Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKITRINN. Símar 2353 og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ( RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Símar 2353 og 4373. 5 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. \ 29. árg. Reykjavík, föstudagiim 9. febr. 1945 11. blað Vírkjun Dynjanda eitt mesta áhugamál Bílddælinga Viðíal til Jóu Jónsson hreppstjóra um at- vinnulíf og félagsmál á Bíldudal í Arnarfirði hafa frá öndverðu verið ein aflasælustu fiskimið Vestfjarða. Fiskurinn er oft svo að segja upp við landssteinana. Sunnan við Arnarfjörð, þar sem Suðurfirðir skerast inn, er þorpið Bíldudalur, sem eitt sinn var mesta þilskipaverstöð Vesturlands. Tíðindamaður blaðsins átti tal við Jón Jónsson, hreppstjóra á Bíldudal, er hann var á ferð hér í bænum fyrir skömmu. Fer það viðtal hér á eftir: Miðstjórnar- íundurinn Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins var settur i Reykjavíkvs. 1. miðvikudag. Þann dag flutti ritari flokksins, Ey- steinn Jónsson, skýrslu' um flokksstarfið og í gær flutti for- maður flokksins, Hermann Jón- asson, yfirlitserindi um stjórn- málin s. 1. ár. Þá hafa verið skipaðar nokkrar nefndir, sem starfa að hinum ýmsu málum, sem fundurinn mun hafa til meðferðar. Þessir miðstj órnarmenn utan af landi sitja fundinn: Jón Hannesson, bóndi, Deild- artungu, Sverrir Gíslason, bóndi, Hvammi, Stefán 'Jónsson, skóla- stjóri, Stykkishólmi, Jóhannes Davíðsson, bóndi, Hjarðardal, Kristján Jónsson, erindreki ísa- firði, Gunnar Þórðarson, bóndi, Grænumýrartungu, Skúli Guð- mundsson, alþm., Hvamms- tanga, Hannes Pálsson, bóndi, Undirfelli, Gísli Magnússon, bóndi, Eyhildarholti, Bernharð Stefánsson, alþm., Akureyri, Benedikt Guttormsson, banka- stjóri, Eskifirði, Sigurður Jóns- son, bóndi, Stafafelli, Sveinn Guðmftndsson, forstjóri, Vest- mannaeyjum, Sigurþór Ólafs- son, bóndi, Kollabæ, Bjarni Bjarnason, skólastjóri, Laugar- vatni. Þá hafa mætt á fundinum ýmsir búnaðarþingsfulltrúar, sem komnir eru til bæjarins, og fleiri gestir utan af landi. Stjórnin birtí í útvarpsfréttum ósann- indi og blekkingar um fisksölumálín KAUPTtlVIÐ BÍLDUDALUR Fymhuguðverðlækk un á fiski í Bretlandi Samkvæmt símskeyti frá Ú. P., sem birtist í Vísi 5. þ. m., er fyrirhuguð í Englandi stórfelld verðlækkun á fiski. Hefir brezka matvælaráðuneytið lagt fyrir brezka fiskimenn nýjan verð- lista og er ætlazt til að þetta nýja og lækkaða verð fái fullt gildi innan skamms. Upsi, þorsk- ur og háfur lækka úr sex shill- ings og fjórum pence í þrjá shillinga og sjö pence, steinbít- ur og skata lækka úr 6 sh. og 4 p. í 4 sh. og 9 p. Ýsa á að lækka um 1 sh., en koli og annar flat- fiskur á einnig að lækka all-' mikið. Opnun íðngreínaona Rafvirkjameistarar hafa sent blaðinu eftirfarandi ályktun: Fundur haldinn í Félagi lög- giltra rafvirkjameistara í Reykjavík föstudaginn 2. febrú- ar 1945, ályktar að skora á Al- þingi og ríkisstjórn, að nema úr lögum hvers konar ákvæði, sem lúta að hindrun eða takmörkun á frjálsum aðgangi að iðnnámi. En jafnframt vill fundurinn lýsa fylgi sínu við þá hugmynd, að tekin verði upp hæfileikapröf fyrir þá, sem óska að stunda iðnnám. — Er Bíldudalur vaxandi bær? — Nei, það er ekki hægt að segja Bíldudal vaxandi bæ. Það má heita að hann standi í stað. Frá því að þorpið var fullbyggt, eða síðan um 1910 hefir íbúa- talan ver;ð um 300. Nú eru þar 306—312 íbúar. — Bíldudalur hefir þá verið mikill útvegsbær á sínum tíma? — Já, hann var einn af þeim stöðum, sem hafði mikla út- gerð um og eftir aldamót og allt fram til 1920, eða meðan þil- skipaútvegurinn stóð í blóma. Þá var Bíldudalur stærsti út- vegsbær á Vestfjörðum. Þegar skipin gengu úr sér um 1920—25 varð gamli þilskipaútvegurinn að mestu úr sögunni á Bíldu- dal. — Hefír útgerð þá ekki auk- izt síðustu árin? — Með byggingu hraðfrysti- hússins, sem hreppurinn lét reisa árið 1936, efldist smábáta- og vélbátaútvegurinn og aukið líf færðist í atvinnulífið yfir- leitt, enda má það heita svo, að hraðfrystihúsið hafi að verulegu leyti tryggt afkomu þorpsbúa, til lands og sjávar. Við það er- mikil vinna % hluta ársins. Það, sem mest háir smáútgerðinni nú, er dýrtíðin i landinu. Sjó- menn, sem stunda róðra á litl- um bátum, 'fá minni tekjur en landverkamenn, sem hafa stöð- uga vinnu, og er því erfitt að fá menn á bátana. — Stunda þorpsbúar land- búnað jafnhliða sjósókninni? — Já. Margir eru bæði bænd- ur og sjómenn. Flestir hafa bæði kindur og kýr, sumir mikla garð- rækt. Hreppurinn á jörðina Hól fram í dalnum og þar hefir hann rekið mjólkurbú siðastl. 5—6 ár. Mjólkin er seld þorpsbúum, en taprekstur hefir verið á búinu. Ræktunarskilyrði eru góð í ná- grenni þorpsins, en skortur er á vélum til ræktunar, því þær eru engar til. — Er engin stórútgerð frá Bíldudal? — Jú, svo á það að heita. 1940 keypti Gísli Jónsson þangað tog- arann Baldur og síðan hefir hann verið merktur þaðan, en af áhöfn hans hafa aðeins verið 6—8 menn frá Bíldudal og stundum færri. Þessi togaraút- gerð hefir því raunverulega ver- ið þorpsbúum lítil atvinnubót. — Starfar rækjuverksmiðjan á Bíldudal? — Rækjuverksmiðjan hefir ekki starfað síðan 1941 að rækjuniðursuðu, svo að þann at- vinnurekstur má telja úr sög- unni um sinn. Nú starfar verk- smiðjan að niðursuðu kjöts og sláturs, en sá atvinnurekstur er ekki stórfelldur, enda hefir fýr- irtækið skipt um nafn og heit- ir nú „Niðursuðuverksmiðjan h.f.“ og er eigandi hennar 1 Reykjavík. — Starfar ekki fiskimjöls- verksmiðjan á Bíldudal? — Hún hefir ekki starfað síðastliðið ár og verður því að líta á hana sem ótryggan at- vinnurekstur, þar sem hún hef- ir unnið úr hfáefnum, sem hún hefir fengið fyrir lítið eða ekk- (Framhald á 7. síOu) Sjá viðtal við Jón Jónsson hreppstjóra á öðrum stað í blaðinu Lausn dýrtíðarmálanna þolir ekki bið til haustsins Nefndarálit Jöruiular Brynjólfssonar um samkomudag næsta þings AHsherjarnefnd neðri deildar hefir klofnað um það frv. stjórn- arinnar, að samkomudagur næsta Álþingis verði eigi síðar en 1. okt. næstk. Stjórnarsinnarnir í nefndinni leggja til að frv. verði samþykkt óbreytt, en Jörundur Brynjólfsson leggur til, að frv. vfrði breytt þannig, að samkomudagur þingsins verði ákveðinn 2. maí næstk. Byggir Jörundur þessa tillögu sína á því, að nýj- um, raunhæfum aðgerðum f fjárhags- og dýrtíðarmálunum megi trauðla fresta lengur en fram á vorið og þjóðinni verði veittur kostur á að taka afstöðu til málanna í kosningum næsta sumar, ef samkomulag næst ekki á Alþingi. Hitt telur hann óráð að fresta afgreiðslu þessara mála til haustsins og láta koma til vetrar- kosninga, ef samkomulag ekki næst. í ýtarlegri greinargerð, sem fylgir tillögu Jörundar, segir hann m. a.: „Fyrir margra hluta sakir hefði ég gjarnan kosið að geta á það fallizt, að ekki þyrfti að gera ráð fyrir, að Alþingi kæmi saman fyrr en 1. október n. k. Þinghaldið hefir nú um nokk- urt skeið verið óvenjulega langt, og yfirstandandi þing hefir staðið lengur en nokkurt ann- að þinj? hér á landi áðurv Það hefði því verið mjög svo æski- legt, að nú hefði getað orðið nokkurt hlé á þinghaldi. En þegar þess er gætt, hvernig horfir um ýmis stórmál þjóðar- innar og þó sérstaklega um fjár- hags- og atvinnumál hennar, Kauphækkun hjá ríkísspítöluni^m Félag starfsstúlkna við ríkis- spítalana og’ Elliheimilið Grund hefir nýlega gert nýja samn- inga um verulega kauphækkun. Grunnkaup stúlkna, sem verið hafa eitt ár eða lengyr, hækk- ar úr kr. 130,00 í 150,00 á mán- uði og annara stúlkna tilsvar- andi. Grunnkaup. fyrir eftir- vinnu hækkar úr 1.65 í kr. 2.25 á klst. og í helgidagavinnu úr 2.20 í kr. 3.00. Á allar þessar kauptölur kemur svo full dýr- tíðaruppbót. Ýms hlunnindi voru einnig aukin. Kauphækkanir þessar munu vitanlega auka rekstrarkostnað spítalanna til muna og hækka útgjöld þeirra talsvert frá því, sem þau eru áætluð í fjárlögum. þá sýnist mér, að ekki sé hægt að gera ráð fyrir, að Alþingi komi ekki saman fyrr en í haust. Slík ráðstöfun, ef eftir henni yrði farið, 'gæti haft óviður- kvæmilegar afleiðingar í för með sér. Nær sýnist liggja, að þingið kæmi saman í vor og réði ráðum sínum. Ef vel tækist til um starf þess, og sæmileg ein- ing réði um lausn hinna meiri háttar vandamála, þyrfti þingið ekki að vera mjög lengi að störfum. En færi svo, að ekkert samkomulag næðist um lausn þeirra og þau fengju enga af- greíðslu í þinginu, mundi ekki verða hjá því komizt að leita á- lits þjóðarinnar um þau og ganga til kosninga, og gætu þá kosningar farið fram að vorinu. En ef Alþingi kemur ekki sam- an fyrr en í október, mundi ekki verða séð fyrr en í lok októbermánaðar — eða öllu heldur ekki fyrr en i nóvember —, hverja afgreiðslu stærstu (Framhald á 8. síðu) Fyrrverandi stjórn afhjúpaði nokk- 'uð af ósannindunum í fréttunum næsta kvöld Fréttir útvarpsins s. 1. mánudagskvöld voru næsta glöggt tákn þeirrar spillingar, sem nú er einkennandi fyrir yfirstjórn lands- ins. Inn í fréttir útvarpsins, sem eiga að vera algerlega hlut- Iausar, var þá laumað margvíslegum ósannindum og blekkingum um fisksölumálin undir því yfirskyni, að þetta væri hlutlaus skýrsla frá ríkisstjórninni! Fengu útvarpshlustendur líka að heyra það næsta kvöld, hve samvizkusamlega hafði verið þar á mál- um haldið, því að þá var birt yfirlýsing frá fyrrv. stjórn, er hrakti bein ósannindi um starf henna|, er höfðu verið í „skýrsl- unni“. Með því var þó aðeins leiðrétt ein villa af mörgum, sem voru í þessu furðulega plaggi. I DAG birtist á 3. síðu grein eftir BjöAi Stefánsson, kaupfé- lagsstjóra í Stöðvarfirði, um launagreiðslur og framleiðslustörf. Neðanmáls á 3. og 4. síðu er síðari hluti greinar eftir dr. phil. Jón Jóhannesson um __ eftirlitsferð Harboes til íslands. Ofanmáls á 4. og 5. síðu eru verðlaunauppdrættir af íbúðarhúsum í sveit. Um það hefði ekki verið nema gott að segja, þótt stjórnin hefði gefið hlutlausa og áróðurslausa skýrslu um þessi dagsins mál, þar sem lýst hefði verið afskipt- um hennar og fyrirætlun í þeim. En hér var vissulega engu slíku til að dreifa. Auk algerlega rangra ásakana í garð fyrrv. stjórnar og fleiri aðila, var sagt algerlega villandi frá verkum sjálfrar stjórnarinnar, svo að þau litu sem bezt út, og því svo algerlega sleppt að gera nokkra grein fyrir framtíðarfyrirætl- unum hennar, eins og t. d. hverníg leiguskipunum skyldi skipt milli verstöðvanna og hvernig verðjöfnunargjaldinu yrði ráðstafað. Þetta var síðan kórónað með þeirri misnotkun á Ríkisútvarpinu að taka þenn- an áróður upp i hinn hlut- lausa fréttaflutning þess, og ekki gætt, þótt með því væru líka brotin lög, er banna gálaus- ar frásagnir um skipaferðir, enda hefir sá þáttur „s.kýrsl- unar“ vakið gremju meðal sjó- manna. Hefir stjórnin hér enn á ný sýnt, að hún metur að engu gildandi reglur um hlutleysi og heiðarlega starfshætti útvarps- ins og þjóðin býr orðið við litlu betra fyrirkomulag I þessum efnum en í einræðislöndunum. Ósaimimlin uin fyrrv. stjórn. í yfirlýsingu *frá fyrrv ríkis- stjórn, sem birt er á öðrum stað í blaðinu, eru hrakin til fullnustu þau ósannindi, að hún hafi vanrækt nauðsynlegan við- búnað í þessú máli. Hún hófst strax handa um það í septem- bermánuði að fá fisksölusamn- inginn framlengdan, en fulln- aðarsvar við þeirri málaleitun fékkst ekki fyrr en 1 y2 viku eftir að hún lét af völdum. Meðan málið stóð þannig, var ekki eðli- I legt að hún hæfist handa um ; frekari aðgerðir, og verður hún því eigi sökuð um aðgerðaleysi í málinu. Það sýnir ekki aðeins, hve vondan málstað núv. stjórn hefir að verja, að hún reynir þannig ranglega að koma sökum af sér yfir á fyrirrennara sína. Slík ósannindi í opinberri skýrslu, sem ætlast er til að almenningur líti á sem hlut- laust og sannsögult yfirlit, sýna þá siðferðisvöntun, að eins- dæmi má telja. í þessu tilefni þykir rétt að geta þess, að þótt skýrslan sé gefin I nafni allrar stjórnarinnar, stóðú aðallega tveir ráðherrar að henni og bera því megin ábyrgð á henni, en það eru atvinnumálaráðherrann og utanríkismálaráðherrann. Þá er fyrst og fremst áð saka um það siðleysisverk, sem hér hefir verið unnið. Athugasemd í greinargerð ríkisstjórnar- innar um útflutning á ísvörðum fiski, sem birt var í gær, 5. febr., stendur þetta meðal annars:5 „Var nú athugað hvern viðbúnað fyrverandi ríkis- stjórn hefði haft til að mæta þeim örðugleikum. Kom í ljós að í þessum efnum hafði alls ekkert verið aðhafst og engar ráðagerðir verið í frammi. Núverandi ríkisstjórn varð því alveg að byggja frá grunni og má vel játa, að henni voru þessi viðfangsefni ekki kær- komin ofan á alla þá mörgu byrjunarörðugléika, er hún átti við að strfða". Af þessu má skilja, að fyrr- verandi ríkisstjórn hafi vanrækt ráðstafanir, sem henni hefði borið að gera. Þessu til skýringar vilja und- irritaðir taka fram, að 20. sept- ember gerði fyrrverandi rfkis- stjóm ráðstafanir til að leitað væri eftir hjá Bretum á form- legan hátt um framlengingú fisksamningsins. Svar þeirra barst ekki fyrr en hálfri annari viku eftir að stjórnin lét af störfum. Er af þessu ljóst, að fyrrver- andi stjórn verður ekki sökuð um aðgerðarleysi gegn viðhorfi, sem skapazt eftir að hún hætt- ir störfum. Reykjavík, 6. febrúar 1945. Björn Þórðarson. Vilhjálmur Þór. Björn Ólafsson. I Dráttnrlnn á samningnnam. Einn aðalkafli „skýrslunnar" er á þá leið, að stjórnin hafi frestað að hefjast handa um ráðstafanir til fiskflutninga vegna þess, að hún hafi verlð að reyna að fá fisksölusamn- inginn framlengdan og ekki viljað gera annað á meöan. Þetta er hið aumasta yfirklór til að afsaka sinnuleysi og drátt stjórnarinnar. Strax þegar upp- sögn samningsins lá fyrir eftir viðleitni fyrrv,, stjórnar til að fá hann framlengdan, átti að taka upp alhliða samninga við Breta um fisksölumálin, en ekki að binda sig við eina úrlausn. Til þess að þetta gengi nógu fljótt, þurfti þegar að senda samninganefnd til Bretlands. Hefði þetta verið gert, myndi aldrei hafa til þess komið að ó- viðkomandi aðilar hefðu fengið brezku skipin til leigu. Jafnhliða og það var fullljóst, að samn- ingurinn yrði ekki framlengdur (Framhald á 8. slOu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.