Tíminn - 27.08.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.08.1942, Blaðsíða 3
94. hlat* TÍMIM, fimintndagiim 27. ágíist 1942 371 Jóhannes Hagan ilugmaður Marga rekur minni til, að um mánaðamótin júní—júlí fluttu blöðin hér þá harmafregn, að Jóhannes Hagan, 18 ára gam- all flugnemi, sonur Haralds Hagans gullsmiðs og konu hans, Lárettu heitinnar, hefði farizt í flugslysi í Winnipeg. Hingað hafa nú borizt fyrstu frásagnir Winnipeg blaða um slysið, og fer hér á eftir frásögn „Winnipeg Free Press“ um hvernig slysið vildi til: „Mörg hundruð flugmenn og starfsmenn á Stevenson flug- velli sáu greinilega hvernig slysið bar að, þegar flugnem- arnir tveir, sem höfðu verið á einmenningsæfingu, nálguð- ust völlinn í lítilli hæð, til að lenda. Vél ungfrú Perrin, Taylor- craft, var í hér um bil 100 feta hæð. Hagan, sem flaug léttri Luscombe æfingavél, nálgaðist völlinn beint aftur og upp af hennar vél, og mun hafa virzt hann vera of hátt til þess að lenda, því að hann lækkaði sig með nokkrum „fiðrildissveifl- um“. Bæði voru þannig sett, að hvorugt gat séð til hins. Hjólin á vél Hagans námu nú hægri væng hinnar vélarinnar og skrúfkastaðist hún til jarð- ar, að því er sjónarvottar herma. Við áreksturinn sporð- reistist vél Hagans og stakkst öfugan kollhnís með stefnið í jörð, er niður kom. Báðar vél- arnar féllu til jarðar rétt norð- an við flugvöllinn, og voru um 100 fet á milli þeirra“. Heimskringla og Lögberg geta um slysið og segir hið síðar- nefnda meðal annars: „Jóhannes var óvenju bráð- þroska, glæsilegur að vallarsýn, og skemmtinn í viðræ’ðum; er með sviplegu fráfalli hans stórt skarð höggvið í fluggestahóp- inn að heiman. Samúð og sökn- uður umfaðma minningu hins látna ungmennis". Þeir, sem kynntust Jóhann- esi hér heima, munu einróma á sama máli. Hann virtist að öllu mannsefni langt fram yf- ir það, sem almennt gerist. Bréf, sem einn af .fluggestun- um íslenzku í Canada, einn af félögum Jóhannesar, skrifaði hingað heim, segir frá slysinu eins og hér er að ofan gert og bætir svo við: „Þau^ dóu bæði samstundis. Jóhannes var mjög góður að fljúga og ekki hægt að kenna honum né stúlkunni um þetta slys að neinu leyti. Konni (Connie Jóhannesson) átti báðar vélarnar. Þetta er fyrsta slysið, sem orðið hefir á hans skóla, og hefir hann kennt flug eða haft flugkennslu á hendi yfir 20 ár. Jóhannes dó við þá iðju sína, sem hann hafði mestan áhuga á, og án þess að missa nokkurn- tíma stjórnina á vélinni. Blessuð sé minning hans.“ Skípalesf með bírgð- ír og vopn tíl Malta Fyrir skömmu er komin heilu og höldnu til Malta geysistór skipalest méð birgðir og vopn. í árásum, sem gerðar voru á skipalestina, misstu Bretar beitiskipið Manchester og flug- vélaskipið „Eagle“. — Skipa- lestin var mjög vel varin af herskipum, en árásirnar voru gerðar af kafbátum í hópum saman og aragrúa af flugvél- um. ítölsk flotadeild, sem kom á hnotskóg, var rekin á flótta af flugvélum Bandamanna. Fréttapistill frá Seyðisfirði Kona bjargar tveim börnum. Það ber sjaldan við, að fréttapistlar komi í blöðunum frá Seyðisfirði, en þó ber það við, að ýmislegt skeður hér, sem frásagna er vert. Ég ætla nú að skýra frá tveimur við- burðum, sem hafa skeð í sum- ar. í vor fluttu hingað hjón frá Keflavík, Jónas Þorvaldsson skipstjóri og kona hans, Sess- elja Jónsdóttir, ásamt ungu barni þeirra. Leigja þau í yzta húsinu, sunnan fjarðarins, en það hús stendur á uppfyllingu, allhárri, sem gengur fram í fjöruna. Af efri brún uppfyll- ingarinnar er um mannhæð. Nær uppfyllingin töluvert inn fyrir innri enda hússins, en hafskipabryggja er fram af húsinu sjálfu. Vegur liggur of- an við húsið út með firðinum. Fyrir ofan veginn er íbúðar- hús, og búa þar hjón, er eiga nokkur börn. Svo vildi til í sumar, er börn voru að leika sér á uppfylling- unni framan við neðra húsið, að eitt barnið hrekkur út af brúninni. Heyrir þá ofangreind kona, sem er inni í húsinu, að hrópað er: „Hún Hrefna datt í sjóinn“. Konan hleypur þá út, en þegar hún kemur á vettvang, flýtur barnið, en svo langt frá, að hún nær ekki til þess. Stekkur konan þá fram af bakkanum og getur þá náð í barnið. Fer síðan með það til móður þess, sem býr í efra hús- inu. Barnið sakaði lítið.' Svo var það seint í júlí þ. á., að hér var utannæðingur og rigning. Umrædd kona, Sesselja, ætlaði inn í bæ til kaupa, en vegna þess, að hún jafnaðarlega hafði barn sitt með sér í slíka för, hætti hún við að fara vegna veðursins, og sezt því inn. Heyrir hún eftir litla stund hrópað niðri á bryggju: „Hann Árni datt í sjóinn“, — svo heit- ir drengurinn, 8—10 ára. Fleyg- ir hún þá barni sínu í rúmið og hleypur út og spyr: „Hvar datt hann“. „Hérna“, segir syst- ir hans, sem stóð á bryggjunni. Er það þá við annan stólpa neð- an frá. Konan þangað, en sér ekki drenginn, en aðeins loft- bólur, sem koma á yfirborðið. Steypir konan sér umsvifalaust í sjóinn af bryggjunni og kem- ur upp lítið utar. Þá kallar stúlka á bryggjunni: „Þarna er hann, ég sé á hárið á hon- um“. Var hann þá að koma upp í þriðja sinni, að sögn litlu stúlkunnar. Sesselja syndir að honum, tekur hann í fang sér og syndir með hann til lands, hleypur með hann upp í hús, leggur hann á gólfið og gerir björgunartilraun á honum. — Hann var orðinn meðvitundar- laus, er hún náði honum. Var samstundis hringt til læknisins, sem bráðlega kom. Var dreng- urinn þá búinn að fá meðvit- undina og annaðist læknir hann eftir það. Drengurinn fékk snert af lungnabólgu, sem batnaði þó fljótlega. Það er víst áreiðanlegt, að hefði ekki konan verið svona hugrökk og viðbragðsfljót, hefði drengurinn drukknað; aðrir voru ekki til að bjarga. Vill ekki „Tíminn“ eða eitt- hvert gott fólk gangist fyrir því, að Sesselja Jónsdóttir fái ein- hverja viðurkenningu fyrir hugrekki og fórnfýsi við framan angreinda björgun. Mér finnst hún eiga það fyllilega skilið. Kona á Seyðisfirði. Próf. Worm-Míiller á ferð í Þjórsárdal Fyrir skömmu bauð ríkis- stjórnin próf. Worm-Múller, S. A. Friid blaðafulltrúa og frú hans í för í Þjórsárdal. Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður og frú hans voru með í för þess- ari, og auk þess fór Páll Stef- ánsson bóndi að Ásólfsstöðum með ferðafólkinu að Stöng. Prófessor Worm-Múller er, sem kunnugt er,prófessor í sögu. Þótti honum og öllu ferðafólk- inu fróðlegt að skoða forn- mynjarnar að Stöng með aðstoð þj óðskj alavarðar. Martin Johnson Orðin „getur þú matreitt“, gáfu honum kost á því að leggja leið sína umhverfis hnöttinn. Martin Johnson, sem ljósmyndaði þúsundir ljóna í frumskóg- um Afríku, réð aðeins tveim ljónum bana um ævina. Hann skýrði mér frá því, að á tuttugu mánuðum síðustu dvalar sinnar í Af- ríku hefði hann séð fleiri ljón en nokkru sinni fyrr, en hleypti pó aldrei skoti af byssu. Hann hafði jafnvel ekki alltaf byssu meðferðis. Sumir þeirra, sem ferðazt hafa um víðáttur Afríku, hafa hið mesta yndi af þvi eftir heimkomuna að segja frá afrekum, sem 3eir hafi unnið í viðureignum við villidýr. Martin Johnson heldur því hins vegar fram, að hann, og hver annar, sem þekkti villidýrin í frumskógum Afríku, geti tekizt för á hendur frá Kairo til Góðravonarhöfða með bambusviðarstaf einan að vopni, án þess að þurfa að óttast það að rata í nauðir. Hann sagði mér það einnig, að er hann hafi lagt upp í síðustu Afríkuför sína hafi hahn tekið útvarpstæki með sér í því skyni að hafa ávallt samband við Ameríku. Hann kvaðst hafa hlustað allmikið á útvarpið fyrstu tvo mánuðina, en þá tekið að þreytast svo mjög á löngum skrumauglýsingum úr viðskiptalífinu, að hann opnaði ekki fyrir útvarpið mánuðum saman. Martin Johnson hóf að litast um í veröldinni fimmtán ára gamall. Faðir hans var skrautgripasali í Independence í Kansas. Martin hafði þann starfa með höndum í æsku að taka úr um- búðum muni frá hinum fjarlægustu stöðum jarðar. Hann lét heillast af hinum óþekktu og leyndardómsfullu nöfnum, er á miðunum stóðu: París, Genf, Barcelona, Budapest. Hann ól þá von í brjósti að gista borgir þessar. Svo kom að því að lokum, að hann strauk að heiman. Hann lagði Bandaríkin undir fót og komst til Evrópu með skipi, er hlaðið var kvikfé. Þegar til gamla heimsins var komið, vann hann öll þau störf, er hann átti kost á, sem var ekki nema öðru hvoru. Hann átti við hungur að búa í Brússel. í Brest stóð hann einmana uppi og starði út á öldur Atlantshafsins, dapur í bragði og haldinn heimþrá. í London valdi hann umbúðakassa sér að rekkjum. Hann ákvað að halda aftur til Ameríku og heim til Kansas. Hann tók það ráð að koma sér fyrir sem laumufarþegi í björgunarbáti stórs gufuskips, er var á förum til New York. Þegar hér var komið sögu, gerðist atburður, sem gerbreytti lífi Martins Johnsons og gaf honum kost á að lifa hin undra- verðustu ævintýri. Einn af vélamönnum skipsins lánaði honum tímarit, er flutti gréin eftir Jack London. Jack London skýrði í grein þessari frá þeirri fyrirætlun sinni að leggja leið sína um- hverfis hnöttinn í þrjátiu feta löngum báti, er hann nefndi Neistann. Martin Johnson var ekki fyrr kominn heim til Independence en hann ritaði Jack bréf, tjáði hug sinn allan á átta litlum blað— siðum og bað hann þess að mega fara með honum í hina fyrir- ætluðu för. — Ég hefi þegar verið erlendis, skrifaði hann. — Ég lagði af stað frá Chicago með hálfan sjötta dollar í vasanum, og þegar ég kom aftur, átti ég þó tuttugu og fimm cent eftir. Tvær vikur liðu — tvær vikur mikillar eftirvæntingar. Þá barst Johnson símskeyti frá Jack London. Það var aðeins þrjú orð; þrjú orð, sem gerbreyttu lífi Martins Johnsons. — Getur þú matreitt? Það var óneitanlega vel að orði komizt, þótt ekki væri orðafjöldanum fyrir að fara. Gat hann matreitt? Hann gat ekki einu sinni soðið hrísgrjón. En Johnson svaraði þegar með öðru þriggja orða símskeyti. Reyndu mig bara. Hann fór þegar á stúfana og réði sig í vist í eldhúsi í veitingahúsi nokkru. Þegar Neistinn klauf loksins öldur San Franciscoflóans og stefndi út á Kyrrahafið, var Martin Johnson innanborðs og gegndi starfi sem yfirbryti. Leikni hans í matreiðslu var slík orðin, að hann gat auðveldlega bakað brauð og eggjakökur, steikt kjöt, soðið súpur og jafnvel búið til búðing. Það var einnig i verkahring hans að kaupa vistir til fararinnar og honum tald- ist svo til, að hann hefði tekið með salt, pipar og aðrar krydd- vörur, sem ættu að nægja meðalskipshöfn að minnsta kosti í tvær aldir. Hann lærði að stýra skipi í för þessari. Hann taldi sig hafa ástæðu til þess að ætla það, að hann væri ágætur sjómaður. Dag nokkurn hugðist hann að sýna hæfni sína og freistaði þess að merkja stefnu skipsins á kortinu. Neistinn var þá staddur á miðju Kyrrahafinu og stefndi þöndum seglum í áttina til Hono lulu, en ef fara hefði átt eftir stefnu þeirri, sem Johnson merkti * kortinu, hefði skipið siglt út á mitt Atlantshafið! En Johnson lét sér fátt um þetta finnast. Hann lifði óvenju iegu og ævintýrariku lífi, sem alla drengi dreymir um að njóta. Ekkert gat bugað eldmóð hans. Einhverju sinni varð vatnsskort ur í skipinu á hafi úti og skipshöfnin leið óbærilegar kvalir í sólarhitanum, er var slíkur, að bikið á þilfarinu sauð eins og þunnt síróp. Síðan eru liðin þrjátíu hamingjurík ár, ár mikilfenglegra at- burða og ævintýra, því að Martin Johnson hefir siglt um öll út höfin og lagt leið sína um víða veröld, frá kóraleyjum Suður- hafanna til frumskóga Afríku. Hann tók fyrstu myndir af mannætum, sem sýndar voru í ættlandi hans. Hann ljósmynd- aði dverga og risa, fíla og gíraffa og lífið í frumskógum Afríku Hann hafði heim með sér Nóaörk fulla af undraverðum dýr- um. Nóaörk þessi var ljósmyndasafn hans, sem flestir hafa kynnzt meira eða minna af kvikmyndum. Með ljósmyndum sínum hefir hann bjargað miklum fróðleik frá glötun. Kynslóðir framtíðarinnar munu eiga honum það að þakka, að þær geta augum litið villidýr Afríku, sem þá verða undir lok liðin. Martin Johnson tjáði mér, að sællegt Ijón, sem aldrei hafi orð- ið fyrir áreitni, gefi manninum alls engar gætur, þótt hann verði á leið þess. Hann ók einhverju sinni bifreið inn á milli fimmtán ljóna, sem lágu í hóp og depluðu augunum eins og makráðir kettir. Eitt ljónanna gekk meira að segja að bifreiðinni og tók að sleikja annað framhjólið. Öðru sinni ók hann bifreið sinni svo nærri ljónynju nokkurri, að hún hefði getað náð til hennar með hramminum, en hún lét ekki hið minnsta á sér bæra. Ég spurði Johnson: — Ætlar þú að reyna að telja mér trú um það, að ljónið sé raunverulega góðlynt dýr? Hann svaraði þegar: — Nei, ég held nú siður. Ég veit ekkert ráð öruggara til þess að fremja sjálfsmorð en að treysta ljóni, Þú veizt aldrei, hvenær það getur gerzt hættulegt og ráðizt á þig. Reitt ljón fær ekkert staðizt. Ljón getur lagt undir sig fjöru tíu fet í einu stökki og dregur venjulega ekki af, þegar það reiðir hramminn til höggs. Ég spurði Johnson, hvenær hann hefði ratað í mestan lífs- háska um ævina, og hann svaraði: — Það hefir nú oft legið nærri að illa færi, þótt allt hafi ráðizt vel að lokum. Hættast var Johnson kominn einu sinni á Suðurhafseyjum, þegar minnstu munaði, að hann lyki lífi sínu í súpukatlinum Það var, er hann tók myndir af mannætum fyrsta sinni. Hvítir þrælasalar höfðu farið herskildi um nokkrar eyjar þær, er mannæturnar byggðu, tekið íbúana til fanga og selt þá 1 ánauð, Mannæturnar voru því í vígahug, tortryggnar og hungraðar Stúlkur óskast til fiskflökunar í vetur. — Hátt kaup og frítt húsnæði. Einar SigurtKsson, Vestmannaeyj um. Samband ísl. samvinnufélaga. Samvinnumenn: Vinnið að útbreiðslu tíma- ritsins Samvinnunnar. Jörðin Seljamýri í Loðmundarfjarðarhreppi, Norður-Múlasýslu, er til sölu. Semja ber við Ragnar Ólafsson, lögfræðing í Reykjavík. Sími 5999. Tilkynning Þeir, sem vilja taka þátt í vérðlaunasamkeppni að teikningu á 10.000 mála verksmiðju á lóð Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði og 5000 mála verksmiðju á Raufarhöfn, ásamt bryggj- um, þróm og geymsluplássi fyrir mjöl og lýsi, vitji upplýsinga, ásamt teikningu af lóðum, til Sildarverksmiðja rikisins á Siglu- firði. 1. verðlaun verða kr. 10.000.00 2. verðlaun kr. 5.000.00 Teikningum sé skilað tll stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins fyrir 31. október n. k. Siglufirði, 24. ágúst 1942. SÍLDARVERKSMIÐJUR RlKISlAS. Allar góðar húsmæður þekkja hínar ágætu SJAFNAR-vörur Þvottaduftið PERLA ræstiduftið OPAL krístalsápu og stangasápu Róndl - Kaupir þú kúnaðarblaðið FREY? Þær höfðu þegar ráðið fjölda hvítra manna bana og slegið eign sinni á farangur þeirra. Þeim auðnaðist að finna Martin Johnson og gerðu sér í hugarlund, að snáðinn frá Kansas myndi verða tilvalinn í sunnudagsmatinn. Meðan Johnson var í áköf- um samræðum við höfðingjann og lagði fyrir hann gjafir þær, er hann hafði meðferðis, kom hópur mannæta út úr skóginum og sló hring um hann. Það var engrar hjálpar að vænta. John- son hafði að sönnú marghleypu á sér, en það var við ofurefli að etja. Kaldur sviti óttans spratt fram á enni honum. Hjartað barðist í brjósti hans, eins og það ætlaði að springa, en það var ekkert annað hægt til bragðs að taka en látast vera rólegur og halda samræðunum áfram. Hringurinn umhverfis hann þrengdist óðum, og mannæturnar hugsuðu sér sýnilega gott til sunnudagsins. í fyrsta sinni, síðan hann kvaddi Independence í Kansas flaug Martin Johnson það í þanka, að það myndi nú ekki hafa verið svo vitlaust að gerast skrautgripasali o‘g fara þannig að dæmi föður síns. En þegar mannæturnar voru í þann veginn að leggja til at- lögu, gerðist kraftaverkið. — Brezkur eftirlitsbátur stefndi inn flóann. Mannætunum varð starsýnt á hann. Þær vissu vel, hvað koma hans þýddi. Johnson starði og út á flóann og ætlaði varla að trúa augum sjálfs sín. Hann sneri sér þó að höfðingja mann- ætanna, laut honum djúpt og mælti: — Þið sjáið, að skip mitt er komið að sækja mig. Mér hefir verið það ánægja að kynnast ykkur öllum. Verið þið nú sælir. Án þess að nokkur mannætanna dirfðist að stöðva Johnson, Ihljóp hann niður til strandar og stakk sér i hafið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.