Tíminn - 11.07.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.07.1944, Blaðsíða 3
68. ltlat? TÍMINX, hrigjadagiim 11. júlí 1944 271 Kaupfélag Eyfírðínga opnar eitt fullkomnasta gistihús landsíns Kaupfélag Eyfirðinga opn- aði gistihús sitt skömmu fyrir síðustu mánaðamót. Er það í sama húsi og gildaskáli K. E. A., en það hefir verið hækkað um eina hæð og aukið á fleiri hátt. Gistihúsið er mjög vand- að og búið nýtízkuþægindum. Má tvímælalaust telja það eitt fullkomnasta eða fullkomn- asta gistihús hérlendis og er það K. E. A. til mikils sóma. í nýkomnum Degi er sagt frá gistihúsinu á þessa leið: 28 gestaherbergi eru þegar fullbúin og tekin til notkunar, þar af 5 herbergi með sérstakri kerlaug og öllum nýtízku þæg- indum, en auk þess fylgir sér- stakt snyrtiherbergi með steypi- baði mörgum einbýlisherbergj- anna. Yfirleitt er betur séð fyrir salernum og snyrtimöguleikum þarna en í nokkru öðru gistihúsi á íslandi. — Gólf öll eru lögð mislitum korkflögum og jafn- gildir það því, að þau væru öll hulin þykkum teppum, hvað snertir fegurð, mýkt og hljóð- einangrun. Stór veitingasalur er í húsinu, en verður ekki full- búinn til notkunar fyrr en 1. okt. næstk. Aftur á móti eru minni salir til fundahalda o. s. frv., setu- og biðstofur fyrir hótelgesti, skrifstofur, íbúð starfsfólk og önnur herbergi þegar fullgerð og búin húsgögn- um. Hótelið getur þegar tekið á móti rösklega 50 dvalargestum, en ráðgerð er aukning herbergja (10 herbergi í viðbyggingu vest- ur af aðalhúsinu meðfram kirkjutröppunum). Gestirnir eiga greiðan aðgang að geysi- rúmgóðum veggsvölum á aust- urhlið hússins, og er þaðan hið fegursta útsýni yfir mikinn hluta bæjarins, höfnina, fjörð- inn og inn til sveitanna austan og sunnan við Pollinn. Liggja sérstakar dyr úr sumum gesta- herbergjanna út á svalir þessar. í sambandi við hótelið mun ódýrari veitingastaður taka til starfa í sumar á neðstu hæð byggingarinnar — til mikilla þæginda fyrir vegfarendur um aðal-umferðargötu bæjarins (Hafnarstræti). Húsgögn öll er smíðuö í hús-- gagnavinnustofu Ólafs Ágústs- sonar, en Gefjun hefir lagt til áklæðið, teppi, rúmteppi og gluggatjöld. Magnús * Sigur- jónsson hefir annast bólstrun húsgagnanna, og er íslenzk ull í öllum dýnum og stoppi. Bún- aði herbergjanna, er haldið í föstum, einföldum, en þó veg- legum fyrirmyndum. Snorri Guðmundsson bygg- ingameistari hefir haft yfirum- sjón með framkvæmd allrar byggingarvinnu í gistihúsinu, en innrétting þess er gerð eftir upp- dráttum byggingafræðinganna Gísla Halldórssonar og Sigvalda Thordarsonar í Reykjavík. Samúel Kristbjarnarson raf- virkjameistari hér hefir séð um ljósaútbúnað og raflagnir allar, en að öðru leyti hafa fastir bygg- ingamenn Kea annast stjórn og framkvæmd einstakra hluta verksins. Efni í korklögnina fékkst frá Veggfóðraranum h.f. í Reykjavík. Hótelstjórinn, Jónas Lárusson, hefir — síðan er hann..tók við starfi sínu hér — lagt allt kapp á að undirbúa rekstur gistihúss- ins með fyrirhyggju, myndar- og menningarbrag í hvívetna, enda er hann þaulvanur slíkum störfum og löngu þjóðkunnur orðinn sem veitingamaður og fyrir áhuga sinn á endurbótum gistihúsa óg aðbúnaðar ferða- manna og gesta í landinu. Lítur hann — meðTréttu — á starf íslenzkra veitingamanna sem Brezku bráðabírgða- . húsín (Framli. af 2. síðu) í þéttbýlum borgarhverfum, sem eyðilagzt hafa í loftárás- um, er yfirleitt gert ráð fyrir miklu færra fólki en áður, því að ætlazt er til að fólkið hafi rýmra um sig en áður. þýðingarmikinn þátt i aukinni þjóðmenningu og nauðsynlegri og óhjákvæmilegri landkynn- ingu. Er þess fastlega að vænta, að hið nýja gistihús Kea verði undir stjórn hans mjög til fyrir- myndar öðrum slíkum stofnun- um í landinu, auk þess sem að því verði menningarauki -æg mikil þægindi fyrir bæinn og héraðið. Æ11 j ö r ð Ættjörð — gamla. góða móöir, gjöful öllum börnum þínum. Þér ég ann af öllum liuga, œðst ert þú í draumum mínum. Synir þínir þykja kaldir. Þínar dœtur eru heitar. — Börnum þínum þroska valdir, þrekraunir til hafs og sveitar. Herzlubruni elds og ísa, öldusog og vindar kaldir, hafa œttarmót þitt markað — meitlað djúpt um liðnar aldir. Okkar störf og okkar frama áttu jafnt og dýpstu kenndir. — Heimanfari hugarklökkur hjartans kveðju til þín sendir. Ættjörð hlýja. Ættjörð kalda. Ættjörð heilög feðra minna. Vinni þér um aldir alda ástarhendur barna þinna. SVARTUR. Samkeppní um leikrit Ríkisútvarpið efndi nýlega til •verðlaunakeppni um útvarps- leikrit. Bárust því alls 40 leik- rit. Dómnefndin taldi ekki fært aö veita neinu þeirra 1. verð- laun, en ákvað að velta tvenn önnur verðlaun (500 kr.) og tvenn aukaverðlaun (300 kr.). Þau tvö, sem önnur verðlaun hlutu voru: Talaff á milli hjóna, einþáttungur eftir séra Pétur Magnússon í Vallanesi, og Tvenn spor í snjónum, einþátt- ungur eftir séra Gunnar Árna^ son, Æsustöðum. Þau tvö leikrit, sem aukaverð- launin hlutu, voru: í upphafi var óskin, tvíþættingur eftir Gunnar M. Magnúss rithöfund, og Dalamenn, einþáttungur, gamanleikur eftir Oddnýju Guð- mundsdóttur rithöfund. í dómnefndinni voru: Vil- hjálmur Þ. Gíslason skólastjóri, Ragnar Jóhannesson cand. mag. og Helgi Hjörvar skrifstofustjóri. Kauphækkanfr á Akureyri Samningar hafa nýlega náðst á Akureyri milli verkalýðsfé- lagsins þar og atvinnurekenda um talsverða kauphækkun. Samningarnir tókust fyrir at- beina sáttasemjara, Þorsteins M. Jónssonar. Samkvæmt samningunum hækkar kaup í almennri vinnu úr kr. 2,24 í kr. 2.50. Skipavinna var áður greidd með kr. 2.46, en hækkar í kr. 2.60. Vinna við kol, salt og sement var áður greidd með kr. 2.70, en hækkar nú í kr. 2.90. Kaffitímar voru ekki greiddir á Akureyri samkvæmt eldri samningnum og verða það heldur ekki framvegis. Háöldruð kona látin Nýlega er látin að Koti í Rauðasandshreppi elzta kona Barðastrandarsýslu,' ekkjan Þórkatla Þórðardóttir. Var hún rúmlega 102 ára gömul. Þórkatla var fædd 27. des. 1841. Maður hennar var Tómas Sigmundsson, og bjuggu þau lengst af í Dúfnadal í Suður- fjarðarhreppi, en hann drukkn- aði ásamt syni þeirra Júlíusi ár- ið 1903. Þórkatla hafði-nær fulla sjón til hins síðasta, en heyrnin var tekin að bila. Sjóorusta á Húnallóa fyrir 700 árum FRAMHALD Næst er þar til að taka, að hersaga sú, er Þórði hafði borizt að norðan, var rétt hermd. Sturlunga segir svo frá viðbúnaði Kol- beins: „Þegar er voraði, dró hann saman öll stórskip í Norðlend- ingafjórðungi. Þessi skip lét hann öll verða saman dregin til Skagafjarðar., og bjóst hann í höfn þeirri, er Selvík heitir fyrir austan Skaga“. Safnaði hann liði og skipum a. m. k. allt austur á Sléttu. Þaðan kom Hjalti Helgason í Leirhöfn og stýrði sjálfur „mikilli skútu“, en hann kom síðar mjög við sögu í bardaganum og lét þar líf sitt. „Kolbeinn sjálfur stýrði því skipi, er nær var haffærandi----. Þar var og kastali á við siglu“. Á einu skipi voru Grímseyingar. Ekki greinir sagan nákvæmlega einstök skip og skipstjórnarmenn Kolbeins, en um ýms þeirra eru höfð orðin „mikið skip“ og „mikil ferja“. Voru þessi skip yfirleitt mun stærri en skip Vestfirðinga, og nokkru fleiri eða tuttugu talsins. Meiri var þó liðsmunur en skipafjölda, því að Kolbeinn hafði um 470 manns á skipum sínum, en Þórður 210. Fyrir liði því, er fara skyldi vestur landveg, var Brandur Kolbeinsson, frændi Kolbeins unga. Komst hann ekki lengra en í Miðfjörð, en spurði þá liðsafnað Sturlunga í Dölum vestur og sneri við það aftur til Skagafjarðar. Einnig fékk hann fregnir um, að Þórður væri kom- inn með skipaflota á Strandir, en ekki er þess getið, að Kolbeini hafi verið það kunnugt. Ef svo hefði verið, er líklegt, að hann liefði látið bera grjót á skip sín, en þaö er beinlínis tekið fram, að hann hafi ekkert grjót haft nema lítilsháttar á tveim skip- um. Mátti hann þó vera þess minnugur, hvað vinna mátti með grjóti í orustum á þeirri tíð, því að föðurbróðir hans, Kolbeinn Tumason, féll fyrir steinhöggi í Víðinesbardága 1208. En tilviljun ein eða þá veður virðist hafa ráðið því, að Kolbeinn stýrði flota sinum úr höfn og vestur á Húnaflóa einmitt á Jónsmessukvöld, sama kvöldið, sem Þórður Sighvatsson lagði frá landi í Trékyllis- vik. Frá tveim norðlenzkum útskögum sigldu þetta kvöld mörg hundruð manns út í bjarta vornóttina — að vísu í vígahug — en þó mup fáa- hafa grunað, að þegar um næstu dagmál yrðu örlög margra manna ráðin. Skip norðanmanna sigldu allmiklu utar yfir flóann en vest- anmanna, því Kolbeinn ætlaði sér beina leið vestur fyrir Horn. En síðla nætur eða snemma morguns hinn 25. júní bar það við, að manni nokkrum i liði Þórðar varff litið til hafs. Varð nonum að orði, hvort selir lægi þar á ís, en sá raunar blika á segl á skipum Kolbeins. Þeir Þórður urðu þess fljótt áskynja, að þar fór floti norðanmanna. Svo vildi til, að austangolan, sem staðið hafði um nóttina, féll niður í sömu svipan, og var þá logn um allan sjó. Sáu vestanmenn, er svo fór, að þá Kolbein mundi ekki bera undan, og bauð Þórður að róa skyldi til atlögu. Var þó liðs- munur þegar auðsær. „Þá hét Þórður á guð almáttkan og heil- aga Maríu, móöur guös, og hinn helga Ólaf konung til árnaðar- orðs. Var því heitið, að allir menn, þeir er þar voru með Þórði, skyldi vatna allar föstunætur innan þeirra tólf mánaða og fasta laugardaga alla til vetrar framan og láta tólf mánaða tíðir fyrir sál Haralds konungs Sigurðssonar“. Réru þeir Þórður svo út fló- ann. Sáu þá Kolbeins menn, er skipin fóru að þeim, og bjuggust fil móttöku. Það var viðbúnaður þeirra, að þeir festu skipin sam- an og snéru framstöfnum að landi. Biðu svo óvinanna. Svo er frá sagt, „að öll skip Kolbeins væru alskjölduð framan til siglu. Höfðu engir menn séð á voru landi þvílíkan herbúnað á skipum“. Þórður lét einnig tengja saman skip sín áður en flotarnir mætt- ust og síðan róa fram til bardaga. Þetta var um það leyti „er sól var skammt farin um morguninn". (Á öðrum stað segir, að þá hafi verið „lágur veggur undir sólinni“). Þegar að því var komið, að saman lysti skipunum, gekk Þórður fram í stafn á skipi sínu og talaði til norðanmanna. Var það efni ræðu hans, að hann bauð grið Eyfirðingum og þeim mönnum öðrum í liði Kolbeins, er heima ættu fyrir norðan Öxnadalsheiði. „En er Kolbeins menn heyrðu, hversu horfði talið, þá þótti þeim eigi örvænt, að nokkuð mundu digna hugir manna þeirra sumra, er frændur sína höfðu látið á Örlygsstöðum og þá voru enn obættir.“ Vörpuðu þeir þá hæðiyrðum að Þórði, og báðu hann þegja. Þá var lostið upp herópi á hvorumtveggja flotanum, en Kolbeins menn hófu bardagann. Var kastað grjóti og skotvopn- u,m milli skipanna. ✓ Það var Þörðar mönnum mjög í hag í öndverðu, að þeir höfðu mikið grjót á skipum sínum. Köstuðu þeir þvi.óspart á skip og menn Kolbeins, og varð grjóthríðin svo áköf, að norðanmenn héldust ekki við á skipum sínum framanverðum, en hörfuðu aftur svo sem þeir máttu og hlífðu sér með skjöldum. Ekki er beinlínis getið um mannfall af grjótkastinu, en líklegt er, að það hafi eitt- hvert orðið og, að menn hafi að minnsta kosti hlotið áverka stóra, en jafnframt fengu vestanmenn tækifæri til uppgöngu á skipin og komu á þau stafnljáum. En er grjótið var þrotið, hófst högg orusta á skipunum og milli þeirra um stafna. Kom þá og fram annað mikilsvert atriði, er Þórði var í hag. Liðsmenn hans af Vestfjörðum voru flestir þaulvanir á sjó og áttu hægt með að hlaupa á milli skipa og neyta þar orku sinnar. En flestir norðan- menn voru óvanir sjóferðum og nutu sín því eigi eins og á stóð, enda var liði þessu ætlað að berjast á landi en ekki á sjó. Varð nú mikið mannfall í liði norðarímanna, en hjá vestanmönnum lítið eða ekkert, og virðist svo hafa horft um hríð, að þeir myndu þar bera fullan sigur frá borði. Munu sumir hafa fallið á skipun- um en aðrir hafa hrokkið fyrir borð og drukknað, þótt eigi sé þess nákvæmlega getið*) Lá við, að sum skip Kolbeins yrðu þá hroð- in með öllu. Sjálfur tók Kolbeinn lítinn eða engan þátt í höggorustunni, enda var hann eigi heill maður. Eigi að síður stjórnaði hann lið- inu og tók nú til þess ráðs, er til þess mátti verða að rétta hluta hans. Hann lét leysa sum skip sín úr tengslum, enda var þar hægt um vik, þar eð þau voru fleiri og stærri, og bauð skipstjórn armönnum að leggja þeim aftan að skipum vestanmanna. Hjalti í Leirhöfn var til þess kvaddur að leggja að skipi Þórðar Sig- hvatssonar, en þar var úrvalslið þeirra Vestfirðinga, og þá margt upp gengið á skip Kolbeins. Vissu þeir Þórður eigi fyrri ‘en til þeirra var kallað, að sótt væri að skipinu báðu megin. Brugðu þeir þá við hart og snérust gegn Hjalta og mönnum hans. Tókst þeim Þórði að komast upp á skip Hjalta, og varð þar harður at- gangur, er lauk svo að vestanmenn hruðu skipið að mestu, en Hjalti sjálfur féll fyrir Þórði Sighvatssyni. En þó að bardaginn *) Þess er getið um menn úr beggja liði, að þeir voru hraktir út af skipum sínum, en héldu sér uppi á sundi og voru síðan dregnir upp á skip. Samband ísl. smnvinnufélaga. S AMVINNUMENN! Dragiff ekki aff brunatryggja innbú yffar. Biffjiff kaupfélag yffar aff annast vátryggingu. Opal Kœstiduft — er fyrlr r.^kkru kornið á n.arkaðinn og h»fir þegar irlotið hið mesta lofsorð, þvi vel er til þess vandað á alian hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti, er ræstiduít þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothseít á allar tegandir búsáhalda og eld- húsáhalda. rvoiiö O P A L rœstidutt Gjalddagí brunatryggingariðgjalda ef hnseignum í Rcykjavík er að þessu sinni 15. júlí. Gjöldin ber að greiða í skrifstofu h.f. Almennar Tryggingar, Austurstræti 10 (3. hæð). BORGARSTJÓRINN. UTB0Ð Þeir, sem vilja gera tilboð í að steypa upp Melaskúlann í Reykjavík, vitji uppdrátta og útboðslýsingar í skrif- stofu bæjarvcrkfræðings, gegn 100,00 króna skilatryggingu. Væntanleg tilboð verða opnuð föstu- daginn 14. júli. Bæjarverkfræðíngur í fjarveru minni gegnir Kjartan R. Gffmundsson læknisstörfum mínum á lækn- ingastofu sinni, Lækjargötu 6 B. ófeigur J. Ófeigsson. á skipi Hjalta færi á þessa leið, breytti hann í rauninni vígstöð- unni Kolbeini í vil. Því að meðan Þórðar menn flestir fóru af skipi sínu tókst þeim Kolbeini að draga það fram milli skipa sinna og hertaka það þannig. Hafði Þórður þá látið skip sitt og riðlaðist við það bardaginn. Framh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.