Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2017 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þættirnir Rætur sem nú eru sýndir á RÚV vekja upp nostalgíu hjá mörg-um og er Guðrún Bjarna-dóttir þeirra á meðal. Hún var níu ára þegar foreldrar hennar leyfðu henni að vaka lengur og fylgjast með upphaflegu seríunni og efnið greyptist í huga hennar. „Þessi mannvonska og frelsis- svipting fannst mér alveg hræðileg. Velmegunarbarnið ég með allt mitt frelsi vissi ekki um öðruvísi frelsis- sviptingu en fangelsi þegar menn höfðu brotið af sér. Þarna sá ég eitt- hvað sem ég hafði aldrei fengið að sjá áður og velti mikið fyrir mér en upp frá þessu hef ég haft mikinn áhuga á Afríku og ferðast talsvert þar um.“ Draumur Guðrúnar um að ferð- ast til Afríku rættist þegar hún var 17 ára en þá var hún stödd á Kanarí með fjölskyldunni. Hún suðaði lengi í pabba sínum um að fá að fara yfir til Marokkó og á end- anum fékk hún að fara í dagsferð með hópi Þjóðverja og jók sú ferð áhuga hennar á Afríku til muna. Nokkrum árum síðar sá Guðrún auglýsingu um námskeið fyrir ungt fólk sem vildi fara á vegum Ungliðahreyfingar Rauða krossins til Gambíu í þróunarverkefni og ákvað hún að sækja um. „Ég var ekki mikill bógur á þessum árum og hafði litla trú á að ég yrði valin til að fara en skráði mig skjálf- andi á beinunum á námskeiðið. Helgin gekk út á leiki og verkefni og svolítið mikinn hressleika og tjá- skipti. Mér leist ekkert á þetta og var næstum gengin út af feimni og stressi en hugsaði svo með mér að nú væri að duga eða drepast, ann- að hvort gengi ég út eða alla leið.“ Lífið í Gambíu Í janúar árið 1993 var hringt í Guð- rúnu og hún beðin um að fara til Gambíu. „Það liðu ekki margir dagar þar til ég var komin í allt ann- an heim í Vestur-Afríku. Við bjugg- um í þorpi sem heitir Brikama og okkar hlutverk var að styðja við starfsemi Rauða krossins á ákveðnu svæði. Með ættingjum Kunta Kinte í Gambíu Sjónvarpsserían Rætur kveikti Afríkuáhuga hjá Guðrúnu Bjarnadóttur þegar hún var níu ára. Hún hefur ferðast mikið um álfuna síðan og meðal annars til Gambíu þar sem hún kynntist Bintu Kinte, ættingja Kunta Kinte. Það var í raun ekkert menningar- sjokk að koma af því að við höfð- um fengið góðan undirbúning og maður var eiginlega við öllu bú- inn. Hins vegar var undarlegt að koma heim í velmegunina eftir sjö mánuði í þróunarlandi. Í Gamb- íu bjuggu á þessum tíma um ein milljón manns. Gambíumenn eru brosmildir og vinalegir. Við átt- um auðvelt með að bjarga okkur því flestir tala ensku nema inn til landsins. Engin hungursneyð var í landinu og ákveðinn uppgangur en þó var fátækt og menntunarleysi viðvarandi. Það var margt nýtt sem maður kynntist í svona framandi landi og trúarbrögðin eru ólík en í Gambíu eru flestir múslimar og það var alveg nýtt fyrir mér að upplifa múslimatrúna. Réttindi kvenna og barna eru lítil og urðum við vitni að mörgu sorglegu í þeim efnum. Karlmenn mega giftast allt að fimm konum og þótti mér mjög áhuga- vert að ræða við konurnar í dreif- býlinu sem voru giftar inn í stórfjöl- skyldu. Þær voru alsælar með þetta kerfi en ef þær áttu von á barni þá settu þær tærnar upp í loft og hinar konurnar hugsuðu um heimilið og börnin. Þessar stórfjölskyldur voru einskonar félagsmálakerfi landsins þar sem búin var til hagstæð eining þar sem allir hjálpuðust að og í raun voru ekki allar eiginkonur virkar sem eiginkonur heldur giftar inn í ákveðna stöðu og höfðu þá fram- færslu frá eiginmanninum og höfðu skyldur á móti.“ Hjálparstarfsiðnaður Á þessum tíma var jarðhnetu- og mangórækt, fiskveiðar í Gambíu- ánni og túrismi aðalatvinnuvegir Gambíu. Guðrún varð vör við túris- mann í kringum Kunta Kinte á þess- um tíma en spáði lítið í það. Guðrún og Binte Kinte í Juffure. Guðrún hefur ferðast mikið um Vestur-Afríku, meðal annars til Juffure, þorpsins þaðan sem Kunta Kinte á að vera ættaður. Þar kynntist hún Bintu Kinte vel, var innvígð í fjölskylduna og fékk nafnið Guðrún Kinte. James Island sem heitir núna Kunta Kinte Island. Þarna voru þrælarnir látnir dúsa í fangelsi fram að brottför yfir hafið. Eyjan er í Gambíuánni rétt fyrir utan Juffure þorpið. „Nokkrir af Kinte ættinni eru á launaskrá hjá ríkinu bara fyrir að vera þeir sjálfir í þorpinu og sitja og gera sig breiða.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.