Tíminn - 23.01.1945, Síða 8

Tíminn - 23.01.1945, Síða 8
DAGSKRÁ er bezta islenzha tímaritið um þjjóðfélafjsmál. f*eir, sem viljja kynna sér þjóðfélaftsmál, inn 8 REYKJAVÍK lend ofi útlend, þurfa að lesa Daqskrá. 23. JAN. 1945 6. blað r AMÁLL 17. janúar, miffvikudagur: Rússar taka Varsjá. Austurvígstöffvarnar: Rússar tilkynntu, að her Sukovs hefði tekið Varsjá, her Konevs hefði tekið Czestochowa, sem er 35 km. frá landamærum Slesíu. Þá tilkynntu þeir nýja sókn á Nor- ewvígstöðvunum, norðan Var- sjár, og beinist hún gegn Aust- ur-Prússlandi. Stjórnar henni Rokossovsky marskálkur. Vesturvígstöðvarnar: Bretar unnu aðeins á í Suður-Hollandi. Miklar loftárásir á olíuvinnslu- stöðvar Þjóðverja. 18. janúar, fimmtudagur: Churchill ræðlr um styrjaldar- málin. Churchill flutti yfirlitsræður um styrjaldarmálin í brezka þinginu. Hann sagði, að kom- múnistar í Grikklandi hefðu undirbúið byltingu, þeir hefðu unnið hin furðulegustu og stór- felldustu hryðjuverk, m. a. drepið 12—14 þús. gisla. Hann sagði, að þeir hefðu farið í stjórn Papondreon með það eitt fyrir augum að vega síðan aft- an að henni. - Austurvígstöðvarnar: Rússar tilkynntu að áfram héldi hröð sókn þeirra á nær allri viglín- unni í Póllandi og hefðu þeir tekið fjölda bæja og borga. Vesturvígstöffvarnar: Bretar unnu lítið á i sókn sinni í Suður-Hollandi. 19. janúar, föstudagur: Rússar taka Krak- ov og Lods. Austurvígstöffvarnar: Rússar tilkynntu sókn á tveimur nýjum stöðum. Hersveitir undir for- TIRANS V ustu Chernykowskys hafa brot- izt inn í Austur-Prússland að norðan og nálgast Tilsit. Her- sveitir undir stjórn Petroff hafa sótt fram í Slovakíu. Herir Rússa í Póllandi hafa allir sótt fram og m. a. tekið Krakov og Lods. Vesturvígstöffvarnar: Bretar unnu á í Suður-Hollandi. Þjóð- verjar unnu verulega sigra í Elsass og nálguðust Strassburg. Luzon: Bardagar hörðnuðu á Luzon. Bandaríkjamenn hafa mikla yfirburði í lofti. Burma: Bretar hafa unnið verulega á í Burma og nálgast Mandaloy. Bretland: Þingið samþykkti traust á brezku stjórnina fyrir afstöðuna í Grikklandsmálun- um með 340:7 atkv. 20. janúar, laugardagur: Rússar taka Tilsit. Austurvígstöffvarnar: Rússar tilkynntu, að her Cernyagow- kys væri kominn inn í Austur- Prússland að norðan og hefði tekið Tilsit. Einnig tilkynntu þeir að her Rokosowkys væri kominn inn í Austur-Prússland að sunnan. Þeir tilkynntu einn- ig mikla sigra í Slóvakíu og Mið-Póllandi. Vesturvígstöffvarnar: Þjóð- verjar unnu á norður við Strassburg, en Frakkar unnu á sunnan borgarinnar. Bandaríkin: Roosevelt var settur inn í embættið í fjórða sinn. Ungverjaland: .Hin nýstofn- aða ungverska leppstjórn Rússa undirritaði vopnahlés- samninga við þá. Fulltrúar frá stjórnum Bretlands og Banda- ríkjanna voru viðstaddir. Tekið er þó fram, að þessar stjórnir hafi enn ekki viðurkennt lepp- stjórn þessa. (Annáll er einnig birtur á 7. síffu blaffsins). Sjálíslýsíng Jóns Pá á inn- ræti sínu og vítsmunum Málpípa forsætisráðherrans, Jón Pá, ræðst með mikilli heipt gegn Tímanum síðastl. sunnu- dag. Tilefnið mun það, að Tím- inn benti nýlega á undirlægju- hátt Ólafs og Jóns við kommún- ista og þá sviksemi Jóns við stétt sína að taka undir þann áróður fjandmanna hennar, að hækkun afurðaverðsins sé or- sök dýrtíðarinnar. í stað þess að svara Tímanum með nokkrum rökum, safnar Jón saman öllum þeim verstu fúkyrðum, sem hann kann, og þylur þau um Tímann. Þar sem grein þéssi ber ákaf- lega glöggan vott um innræti og vitsmuni Jóns þykir rétt að birta úr henni nokkur sýnis- horn. Eftirfarandi orðbragð er t. d. gott dæmi um hvert inn- rætið muni vera, því að það er alveg óbrigðult einkenni á vissri manntegund: „... Meira sorpblaff hefir aldrei veriff gefiff út á íslandi. Er og víst, að það hefir víða á landinu valdið gerspillingu í hugsunarhætti fólksins . .. Þar sem heimska og illska hafa haldist í hendur og lagt saman nytjar . .. óþriflegt málgagn ... ógeðslegur óþverri . .. Sýnir þaff glöggt, hve öfgafull, sifflaus, og gersneydd öllum mannsbrag stjórnarandstaffan er. Myndi blaff, er talar svo um forsætis- ráffherra þjóðar sinnar, vera bannaff í flestum löndum ... heiptarþrungin öfund og illska . . . offorsi og tuddamennsku. .. . Þeir valdastreytumenn, sem níffa og hrakyrffa forsætis- ráðherrann, miklu hættulegri en venjulegir afbrotamenn. Þeir eru óvinir þjóðfélagsins ...“. Eftir að hafa lýst citstjóra Tímans þannig, klikkir Jón svo út með þessum ummælum, er gleggst sýna vitsmuni hans: „Þó aff fyrir lægi ágreiningur um afstöðu til mála, barátta um stjórnmálastefnur, effa efflileg- ur mismunur á skoðunum um hagsmuni og rétt atvinnustétta þjóffarinnar, þá mundi engum manni meff fullu viti detta f hug aff haga sér á slíkan veg gagnvart æffsta valdsmanni landsins, að fráteknum forseta lýffveldisins.“ Þótt Ólafi og Jóni sé vafalaust illa við forsetann síðan hann rak Ólaf úr ráðherrasessi haust- ið 1942, verður samt að telja iík- legt, að Jón hafi hugsað sér að segja eitthvað annað en orðin benda til, en honum tekst ekki betur en svo að koma orðum að þeirri hugsun sinni, að ummæli hans snúast upp í verstu sví- virðingar um forsetann, þótt ætlun hans muni hafa verið að beina þeima eingöngu að rit- stjóra Tímans! Sá forsætisráðherra, sem verður að notast við þvílíka vitsmunaveru fyrir aðalmáls- svara * sinn, á vissulega ekki margra góðra kosta völ, enda ekki við því að búast, eins og málstaðurinn er. En kostur er það við þessa og aðra rit- mennsku Jóns, að hún ætti að hjálpa til að opna augu Austur- Húnvetninga fyrir því, hversu hrapalega þeim hefir tekizt þingmannsvalið. Eftirlitsmaffur meff bæjarbyggingum. Pyrir skömmu síðan auglýsti Reykja- víkurbær eftir byggingarfróðum manni til að hafa eftirlit á vinnustað með byggingum þeim, sem bærinn lætur reisa, en bærinn^hefir þegar látið hefja vinnu við hinar fyrirhuguðu íbúðar- húsbyggingar við Skúlagötu og enn- fremur er Skildinganesskólinn í bygg- ingu. Alls bárust 10 umsóknir um starf- ið og samþykkti bæjarráð að ráða Jens Eyjólfsson byggingameistara í starfið. Utsvörin munu stórhækka (Framhald af 1. síðu) að hafa frjálsa verzlun, er að dýrtíðinni, gegn því að Ólafur fengi ráðherradóm og mestu stórgróðamennirnir slyppu við verulega aukna skatta. Ellefumenningarnir, sem ráða Alþýðuflokknum, hafa í þessu máli, eins og endranær, ekki vogað sér að hafa aðra að- stöðu til málanna en forsprakk- ar kommúnista. Þeir þykjast vera ákaflega grimmir kom- múnistaandstæðingar í Grikk- landsmálunum og Póllandsmál- urium en halda svo, að það sé klókast að vera sammála þeim í innanlandsmálum! Fullkomlcga óþarfar álögur. Aðrar'spurningar "hljóta einn- ið að rísa í sambandi við þessar nýju skattaálögur á almenningi. Eru þær nauðsynlegar? Var ekki hægt að komast hjá þeim? Það var vissulega hægt! Engir þessara skatta eru lagð- ir á vegna opinberra fram- kvæmda eða stuðnings við at- vinnuvegina. Þeir eru lagðir á vegna þess, að haldið er uppi fullkomlega rangri stefnu í dýr- tíðarmálunum, dýrtíðin er auk- inístaðþess aðþað átti að lækka hana með því að færa niður í réttum hlutföllum kaupgjald, afurðaverð og verzlunarálagn- ingu. Fyrir láglaunamenn hefði það verið miklu hagkvæmara. Þótt þeir hefðu fengið færri krónur en áður, hefðu þeir get- að keypt jafn mikið af nauð- synjum og áður, þar sem verð- lag varanna hefði lækkað í sama hlutfalli og kaupið. En þá hefðu þeir alveg sloppið við hækkuð útsvör og skatta. Verð- gildi þess sparifjár, sem þeir hafa safnað, hefði þá aukizt, en nú heldur það áfram að rýrna. Það, sem er að gerast, ér í raun og veru það, að launa- stéttirnar eru blekktar með því, að haldið sé uppi háu kaupi og kauphækkun til að bæta hag þeirra. Krónurnar, sem þær fá með þessum móti, eru síffan teknar af þeim aftur í auknum sköttum, útsvörum og tollum og hækkuffu vöruverffi og stundum miklu meira en þaff. Gjafirnar, sem þeim eru gefnar og þær eru blekktar með, eru þannig miklu verri en engar. Ilviir cndar jietta? Síðast, en ekki sízt, rís svo spurningin: Hvar endar'þetta? Hve lengi er hægt að halda á- fram að hækka álögurnar? Hve lengi þola skattgreiðendurnir áframhald á þessu? Staðreyndirnar eru þær, að þrátt fyrir það, þótt búið sé að | hækka skatta og tolla til ríkis- ins um 20—25 milj. kr. og eta eigi upp 10—15 milj. kr. tekju- afgáng frá síðastl. ári, eru engar líkur til þess að ríkisrekst- urinn verði tekjuhallalaus. Við bætist svo fyrirsjáanleg stór- felld verðhækkun landbúnaðar- afurðanna næsta haust, er hlýzt af hinum miklu og mörgu kaup- hækkunum, miljónaútgjöld vegna nýju alþýðutrygginganna, stóraukin þörf fyrir opinber framlög til nýsköpunar at- vinnuveganna, og svo að lokum yfirvofandi verðfall útflutnings- varanna. Útgjöld ríkisins, sem verða 140—150 milj. kr. á þessu ári, verffa því vafalaust ekki undir 200—250 milj. kr. áriff 1946, ef áfram verffur fylgt ríkjandi fjármálastefnu. Hvernig lízt mönnum á, þeg- ar til viðbótar öllum þeim á- lögum, sem nú eru álagðar, þarf enn að bæta mörgum tug- um miljóna kr.? Það getur hver og einn sagt sér þetta sjálfur. Skattgreiðend- urnir munu ekki þola þetta og þó enn síður atvinnuvegirnir, sem allt bitnar á að lokum. Það er ekkert annað en sjálft hrunið, sem hér blasir fram- undan. Það á að snúa við strax. Það er þessi stefna, sem Framsóknarflokkurinn for- dæmdi í haust. Það var vegna þess, að núv. stjórn tók hana upp, að hann vildi ekki vera í stjórnarsamvinnunni. Hann vildi berjast gegn henni frjáls og óbundinn. Afleiðingarnar af þessari stefnu, sem stjórnin tók upp, eru nú þegar að sjást, þar sem eru hinir nýju skattar, sem fyrst og fremst bitna á almenningi. Veltuskatturinn er þó átakan- legasta dæmið um þetta. Það er í fyrsta sinn sú skattaálagning upptekin, aff taka skatta af skattgreiffendum, án nokkurs tillits til afkomu og efnahags, og þeim fyrirtækjum refsaff, sem haft hafa hóflegasta álagningu og bezt hafa reynzt almenningi. Afleiðingarnar, sem blasa framundan, eru þó enn geigvæn- legri. Hér er ekki nema eitt að gera, ef rétt er að farið. Það er að snúa við strax. Hætta við hinn óheilbrigða og óheiðarlega veltuskatt og fá launastéttirnar til samskonar afsláttar og bændur gerðu á afurðaverðinu síðastl. haust. Það er beinn hagur fyrir þær og til hagsbóta fyrir alla. Stjórnin verður að gera þetta, þótt á seinustu stundu sé. Annars verður hrun- ið ekki umflúið. Landssmiðjiaii 15 ára (Framhald a) 1. síðu) fyrir hina mjög auknu starf- semi sína. k" næsta ,ári ákvað þáverandi ríkisstjórn, að smiðj- an fengi lóðir milli Skúlagötu, Klapparstígs og Sölvhólsgötu, en af ýmsum ástæðum var ekki ráðizt í byggingarframkvæmd- ir. Á árinu 1940 gaf þáverandi atvinnumálaráðherra smiðjunni heimild til að byrja á húsbygg- ingu á lóð hennar við Skúlagötu. Var snemma árs 1941 hafizt handa að reisa hús það, sem nú má telja fullgert, og hóf smiðj- an þar starfsemi sína fyrri ári síðan. Á miðju ári 1942 festi smiðjan kaup á festeign Vega- gerðar ríkissjóðs við Skúlagötu og Klapparrbstíg. Hafa gömlu húsin þar verið umbyggð og endurbætt. Býr smiðjan nú við allgóð húsakynni og skilyrði til mjög aukins starfs, enda hafa jafnframt verið útvegaðar margar nýjar vélar. Sjþan 1940 hefir starfsemi smiðjunar margfaldazt frá þvi, sem áður var, og er nú í tveim aðaldeildum, járniðnaðardeild og tréiðnaðardeild; enn fremur er rekin nokkur verzlun með efni og vélar í sambandi við þessar iðngreinar, svo sem efni í olíu- og lýsisgeyma, hitatæki, frystitæki o. fl. Járniðnaðurinn er aðallega margs konar málm- smíði, svo sem járnsmíði, eld- smíði), málmsteypa, plötu- og ketilsmiði, eirsmíði, rennismíði, enn fremur aðgerðir á vélum (vélvirkjun). Tréiðnaður smiðj- unnar er aðallega: Skipasmíði, mótasmíði, smíði skólahúsgagna Aðalverkefni smiðjunnar frá upphafi til þessa dags, hefir ver- ið að gera við skip ríkisins og Eimskipafélagsins og halda þeim við. Meðal þess markverð- asta, sem smiðjan hefir fram- kvæmt i þessum efnum, er þetta: Smíðað annað farrými á e.s. Súðina, e.s. Þór breytt úr togara í varðskip, smíðað bráðabirgðastefni á v.s. Óðin, viðgerðin framkvæmd í fjöru, smíðað og sett nýtt afturstefni á Súðina, afturstefni v.s. Ægi& soðið saman og smíðað stýri á hann, rafsoðinn saman sveifarás úr 500 ha. vél, byggt 24 smál. tréskip. Auk þess hefir smiðjan framkvæmt ýmiss konar smíði fyrir hafnargerðir og vita, smíð- að og sett upp hafskipabryggju í Keflavík, smíðað og sett upp benzín-, olíu- og lýsisgeyma. Starfsmenn smiðjunnár eru nú á annað hundrað. OAMLA BÍÓ- RA]\DOM HARVEST RONALD COLMAN, CREER CARSON. Sýnd kl. 6y2 og 9. RÓSTUR Á BURMABRAUTINNI (A Yank on Burma Rpad) BARRY NELSON, LARAINE DAY. Sýnd kl. 5. Bönnuff yngri en 12 ára. ►i:ýja ti.o. HlMJVARlKI MA RtÐA (Heaven Can Wait) Stórmynd í eðlilegum lit- um, gerð af meistaranum Ernst Lubitsch. Aðalhlutverk: DON AM(CHE, GENE TIERNEY, LAIRD CREGER. Sýnd kl. 4, 6,30 og 9. DÁÐIR VORl DRÝGÐAR Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna. cr m e r k bók og skemmtileg. TJARNARBlÓ Hugrekkí (Frist Comes Courage) Spennandi amerísk mynd frá leynistarfsemi Norð- manna. BRIAN AHERNE, MERLE OBERON. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuff yngri en 14 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Álfbóll Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. L. HEIBERG. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. Ú R B Æ N U M Berklarannsóknin í Reykjavík er hafin. í gær hófst allsherjar berklarann- sókn í Reykjavík. Skoðað var fólk af Barónsstíg. Þennan fyrsta dag rann- sóknanna hefir allt gengið að óskum skoðunin sjálf gengið fljótt og örugg- lega eins og gert var ráð fyrir. Fólk mætti mjög vel, nær því allir hafa komið til skoðunar og mætt stund- víslega. En það er mjög míkilsvert fyrir rannsóknina, að fólk mæti stund- víslega til skoðunar. í dag verður rannsakað fólk, sem býr við Eiríksgötu, Egilsgötu og fyrstu húsunum við Bergþórugötu. Á morgun verður rannsakað fólk, sem býr við Bergþórugötu, sem ekki vannst tími til að rannsaka í gær. Á fimmtudaginn verður rannsakað fólk, sem býr við Leifsgötu. Áríðandi er að fólk sýni þegnskap sinn í því að konia til rannsóknar og mæta stundvíslega. Samkoma. Framsóknarfélögin í Reykjavík héldu eina af sínum vinsælu skemmt- unum í Sýningaskálanum s. 1. föstu- dagskvöld. Hófst skemmtunin á Fram- sóknarvist og þegar verðlaunum hafði verið úthlutað til sigurvegaranna fluttl Steingrímm- Steinþórsson búnaðar- málastjóri mjög athyglisverða ræðu. Síðan var sungið og dansað af miklu fjöri langt fram á nótt. Húsfyllir var og komust færri að en vildu. — Næsta samkoma er ráðgert að verði uppúr 20. febrúar. Frá Þjóðræknisfélaginu. Þjóðræknisfélagið heldur skemmtun að Hótel Borg annað kvöld kl. 8,30. Vestur-íslendingum, sem hér dvelja er boðið á skemmtunina, og er búizt við að flestir þeirra geti mætt. — Dóri Hjálmarsson ofursti flytur ávarp. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi les upp eftir íslenzk skáld í Vesturheimi. Kjartan Ó. Bjarnason sýnir kvik- myndir, meðal annars mynd frá veð- reiðum í Húnaþingi. Halldór Jóns- son garðyrkjufræöingur sýnir ame- rískar litmyndir. — Á eftir verður dans eins og venja er til. — Félags- menn og aðrir sem áhuga hafa á að efla kynni við Vestur-íslendinga. ættu að nota þetta tækifæri til þess að vinna að því máli. Hjónaband. 17. þ. m. voru gefin saman í hjóna- band Áslaug Símonardóttir á Selfossi og Páll Hallgrímsson. sýslumaður í Árnessýslu. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jóhanna Jóhannsdóttir, Ham- arsheiði og Haraldur Georgsson óðals- bóndi, Haga í Gnúpverjahreppi. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Steinunn Aðalheiður Hannes- dóttir frá Melbreið i Fljótum og Stefán Jónsson Vogum í Mývatnssveit. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Torfhildur Þorkelsdóttir og Krístinn Sigurðsson. Heimili þeirra verður við Bjarnarstíg 12 Reykjavík. Heildsalainálið (Framhald af 1. síðu) haga innflutningsreglunum þannig, að neytendum sé sem auðveldast að velja á milli inn- flutningsverzlana og innflutn- ingur þeirra fyrirtækja, sem vel reynast, sé aukinn á kostnað þeirra, sem illa reynast, en hlut- fallinu milli þeirra sé ekki hald- ið í föstum skorðum, án alls tillits til þess, hverjar afleiðing-* arnar eru fyrir neytendur. Símabilanir Seinustu viku var mikið um bilanir á landssímalínum, vegna storma og frosta. Á norðurlínunum voru 16 bil- anir, og 2 slit á svæðinu milli Brúarlands og Hvalfjarðar eftir ofviðrið' aðfaranótt þess 16. þ. m. Sambandslaust varð þá einn- ig milli Borgarness og Stykkis- hólms og fundust .6 sveiflur á svæðinu Borgarnes-Brúarfoss. Ennfremur bilaði Barðastranda- línan og Ísafjarðarlínan frá Borðeyri. Flestar línulr biluðu á Hellisheiði, í Öræfum og í Lóni milli Volasels og Svínhóla. Sambandslaust var einnig við Vestmannaeyjar. Suðurlínurnar biluðu hjá Stóru-Vatnsleysu og víðar á Reykjanesi. Búið er að gera við allar þess- ar bilanir, en í gær voru smá- bilanir á norðurlínunum milli Króks og Norðbungu, og einnig á Baðastrandalínunni milli Króksfjarðarness og Kinnar- staða.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.