Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar tryggja hann strax handa einhverri dætra sinna. Hvort hann sé bærilegt gjaforð að öðru leyti en fjárhagslega spyr hún ekki um, hamingja, friður og samræmi í sambúð eru innantóm orð fyrir henni. I miskunnarleysi sögu- manns við frú Bennet kemur vel í ljós að sjónarhornið er bundið við unga konu sem finnst fráleitt að stúlka þurfi að selja sig þeim fyrsta sem í hana býður. Vissulega vanmetur frú Bennet elstu dætur sínar tvær og möguleika þeirra á að giftast vel, en hún vanmetur ekki aðstæður í samfélaginu. Með rétti má segja að hún sé ábyrg manneskja þótt ábyrgðartilfinningin taki á sig fáránlega mynd. Jörð Bennets á að honum látnum að ganga til séra Collins af því að Bennethjónin eiga engan son. Þegar Bennet deyr verður fjölskyldan heimilislaus. Ungar konur af stétt dætra hennar höfðu á þessum tíma engan möguleika á að vinna fyrir sér. Þær voru eign föður síns þangað til þær voru gefnar manni. Þær eru hlutir, ekki fólk, og það skynjar frú Bennet. Henni dettur ekki í hug að reyna að breyta því, hennar lausn er að koma „hlutunum“ vel fyrir. Frú Bennet er af lágum stigum og lágkúruleg í tali og háttum. Hinn auð- ugi Darcy fyrirlítur hana meira en orð fá lýst - þótt hann geri sitt besta til að lýsa því fyrir Elísabet, henni til sárrar skapraunar. Það sem Darcy vill ekki sjá er að hans hávelborna móðursystir, lafði Catherine de Bourgh, er alveg sambærileg við frú Bennet og jafn upptekin af að koma dóttur sinni í hjónaband, þó að ekki sé það af því að ungfrú de Bourgh verði að vonarvöl að móður sinni allri. I bókum Jane Austen er lágkúra ekki bundin við lága stétt og aldrei hægt að alhæfa út frá neinni persónu um skoðanir höfundar á kyni hennar, starfi eða uppruna. Þetta sést til dæmis vel ef bornir eru saman ungu mennirnir þrír sem stíga í vænginn við Elísabet, Wickham, Fitzwilliam ofursti og Darcy. Einkum er gaman að skoða hvernig Wickham og Fitzwilliam mynda hliðstæður. Þeir eru hvor af sinni stétt en báðir heillandi menn og vel að sér í samræðulist sem bæði Elísabet og höfundur hennar kunna vel að meta. Og þeir eiga líka sameiginlegt að hafa gaman af ábyrgðarlausu daðri. Yngsta systir Elísabetar, Lydía, veldur hvörfum í sögunni með hneyksl- anlegu framferði sínu. Hún er vissulega hugsunarlaus stelpugála sem ekki sýnir áhuga á neinu nema karlmönnum og hjónaböndum - enda eftirlæti móður sinnar. En höfundur minnir elskulega á að litlu munaði að eins færi fyrir Georgíönu Darcy þótt hún sé ólík Lydíu um flest. Þrátt fyrir fram- ferðið hefnist Lýdíu ekki fyrir í sögunni. Jane Austen er meinilla við vísi- fingursuppeldi. Söguþráðurinn í Hroka og hleypidómum er í sjálfu sér undur einfaldur 332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.