Tíminn - 25.05.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.05.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMEVIV, föstndaglim 25. maí 1945 38. blað Föstudugur 25. muí Baráttan gegn einrædinu Kunnur enskur stjórnmála- mað'ur lét nýlega svo ummælt, að menn mættu ekki halda, að sigurinn yfir þýzka nazismanum táknaði það, að baráttu gegn einræðis- og ofbeldjsstefnum væri lokið. Slíkar stefnur myndu enn reyna að brjótast til yfir- ráða, þótt í öðrum búningi væru, og þess vegna væri nauðsynlegt fyrir alla lýðræðissinnaða og frelsisunnandi menn að vera áfram á varðbergi. Sigurinn yf- ir nazismanum þýzka væri að sönnu þýðingarmikill áfangi í baráttunni gegn einræðinu, en enginn fullnaðarsigur. Menn yrðu því að vara sig á því tvennu, að mikla ekki þennán sigur svo mikið fyrir sér, að þeir gerist andvaralausir, né telja hann lítilvægan og baráttuna gegn nazismanum unna fyrir gýg, ef það sýndi sig, að ofbeld- isstefnur héldu áfram að reyna að brjótast til valda. Atburðirnir út í heiminum sanna það ákaflega vel, að of- beldisstefnur og einræðishneigð lifa enn góðu lífi. Alexander marskálkur hefir t. d. nýlega leitt rök að því, að háttalag Titos í Trieste-deilunni minni mjög á Hitler og Mussolini. Upp- reisn Elas-manna í Grikklandi síðastl. vetur er annað svipað dæmi. Framkoma Rússa í Pól- landsmálunum er þriðja dæmið. Og þannig mætti lengi telja. Það er líka óþarft fyrir ís- lendinga að skyggnast til ann- arra landa til þess að komast að raun um að einræðistrúin lifir enn góðu lífi. Það sýnir ekki að- eins framferði rauðu fasistanna hér, kommúnistanna, er vörðu hryðjuverkin í Grikklandi af miklum móði og stimpla nú alla andstæðinga sín fasista, spell- virkja og landráðamenn, sem þurfi að „gera upp reikningana við“. Það sést jafnvel engu síður á aðalmálgagpi Sjálfstæðis- flokksins, Morgunblaðinu. Það keppist að sönnu við að afneita nazismanum af ýtrasta megni, og reynir þannig að friða óró- lega samvizku, en :önnur skrif þess- sýna, að andinn er sá sami og fyrir 10 árum, þegar ritstjór- ar þess og blaðamenn skriðu í duftinu fyrir sérhverjum Þjóð- verja, er hingað kom, og Valtýr átti ekki nógu magnþrungin orð til að lofa hið nýja Þýzkaland og hinar „hreinu hugsanir" naz- ismans. Höfuðeinkenni allra einræðis- sinna, er að stimpla alla and- stæðinga sína siðleysingja og óviní þjóðféiagsins og réttlæta þannig þá kúgun, er þeir kunna að vera beittir. Þennan áróður hefir Mbl. kappkostað eins ræki- lega og það hefir bezt getað síðan núv.. stjórn kom til valda. í sérhvert sinn, sem stjórnin hefir verið gagnrýnd, hefir ekki linnt þeim ópum í Mbl., að þetta væri siðleysisverk og stjórnar- andstæðingar sýndu með því, að þeir óskuðu þjóðinni einskis annars en tjóns og ófarnaðar. í grein, sem einn þingmaður flokksins, Jón Pálmason, birti í Mbl. 21. jan. síðastl., var kom- 'izt svo# að orði, að þeir, sem deildu á forsætisráðherrann „væru hættulegri en venjulegir afbrotamenn. Þeir væru óvinir þjóðfélagsins." Ennfremur var þar farið þeim orðum um Tím- ann, „að blað, sem talar svo um forsætisráðherra þjóðar sinnar, myndi vera bannað í flestum löndum.“ Þau „flest lönd“, sem hér er talað um, eru engin önn- ur en þau, þar sem kommúnist- ar eða nazistar hafa ráðið ríkj- um, því að þess eru hvergi dæmi, að blöð hafi verið bönnuð í lýð- frjálsu landi vegna andstöðu við ríkisstjórnina. Hér, ein og fyrr, vilja forkólfar Morgunblaðs- manna^ sækja fyrirmyndina til þeirra þjóða, er hafa rekið lýð- ræðið af höndum sér. Tveimur dögum áður, 19. jan., hafi Mbl. líka auglýst það rækilega, að slík fyrirmynd var því efst í huga, þar sem það hafði þá birt forustugrein um stjórnarand- Á víðavangi Ólafur Thors látinn svara Morgúnblaðinu. í forustugrein Mbl. á laugar- daginn, er sagt, að það sé „bros- lega einfeldnisleg skrif“ hjá Tímanum, að harma það, að dýrtíðin skuli vera miklu meiri hér en í Bretlandi. þennan dóm sinn byggir Mbl. á því, að allar stéttir hafi viljað auka dýrtíð- ina og hafi líka grætt á því. Það gildi ]oó ekki sízt um bændur, sem hafi greitt skuldir og safn- að miklum inneigrium. Tíminn ætlar ekki að þessu sinni að eiga sjálfur orðaskipti við Mbl. um framangreind at- riði, heldur mun hann gefa for- manni Sjálfstæðisflokksins, Ól- afi Thors, orðið, og mun þó eigi verða vitnað til áramótagreinar hans 31. des. 1943 né ræðu hans í þinginu 2. marz 1942, er nýlega voru birtir kaflar úr. í viðtali, sem Mbl. birti við Ólaf Thors 18. júní 1942, segir hann orðrétt: „Allar þjóSir heims berjast nú af öllum mætti gegn dýrtíðinni og vopnin eru alls staðar hin sömu: . Annars vegar að halda niðri af- urðaverðinu, hins vcgar að hafa hemil á kaupgjaldinu. Og reynzlan virðist hvarvetna ætla að verða hin sama: Tilraunirnar mæta í upphafi andstöðu, bæði framleið- enda og Iaunþega, en smátt og smátt sætta menn sig við þessar ráðstafanir. Framleiðendum skilst, að þeir hafa engan hag af hækkuðu af- urðaverði, vegna þess, að kaup- gjaldshækkun fylgir í kjölfarið. Launaþegum skilst einnig, að kauphækkun er. ekki aðeins til- gangslaus, heldur beint þeim í ó- hag, vegna þess, að dýrtíðarhækk- unin fylgir fast eftir, þannig, að kaupmáttur peninganna verður því minni, sem kaupgjaldið hækkar. Eina breytingin á hag þeirra er sú, að það fé, sem þeir kynnu að hafa afgangs (sparað) frá daglegum þörfum, fellur í verði. Reynzlan sýnist því alstaðar verða sú, að skilningur almcnn- ings á gildi þessara ráðstafana fcr vaxandi og víða hefir komið £ Ijós, að einmitt þeir, sem bezt hafa bar- izt fyrir hagsmunum þeirra, sem minnimáttar eru, verða fremstir í fylkingu í þeirri baráttu. Nýjasta dæmið eru hin ströngu og síharðn- andi ákvæði, sem Roosevelt forseti fyrirskipar til varnar hækkandi dýrtíð, en eins og kunnugt er, hef- ir hann notið alveg sérstaks trausts og fylgis verkalýðsins.“ Hver og einn getur svo lagt dóm á það, hvor aðilinn hefir réttara fyrir sér, Mbl., sem segir að bændur græði á dýrtíðinni, eða Ólafur, sem segir, að þeir geri það ekki, því að kauphækk- anirnar eti upp hækkun afurða- verðsins og verðgildi inneign- ánna rýrni að sama skapi. Menn | gs^tu líka hugleitt það, hvort ekki hefði orðið sama reynzlan hér og annars staðar, að menn hefðu fljótlega skilið þörfina fyrir baráttunni gegn dýrtíð- inni, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki gefizt alveg upp og unnið það til að tryggja for- manni sínum ráðherradóm, bæði 1942 og nú, að láta kom- múnista ráða stefnunni i dýr- tíðarmálunum. Víg Guðmundar Kambans og skrif Þjóðviljans. Sjaldan hefir málgagn rauðu fasistanna, Þjóðviljinn, opinber- að greinilegar, hve lítt því er annt um íslenzkan málstað og í sambandi við víg Guðmundar Kambans rithöfuhdar. Þegar ó- greinileg fregn um víg þetta barst fyrst hingað til lands, munu flestir íslendingar hafa hugsað á þá leið, að krefjast yrði fullra upplýsinga um málið og landi þeirra yrði eigi látinn falla óbættur, nema réttlætan- legar sakir væru fyrir hendi. Þjóðviljinn brást hins vegar við á aðra leið, þvi að hann kvað strax upp þann dóm, að „full- sannað væri talið, að Guðmund- ur hefði haft samvinnu við Þjóðverja á hernámstímanum“ og þýddi þetta vitanlega sama og blaðið áliti vigið réttlætan- legt og frekar þyrfti því ekki um þetta að fást. Nú er það upplýst, samkvæmt frásögn íslenzka sendiráðsins í Kaupmannahöfn, að ekki er talin hafa verið réttlætanleg á- stæða til handtökunnar og því síður til vígsins. Þegar kveðju- athöfnin fór fram, kepptust landar í Khöfn við að votta hinu látna skáldi virðingu sína, en vart myndu þeir hafa gert það, eins og á stóð, ef hann hefði verið talinn nazistavinur. Athyglisverðast er þó það, að Danir sjálfir hafa lýst yfir því, að þeir muni reisa hinu fallna skáldi minnisvarða og getur hver sagt sér það sjálfur, hvort slíkt myndi gert, ef Guðmund- ur hefði verið talinn nazisti eða hliðhollur þeim. Þjóðviljinn hefir með því að verja víg þetta að órannsökuðu máli, bæði auglýst óþjóðhollustu og ófbeldishneigð forráðamanna flokks síns. Þeir vinna það til að ófrægja fallinn landa sinn til þess að geta varið útlendinga, sem þeir eru að nudda sér upp við þessa stundina. Þeim finnst' líka ofbeldisverkið gott, vegna þess, að það beinist gegn and- stæðingi, þótt þeir ætli að rifna af vandlætingu yfir svipuðu framferði nazista gegn samherj- um þeirra. Þet/ta mætti vera þeim íslendingum lærdómsríkt, stæðinga og valið henni fyrir- sögnina: „Gerum þá útlæga“. Einræðisandi og ofbeldis- hneigð Morgunblaðsmanna hef- ir þó hvergi komið greinilegar fram en í Kengálugreininni, er birt var í Mbl. 15. þ. m. Þar seg- ir berum orðum: „Tíminn og þeir, sem ráða stefnu hans og rithætti, hafa fellt á sig fullkomna fjörbaugssök með þessu framferði. Það skapast aldrei heil- brigt þjóðlíf í hinu íslenzka lýð- veldi, cf slíkir þjóðarspillar eru látnir vaða uppi. Síðan þeir kom- ust í stjórnarandstöðu, hafa þeir rekið skipulagða skemmdarstarf- semi gegn hverri einustu tilraun ríkisstjórnarinnar til að halda uppi atvinnu í landinu og gegn þvi, að henni megi takast að halda þjóð- arbúskapnum við. Nú í ófriðarlok- in gerir hver þjóð í Evrópu ráð- stafanir til þess að losa sig við á- hrif og yfirgang ófriðaráranna. ís- lenzka lýðveldið verður einnig að taka ákveðna afstöðu til slíkra spellvirkja á þessu landi.“ Þessi ummæli taka vissulega af allan efa um þá einræðis- og kúgunardrauma, sem fyrir Morgunblaðsliðinu vakir. Það á að koma svipuðu spellvirkja- orði á stjórnarandstæðinga og þýzku nazistana og þegar þann- ig er búið að æsa þjóðina nógu mikJjð upp, verður í nafni „lýð- veldisins" hafin svipuð útrým- ingarbarátta gegn þeim og haldið er uppi gegn þýzku naz- Lstunum nú! Augljósari geta einræðis- draumar og ofbeldisfyrirætlanir ekki verið. Það1 er sameiginlegt hjá þess- um einræðisflokkum báðum, rauðu fasistunum og Morgun- blaðsliðinu, að þeir beina höfuð- sókn sinni gegn Framsóknar- flokknum. Þeir vita, að hann er sem fyrr höfuðvígið gegn á- hlaupum einræðisaflanna, og þá fyrst, þegar honum hefði verið rutt úr vegi, myndu þau geta háð lokabaráttuna um það, hvort alræði öreiga eða auð- manna ætti að drottna á ís- landi. Stjórnarsamvinna þeirra nú er ekki ólík þýzk-rússneska griðasáttmálanum, sem átti að leiða til falls lýðræðisríkjanna, svo nazisminn og kommúnism- inn gætu háð lokabaráttu sína á eftir. íslendingar skyldu því vel muna varnaðarorð hins enska stjórnmálamanns, sem getið var hér í upphafi. Þýzki nazisminn hefir verið sigraður og þannig Qáðst mikill ávinningur í frels- isbaráttu mannkynsins. En rauði fasisminn lifir enn, öflugri en áður, og enn hafa auðjöfr- arnir ekki lagt drottnunar- drauma sína á hilluna. Baráttan gegn einræðinu heldur því á- fram og beztur árangur í henni næst með því að efla frjálslynda umbótaflokka, eins og Fram- sóknarflokkurinn er. sem hafa haldið, að einhver munur væri gerandi á rauða og brúna fasismanum. Ómakleg árás á Eystein Jónsson. í riti kaupmanna „Frjáls verzlun“, er nýlega rifjaður upp gamli rógurinn, að Eysteinn Jónsson hafi látið undir höfuð leggjast að birgja landið nauð- synjum í upphafi stríðsins. Það rétta í þessii máli er, að aljlöngu áður en styrjöldin hófst, lét E. J. birta lista yfir helztu . nauðsynjavörur, sem innflytjendur voru hvattir til að kaupa. Þessum vörum var jafnframt tryggður forgangur að gjaldeyri, er þá var mjög takmarkaður, og að öðru leyti greitt fyrir innflutningi þeirra. Jafnframt lét E. J. undirbúa, að hægt væri að taka upp skömmt- un aðfluttra matvara, svo að eigi skapaðist hömstrun eða „svartur markaður“. Þessar ráð- stafanir báru þann árangur, að allan þann tíma, er E. J. var viðskiptamálaráðherra, skorti hvorki nauðsynjar til neyzlu né framleiðslu. Þessi árás á fjármálastjórn E. J. missir því algerlega marks eins og þær fyrri, því að stað- reyndirnar tala öðrú máli. E. J. tók við stjórn fjárhagsmálanna á hinum mestu krepputímum. Honum tókst stjórnin þannig, að kreppuárin 1934—38, þegar höfuðmarkaðurinn fyrir aðal- útflutningsvöruna brást, urðu eitt glæsilegasta framfaratíma- bil í sggu landsins. Aldrei hefir verið flutt jafnmikið til lands- ins af vörum til hvers konar framfara. Framfarirnar, sem þá urðu í síldariðnaði, hraðfryst- ingu og ræktun hafa orðið meg- in úndirstaða þess gróða, sem þjóðinni hefir hlotnazt á stríðs- árunum. Hefði hins vegár verið farið að ráðum þeirra, sem hafa reynt að rægja E. J., hefðu þess- ar framfarir ekki átt sér stað, en gjaldeyrinum verið ráðstaf- að 1 „kram“ og glingur. Eysteinn Jónsson getur því látið sér róg og orðaskak rit- (Framhald á 7. síðu) ERLENT YFIRLIT Deilan um Trieste Það mál, sem hefur verið einna efst á dagsRrá að undan- förnu, er deilan um hafnarborg- ina Trieste milli Breta og Bandaríkjamanna annars vegar og Titos, hins nýja einræðis- herra í Jugoslavíu, hinsvegar. Þykir mál þetta glögg sönnun þess, að mörg erfið vandamál og þrætuefni muni sigla í kjöl- far stríðslokanna. Hafnarborgin Trieste stendur við botn Adriahafsins að aust- anverðu. Borgin var stofnsett af Rómverjum, en skifti síðan oft um stjórnendur. Árið 1382 komst bor-gin undir yfirráð Austurríkismanna og var það allt til 1918. Uppgangur borgarinnar byrjaði fýrst að ráði um miðja seinustu öld, þeg- ar hún komst í járnbrautarsam- band við Austurríki. Um alllangt skeið -hefur hún verið stærsta hafnarborgin við Adriahaf. íbúatalan mun hafa verið ná- lægt 300 þús., þegar Evrópu- styrjöldin hófst 1914. | Þrátt fyrir hin langvarandi yfirráð Austurríkismanna, hefir Trieste alltaf verið ítölsk borg. Yfirgnæfandi meirihluti íbú- j anna hefur verið ítalskur og ítalska aðalmálið. Þegar aust- urríska keisaradæmið hrundi 'saman 1918, lýstu íbúar borgar- innar yfir því, að hún tilheyrði ítaliu og var það síðar staðfest af Versalafundinum. Tilkall ít- ala til Trieste hefur yfirleitt al- drei verið véfengt, en öðru máli gegnir um Fiume. Þar iriun meiri hluti íbúanna vera síav- neskur. I Það var upphaflega sam- komulag milli Alexanders mar- skálks, yfirmanns Banda- mannaherjanna við Miðjarðar,- haf, og Titos marskálks, einræð- isherra í Jugoslaviu, að Banda- menn skyldu hernema Trieste, enda yrði hún aðalbækistöð fyr- ir væntanlegt setulið þeirra í Austurríki og nokkrum hluta Norður-ítaliu. Þetta samkomu- lag var gert í fyrrasumar og endurnýjað i sumar. | Vegna þessa samkomulags, var því í fyrstu ekki mikil at- hygli veitt, þegar Tito sendi her inn í Trieste um það leyti, er varnir Þjóðverja féllu saman. Bandamenn sendu síðan her til borgarinnar og var þá óskað eft- ir, að Tito drægi her sinn til baka. Tito neitaði því, og sýndi þess jafnframt öll merki, að hann væri ráðinn í því að inn- lima Trieste i^ Jugoslaviu. Stjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna mótmæltu strax þess- um áformum Titos. Þær sögðust að sönnu ekkert hafa við það að athuga, þótt Jugoslavar gerðu kröfu til Trieete, en þeir yrðu að fara samningaleiðina og leggja hana fyrir væntanlega friðarráðstefnu, þar sem endan- leg ákvörðun yrði tekin um þetta mál, eins og aðrar landa- mæradeilur. Hitt væri ekki hægt að fallast á, að Jugoslavar leystu þetta mál með vopnavaldi. í yfirlýsingu, sem Alexander marskálkur birti um seinustu helgi, kvað hann enn fastara að orði. Hann taldi framferði Titos minna á Hitler, Mussolini og Japana, þar sem hann hefði rof- ið gerða samninga við Banda- menn um hernám Trieste og reyndi að leggja undir sig lönd með vopnum og ofbeldi í stað þess að fara samningaleiðina. Tito hefur svarað þessum yf- irlýsingum Bandamanna, en varnir hans þykja lélegar. Hann telur „breyttar aðstæður“ rétt- læta samningsrofin og auk þess hafi her hans, en ekki her Bandamanna, frelsað Trieste. Sannleikurinn er sá, að her Titos fór fyrst inn i borgina, þegar Þjóðverjar voru að mestu flúnir þaðan vegna ósigursins fyrir Bandamönnum á Ítalíu- vígstöðvunum. í brezkum og amerískum blöð- um er framkoma Titos yfirleytt fordæmd. Mörg blöðin segja, að Jugoslavar geti að vísu stutt til- kall sitt til Trieste með nokkrum landfræðilegum rökum, en það mæli þó ekki þeirri aðferð bót, að ætla að knýja fram mála- lyktir rrieð ofbeldi. Takist Tito að koma máli sínu fram með þeim hætti, munu vafalaust fleiri beita þeirri aðferð og ólög og ofbeldi verði þá aftur drottn- andi'í heiminum líkt og á dög- (Framhald á 7. síSu) Sjómannablaðið Víkingur birti ný- lega grein eftir Guðmund Guðmunds- son skipstjóra á ísafirði, sem hann nefndi Dægurmálin. Margt er athygl- isvert í þessari grein, þótt ókunnug- leika gæti þar á málefnum bænda. í greininni segir m. a.: „Þegar talað er um aukningu skipastólsins er sjaldan um það rætt á hvern hátt beri að tryggja að nægilegur. mannafli sé fyrir hendi á skipum á hverjum tíma .. Sú aukning ,sem gert er ráð fyrir að verði á vélbátaflotanum, út- heimtir 1500 til 2000 menn. Ef gert er ráð fyrir, að aðkallandi aukning verði á togarflotanum og öðrum stærri skipum, mætti ætla að á næstu árum þyrftu að bætast við 3000 til 4000 sjómenn. Einn af nú- verandi ráðherrum sagði í útvarps- ræðu í vetur að nauðsynlegasta aukning skipastólsins útheimti 5000 sjómenn til viðbótar þeim, sem nú eru. Sjálfsagt mun þessi mann- afli vera til í landinu, en alls ekki tiltækilegur til þessa. Það hefir ó- neitanlega borið á því, að uppvax- andi kynslóð virðist frekar hafa hug á því að hverfa að ólífrænum störfum í þjóðfélaginu, heldur en þeim, er beint eru bundin við fram- leiðsluna. Þann hugsunarhátt verð- ur að kveða niður, að sá þykist beztur, sem þarf minnst á sig að leggja. Fráleitt að slíkt geti gengið hjá þjóð, sem vill halda áfram að lifa menningarlífi, og á fyrir hendi óþrjótandi verkefni til úrlausnar. Ungum og hraustum manni ætti að vera það metnaðarmál, að láta þar til sín taka, sem mest er þörfin fyrir hann og árangurinn af starfi hans kemur bezt í ljós, en það verður eflaust gert með því að leggja orku sína í það að vinna að aukníngu framleiðslunnar til sjávar Og sveita, vinna að sköpun verð- mæta. Það er nauðsynlegt að leitað sé eftir ungmennum, sem kynnu að hafa hug á að stunda sjómennsku og þeim gert kleift að afla sér þeirrar verklegu þekkingar, sem nauðsynlegt er. Það er bersýnilegt, að -þessi mál þurfa .alvarlegrar at- hugunar með, ef vel á að fara. Sú staðreyrid blasir /við, að menn vilja margt frekar gera, en leggja fyrir sig sjómennsku, og kemur þar að sjálfsögðu margt til. Þeir, sem gera sjómennsku að ævistarfi sínu fara óneitanlega á mis við margvísleg lífsþægindi, sem hinum falla í skaut, sem taka sitt á þurru. Sú hefir líka orðið raunin . í mörgum tilfellum, jafnvel á þess- um síðustu tímum, að sjómennirnir hafa borið minna frá borði, én hinir, þó að erfiði hafi verið marg- falt meira. Á þetta sérstaklega við þá, sem verið hafa á bátaflotanum, og lotið hlutaskiptafyrirkomulaginu sem eflaust er þó eðlilegasta fyrir- komulagið fyrir báða aðila. Ef ríkisvaldið á annað borð vill viðurkenna að störf sjómánnanna séu þess verð, að þau séu unnin og ef nauðsynleg aukning á að geta átt sér stað, þarf óhjákvæmilega að búa þannig að þeim á ýmsan hátt, að nokkur eftirsókn sé í því að skipa þær raðir, svo sem þörf krefur." Hér er vissulega drepið á málefni, sem gefa verður aukinn gaum. Hingað til hefir „ný'sköpun" stjórnarinnar, kauphækkanir í landinu o. fl., gengið helzt í þá átt, að draga menn frá sjó- mennsku, og kunnugt er, að í einni verstöð, Akranesi, hætti vertíðin fyrr í vor en ella, vegna þess, að menn fengust ekki lengm- á bátana. Með slíku áframhaldi er næsta líklegt, að sjómannastéttin fari fækkandi, því að ekki er von, að menn stundi sjó, ef það veitir lakari tekjur en landvinnan. Og að hvaða notum kemur „nýskip- un“ útgerðarinnar þá? * * * Blað Sjálfstæðismanna á Akureyri, íslendingur, birti grein 11. þ. m., þar sem rætt var um blaðaskrif kommún- ista í stríðsyfirlýsingamálinu. Segir þar m. a.: Blöð kommúnista reyna með miklum bægslagangi að verja fram komu flokksins í stríðsyfirlýsingar- málinu fræga, þegar kommúnistar vildu láta íslendinga skrifa undir yfirlýsingar, sem ekki gátu sam- ræmst hlutleysisafstöðu landsins, og gerðu það bersýnilega af þjónk- un við erlent stórveldi. Nú hafa kommúnistar tekið>upp þá aðferð, sem þeim er tömust, að svívirðaa andstæðinga sína og telja skrif þeirra um þetta mál landráðaskrif, sem fekki ætti að leyfa. Það er að nefna snöru í hengds manns húsi, þegar komm- únistar minnast á landráð, því að enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur mu nokkru sinni hafa látið sér til hugar koma aðra eins attanioss- stefnu við erlent ríki, og einmitt kommúnistar. Ættu kommúnistar sannarlega að hafa vit á því, að nefna ekki orðið landráð." Þá segir ennfremur í umræddri grein íslendings: „Kommúnistablöðin hafa haft það á orði, að skrif stjórnarandstæð- inga um þetta mál, ætti ekki að leyfa, og yfir höfuð hafa kommún- istar tekið gagnrýni á stjórn þá, er þeir nú standa að, harla óstinnt upp .... þessi einræðishneigð er skiljanleg, þegar menn þekkja starfsemi og stefnu kommúnista, en hitt er lítt skiljanlegt, þegar blöð annarra flokka hafa sig til þess að mæla þessari afstöðu kommún- ista bót. Það hefir verið barist fyrir frelsi í heiminum að undanförnu, þar á meðal ritfrelsl, og það er ekki sýnna, en haldið verði áfram að berjast, ef taka á upp stefnu, að varna mönnum máls, jafnvel þótt þeir séu ekki á sama máli, og þeir, sem við völdin sitja hverju sinni.“ Þessi ummæli íslendings sýna vel, að til eru ýmsir Sjálfstæðismenn, sem ekki hafa alveg blindast af samstarf- inu við kommúnista og blöskrar því undirgefni sumra flokksforingjanna og Morgunblaðsins við þá. Mætti mikið vera, ef þetta ætti ekki eftir að sjást betur í verki áður en langt um líður. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.