Tíminn - 23.03.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.03.1945, Blaðsíða 3
23. blað T\ mh föstiidaginn 33. marz 1945 3 EYSTEINN JÓNSSON: Hvers eiga þeir að gjalda, sem stunda verða sjó á opnum vélbátum? Árið 1943 voru veittar tvær miljónir króna til þess að styðja nýbyggingu vélbáta. Þeirri fjár- hæð úthlutaði stjórn Fiskiveiða- sjóðs íslands að fengnum tillög- um Fiskifélagsins. ” Þetta fé var veitt til smíði báta af ýmsum stærðum, og komu opnir vélbátar þar til greina ásamt öðrum. Árið 1944 voru veittar fimm miljónir króna til viðbótar í sama skyni og sett lög um út- hlutun þeirra, þar sem hún er falin fimm manna nefnd. í lögunum eru engin stærðar- takmörk greind og tvímælalaust ætlunin, að allar stærðir báta kæmu^til greina, eftir því sem henta þætti á hverjum stað. Fiskifélag íslands skyldi segja álit sitt um umsóknir. Þegar nefndin fer að starfa, beita þeir Gísli Jónsson alþing- ismaður og Lúðvík Jósefsson alþingismaður sér fyrir því, að nefndin útiloki, að stutt verði smíði opinna vélbáta, en fyrir lágu nokkrar beiðnir um slíkan stuðning. Fengu þeir þessu ráð- ið þvert ofan í tillögur Fiski- félags íslands. Reyndi stjórn Fiskifélagsins að fá þessu kippt í lag, en árangurslaust. Ég tók þá höndum saman við nokkra alþingismenn, Jóhann Þ. Jósefsson, Sigurð Kristjáns- sön, Pétur Ottesen og Sigurjón Ólafsson, um að flytja á Alþingi þingsályktunartillögu, sem lýsti yfir skýlausum vilja þingsins um það, að smíði opinna vél- báta yrði stutt hlutfallslega jafnt smíði annara vélbáta. Gegn þessari tillögu beittu sér kommúnistar og Gísli Jóns- son með slikri frekju, að fá- gætt er. Formaður Sósíalista- flokksins, Einar Olgeirsson, reyndi með málþófi að koma í veg fyrir, að þingviljinn fengi að koma í ljós við atkvæða- greiðslu um málið. Hann sagði, að þessi tillaga bæri vott um „fjandskap Fram- sóknarflokksins i garð sjávarút- vegsins“. Var ekki gott að meta, hvort meira mátti sín hjá þing- manninum, illgirni í garð þeirra, sem nota þessi framleiðslutæki, eða vanþekkingln á aðstöðunni til fiskveiða, þar sem opnir vél- bátar eru notaðir. Lúðvík Jósefsson reyndi að skjóta því fyrir sig, að fjár væri vant til stuðningsins, jafn- framt því sem hann fordæmdi þá stefnu að styðja þá, sem kæmu sér upp opnum vélbátum. Þingmaðurinn kvað svo að orði um þetta, að ef smíði nokkurra opinna vélbáta yrði stutt, þá myndu stöðvast fjár- veitingar til stærri og heppilegri báta. Það ætti að meta meira .t. d. að styðja smíði tveggja 30 smálesta báta í Búðakauptúni en að styðja smíði tveggja op- inna vélbáta á s&ma stað eða í Fáskrúðsfirði. Hvort tveggja var ekki hægt að dómi þingmanns- ins sakir fjárskorts! Þótti mörg- um hugmyndir þessa þingmanns um „nýsköpunina" heldur lág- kúrulegar. þegar hér var komið málfærslunni. Þetta er þá einnig því aum- legra slúður, þegar þess er gætt, að nú á þessu þingi var bætt fimm miljónum í sjóðinn til stuðnings bátasmíði, og er þvi fé öllu óráðstafað. Ekki tekur betra við, þegar það er tekið með í reikninginn, hversu lítið fjármagn þarf til stuðn- ings þessum nýbyggingum op- inna báta. Það er hægt að styðja smíði 20—25 opinna vélbáta með því fé, sem fer í einn stóran vél- bát. Þá reyndu mótgangsmenn málsins að bera það fram, að flutningsmenn og Fiskifélag ís- lands, sem standa saman að málinu, vildu með þessu stuðla að því, að engin útgerð yrði 1 landinu, nema trilluútgerð! Þykir mönnum þetta ekfci trú- leg saga um Fiskifélagið og þá þingmenn, sem tillöguna fluttu? Sú skoðun kom þvert á móti alveg greinilega fram af hálfu flutningsmanna, að þeir teldu hina mestu nauðsyn, að sem ’i'íó'ast yrðu smíðaðir þilfars- bátar til fiskveiða og sú stefna efld alls staðar, þar sém við yrði komið sjósókn á þeim bátum. Flutningsmönnum var það hins vegar ljóst, að víða verður að nota opna vélbáta til sjó- sóknar vegna staðhátta, og það er skoðun meirihluta Alþingis, að það nái engri átt að neita þeim fiskimönnum, sem þannig eru settir, um jafnan hlutfalls- legan stuðning við aðra. Þetta sést á því, að þingsályktunar- tillaga okkar var samþykkt. Það er hins vegar sjónarmið kommúnista, að þessum mönn- um skuli neitað um stuðning á sama tíma, sem þeir berjast af kappi fyrir því, að mestu auð- félög landsins, svo sem Eim- skipafélag íslands og Kveldúlf- ur, hafi sérstök hlunnindi, sem jafngilda beinum framlögum úr ríkissjóði til endurnýjunar skipaflota sínum. Þess er nú að vænta, að stuðningur verði veittur til smíði opinna vélbáta, þar sem stað- hættir gera slík^n útveg eðli- legan, og er það vel farið og réttlátt. í sambandi við meðferð þessa máls hafa kommúnistarnir og þeir, sem þeim fylgdu á Alþingi, hins vegar komið þannig fram, að mér finnst full ástæða til þess að vekja athygli á því. Kommúnistar hafa manna mest geipað um áhuga sinn fyr- ir því að styðja fátæka fiski- menn og jafnframt verið há- værir um „auðvaldið" og skað- semi þess, að auðfélögum væri veitt hlunnindi og sérstök að- staða til atvinnurekstrar. Meðferð þessa máls, sem hér hefir verið á drepið, er glöggt dæmi þess, hversu mikið er upp úr því leggjandi, sem kommún- istar halda fram, þegar þeir snapa eftir kjörfylgi manna. Þeir hafa borið því við, sér til afsökunar í þessu máli, að ekki ætti að stýðja smíði opinna vélbáta, þar sem notkun þeirra ætti að leggjast niður og aðrir stærri að koma í þeirra stað. Þetta er gott og blessað. En hvað hafa þeir aðhafzt til þess að auka líkur fyrir því, að fiski- menn eigi, kost slíkra báta? Því er fljótsvarað. Þeir hafa ekkert til þess gert — þvert á móti hafa kommúnistar með stefnu sinni í dýrtíðarmálunum grafið undan afkomu fiskimanna, hækkað byggingarkostnað báta stórkostlega og minnkað verð- gildi þess fjár, sem fiskimenn og aðrir hafa eignazt undanfarln ár. Þannig hafa þeir unnið gegn því, að fiskimenn gætu komið sér upp stórum og góðum bát- um nú í styrjaldarlokin. Þarf að gera mikið átak nú til þess að koma upp bát, sem auðvelt hefði verið að eignast, ef kommúnistar hefðu ekkl fengið að ráða stefnunni í dýr- tíðarmálunum undanfarið. í hverju einasta sjávarþorpi landsins verða menn nú varir afleiðinga þessarar óheill^istefnu kommúnista, og dýrtíðin liggur sem farg á þeim, sem vilja ráð- ast í bátabyggingar. Það situr illa á þeim, sem þannig hafa á málum haldið, að neita um * stuðning til smíða opinna vélbá'ta og segja við menn: Byggið þið bara stóra báta! Ekki tekur betra við, þeg- ar svara á mönnum þannig, þegar svo er ástatt staðhátta vegna, að ekki er hægt að koma við öðru en opnum vélbátum. Við þurfum sannarlega stærri og betri báta víðast hvar í sjáv- arþorpum landsins. En ráðið til þess, að þeir bátar komi, er ekki að setja fótinn fyrir sjálfs- bjargarviðleitni þeirra, sem verða að stunda útveg á smá- skipum vegna staðhátta eða af öðrum ástæðum. í stað þess verður að breyta um stefnu í h,tvinnu- og fjár- málum og búa þannig að sjáv- arútveginum, að menn sjái sér kleift að ráðast i þá aukningu bátastólslns, sem nú er nauð- synleg svo að segja hv^-rju sjav- arþorpi landsins. Til þess að sú stefnubreyting komist á, þarf að hnekkja ítök- um kommúnista annars vegar og stórgróðamanna hins vegar, sem hvorirtveggja eiga það sameiginlegt að vilja fækka þeim, sem reka sjálfstæðan at- vinnurekstur en fjölga hinum, sem ganga í þjónustu annara gegn launum og eiga flest undir aðrá að sækja. Sjómannasaga Vilhjálms Þ. Gíslasonar Stórt og veglegt rlt um sjó- mennsku íslendinga fyrr og síðar kom út nú um helgina. Er það Sjómannasagan, er Vilhjálmur Þ. Gíslason hefir samið, en sérstök nefnd frá Skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Aldan hefir verið hon- um til aðstoðar. Ritið er yfir 700 blaðsiður og myndir í því á sjötta hundrað. Útgefand- inn, sem er ísafoldarprent- smiðja, hefir mjög vandað til frágangsins. í viðtali, sem höfuhdur rits- ins átti nýlega við blaðamenn, lét hann meðal annars svo um mælt: — Bókin er hagsaga og menn- ingarsaga íslenzkrar útgerðar og sjómennsku frá upphafi landsbyggðar og nær að sumu leyti alveg fram til 1930. Er byrjað á að segja frá útgerð og 'skipum á landnáms- og sögu- i öld og frá þeim áhrifum, sem verzlun og siglingar höfðu á | sj álfstæðismál þj óðarinnar. Leidd eru rök að því, að það hafi verið höfuðorsökin til þess að þjóðveldið leið undir lpk, að hagkerfi landsmanna bilaði og siglingar fóru í handaskolum. Þá er skýrt frá því, að reynt hafi verið á 14.—15. öld að koma atvinnulífinu á réttan kjöl, sérstaklega að því er snertir út- gerðina, en það mistókst. Síðan er þráðurinn tekinn upp aftur, þegar landsmenn fá aftur verzl- unarfrelsi og er aðalhluti bókar- innar um tímabilið, sem með því hefst. Saga þessa tlmabils er rakin með sérstöku tilliti til Reykjavíkur og Faxaflóa, eftir að Reykjavík var orðin höfuð- staður og miðstöð útgerðarinnar í landinu. Er þarna saga ára- skipsins, þilskipsins, vélbátsins, línuveiðarans,togarans og kaup- skipsins fram á síðustu áratugi. En við þessa sögu koma í bók- komin út inni hvorki meira né minna en 1200 nafngreindir menn. Bók þessi hefir verið lengi í smíðum. Frumkvæðið að samn- ingu hennar átti Skipstjóra- og Vilhjálmur Þ. Gíslason stýrimannafélagið Aldan, sem varð 50 ára árið 1943. Hafði fé- lagið þá um nokkurra ára skeið safnað efni í slíka sögu útgerð- ar og sjósóknar á íslandi með það fyrir augum, að hún gæti komið út á hájlrar aldar afmæli félagsins það ár, en ýmsir tafir urðu því valdandi, að úr þvi gat ekki orðið. Störfuðu af fé- lagsins hálfu að undirbúningi bókarinnar fjórir menn, þeir Þorsteinn Þorsteinsson skip- stjóri, Geir Sigurðsson skipstjóri, Jóhannes Hjartarson skipstjóri og Guðbjartur Ólafsson hafn- sögumaður og formáður Öldunn- ar. En ritstjóri verksins var ráð- inn Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri, og heflr hann einn samið bókina og skrifað. í bókinni eru alls 518 myndir, þar af 289 mannamyndir, en alls sjást um 790 menn á myndum, á hópmyndum og einstaklings- myndum. Þá eru meira en 50 (Framhald á 7. síðuj Peter Hallberg, fll. lic.: Vilhelm Moberg — skáld sænskra sveita — Sendikennari Svía við Háskóla íslands, Peter Hallberg, fil. lic., hefir sýnt Tímanum þá vinsemd að skrifa í blaöið grein um sænska rithöfundinn Vilhelm Moberg, eitt ágætasta og vinsælasta skáld Svía, en eftir hann er, eins og kunnugt er, framhaldssagan, sem nú birtist í Tímanum. Er hennar (Mans kvinna) sérstaklega getið í grein sendikennarans. í hópi þeirra sænsku rithöf- unda, sem nú eru miðaldra, mun Vilhelm Moberg einna fremstur. Hann er fæddur í Smálandi árið 1898, sonur mála- liðsmanns, sem úthlutað. hafði verið jarðskika að þeim hætti, sem þá var hafður um launa- greiðslu fastráðinna hermanna. Hann ólst upp í þinu forna og íhaldssama sveitarumhverfi í fásinni og einangrun en við heilnæm lífskjör. Systkini hans voru mörg, og ekki tjáði að hugsa til æðri skólamenntunar. En Vilhelm var allur í bókum og reyndi að svala þessari lestr- arþrá sinni, hvar sem tækifæri bauðst. Á barnsaldri las hann einu sinni biblíuna spjaldanna á milli, og foreldrar hans gáfu honum hvorki meira né minna en heila krónu fyrir þetta af- reksverk. En þegar drengurinn hneigðist til „veraldlegra og skaðlegra" bókmennta, var hætt að hvetja hann til lesturs. Þar í sveitinni var allt talið synd- samlegt, sem „mennirnir höfðu sjálfir búið til og sett á prent“. Að minnsta kosti var það ó- riauðsynlégt, þótt það væri ekki beinlínis syndsamlegt. Af því var enga nytsemi að hafa, hvorki I þessu lífi né hinu. En Vilhelm lét ekkert aftra sér frá því að drýgja þess háttar syndir. Hann hefir sjálfur sagt frá því, að h^nn hafi m. a. lesið Dular- fúllu eyjuna eftir Jules Vernes í gömlum dagblöðum, sem höfðu verið límd á forstofuþilið í stað veggföðurs. Ekki vildi Moberg verða bóndi. Þess í stað varð hann fyrst verkamaður og vann sér inn nægilegt fé til vistar í lýðhá- skóla og gerðist síðan blaða- maður í smábæjum að loknu námi. Er hann hafði í nokkur ár skrifað alþýðlegar skemmti- sögur undir dulnefni, og án þess að ætla sér að skapa nokkur bókmenntaverðmæti, varð hann kunnur árið 1927 fyrir skáldsöguna Raskens. Þar segir frá sveitapilti, sem gengur í herþjónustu, frá kvonfangi hans, ómegð, striti og fátæktar- basli. Sagan fjallar fyrst og fremst um erfiði, atorku og seiglu. En líf þeirra Raskens og Vilhelm Moberg konu hans er engan veglnn snautt ' eða tilbreytingalítið í baráttunni fyrir sæmilegri af- komu. Brauðstrit þeirra er í allri sinni alvöru, vonbrigðum og gleði eins og síungt ævintýri, sem aldrei lætur hversdagsleg lífskjör verða eyðigrá og von- laus. í Raskens kemur í ljós, hve raunsær höfundur Moberg er og fundvís á þann alþýðlega frá- sagnarhátrt, sem bezt fer efn- inu. Þyngra er yfir næstu skáld- sögum hans, Lángt frán lands- vágen (1929) ogDe knutna hánd- erna (1930). Þar segir frá Adolf íúlfaskógi,óþýðum og skaphörð- um bónda af gamla taginu'. Hann heldur dauðahaldi í jörð- ina sína og börnin sín. Hann vill ekki vita af neinum fram- förum i tækni, vill ekki láta börnum sriium í té slík lífs- kjör, að þau flýi ekkl til borgar- inar. Honum er um megn að skilja syni sína og dætur, sem vilja lifa sínu eigin lífi, sem ekki eru bundin jörðinni sömu á- stríðutengslum og hann sjálfur, og þrá að komast að heiman undan hörðum aga og heima- ríki hans. Afleiðingin verður sú, að börnin fara frá honum eitt af öðru og æ fámennara verður heima. í baráttu sinni fyrir jörðinni stendur Adolf lok um einn síns liðs með yngstu dóttur sína, Maríu, sem hann ann mest allra sinna baina og skilur hann bezt. Hann er ekki orðinn maður til þess að sinna erfiðustu verkunum, jörðin gengur úr sér, og hann fyllist beizkju og þunglyndi. Þegar María býr sig einnig til ferðar að heiman og ætlar í vist í Stokkhólmi, ræður hann henni bana í örvæntingu sinni. Þetta óyndisúrræði er eina ráðið, sem honum hugkvæmist til þess að komá í veg fyrir þá glötun, sem hann veit, að henni er vís í höfuðborginni. Frásögnin af Adolf og börnum hans verður harmleikur sauð- þráans og afturhaldsins. Hann svífst einkis, þegar jörðin á í hlut, en maður kemst varla hjá því, að virða hann fyrir óbug- andi viljaþrek. Hann er mikil- úðugur, gamli bóndinn, þar sem hann berst einmana vonlausri baráttu. Moberg fjallar oft um jarð- neskar ástir og heilbrigðan un- að holdsins. Hann er einn þeirra sæixsku rithöfunda, sem fegurst hafa lýst sambandi karls og konu. Ef til vill tekst honum þetta af því, að hann er af bændafólki kominn i báðar ætt- ir. Hann ritar jafn frjálsmann- lega og óhikað um feimnismál- in og sáningu eða grasvöxt. í heitum ástarlýsingum hans er hvergi nokkur vottur af ógeðs- legri eða særandi fjölþreifni. Á þessum þætti ber meira en að jafnaði í skáldsögunni Mans kvinna (1933). Þar er sagt frá bóndakonu, sem yfirgefur heim- ili sitt og öryggi þess og fylg- ir elskhuga sínum á vergang. Þarna endurspeglast sú ást- þrungna trú á lífið, sem mótaði nokkurn hluta sænskra bók- mennta á árunum eftir 1930. Merkasta verk Mobergs telja margir bækurnar um Knut Toring: Sánkt sedebetyg (1935), Sömnlös (1937) og Giv oss jor- den! (1939). Þar er fjallað um eitt af mikllvægustu félags- vandamálum þessarar aldar, flóttanum úr sveitunum. Bónda- sonurinn Knut Toring hefir flúið til borgarinnar úr kæf- andi þröngsýni sveitarinnar og gerzt ritstjóri vikriblaðs, sem er eitt hinna svonefndu heim- ilisblaða. En hann verður fyrir sárum vonbrigðum, ekki aðeins við starfið, sem er andlega dautt og sálarmyrðandi, heldur einnig um borgarlífið í heild. Hann hefir aldrei getað skotið rótum í þessu nýja umhverfi sínu. „Hann hafði flúið sveit- ina en aldrei orðið heimamaður í borginni. Hann var ekki bóndi en ekki heldur borgarbúi". Óró hans og angist snýst 1 harðar sjálfsávítanir: „Eitt sinn vann ég heiðarlega fyrir brauði mínu með líkam- legu erfiði. En ég var ungur drengur og átti ekkert til sam- anburðar, og ég bölvaði sveita- þorpinu og fyrirleit íbúa þess, sem grúfðu sig í moldina, og kallaði þá vesala þræla og mold- vörpur. Þegar árin líða, tekur allt, svo miklum stakkasklptum, Ég hefi engan rétt til þess að þykjast þorpinu meiri. Nú á ég nægilega reynslu til saman- burðar, nú hefi ég kynnzt efnis- hyggju borgarinnar. Efnis- hyggja sveitaþorpsins á sér þó þann tilgang að halda jörðinni í rækt, og hún þjónar framtíð- inni og ókomnum kynslóðum, en efnishyggja borgarlnnar er kaldranalegri og miskunnar- lausari og þjónar aðelns sln- girninni og nútímanum. Og hér sit ég að gleðisnauðu, helvízku og kveljandi starfi og þrái að hverfa aftur tíT þess, sem var. En ég get ekki snúið aftur.“ í draumi lifir Knut Toring aftur æskuárin í smálenzka sveitaþorpinu, en á þeim aldri þráði hann að komast á brott þaðan. Hann var — eins og bóndasonurinn Vilhelm Moberg — haldinn brennandi lestrarþrá, sem aldrei varð fullnægt. En þetta skildi fólkið ekki. Hann varð taugaveiklað barn og örð- ugt í skapi og í fullnaðarprófs- einkunn hans úr barnaskólan- um var vitnisburður um miður góða hegðun. Þetta siðferðis- vöttorð kastaði skugga á æsku- ár hans — mest þó í huga hans sjálfs. Hann var brennimerktur, strákurinn, sem fékk lélega ein- kunn í hegðun, þetta var eins dæmi í þorpinu og óskaplegt. Meira að segja þegar hann hefir öðlazt sjálfstraust sitt aftur við það að ná ástum konu, getur hann ekki fengið af sér að verða um kyrrt og bindast henni. Henni nægði öryggi heimilisins og jarðarinnar. Hún þráði ekki neitt annað, þvi að hún var þol- inmóð eins og gróðurmoldin. En (Framhald á 6. siSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.