Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 91
Myndir á Sandi vegna myndhvarfa eða nafnskipta. Að hans dómi eiga myndhvörf sér stað þegar valið er. Nafnskipti verða hins vegar til við tengingu og eru undir- staða samhengis. Á grundvelli þessara hugmynda setti Jakobson fram kenningu um skáld- skapargildi: það myndast þegar jafngildisregla valsins er færð út í tenging- una10. Sé sagt að „frúin sigli eftir götunni“ hefur sögnin „að sigla“ verið val- in úr ákveðnu safni orða, hún tengd við nafnorðið „frú“ með þeim afleið- ingum að göngulag konu og hreyfing skips samlagast í vitund þess sem nemur, öðlast jafngildi. Með tengingunni er þannig ólíkum merkingarsvið- um steypt saman. Oll orðlist einkennist af samspili háttanna tveggja, myndhvarfa og nafn- skipta. Annar er þó að jafnaði ríkjandi innan einstakra orðræðna og bók- menntagreina. Þannig er ljóðlistin í eðli sínu háð myndhvörfum, bæði hvað varðar stíl og heildargerð. Vensl í tíma og rúmi, rökbundin framvinda, lúta samsvörun málhljóða, háttbundnum hliðstæðum ljóðlína, rími og skipan andstæðna. Tengingar ráðast yfirleitt af vali og líkindum. Frásögn er á hinn bóginn háð nafnskiptum að mati Jakobsons. Hún tengir saman umhverfi, persónur og tíma í krafti nálægðarvensla. Áherslan er þó mismikil og fer eftir höfundum, tímaskeiðum og stefnum. Rómantísk eða táknsæ frásögn hneigist að jafnaði til myndhvarfa andstætt epískri sögu sem byggist ævin- lega á nálægð innan kerfis en ekki sviplíkingu ólíkra kerfa. Raunsæis- höfundur, sagði Jakobson, beitir nafnskiptaaðferð til að afhjúpa umhverfi með atburðarás, tíma og rúm með persónum11. Texti hans er rökvís og þétt- ofin festi. Raunsæishöfundur notar myndhvörf í hófi því að þau draga at- hygli lesandans frá því sem vísað er til og grafa um leið undan „veruleika- líkingu“ textans. Eins og bent hefur verið á einkennast mörg nútímaskáldverk af því að þol málfars þeirra er þreytt til hins ýtrasta. Við þau átök hefur samband nafnskipta og myndhvarfa orðið ístöðuleysi að bráð. Þannig fela margar nútímaskáldsögur í sér öfgakennda notkun háttanna beggja: orðræðan er nánast algerlega nafnskipt eða myndhverfð og þá umfram allar raunsæis- reglur. Þessi ofmögnun ofbýður „trúverðugleika“, hindrar að textinn geti blekkt og sundrar rökbundnu, sögulegu samhengi. Nú á dögum er slík orðræða eðlileg því að verufræði tungumálsins hefur breyst, þéttleiki þess og markhæfni: „Sagði ekki einhver, hver var það sem sagði, orðið stóll er ekki stóll. . ,“12. Margir nútímahöfundar lýsa fyrirbærum eins og þau eigi sér ekkert táknmið, hefðbundið og gamalgróið. Þess í stað reyna þeir að „afrita“ fyrirbærin og neyða lesandann til að sökkva sér í flaum orða uns hann ber ekki lengur kennsl á merkinguna, heildin sundruð. Fyrirbærin birtast þá með nýjum hætti, gædd áður óþekktu lífi eða öllu heldur: þau 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.