Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2016, Blaðsíða 4
Helgarblað 9.–12. desember 20164 Fréttir Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16 Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is Blóm og gjafavara við öll tækifæri Góð og persónuleg þjónusta Skírn - Fermingar - Brúðkaup - Samúð - Útfarir Kjararáðsfólk fær 75% hærri desemberuppbót en almúginn n Hækkað um 33 þúsund milli ára n Hækkun til launafólks nemur 4.000 krónum K jörnir fulltrúar og aðr- ir þeir sem heyra und- ir úrskurðarvald kjararáðs fá ríflega 75 prósentum hærri desember uppbót en launafólk á hinum almenna vinnu- markaði. Á meðan launafólk al- mennt fékk um 5 prósentum hærri desember uppbót í ár en í fyrra sam- kvæmt kjarasamningum þá hækk- aði uppbótin til þeirra sem undir kjararáð heyra um 22 prósent milli ára. Ráðamenn fá því sem fyrr um- talsvert ríkulegri jólabónus en al- múginn. Nýlegar launahækkan- ir kjararáðs til handa þjóðkjörnum fulltrúum hafa sætt harðri gagnrýni. Langt umfram launafólk Algeng upphæð desemberuppbót- ar samkvæmt kjarasamningi hjá starfsmönnum á hinum almenna vinnumarkaði, ríkisstarfsmönnum og fleirum er 82 þúsund krónur, en var 78 þúsund krónur í fyrra. Það gerir aðeins um fjögur þúsund króna hækkun eða sem nemur 5 prósentum. Allir þeir sem heyra undir kjararáð fengu hins vegar 181.868 krónur í desemberuppbót nú um mánaða- mótin. Það er 22 pró- sentum hærri upphæð en í fyrra þegar hún var 148.542, eða sem nemur ríflega 33 þúsund krón- um. Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fá þeir sem taka laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót sam- kvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502 sem gerir nú 9.572 krónur, alls 181.868 krónur. Í fyrra fjallaði DV um að kjara- ráðsfólk fengi 62 prósentum hærri desemberuppbót en hinn dæmi- gerði launamaður en eins og sjá má þá hefur orðið veruleg hækk- un þarna á. Ástæða hækkunarinn- ar er að frá 1. desember færðist við- miðunareiningin úr launaflokki 132 upp í launaflokk 136. Þar sem des- emberuppbótin miðast við tiltek- inn launaflokk í töflu kjararáðs þá hækkar hún samhliða ákvörðunum kjararáðs um hækkanir. Reiðialda vegna mikilla hækkana Mikil reiði greip um sig fyrir nokkrum vikum þegar greint var frá nýjustu ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þjóðkjör- inna fulltrúa, þ.e. þingmanna, ráð- herra og forseta Íslands. Þá hækk- uðu laun þeirra um hundruð þúsunda á mánuði, langt umfram almenna launaþróun. Ákvörðun kjararáðs, andartökum eftir kosn- ingar, vakti hörð viðbrögð og var harðlega gagnrýnd af almenningi, forsvarsmönnum verkalýðsfélaga og jafnvel ráðamönnunum sjálfum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, lýsti því meðal annars yfir að hann myndi láta hækkunina renna til góðs málefnis á meðan ákveðnir þingmenn hafa velt því fyrir sér að beita sér gegn ákvörðuninni. Ljóst er að hærri desemberuppbót lagðist því ofan á mun hærri laun hjá kjörn- um fulltrúum nú um mánaðamótin. Rétt er að benda á að desember- uppbótin er greidd þeim sem er í 100 prósent starfi á almanaksárinu til 31. október. Hafi viðkomandi gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári skal honum greitt hlutfalls- lega samkvæmt reglum kjararáðs. Af því leiðir að nýkjörnir þingmenn fá væntanlega ekki fulla desember- uppbót, en þeir sem áður sátu fengu uppbótina að fullu greidda. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Svona hækkuðu laun kjörinna fulltrúa Við nýjustu ákvörðun kjararáðs Þingmenn: 766.500 kr. á mánuði í 1.101.194 kr. Ráðherrar: 1.347.456 kr. á mánuði í 1.826.273 kr. Forsætisráðherra: 1.490.952 kr. á mánuði í 2.021.825 kr. Forseti Íslands: 2.480.340 kr. á mánuði í 2.985.000 kr. F ulltrúum flokkanna fimm, sem fundað hafa um hugsanlegt ríkis stjórnarsamstarf síðast- liðna viku, mun hafa brugð- ið talsvert við framlagningu fjárlaga- frumvarps síðastliðinn miðvikudag. Fulltrúar flokkanna munu, eftir að frumvarpið var lagt fram, hafa gert sér grein fyrir að þörf væri á veru- lega aukinni tekjuöflun ríkisins. Síst á þetta að sögn við um fulltrúa Vinstri grænna sem bent höfðu á þá stöðu áður, í fyrri viðræðum flokkanna. Upp úr þeim viðræðum slitnaði með- al annars vegna þess að Vinstri græn héldu fast við tillögur sínar í skatta- málum og tekjuöflun. Samkvæmt heimildum DV er talið að staða rík- isfjármála, eins og hún birtist í fjár- lagafrumvarpinu, auki heldur líkurn- ar á að flokkarnir geti náð saman. Það mun þó mikið bera í milli ennþá. Birgitta Jónsdóttir, Pírati, segir að hún eigi ekki von á öðru en að við- ræðum verði framhaldið í dag og áfram. Það kæmi henni „verulega á óvart“ ef upp úr þeim myndi slitna. „Það eru allir í þessu af heilum hug og á meðan svo er vinnum við þetta bara eins og okkur þykir best,“ segir Birgitta og bætir við að hún líti ekki svo á að nein eðlisbreyting muni verða á viðræðunum, verði þær formlegar. „Við erum að róa að því öllum árum að koma saman ríkis- stjórn. Við þurfum bara að sjá hvort við komumst yfir ákveðna sársauka- þröskulda, hvort við getum náð lendingu í þessum erfiðu málum, áður en við hefjum formlegar við- ræður.“ n freyr@dv.is Brugðið vegna fjárlagafrumvarps Fimm flokka viðræðum framhaldið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.