Tíminn - 30.10.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.10.1943, Blaðsíða 3
406. blað TÍMINN, laagardagiim 30. okt. 1943 423 Þar stóð hann Þorgeiráþíngi (Framh. af 2. síðu) vandamál? Og hver verður enda- lyktin, ef þau eru ekki leyst? Það verður nýtt hrun þjóðveld- isins og í fótspor þess fylgir yf- irdrottnun einnar eða annarar erlendrar þjóðar. Hver er orsök þessa upplausn- ar og sundrungar á Alþingi og í þjóðfélaginu? Ýmsir segja, að hún sé hið „almenna ástand“, er stríðið hefir skapað. En meg- insök liggur miklu dýpra og það mun sjást betur, þegar velgengn- inni slotar og línurnar taka að skýrast. Meginorsökin er sú, að tvær öfgastefnur glíma um að leysa málin eftir sínum „kokkabókum“ og eru enn nógu sterkar sameinaðar til þess að hindra friðsamlegt samstarf og heilbrigða lausn mála. Önnur stefnan er hinn gamli siður. Hún vill halda þjóðfélag- inu í óbreyttum skorðum. Hún vill vernda það þjóðskipulag, er skapar volduga auðkonga, hvort heldur þeir eru stórútgerðar- menn, stóriðnrekendur og stór- kaupmenn, enda þótt af slíku leiði fjölmennan öreigalýð. Hún vill halda dauðahaldi í það skipulag, sem veitir einstökum mönnum aðstöðu til að safna offjár, án teljandi fyrirhafnar, eins og átt hefir sér stað sein- ustu árin, enda þótt þjóðfélagið eða alþýðustéttirnar verði litlu ríkari eða jafnvel fátækari. Hin stefnan er hinn nýi siður, þótt að mörgu leyti sé rangt að líkja henni við kristnina. Hún er hinn nýi siður að því leyti, að hún vill umbreyta öllu og- skapa þjóðfélag í nýrri mynd. Margt hjá þessum nýja sið er næsta andstyggilegt. Hann telur leyfi- legt að beita öllum vopnum í baráttunni, því að tilgangurinn helgi meðalið. Hann vílar ekki fyrir sér að beita hinum grimm- úðugustu aðferðum til að koma málum sínum fram og er að því leyti í ætt við þann Noregskon- ung, er lét óða hunda rífa and- stæðinga sína í hol. Hann vill líka viðhalda skipulagi sínu með ofbeldi og kúgun., En sumt það, sem þessi nýi siður boðar, er líka merkilegt og einmitt það, sem hlýtur að koma og er að koma hjá nágrannaþjóðunum. Jöfnuður milli manna hlýtur að aukast. Það skipulag, er skiptir mönnum í fáa auðdrottna og marga öreiga, sem stöðugt eiga i fjandsamlegum deilum,* hlýt- ur að víkja. Þjóðskipulagið verð- ur líka að taka upp skipulegri og markvissari starfshætti til að fullnægja óskum og þörfum þegna sinna. Þetta eru hinir tveir siðir, er nú um stund hafa gert íslenzka þjóðfélagið og þingið óstarfhæft. Pennsylvaníu. Skyttan við stafnbyssuna er frá Kaliforníu, af ítölskum ættum. Þannig er á- höfnin alls frá níu fylkjum í Bandaríkjunum, ættuð úr fimm þjóðlöndum Evrópu og af þrem éða fjórum mismunandi trúar- flokkum. En allir eru þeir Ame- ríkumenn, hreyknir af Ameríku og ágætir náungar. Hin aldur- hnigna Norðurálfa hefir verið örlát á ágætt fólk og Ameríka hefir tekið við því og blandað því saman. Úr Skotum, Tékk- um, Frökkum og ítölum á borð við þessa náunga hafa þroskazt frjálshuga borgarar í voldugu lýðræðisríki. Skyldi „Nýi heim- urinn“ einn vera þess umkom- inn að gera að veruleika þá drauma, sem hina gömlu ver- öld dreymir? * * * Sprengjuárásin er hafin. Það er mér miklu ánægjulegri sjón en hinum amerísku xfélögum mínum, að sjá hrun hafnar- mannvirkjanna, sem árásinni er aðallega beint gegn. Og við erum einungis fyrsta árásarfylking- in. Skothríðin úr loftvarnabyss- um er hörð og markviss. Þýzkar orrustuflugvélar spretta upp i kringum okkur. En ég get varla slitið sjónina frá eyðilegging- unni á hinni þýzku stríðsvél. Árið 1915 barðist ég af alefli fyrir því að orrustuvélar væru notaðar aðallega, því að mér fundust sprengj uárásir viður- styggilegar. En nú — eftir að hafa lifað tvennar styrjaldir og séð skotið á hópa flóttamanna með vélbyssum, öll þau múg- (Framh. á 4. síðu) Hvorugur þeirra óskar eftir frið- samlegu starfi eða málamiðlun. Báðir eru að bíða eftir tæki- færi til þess að geta unnið var- anlegan framtíðarsigur. Á með- an telja þeir bezt að halda öllu óbreyttu, lofa þjöðskipulaginu að leysast upp og byggja síðan hið nýja ríki á rústum þess. íslenzkir bændur hafa þá taflstöðu, að þeir munu ráða mestu um, hvernig þessari deilu lyktar. Þeir geta farið að ráði Runólfs í Dal og eflt hinn gamla sið til að sigra með valdi hnef- ans og vopnanna. Þeir geta farið að ráðum Hjalta Skeggjason ar og veitt hinum nýja sið til að drottna hér með ofríki og ofbeldi og erlendri aðstoð. Þeir geta líka farið að ráðum Þor- geirs Ljósvetningagoða, Snorra goða og Síðu-Halls og leyst mál- in á grundvelli meðalvegarins, tekið það bezta frá báðum höf- uðandstæðunum, stillt þannig ofsann og deilurnar, bjargað hinu endurreista þjóðveldi frá eyðileggingu sundrungarinnar og komið í veg fyrir afskipti stórveldanna, er eigi munu telja heppilegt, að hér sé stjórnlaust eða stjórnlítið þjóðfélag. íslenzkir bændur hafa um hríð verið mjög til þess hvattir að fylgja ráðum Runólfs í Dal. Jafnvel af þeim, sem bezt hafa túlkað lausn málamiðlunar og samvinnu, hefir Þorgeir Ljós- vetningagoði verið brenni- merktur sem versti óbóta- maður og Jónas Hallgrímsson óbeint ásakaður fyrir að hafa lofsungið flokksníðing og land- ráðamann. íslenzkir -bændur eru brýndir með því, að boðend- ur hins nýja siðar láta nú næsta ófriðlega í þeirra garð. Vissu- lega er rétt fyrir bændur að standa fast saman gegn hvers konar ólögum og árásum á rétt þeirra. En þeir mega samt ekki gleyma því, að þjóðfélagiö hefir fleiri mál að leysa og sem skipt- ir bændur sízt minna máli. Yfir- lit og framsýni þarf að móta stjórnmálastefnu íslenzkra bænda að hætti Ljósvetninga- goðans. Segjum, að farið væri að ráð- um Runólfs í Dal. Segjum að allt í hinum nýja sið, bæði það, sem er illt og gott, sé brotið nið- ur um stund. Segjum að skurð- goð hins gamla siðar, Kveldúlf- ur og «heildsalarnir, fái að hreykja sér með meira valdi og yfirlæti en nokkurru sinni fyrr. En slíkt mun aldrei vara lengi. Það, sem er lífvænlegt í hinum nýja sið og mun sigra í nágrannalöndunum, verður ekki haldið niðri til langframa með vopnavaldi. Það mun brjóta af sér hlekkina og sigra með grimmúðlegum aðferðum, ef upplausnin og skálmöldin, er af slíkum átökum mun leiða, verð- ur ekki áður búin að koma þjóð- inni undir yfirráð erlendra stór- velda. Þróunin myndi líka verða á svipaða leið, ef hinum nýja sið væri framfylgt út í yztu æsar. Þjóðin myndi ekki þola ófrels- ið og kúgunina. Það, sem er líf- vænlegt í hinum gámla sið, myndi brjóta af sér hlekkina. Endalokin yrði gagnbylting eða yfirdrottnan erlends stórveldis, er eigi kærði sig um stöðuga borgarastyrjöld hér á landi. Vegur íslenzkra bænda ijiá því hvorki verða vegur Runólfs í Dal né vegur Hjalta Skeggja- sonar. íslenzka bændastéttin, sem hvorki tilheyrir auðkong- unum né öreigunum, verður að leiða þjóðina á braut hins rétta meöalvegar. Hún verður að safna til liðs við sig miðstéttarfólki og hugsandi verkalýð kauptúna og kaupstaða. Hún verður' að lyfta hátt merki Þorgeirs Ljósvetn- ingagoða og bera það fram til sigurs, ef þjóðveldið nýja og frelsið á ekki að glatast. íslenzkir bændur hafa líka sýnt það með áratuga-starfi, hver hin rétta lausn er. Það er samvinnan, hin frjálsa, félags- lega skipulagning, sem stefnir að því að tryggja hverjum sitt, ver hann fyrir okri og arðráni annarra, en lætur hann heldur ekki hagnast á striti meðbræðr- anna. Þessi stefna þarf að gegn- sýra þjóðskipulagið, þótt að- ferðirnar hljóti að vera mismun- andi eftir aðstæðum. Bezt er hin frjálsa samvinna og skipu- Saga Kristófers Kólumbusar íslendingar geta ekki stært sig af mörgum heimssögu- legum dáðum. En eitt slíkt afrek er þó Vínlandsfundur Leifs heppna, nær fimm hundruð árum áður en Kólumbus fann Vesturheim. Að vísu höfðu íslendingar og niðjar þeirra á Grænlandi, fámenn landnemaþjóð, ekki orku til þess að byggja hin nýju lönd í vestri, og landafundurinn mikli féll í fyrnsku, unz vefarasoninn frá Geníu bar þar að ströndum Vestur-Indía aðfaranótt 11. októbermánaðar 1492. Þessi þáttur segir frá Kólumbusi, ferðum hans og landa- fundi, er varðaði kaflaskiptum í sögu veraldarinnar. „Guð hefir gefið mér anda afreksmanns", sagði Kristófer Kólumbus. Hann trúði því snemma,, að hann væri borinn til mikilla örlaga. Og sá hefir orðið úrskurður sögunnar, að hann ber höfuð og herðar yfir alla mestu og frægustu ævintýramenn. Með óbug- andi viljaþreki helgaöi hann sér þann sess. Hann var snemma gæddur mikilli ævintýralöngun, en eink- um hneigðist hugur hans þó til sjóferða. Atlantshafið var þá lítt kannað. Vestan og sunnan Azóreyja tóku við óþekktar slóðir, víddir hafs, er enginn skipskjölur hafði plægt og ekkert mann- legt auga litið. Atlantshafið lá utan þess heims, sem Norður- álfumenn á 15. öld kunnu skil á. Aðeins örfáir kunna að hafa þekkt sögusagnir um lönd, sem víkingar frá íslandi eða Græn- landi hefðu fundið endur fyrir löngu, einhvers staðar langt í vestri, og hrökklast brott úr fyrir ágang villimanna, sem það byggðu. Og þótt menn væru á þeim öldum fúsir til þess að leggja trúnað á allar sögur um glæsileg lönd, dularfullar þjóðir og mikla fjársjóðu, er væri að finna í fjarskanum, stóð farmönn- um meiri ógn en svo af hinum volduga ægi, sem engan gat rennt grun í hvar átti endamörk sín — ef þau voru þá nokkur —, að þeir voguðu sér í landaleit yfir unnir hans. En samt orkaði þetta ókunna úthaf með undarlegu seiðmagni á næma hugi ævintýragjarnra manna. Einn þeirra „var Kristó- fer Kolumbus. Hann strengdi þess heit á unga aldri að sigla skipi sínu yfir óravíddir þessa dularfulla sævar, ræna hann leynd- ardómi sínum og finna nýjar leiðir til ríkra og framandi landa. Þetta auðnaðist honum. Honum auðnaðist jafnframt að finna hina miklu heimsálfu, sem sagnir hermdu, að íslenzki víkingur- inn hefði gist til forna. Kristófer Kólumbus var borinn og barnfæddur á sjávarbakk- anum, fæddur í Genúa um 1450. Hann var sonur ítalsks vefara þar í borg. Dómeníkó að nafni, frumburður foreldra sinna. Bræð- ur átti hann tvo, Bartólómeó og Jakob, og eina systur. Á þessum tíma komu mörg skip, hlaðin dýrmætum varningi til Genúu. Þau fluttu gull og silfur, silki og dýran vefnað, krydd- vörur og sjaldgæfa muni, sem-' kaupmenn — og ránsmenn — höfðu aflað í ævintýralöndum austursins. Oft átti Kólumbus á barnsárunum leið eftir þröngum götum Genúu niður til hafn- arinnar, þar sem skipin vögguðust mjúklega á bláum landöldum Genúuflóans og hin ótrúlegustu auðæfi voru flutt á land. Hug- fanginn starði hann á þessa dýrð, og seiöbundinn hlýddi hann á tal og frásögur farmanna og ferðalanga. Kólumbus dreymdi hina furðulegustu drauma. Bartólómeó bróðir hans hreifst einnig af þessum ævintýra- ljóma, er hann óx úr grasi, og sáust þá bræðurnir jafnan sam- an á ferli við bryggjur og hafnarkrár borgarinnar. Þar dreymdu þeir sig inn í hina fjarlægu heima gullsins, ævintýranna og svað- ilfaranna, sem síðar urðu örlög þeirra að kynnast öðrum fremur. En Kristófer Kólumbus var ekki aðeins draumlyndur dreng- ur. Þegar á barnsaldri bjó með honum einhver sálrænn kraftur, er aldrei unni honum hvíldar, og ósveigjanlegur vilji, er aldrei leyfði honum að víkja frá ákvörðunum sínum og fyrirætl- unum. Milli þess, sem hann snuðraði við höfnina og nærði drauma sína og þrár á því, sem þar var að sjá og heyra, vann hann í vefstofu föður síns og stundaði nám í allgóðum skóla á mælikvarða þeirrar tíðar. Lærði hann þar lestur, skrift, reikn- ing og undirstöðuatriði í teikningu. Var Dómeníkó faðir hans allvel efnaður og gat því veitt syni sínum slíka uppfræðslu, þótt ekki væri hann auðugur maður. Þótti Kólumbus ástundun- arsamur og námfús piltur, og hlaut gott álit kennara sinna. Föðurnum duldist eigi, hvert hugur drengsins stefndi, og fjórt- án ára gámall fékk hann að fara fyrstu sjóferð sína. Næstu ár var hann í siglingum á Miðjarðarhafi. Vandist hann mörgu og kom víða og öðlaðist staðgóða þekkingu á farmennsku og far- mannalífi. Gat hann sér góðan orðstír og þótti hvarvetna vask- ur sjómaður. En hann var með þeim ósköpum fæddur, að hann þráði sífelit að vita fleira og meira. Hann vildi skyggnast um gættir og bregða birtu yfir lif sitt, þrátt fyrir myrkur samtíðarinnar. Milli sjóferða varði hann því hverri stundu til náms, því að án menntunar vissi hann að atorkan og manndómurinn, sem hann fann búa í sér, myndi ekki fá miklu áorkað. Hann las og tileink- aði sér fróðleik allra þeirra ferðabóka, er hann átti kost á, og nam stjörnufræði, sagnfræði og landafræði af kappi. Einnig æfði hann sig í teikningu og kortagerð. Er það jafnvel talið, að hann hafi um skeið stundað nám í háskólanum í Pavíu og meðal annars numið þar latneska tungu. Hann sleppti aldrei neinu tækifæri til þess að auka þekkingu sína og efla færni sína. Með þessum hætti varð hann maður allvel menntaður, enda kom- það honum að góðu liði síðar meir. Framhald. lagning, en þar sem hún hrekk- ur ekki til, verður ríkið að koma til sögunnar og koma á rétt- mætu samstarfi og skipulagi. Það hvíla þungar skyldur á herðum íslenzkra bænda í dag. Það er styrjöld og hark í heim- inum og því víða góður jarðveg- ur fyrir boðskap hnefans og vopnavaldsins. Bændurnir hafa bezta aðstöðu til að varast slik- an boðskap, því að einveran gefur þeim ráðrúm til að hugsa, líkt og Þorgeiri undir feldinum forðum. í bæjunum, þar sem hraðinn og margmennið er meira, hætta menn meira og meira að hugsa, heldur láta segja sér fyrir verkum. Mjólkur- áróðurinn í Reykjavík um þessar mundir, er glöggt dæmi um þetta. í bæjum, en tæpast í sveitum, er því ekki ólíklegt, að hægt sé að gera þann mann hjá- kátlegan, er lagðist undir feld til að hugsa, en fór ekki eftir fyrirmælum og hleypidómum. En ef islenzka þjóðveldinu verður að þessu sinni bjargað frá hruni og þjóðinni frá er- lendri áþján, verður það eins því að þakka, að nógu margir fást til að hugsa, en láta ekki æsingarorð og hleypidóma leiða sig í gönur. Og ef menn hugsa máliri, verður niðurstaðan vissu- lega sú, að eins og úrskurður Þorgeirs hafi verið betri en leið- sögn Runólfs í Dal og Hjalta Skeggjasonar árið 1000, þá muni Samband ísl. samvinnufélagu. Vér vátryggjum vörur og innbú fyrir Sam- bandsfélögin og viðskiptamenn þeirra. Enginn ætti að fresta að vátryggja cignir sínar, því elds- voði getur orðið á hverri stundu. r- O P A L R œstiduit — Notm O P A T ræsHduit er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. L Kvæðabækur OLBEINS í OLLAFIRÐI vekja alþjóðarathygli og að verðleikum. Kaupið bækurnar í dag. Fásl hfá öllum bóksölum. ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► Síðara bíndíð af hínní stórfróðlegu og bráðskemmtílegu bók WjlEIR GERÐU GARÐINN FRÆGAN er komið í bókabúdir. ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ i i i i i i i i i i i i i i i i i i þjóðinni verða bezt nú að láta ekki öfgana ráða, heldur fara meðalveginn, taka það bezta frá báðum og lægja þannig deilurn- ar og ofsann. Það er um þéssa lausn, sem góðgjarnir menn allra flokka þurfa að sameinast nú, líkt og á Þingvöllum árið 1000, og vissulega væri því æskilegp-a að í sölum Alþingis væri nú frekar unnið í anda Þorgeirs Ljósvetningagoða en að varpað sé skarni að moldum þess manns, er með vjturleg- um ráðum leysti mestu deilu landsmanna og bjargaði þannig þjóðskipulaginu frá hruni og þjöðinni undan erlendum yfir- ráðum. Þ. Þ. Vinnið ötullega fyrir Tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.