Tíminn - 30.01.1943, Page 4

Tíminn - 30.01.1943, Page 4
48 TlMEVIV, langardaginn 30. janiíar 1943 12. Mafí LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „DANSINN í HRUNA“ eftir INDRIÐA EINARSSON. Sýning annað kvöld kl. 8 Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag. Sisalkraft pappi íborinn og óíborinn, er tvöfaldur með tægjum á milli laga sem gera pappann sérstaklega sterkan. Ennfremur er hann rakaverjandi og loftheldur, er þvi, tilval- inn sem milliveggjapappi. Birgðir fyrirliggjandi. ÍTR B/EIVIIM 4. kvöldvaka Blaðamannafélagsins var haldin í Oddfellowhúsinu i fyrrakvöld. Sigurður prófessor Nordal flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi. Pærði hann líkur að því, að kvæði, sem ort var eftir Jónas Hallgrimsson og hingað til hefir verið eignað Gísla Thorarensen, mundi vera eftir Konráð Gíslason. Pétur Á. Jónsson og Hulda Jónsdóttir frá Akranesi sungu nokkur lög. Alfred Andrésson leikari söng gamanvísur, þar á meðal gamanbrag, er Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli hafði ort um blaðamenn. Jón H. Guð- mundsson ritstjóri las tvær frum- samdar sögur og Friðfinnur Guðjóns- son leikari sagði gamansögur. — Ráð- gert hafði verið, að Benedikt Sveins- son bókavörður flytti þátt um dag- inn og veginn ,en það féll niður, vegna forfalla Benedikts. — Kvöldvakan fór vel fram og var ánægjuleg. Lögregluþjónum hér í bænum verður bráðlega fjölg- úr 80 í 100. Er nú verið að æfa þá, sem eiga að bætast við. Starfsemi lögregl- unnar er nú orðin svo margþætt, að fjölgunarinnar var knýjandi nauðsyn. Herferð gegn rottunum. Bæjarráð hefir ákveðið að hefja 1. febr. næstk. útrýmingarherferð gegn rottunum í bænum. Mun hún standa í sex daga og verður á þeim tima hægt að fá öruggt rottueitur í flestum mat- vælaverzlunum bæjarins. í ávarpi, sem borgarstjóri hefir sent blöðunum, segir að rottugangur aukizt hér í bænum. Rotturnar valdi bæði skemmdum, sem séu ekki of lágt áætlaðar ein milj. kr. á ári, og af þeim stafi mikil sýkingar- hætta, ekki sízt á þessum tímum, er skip koma hingað frá ýmsum löndum. Er því skorað á bæjarbúa að leggjast allir á eitt um að útrýma rottunum. Valtýr Stefánsson ritstjóri átti fimmtugsafmæli síðast- liðinn þriðjudag. Þrátt fyrir það þó að ekki væri minnzt á afmæli hans op- inberlega, fékk hann margar heim- sóknir. Skúli Skúlason ritstjóri, for- maður Blaðamannafélagsins, flutti honum heillaóskir blaðamanna, en Ól- afur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hyllti hann og konu hans fyrir hönd flokksins og samstarfs- mannanna. Félag Snæfelinga og Hnappdæla í Reykjavík hefir Snæfellingamót að Hótel Borg næstkomandi fimmtudag, 4. febrúar, og hefst það með borðhaldi kl. 19,30. Aðgöngumiðar eru seldir í Skóbúð Reykjavíkur og Skóverzlun Þórðar Péturssonar í Bankastræti. Skal vitja miðanna fyrir mánudags- kvöld. Leiðrétting. í dálitlum hluta upplaginu af blað- lnu í dag hefir fyrirsögnin á kjallara- greininni, ræðu Magnúsar bónda Pinn- bogasonar í Reynisdal á fimmtíu ára afmæli Búnaðarfélags Hvammshrepps, misprentazt. Stendur sums staðar: „Búnaðarfélag Hvammstanga 50 ára“, en á að vera: Búnaðarfélag Hvamms- hrepps 50 ára. f auglýsingu frá Tóbakseinkasölu ríkisins, sem sem birtist í fimmtudagsblaði Tímans, er prentvilla. Það eru % kg. dósir und- an óskornu neftóbaki, sem einkasalan kaupir fyrir kr. 1,30. St j órnar kosningu er nýlokið í Sjómannafélagi Reykja- víkur. Öll stjórnin var endurkosin með yfirgnæfandi meirahluta atkvæða. For- maður félagsins er Sigurjón Á. Ólafs- son alþm. og er þetta 25. stjórnarár hans. Bifreiðastjórafélagið Hreyfill hefir nýlega haldið aðalfund sinn. Bergsteinn Guðjónsson var kosinn for- maður. Pélagsgjaldið var hækkað úr 20 kr. í 40 kr. Kjólakragar í miklu úrvali nýkomnir. Verzlun H. Toít Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Einkaleyíí Hagnýting íslenzks einka- leyfis nr. 40, á kælitæki, stend- ur til boða árið 1943. Lysthafendur semji við: Frosted Foods Company, Inc., 250 Park Ave., New York, U.S.A. Tll kaupenda og út- sölumanna Tínians (Framh. 1. sí8u) litið svo á, að blaðið hefði lyft steini úr götum margra þeirra, með baráttu fyrir almennum framförum. Þessa dagana eru á- tök um það í höfuðstaðnum, hvort fólkið í dreifbýlinu éigi að fá einskonar dýrtíðaruppbót eða ekki. Blöð beggja verka- mannaflokkanna leggja ekki mikið gott til þeirra mála.Senni- lega verða fleiri til að taka í þann streng, áður en þeirri bar- áttu er lokið. Mér þykir senní- legt, að ef Tíminn hefði ekki verið til, myndu fáir for- svarsmenn þjóðmálanna hafa munað eftir, að sveitafólkið ætti að fá „kjarabætur“ eins og aðr- ir landsmenn. Þetta mál er stórt, en þó engan veginn með- al hinna stærstu, sem Tíminn hefir leitt til sigurs á undan- gengnum aldarfjórðungi. Með- an samvinnumenn standa í þéttri fylkingu með skipulag sitt og blöð, mun hlutur engrar stéttar, einskis héraðs, né nokk- urs hluta þjóðarinnar vera bor- inn fyrir borð með áhrifum þeirra., sem setja máttinn ofar réttinum. J. J. Mörg fmmvörp um rafveitur (Framh. af 1. síðu) Þá eru komnar fram þingsá- lyktunartillögur um rannsókn á virkjun Lagarfoss fyrir Austur- land, rannsókn á rafveituskil- yrðum í Suður-Þingeyjarsýslu og Vestur-Skaftafellssýslu og rannsókn á rafleiðslu til Dal- víkur frá Akureyri. Heildarlausn raf- magnsmálanna. Engu verður spáð um af- greiðslu þessara mála á Alþingi nú, þar sem því verður senn lokið og tillagna rafmagnsmála- nefndar er bráðlega að vænta. Skipun rafmagnsnefndar var ákveðin á þingi í sumar með svohjóðandi þingsályktunartil- lögu, sem flutt var að tilhlutun Framsóknarmanna: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd, er geri til- lögur um fjáröflun til þess að byggja rafveitur, í því skyni að koma nægilegri raforku til ljósa, suðu, hitunar og iðnrekstrar í allar byggðir landsins á sem skemmstum tíma, enda verði raforkan ekki seld hærra verði í sveitum landsins en stærstu kaupstöðum á hverjum tíma. Nefndin skal sérstaklega gera tillögur um aukinn stríðsgróða- skatt til að mæta óhjákvæmi- legum útgjöldum við fram- kvæmdir í þessu efni, er hefj- ist svo fljótt sem unnt er að fá innflutt efni til þeirra. Nefnd- in leggi tillögur sínar um þetta efni fyrir næsta reglulegt Al- þingi. Jafnframt ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að láta fara fram, undir umsjón rafmagns- eftirlits ríkisins, rannsókn á skilyrðum til vatnsaflsvirkjun- ar í fallvötnum landsins og því, hvernig auðveldast sé að full- nægja raforkuþörf landsmanna hvarvetna á landinu, sérstak- lega hvort hagkvæmara sé á hverjum stað að vinna orkuna í smáu orkuveri í námunda við notkunarstaðinn eða taka hana úr sameiginlegri orkuveitu, sem lögð ýrði frá stærra orkuveri um einstakar sveitir og kaup- tún eða heila landshluta. Rann- sóknirnar skal hefja nú þegar og hraða þeim svo sem mögu- legt er. Kostnaður við störf nefndar- innar og rannsóknirnar greið- ist úr ríkissjóði." Þingið kaus síðan í nefndina Jörund Brynjólfsson, Skúla Guðmundsson, Sigurð Jónasson, Ingólf Jónsson og Jón Pálma- J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. — Sírni 1280. Búnaðaríélag Hvammshrepps (Framh. af 3. síðu) að hafa á hendi alla fram- kvæmd vatnsveitunnar. Þótt bændur byrjuðu á túna- sléttunum að mestu verkfæra- lausir, fór fljótt að vakna á- hugi á því, að félagið eignaðist í félagi hin allra nauðsynleg- ustu áhöld, svo sem plóg og herfi. Voru þau áhöld keypt á fyrstu starfsárunum. Einnig átti félagið á tímabili tvo vagna. Það kom fljótt í Ijós, að erfið- leikar voru á að nota þessi verkfæri, svo að réttlátlega kæmi niður, bæði vegna vega- leysis og annara staðhátta. Urðu það því brátt einstakir menn, er þeirra nutu. Var því ákveðið árið 1906, að selja öll verkfæri, en þessi litli vísir ruddi braut- ina, og þegar einstakir menn sáu hve nauðsynleg þau voru, fóru þeir smátt og smátt að afla sér þeirra. (Framh.) Héraðssaga Dalasýsln (Framh. af 2. síðu) 3) Bókmenntasaga. Nefndin hefir hugsað sér, að ritið verði í heild 7—8 bindi og komi út á 1—2ja ára fresti. Hin- ir hæfustu, sérfróðir menn verða fengnir til þess að rita söguna, og hefir nefndin þegar rætt við nokkra þeirra í þessu sambandi og fengið góðar und- irtektir. Ræddir hafa verið möguleikar á að safna öllum þeim alþýðufróðleik, fornum og nýjum, þjóðsögum og öðru, sem kann að vera til í héraðinu og gefa það út í sambandi við hér- aðssöguna. Nefndin mun leita til manna heima í héraðinu um aðstoð við að safna slíkum fróð- leik að safna fé til útgáfunnar. Um það eru vart skiptar skoð- anir, að útgáfa þessarar héraðs- sögu sé tímabært mál. Dala- sýsla stendur sízt að baki öðr- um héruðum að sögulegum fróð- leik. Hún hefir fóstrað hina merkustu menn, svo sem Árna Magnússon, Guðbrand Vigfús- son, háskólakennara í Oxford, Bjarna Jónsson frá Vogi, svo að fáir einir séu nefndir. Það er von okkar, sem stönd- um að þessari útgáfu, að hún takist sem bezt og verði bæði sönn lýsing og merk á lífi og starfi og umhverfi þeirra kyn- slóða, sem lifað hafa og starf- að í landnámi Auðar djúpúðgu og Geirmundar heljarskinns. Við heitum því á alla, sem á- huga hafa fyrir þessu máli, að ljá nefndinni liðsinni. Allur fjárhagslegur stuðningur er vel þeginn, ennfremur er okkur mikill greiði gerður, ef ein- hverjir, sem eiga í fórum sínum ritaðan fróðleik úr Dölum vest- ur eða hafa tækifæri til þess að rita slíkt upp, vildu senda ein- hverjum úr nefndinni það. Þá væri vel, ef menn hafa ein- hverjar sérstakar tillögur um fyrirkomulag útgáfunnar, að þeir sendi nefndinni þær sem allra fyrst. Nefndin mun, síðar birta ná- kvæma áætlun um skipulag út- gáfunnar. Reykjavík í janúar 1943. Jón Emil Guðjónsson, Tjarnargötu 48. Guðbjörn Jakobsson, Tjarnargotu 26. Jón Sigtryggsson, Garðastræti 36. son. Er Jörundur formaður nefndarinnar og Sigurður rit- ari. Eins og áður segir, mun til- lagna nefndarinnar að vænta á næsta reglulegu Alþingi, sem koma á saman 15. febr. næstk. Mun tillagna hennar verða beð- ið af eftirvæntingu, því að hér er um að ræða eitt stærsta hags- munamál mikils meirihluta landsmanna. Tm.l 'WH 4:1-1 i:! i „Frcyja U Tekið á móti flutningi til Arn- arstapa, Sands, Ólafsvíkur, Stykkishólms og Flateyjar til hádegis í dag (laugardag). Mikið úrval aS ódýrri glervöru Vatnsglös frá 0,60. NORA-MAGASIN. Brokade-blúndur, Kjólaleggíngar, Kragar, Belti, Palliettur. II. Toft Skólavörðustíg 5. — Sími 1035. Svart ílauel mjög góð tegund. Kjólaleggíngar, hvítar og mislitar. Pallíettur. II. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Dragta- og frakkacfni nýjar gerðir, nýkomið. Verz’ua H. Toít Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Þúsundir vita að gæfan fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkröíu. Sendið nákvæmt mál. Lesendur! Vekið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim mannl, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Skrifið eða slmið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. Vinnið ötullega fyrir Tímann. ----- GAMLA BÍÓ->»---- Á hverfanda hveli Aðalhlutverkin leika: Scarlett O’Hara ..... VIVIEN LEIGH Rhett Butler ........ CLARK GABLE Ashley .............. LESLIE HOWARD Melanie ............. OLIVIA de HAVILAND Sýnd klukkan 4 og 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1. Börn inan nl2 ára fá ekki aðgang. ———NÝJA Bíó ~ Nótt í Ríó (That Night in Rio) Skemmtileg söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: ALICE FAYE, DON AMECHE, CARMEN MIRANDA og hjómsveit hennar, „The Banda Da Lua“. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þökkum hjartanlega ölium nær og fjær sem auðsýndu okkur samúð og margskonar aðstoð við fráfall og jarðarför Dagbjartar Bæringsdóttur, Sellátrt. AÐSTANDENDUR. HBBBHnnanHHBBÐBnHBBDaHHaHHHHBKHHBn Orðsendíng tii kaupenda Tímans Þelr, sem ekkl hafa eimþá greltt árgaug- inn 1942, eru beðnir að gera það hið allra fyrsta. Til leiðbemingar skal á það bent, að það er ódýrt og fyrirhafnarlítið að senda áskriftargjaldið í póstávísun. Blaðaátgáfa er orðin mjög kostnaðarsöm, og vcrður því ekki komizt hjá að hætta að senda blaðið til þeirra, sem vanrækja að borga það. Þetta eru kaupendurnir beðnir að festa vel í ininni. Neítóbaksumbúðir keyptar. Kaupum fyrst um sinn neftóbaksumbúðir sem hér segir: 1/10 kg. glerkrukkur ......... með loki kr. 0.55 1/5 — glerkrukkur ............. — — — 0.65 1/1 — blikkdósir .............. — — — 3.00 1/2 — blikkdósir .............' — — — 1.70 1/2 — blikkdósir (undan óskornu nef- tóbaki) .............. — — — 1.30 Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera ó- brotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápappírs- lag og var upphaflega. Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í Tryggvagötu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu) alla virka daga kl. 9—12 árdegis. - S Tóbakscinkasala ríkisins.. Árshátíð Dagsbrúnar verður haldin í Iðnó laugardaginn 30. janúar og hefst kl. 8 yz síðdegis. Fjölbreytt skemmtiskrá. Aðgöngumiðar fást í skrifstofu Dagsbrúnar gegn framvísun félagsskírteina. Skemmtinefudm. Nýkomin amerísk Gúmmímottur á eldhúsborð, í baðherbergi og W. C. fyrirliggjandi. Slíppíélagíð. Á. Einarsson & Funk, Tryggvagötu 28.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.