Tíminn - 12.03.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN <nð minsla kosti 80 blöð á ári, kostar 5 krónar árgangurinn. ATGREÍÐSLA i Reykjavík Laugaveg 18, simi 286, át um land i Laufási simi 91. III. ár. Reykjavíb, 12. mars 1919. 17. blað. Ahrif stríösins. Meðan stóð á styrjöldinni var f flestum Jöndum lítið aðhafst til enduibóta í uppeldismálunum. Hér á landi var hnignunin tilfinnanleg. Ekki einungis, að kensla var viða lögð niður, heldur hitt, að all- margir nýtir kennarar hurfu'frá starfi sínu og vinna nú að öðrum og lífvænlegri atvinnugreinum. — Eina afsökunin hér er sú, að víð- ar var pottur brotinn. En með friðarvonunum vaknaði í nágrannalöndunum óvenjulega mikill áhugi á fræðslumálunum. Neyðin hafði kent naktri konu að spinna. Aflraunir slríðsins höfðu sannað öllum heimi, hve náið samband var milli uppeldis þjóð- anna og orku þeirra, þegar á reyndi. Engum blandaðist hugur um, að IJjóðverjar áttu það uppeldi sínu að þakka, hve lengi þeir gátu var- ist ofureflinu. Rússar og ítalir voru lakast mentir allra stórveldanna, enda reyndust þær þjóðir að sama skapi léttvægar er til aflrauna kom. Átti það jafnt við yfirmenn og undirgefna, ef litið var á heildina. Bretar ráku sig hastarlega á margs- konar þjóðlífsyfirsjónir er á reyndi. T. d. varð að dæma ófæra til her- þjónustu menn, svo að skifti hundr- uðum þúsunda, sökum tæringar og annarar líkamsveiklunar, sem að mestu leyti mátti rekja til lífs- kjaranna. Varð stórmikið að lækka kröfurnar til hermannanna til þess að geta náð nógu mörgum liðs- mönnum. þá þóttust Bretar og skilja, að í atvinnu-samkepni við þjóðverja og Bandaríkjamenn, væru þeir að dragast aftur úr fyrir van- rækslu i uppeldismálum. Banda- ríkjamenn hafa sem kunnugt er lagt allra þjóða mesta rækt við uppeldi þjóðarinnar. Fór og svo, að þeir uppskáru eins og til var sáð, hvort heldur sem litið er á iðnað þeirra eða hernaðarfram- kvæmdir. Þessi alkunnu, almennu dæmi og ótal mörg fleiri eru orðin öðrum þjóðum að iftnhugsunarefni. Hver þjóð ser að framtiðargengi hennar ei að afar-miklu Ieyti komið undir því, hversu vandað er til uppeldis ungu kynslóðarinnar. Hér á landi er hæltan tvöföld, ef illa tekst. íslendingar eru minsta sjálfstæða þjóðin í heiminum. Þess vegna þarf valinn maður, að vera í* hverju rúmi. í öðru lagi nær alþjóðakappið í atvinnumálum lika hingað á norðurhjara heims. Og það er töluvert vafasamt hvort íslenska þjóðin er betur búin undir þessa ttóföldu kappraun, heldur en Rússar fyrir ófriðinn mikla. Og hvað verður þá um efnalegt, andlegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði Iandsins? Ef til vill væri hollara fyrir suma íslensku þjóðrembings- mennina, sem þykir framtíð lands- ins best trygð með þvi, að hafa fjölda »legáta« út um lönd, ís- lenskar orður og titla, kórónur og konungshallir, að lita nœr sér i götuna. Því að þar myndi þýðing- armesta verkefnið vera. Sveitafræðslan. Tillögur um lausn til bráðabirgða. Mentamálin eru mest vanrækt nú af öllum málum þjóðarinnar, mega þó síst vera það og krefjast hinnar fljótustu lausnar. Hefir um þau verið mikið skrif- að á undanförnum árum og óhætt að telja að búið sé að 'draga fram í aðaldráttum markið sem að eigi að keppa. Og frá því marki mun ekki vikið. En hvenær kemur að fram- kvændunum og hvernig verða þær? Þar er undir högg að sækja. F*að er við að strlða skilningsskort almennings um nauðsyn á fram- kvæmd þessara mála og i annan stað fjárskort og erfiðleika af hálfu kringumstæðna eins og þær eru. Það er því vafalítið að á sum- um sviðum fræðslumálanna verður að sætta sig við' eitthvert bráða- birgðaástand í bili. Það verður að smástíga sporin í áttina að mark- inu. Hér skal nú vikið að þeim liðn- um sem gera má ráð fyrir, kring- umstæða vegna, að verði einna síð- ast leystur endanlega og bent á hugsanlega bráðabirgðalausn. Það er urn barna og unglinga- fræðsluna í sveitum. Markið sem að er kept er vitan- lega það að eiga góða heimavista- skóla í hverju fræðsluhéraði, veiti fullkominn kennari skólanum for- stöðu, enda hafi hann notið full- komnari kennaramentunar en nú er almenn, fái sæmileg laun og eigi kost á ábúð að öllu eða ein- hverju lejdi á skólajörðinni. Það skal ekkert slegið af þess- um framtíðarkröfum. En hvenær verða þær uppfyltar? F*að er ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það eigi nokkuð langt í land. Og áður en það verður í hinum fámennu sveitum, verður að gera ráð fyrir, að það verði í kauptún- um og þéttbygðum sveitum, að kröfunum verði fullnægt, og það á enn langt í land. Og það er ekki nema eðlilegt, meðan við höfum í svo mörg horn að líta, að við verðum að láta líða nokkra hríð þangað til við leys- um til fulls erfiðustu og kostnað- arsömustu viðfangsefnin. Og meðan við höfum ekki getað skipað hag okkar á öllum sviðum, þar sem fólkið er flest, meðan við getum ekki Iaunað þeim starfsmönnum þjóðfélagsins sæmilega sem þar starfa og mest hafa að starfa — á meðan verðum við að telja það eðlilegt, að hilt bíði. Því er nú svo farið í sveitum, að tveir menn hafa á hendi fræðsl- una og andlegu málin: kennarinn og presturinn. í mjög mörgum tilfellum er það svo, að í rauninni verður það starf aukastarf hjá báðum. Þeir eru báðir svo illa launaðir, að þeir verða aðallega að lifa af öðru. Og hugurinn verður þá eðlilega meir bundinn við það starfið, sem meir þarf fyrir að hafa. Frá sjónarmiði almennings er það að nokkru leyti afsakanlegt, að láta þann mann ekki fá af opinberu fé nema nokkurn hluta af því fé, sem hann þarfnast, til að lifa af, sem ekki ver nema nokkrum af starfskröftum sínum til þess, að starfa fyrir hið opinbera. Og það er óhætt að segja, að fyrst um sinn a. m. k. verður það svo, að sveitapresti og sveitakenn- ara, hvorum í sínu lagi, verður ekki launað svo, að' þeir lifi af nema að litlu leyti á því einu. Afleiðingarnar af því eru svo kunnar, að ekki þarf um að ræða. Víkja tveir prestar að því á öðr- um stað i blaðinu, en ekki eru kennararnir betur farnir. En þjóð- félagið bíður hið mesta tjón af. Einum manni mælti launa betur en tveim, leysti hann af hendi störf beggja. Einn maður heill og óskiftur að þessum málum, verður þjóðfélaginu áreiðanlega notadrýgri en tveir hálfir. Það væri nægur verkahringur fyrir einn, sem nú verður aukastarf fyrir tvo. Það er enginn vafi á því, að það væri æskilegt, væri það framkvæm- anlegt, að sameina slundum prests- starfið og kennara í sveitum. Skal nú að þvi vikið, að hverju leyti það gæti verið framkvæman- legt. Undirstöðu-atriði sé það, að það sé hvorki skylda fyrir fræðslu- héruðin, að koma á hjá sér þessu skipulagi, né fyrir prestinn, að takast hvorttveggja slarfið á hendur. Lög heimiluðu landssjóði að veita ríflegan styrk til þess, að reisa heimavistaskóla á prests- setrum, á þeim stöðum, sem hér- uðin óskuðu þess, og þar sem þau skilyrði væru að öðru leyti fyrir hendi, sem fræðslumálastjóri teldi góð. Landssjóður veitti enn fremur ríflegan styrk til reksturs slíkra skóla, eftir tillögum fræðslumála- stjóra. Við kennaraskólann verði stofn- að sérstakt námsskeið fyrir guð- fræðinema, guðfræðikandidata og presta. Segjum að námstíminn væri eitt ár. Sá guðfræðingur, sem lokið hefir þessu sérstaka prófi við kennaraskólann, hefir rétt til þess, að takast á hendur bæði störfin í sveit, þar sem skilyrði eru að öföru leyti fyrir hendi og fær þar af leiðandi að mun hærri laun. Það er alls ekki skylda fyrir guðfræðinema, að sækja þelta náms- skeið. Þeir, sem ætla sér ekki að verða prestar, þeir, sem ætla sér að verða kaupstaðaprestar, þeir, sem ekki eru hneigðir til kenslu — láta hjá líða, að sækja þetta námsskeið, og eru því ekki hæfir til, að takast á hendur hvorttveggja starfið. Það mun vera viðurkent af flest- um, f orði a. m. k., að við eigum að sníða skipulag fræðslumálanna mjög eftir þjóðlegri reynslu. Væri stigið spor í þá ált með þessu skipulagi. Frá því að mentalif hófst á ís- landi og fram á þennan dag hafa prestssetrin verið miðstöð andlega lífsins í sveilunum. Þarf engin dæmi um það að nefna. Og fram á allra siðustu tíina hafa prest- arnir undirbúið langsamlega flesta þá sem gengu til æðri menta og komu úr sveitunum. Er það og eftirtekavert, að sið- asta mannsaldurinn hafa prestarn- ir haft langmest áhrif um fiæðslu- málin í landinu og verið á flestum sviðum foryslumenn. Nú sem stendur eru prestar for- menn í langsamlega flestum fræðslu- nefndum. Forslöðumaður kennara- skólans er prestur og einn af kennurunum guðfræðingur. Nýbúið að skipa prest fyrir Eiðaskólann. Skólarnir á Núpi i Dýrafirði, Hjarð- arholti, Rafnseyri og miklu víðar, reknir af prestum. Bendir þetta alt mjög sterklega í áttina, að það fyrirkomulag sem að ofan er nefnt geti blessast, sem bráðabirgðafyrirkomulag, sé það, eins og lagt er til, látið óbundið. Má geta þess, að viða i sveitum hagar einmitt svo til að prestssetr- ið er langheppilegasti staðurinn fyrir heimavistaskóla, liggur í miðri bygð, er miðstöð sveitarinnar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.