Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1945, Blaðsíða 1
Sjötíu og sjö jól hefi ég nú litið. Margar Ijómandi minningar á ég um flest þessi jól. Þrenn þau fyrstu eru ekki með í minningum mxnum. Öll hin eru mér minn- isstœð. Af þeim hefi ég haldið tíu í Danmörku óg þrenn í Bandaríkjunum. Öll hin hér heima á íslandi, flest í Reykjavík. Minnisstœðust eru mér jólin í fyrstu bernsku minni og unaðslegust. Sérstaklega standa mér fyrir sjónum þau, sem ég fékk að kynnast, þegar ég var barn og átti þá heima á bœ, er hét Ytra-Garðshorn í Svarf- aðardal. Yfir þeim hvílir einhver unaðslegur Ijómi, og stundum grípur mig viðkvœm þrá, er ég hugsa til þeirra. Bœrinn í Garðshorni var víst nœsta hrörlegur. Bað- stofan þröng og lág, þó með skarsúð og þiljum, en mold- argólfi. Ekki var þar afþiljað hjónahús eins og annars var títt í stœrri baðstofum, en hjónarúm fyrir stafni og lítið borð fyrir framan og svo röð af rúmum báðu megin við miðganginn. Ég man svo glöggt eftir einum jólum þar. Það var búið að sópa og rœsta allan bœinn, fólkið var að búa sig í sparifötin og ég var allur þveg- inn og færðUr í ný föt og á meðan var nokkur ys og þys inni. í staðinn fyrir venjulegan grútarlampa var kveikt á tveim kertum og þá fannst mér jólin koma inn göng- in og breiða sig yfir baðstofuna og állt í einu fann ég, að ég var í einhverjum helgidómi. Allt varð svo hátíð- legt og um leið notalegt inni. Mér fannst fólkið tála saman í lœgri róm en annars. Ég fór svo fram í skála, sem var annars vegar við bœjardyrnar, með pábba og mömmu. Þau voru víst að ná í eitthvað af jólamatn- um. Ég man þetta svo glöggt af því, að bœjardyrahurð- in nötraði svo að í henni hrikti. Það var eins og ein- hver væri að hamast í hurðinni til þess að komast inn. Ég varð hálfsmeykur og hélt að það væri annað hvort Grýla eða jólasveinarnir. En pábbi sagði, að það vœri bara stormurinn, því að úti vœri stórhríð. Svo varð ég rólegur, og síðan var jólamaturinn borinn inn. Á disk- ana var hrúgað hangikjöti og stórum bunka af álls kon- ar góðgœti; magáll var þar á hverjum diski og partur af bringukolli og stór hleifur af pottbrauði, rauðseyddu, ásamt hlaða af laufabrauði. Ég fékk minn skammt hœfilegan og svo fylgdi heilt kerti með hverjum skammti. Setzt var að snœðingi og sat hver á sínu rúmi, ég á skemmli við rúm foreldra minna. Kveikt var á öllum kertunum, er stóðu á stólpum milli rúmanna. Það varð Ijóshaf svo mikið að hvergi var skugga að sjá í nokkru skoti. Ég sat og horfði á Ijósið mitt alveg agn- dofa. Að œrslast eða leika mér kom mér ekki í hug. Ég fann, allir voru svo glaðir í anda og þó var þar engin háreyst kæti eða skraf, sem skert gæti kyrrðina. Seinna um kvöldið var borið inn kaffi með pönnukökum, lumm- um og kleinum. Það var allt svo óvenjulegt, ólíkt öllum öðrum kvöldum. Svo kom húslesturinn og mikil hátíð- leg andakt. Ég heyrði um englana og ég vissi, að állt var fullt af þeim inni. Ég vissi, að Jesús hafði fœðst þessa nótt, það hafði mamma útskýrt fyrir mér. Það varð svo nálœgt mér að mér fannst, að þetta væri að fara fram einmitt í þessu. — Verið getur, að þessi til- finning hátíðleikans í baðstofunni hafi komið til íeiðar spurningu, sem mamma sagði mér oft frá að ég hefði lagt fyrir hana á Garðshorns-árunum. Ég spurði: „Ætli baðstofan hjá Guði sé eins há og baðstofan hérna?“ Hún gat að vísu ekki um, að það hefði verið í sambandi við jólin, en ég gæti trúað, að svo hefði verið, því að mér stendur glöggt fyrir minni, hvað hátíðlegt mér þótti þá í gömlu baðstofunni á jólanóttinni. Ég man ekki eftir nokkurri af þeim baðstofum, sem ég átti heima í síðar, eins vel og baðstofunni í Garðshorni, en ég var fimm ára, er ég fluttist þaðan. Og eftir engri af jólanóttum bernsku minnar man ég svo glöggt sem þessari. Hún er grópuð svo djúpt inn í meðvitund mína, að myndinni hefir skotið upp á hverri jólanótt nú á gamalsárum. Eftir að ég kom til Reykjavíkur á skóla- árum mínum hefir mér fundizt mig vanta hátíðleik kyrrðarinnar þessa nótt. í þessi sex ár, sem ég nú hefi dválið erlendis, hefi ég haldið jólanótt mína aleinn í herbergi mínu í K.F.U.M. í Kaupmannahöfn. Ég neitaði öllum tilboðum um að halda hana annars staðar. Ég tók þátt í jólasamsæti félagsins kl. 6 og var kominn kl. 8 upp í herbergi mitt, tendraði nokkur jölákerti og var svo áleinn. Ég notaði svo kvöldið og nóttina til að ferðast í huganum fyrst heim til Reykjavíkur og heimsœkja helztu vini mína hér og biðja um gleðileg og blessuð jól þeim til handa, og síðan að láta hugann reika til helztu heimila minna úti um Danmörku, sérstaklega þar sem ég átti kœra, unga vini. Á síðustu tveim árum varð ég einnig að heimsœkja unga vini mína, sem ég vissi að voru í fang- elsum og fangábúðum, til þess að biðja um, að geislar fagnaðarerindisins mœttu ná inn til þeirra. Þessi ferða- lög, sem enduðu fyrst um morguninn, þegar jólaklukk- ur tóku til að óma inn til mín, gerðu mér þessar jóla- nœtur svo óumræðilega sœlar og inniháldsríkar, að mér fannst þœr svipa til jólagleðinnar í bernsku minni. Ég hlakka til jólanna nú 1945, og bið um, að hin sanna jólagleði, gleðina yfir frélsara vorum Jesú Kristi, mætti ná til sem flestra, bœði hér á landi og annars staðar, þar sem jól eru haldin. Gleðileg jól öllum þeim, er þetta sjá eða lesa. F r . Friðriksson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.