Tíminn - 15.05.1945, Síða 7

Tíminn - 15.05.1945, Síða 7
36. blafS TlMPJN, fírÍtVjudaginn 15. mai 1945 7 Erlent yflrlit. (Framhald. af 2. síöu) forsætisráðherra Bretlands hitt- ast í Casablanca. Þar var ákveð- ið að krefjast skilyrðislausrar uppgjafar. 27. janúar: Bandarískar flug- vélar gera fyrstu árás sína á þýzkt land (Wilhelmshafen). 31. janúar: Rússar tilkynna,að 330 þús. manna þýzkur og rúm- enskur her hafi verið sigraður við Stalingrad. 13. mai: Seinustu herdeildir Þjóðverja og ítala í Afríku um- kringdar á Bon-höfða i Tunisíu. 10. júlí: Bandamenn gera inn- rás á Sikiley. 12. júlí: Rauði herinn hefur sókn, sem eigi hefir linnt síðan. 22. júlí: Mússólini er neyddur til að láta af völdum. Badoglio tekur við af honum. 23. ágúst: Rússar taka Khar- kov. 3. september: Brezkur og kanadiskur her gengur á land sunnarlega á ítallu. 8. september: ítalir gefast upp og afhenda Bandamönnum ít- alska flotann. 9. september: Brezkir og ame- rískir herir ganga á land á vest- urströnd Ítalíu við Salerno. 19. september: Þjóðverjar yf- irgefa Sardina. Bandamenn taka flug og flotastöð, sem er innan við 300 km. fjarlægð frá suðurströnd Frakklands. 25. september: Bretar taka stöðvar flughersins í Foggia og ná þannig aðstöðu til að ráðast loftleiðis að Þýzkalandi úr tveimur áttum. 1. október: Amerískir og brezkir herir taka Napoli. 9. október: Rússar ljúka við töku Kákasushéraðanna. 6. nóvember: Rússar taka Kiev. 28. nóvember: Roosevelt, Churchill og Stalin hittast í Teheran og koma sér saman um allsherjar-sókn gegn Þjóð verjum frá austri, vestri og suðri. 24. desember: Roosevelt út- nefnir Dwight D. Eisenhower til yfirstjórnar herja Banda- manna í sókn þeirra gegn Þýzkalandi úr vestri. 1944: 3. janúar: Rússar komast að landamærum Póllands fyrir stríð. 22. janúar: Her Bandamanna gengur á land hjá Anzio, 30 km. fyrir sunnan Róm. 27. janúar: Leningrad losuð úr umsátri. 7. marz: Rússar komast að landamærum Rúmeniu. Þeir náðu Bessarabíu á stuttum tíma. 8. apríl: Rússar komast að landamærum Tékkóslóvakíu. 10. apríl: Rússar taka Odessa. 4. júní: Bandamenn taka Rómaborg. 6. júni: Undir yfirstjórn D. Eisenhowers gera 'sameinaðir herir Breta og Bandaríkjanna innrás í Normandí. 8. júní: Franska borgin Bay- eux tekin af herjum Banda manna. 27. júní: Bandamenn taka Cherbourg. Rússar taka Vitebsk og Zhlobin. 28. júní: Áttundi flugher Bandaríkjamanna byrjar að gera loftárásir frá flugstöðvum í Rússlandi og Rúmeníu 4. júlí: Rússar tilkynna töku Minsk og Polotsk. 15. júlí: Áttundi herinn tekur Arezzo á Ítalíu. 20. júlí: Sprengjutilræði við Hitler. 25. júlí: Rússar taka Lublin 18. ágúst: Bandamenn vinna orrustuna um Normandy. 22. ágúst: Florenze tekin. 23. ágúst: Paris tekin af frönskum her. Marseilles tekin. 22. ágúst: Rúmenar semja frið við Bandam. Antonescu steypt 28. ágúst: Toulon tekin. 17. september: Stór fallhlífa- her Bandamanna lendir i Hol- landi. 20. september: Finnar semja frið við Rússa og láta mikið land af hendi. 23. september: Bandamenn taka Rimini í Ítalíu. 28. september: Fallhlifaher- inn verður að láta undan síga í Hollandi. 1. október: Kanadamenn taka Calais. 5. október: Bandamenn flytja herlið í flugvélum til Grikk lands. 17. október: Aþena tekin. Ú skastundin er Uomln Churchill skoðaöi nýlega virkjabelti Sigfriedlínunnar. Á myndinni sjást: Simpson, yfirhershöföingi 9. ameríska hersins, Churchill, Montgomery og Allan Brooke forseti brezka herráðsíns. 26. október: Rússar fara inn í Noreg. 29. október: Vopnahlésskil- málar Bandamanna við Búlg- ara tilkynntir. 4. nóvember: Þýzki herinn hrakinn til fullnustu úr Grikk- landi. 23. nóvember: Frakkar taka Strassbourg við Rín. 10. desember: Stjórnir Frakk- lands og Rússlands gera með sér vináttusamning. 19. desember: Þjóðverjar hefja gagnsókn gegn fyrsta hernum. Flugsprengjuárásir færast aftur í aukana. 1945: 6. janúar: Annarri gagnárás Þjóðverja í Belgíu hrundið. 17. janúar: Rússar taka War- sjá. 19. janúar: Þriðji herinn ameríski brýzt gegnum Ar- dennafleyg Þjóðverja. 28. janúar: Rússar hrekja Þjóðverja úr námuhéruðunum í Efri-Slésíu. 2. febrúar: Fyrsti ameríski herinn brýzt gegnum tvö að- alvirkjabelti Sigfriedlínunnar. 5. febrúar: Rússneskur her við Oder. 7. febrúar: Roosevelt, Chur- chill og Stalin hittast í Jalta á Krím. 12. febrúar: Samþykktir Jalta- ráðstefnunnar tilkynntar. 13. febrúar: Rússar taka Búdapest. 6. marz: Bandamenn taka Köln. 7. niarz: Fyrsti ameríski her- inn fer yfir Rín hjá Reimagen. 23. marz: Bandamenn fara yfir Rín gegnt Ruhrhéraðinu. 30. marz: Danzig tekin. 2. apríl: Ruhrhéraðið um- kringt. 4. apríl: Þjóðverjar hraktir til fullnustu Mír Ungverjalandi. 10. apríl: Hanower tekin. 15. apríl: Rússar taka Vin. 16. apríl: Bandamenn á Ítalíu byrja stórsókn. 18. apríl: Þriðji ameríski her- inn fer yfir landamæri Tékkó- slóvakiu. 19. apríl: Bandamenn taka Leipzig. 20. apríl: Niirnberg tekin. 23. apríl: Rússar fara inn í Berlín. 26. apríl: Varnir Þjóðverja á Ítalíu bresta alveg. 27. aprl: Herir Bandamanna og Rússa mætast í Þýzkalandi við Torgau. 28. apríl: Mussolini drepinn af ítölskum skæruliðum á Norður- Ítalíu. 1. maí: Hitler sagður dauður. 2. maí: Rússar tilkynna fall Berlínar. Þýzkur og ítalskur her gafst upp skilyrðislaust fyrir Bandamönnum á Norður-Ítalíu og Austurríki. 5. maí: Skilyrðislaus uppgjöf Þjóðverja í Hollandi og Norður- Þýzkalandi. 7. maí: Þýzka herstjórnin undirritar í aðalbækistöðvum Eisenhowers í Rheims yfirlýs- ingu um skilyrðislausa uppgjöf Þjóðverja. 8. maí: Lýst yfir Evrópufriði af stjórnum Bretlands og Bandaríkjanha. Uppgjöf Þjóð- verja endanlega undirrituð í Berlín. Frásögn þessi er tekin úr amerísku blaði og kann að vera að dagsetningum skeiki lítils- háttar á einstaka stað. 4 víðavangi (Framhald af 2. síðu) birt er hér á undan, sagði hann: „Hver þorir að segja að hann vilji þetta! Enginn. En kommúnistar vilja þetta. Þeir skilja hvað í vændum er, ef þjóðin æðir áfram í gullleit og gróðavímu á feigðarbraut vaxandi dýrtíðar. Þeir sjá hrun- ið, sem þá bíður íslendinga, verðleysi peninganna, afnám eignarréttar, upplausn sjálfs þ j óðski pulagsins“. Já, vissulega vilja kommún- istar þetta, og þess vegna lögðu þeir þá snöru fyrir Ólaf á síð- astliðnu hausti, að bjóða honum forsætisráðherrastöðuna gegn því, að fylgt yrði áfram dýrtíð- arstefnunni og kaupgjald og laun hækkuð enn með tilsvar- andi verðhækkunum síðar. Ól- afur beit á agnið og vinnur nú að því að skapa það ástand, sem samkvæmt hans fyrra dómi get- ur ekki endað með öðru en hruni og upplausn þjóðfélags- ins. En ætla Sjálfstæðismenn al- mennt að hjálpa honum til við það? Áróðurinn gegn Bretum og óspektirnar í Reykjavík. Óspektirnar, sem urðu hér í seinustu viku, hafa að vonum orðið til leiðinda, og það því frekara, að ekki verður af ÍS' lendingum skafið, að sökin var að mestu leyti þeirra megin, þótt þeir séu hins vegar ekki margir, sem eiga þar hlut að máli. Það var ekki nema eðlilegt, þótt brezku sjóliðarnir, sem hafa haldið uppi hinni hreystilegu baráttu á hafinu og íslendingar eiga ekki sízt þakkir- að gjalda, tækju styrjaldarlokunum með miklum fögnuði. Framkoma þeirra Mar líka yfirleitt laus við ruddaskap, þótt þeir væru ölvaðir, unz reykvíski götulýð- urinn tók að skipta sér af þeim. Eftir það var ekki að sökum að spyrja og er ástæðulaust að rekja þá sögu lengra hér, því að það hefir áður verið gert. Reykvísku unglingarnir, sem áttu þátt í óspektunum, hafa sér þó eina verulega afsökun. Það blað, sem þeir munu helzt lesa, Þjóðviljinn, hefir um langa hrið verið fullt af níði um-Breta og reynt að ófrægja þá á allar lundir. Hefir þess t. d. ekki sízt gætt í sambandi við Grikklands- málin. Þess mátti vitanlega alt af vænta, að afleiðingin af þess- um ósvífna áróðri myndi fyrr eða síðar segja til sín, enda hafa þær nú sézt, svo að ekki þarf um að villast. Þjóðin mætti vel hafa þetta til marks um, hve skaðlegur þessi áróður getur verið og lík- legur til að spilla sambúð ís- lendinga við þá stórþjóð, er þeir þurfa að hafa einna mest skipti við. Er vissulega ekki gott að segja, hvert þessi rógstarfsemi getur leitt, ef stjórnarvöldin sýna engan manndóm í þvi að halda honum í skefjum. Sú var tíðin, að Mbl. heimt- aði að Stefán Jóh. yrði rekinn úr stjórninni vegna þess, að A1 þýðublaðið delldi á nazista. Það sýnir bezt undirlægjuhátt í haldsins við kommúnista, að nú þegir það alveg um þessa róg- starfsemi þeirra, þótt hún sé margfallt háskalegri en um rædd skrif Alþ.bl. REGMBOGIMM er á Lansfayes: 74 Ávallt fyrir 11jíg’jancli: Málnlng, Lökk, I»ynningarefni, Lím, Ým§ hreinsunarcfni, Listmálaravörur, Veggfóður, Silkiveggfóður, Penslar. 1 Önnumst veggfóðrun, dúka og strigalagninu, með beztu fagmönnum. Lögum málningu og lökk eftir litavali viðskiptamanna, framkvæmt af málarameistara, sem jafnframt gefur allar ráðleggingar varðandi málun. Fljót afgreiðsla. — Sent heim. — Sent gegn póstkröfu. Regnboginn Laugaveg 74 - Slmi 2288 Komið gæti til greina, að væntanlegur ábúandi gæti fengið keyptar eða leigðar nýjar jarðyrkju- og heyvinnuvélar, ásamt aráttarvél, sem væntanlegar eru til landsins bráðlega. Nánari upplýsingar hjá eiganda jarðarinnar Elíassyní Ránargötu 4, Reykjavík. Sími 5114. Raddir _ ## m m # n«OTa„„a. Jorðin Elliði (Framhald af 2. síöu) gerlega hafnað þeirri. kenningu, eftir að hún kom fram, og mjög á Snæfellsnesi, er laus til ábúðar I næstkom. hafi hún reynzt misjafnlega í framkvæmd svo að ekki sé meira fardögum. sagt.“ | Með þessu er þó ekki öll sagan Jörð þessi er kunn fyrri mikið og gott land, einkum víðáttu- sögð af misnotkun útvarpsins þetta miklar Qg véltœkar engjar. kvöld. Dagur heldur áfram: „Þó kastaði fyrst tólfunum um um kvöldið, þegar Björn Bjarna- son kom fram í útvarpinu og flutti áróðursæðu, sem hefði sómt sér prýðllega á flokksfundi j kommúnista í harðri kosninga- hríð. Allir þeir, sem ekki vilja falla fram og tilbiðja hina nýju ríklsstjórn Ólafs Thors og komm- únistanna, hétu á hans máli aft- urhaldsmenn og fjendur alþýð- unnar. Það eru nú raunar þessir „afturhaldsmenn", sem komið hafa í framkvœmd margfalt rót- tækari breytingum og byltingum á atvinnuháttum, lífskjörum og menningarskilyrðum íslenzkrar alþýðu á síðustu áratugum en nokkur líkindi eru til að „nýsköp- unar“-mönnum takist að gera — því miður — meðan þeir standa báðum fótum í því botnlausa f jár- málafeni, sem þeir hafa sjálfir skapað hér og viðhaldið öllum öðrum mönnum fremur. Og voru það ekki — svo að einstakt dæmi sé nefnt — þessir sömu „aftur- haldsmenn" og „alþýðufjendur" — á máli Björns Bjarnasonar — sem komu togaravökulögunum og öðriun slíkum réttarbótum ís- lenzkri alþýðu til handa í höfn á Alþingi, meðan aðeins einn Al- þýðuflokksmaður átti þar sæti og enginn kommúnisti — gegn harð- vítugri andspyrnu flokksbræðra og sálufélaga Ólafs Thors og hans nóta? En auðvitað „gleyma“ þess- ir „sagnfræðingar" slikum stað- reyndum, þar sem þeir eru einir um hituna — geta einir sagt sög- una hlutdrægt villandi og með algerum fölsunum — í skjóli hins margumtalaða og rómaða „hlut- leysis" blessaðs Ríkisútvarpsins okkar.“ Að lokum segir Dagur: „íhaldið hefir nú bæði afhent yfirstjórn skólanna í landinu og Ríkisútvarpið í hendur kommún- ista til skefjalausrar misnotkun- ar og flokkslegs áróðurs. Geri aðrir forsvarsmenn einkafram- taksins og persönuírelsisins bet- ur!“ Það, sem rakið er í umræddri Dags- grein, er raunar ekki annað en al- mannarómurinn, því að misnotkun út- varpsins 1. maí hefir vakið almenna hneykslun um land allt. Þeir Sjálf- stæðismenn, sem hafa efast um undir- gefni forkólfa sinna við kommúnista, fengu með þessari útvarpsdagskrá ó- véfengjanlega sönnun um staðreynd- irnar í þeim efnum. Hvað lengi ætla þeir að styðja forkólfana í þessum undirlægjuhætti? Adalfundur Félags iinjíra Fraiusókiiarmaima verður haldinn fimmtudaglnn 24. mai 1945 í Sambands- húsinu, uppi, og hefst kl. 8.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á Sambandsþing S. U. F. STJÓRMN. Rannsæi 20. aldarinnar. (Framhald af 4. síöu) Þetta á víst að verða raunsæí 20. aldarinnar. Þó ég væri farinn að búast við því að verða að hlýð,a kalli nýju stjórnarinnar, að búa pilta mína mína í verið til hennar — að ósk Áka Jakobssonar —, þá varð þó viðtal mitt við sjómennina á vélbátnum, sem sogðust gefa með sér 27 krónur fyrir róður- inn, til þess að ég frestaði för strákanna um sinn, þó sennilega megi hér ekki sköpum renna, ef þetta er allt raunsæi 20. aldar- innar í atvinnumálum á íslandi. Þó ég sé ekki í Framsóknar- flokknum, bið ég Tímann að birta þessar línur, af því ég tel mér skylt að vera vopnabróðir Framsóknarflokksins, eins og nú standa sakir, móti þeirri stjóm- arstefnu, sem drepið hefir verið á hér að framan. 28, marz 1945. Árni Jakobsson. Vatnsdælur 3/4”, 1», iy2” Slíppfélagið Reykjavík. - Sími 3309 Einlitt T a f 1 nýkomið. H. Toft Skólavörffustíg 5. Sími 1035.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.