ekki bensínlaus eins og síðast," sagði unga stúlkan (um það bil tuttugu og tveggja ára gömul) og rifjaði upp fyrir honum nokkra staði þar sem slíkt óhapp hafði gerst. Ungi maðurinn sagðist nú ekki taka slíkt nærri sér, því þegar hún væri með í förinni fyndist honum öll óhöpp verða ævintýri líkust. Unga stúlkan var á annarri skoðun: þegar þau urðu bensínlaus fjarri mannabyggðum leit hann svo á að það væri hún, og hún ein, sem lenti í ævintýrum, því hann faldi sig og hún neyddist til að beita og misbeita sínum kvenlega þokka: ná sér í bíl, láta hann aka sér til næstu bensínstöðvar, stöðva síðan annan bíl og koma aftur með bensínbrúsann. Ungi maðurinn sagði að bílstjór- arnir sem tækju hana upp í hlytu að vera ansi fráhrindandi fyrst hún talaði um erindið eins og kvöð. Unga stúlkan sagði (tilgerðarlega og daðrandi) að fyrir kæmi að þeir væru býsna aðlaðandi, en hún gæti því miður ekki notið þess með brúsann í fanginu og þess vegna væri hún neydd til að skilja við þá án þess að hafa haft tíma til að byrja á nokkrum sköpuðum hlut. „Skepna,“ sagði hann. Og hún svaraði að ef einhver væri skepna þá væri það hann. Guð má vita hversu margar ungar konur stöðvuðu hann á vegum úti þegar hann væri einn á ferð! Hann ók áfram og tók um leið utan um hana og kyssti hana á ennið. Hann vissi að hún elskaði hann og var afbrýðisöm. Afbrýðisemin er heldur hvimleiður skapbrestur, en ef þess er gætt að ofnota hana ekki (ef fólk kann sér hóf) er eitthvað við hana, þrátt fyrir alla ókostina. Það fannst honum að minnsta kosti. Þótt hann væri aðeins tuttugu og átta ára gamall fannst honum hann vera 336
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.