Tíminn - 16.04.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.04.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMJÐJAN EDDA hJ. RITSTJÓRASKRIFETOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Slmnr 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Siml 2323 30. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 16. apríl 1946 68. blali Eiga almanna- tryggingarnar að vera svona ? Auk þeirra röksemda, sem koma fram í nefndaráliti Her- manns Jónassonar, mælir það mjög með frekari athugun á al- mannatryggingafrv., a® þar er eftir 2. umræðu þess í efri deild, fulit af ýmis konar misrétti, sem litlar líkur eru til að verði lagfærðar, ef það verður keyrt í gegnum þingið nú. Skulu hér nefnd nokkur atriði þessu til sönnunar: Hjón njóta ekki fullra elli- trygginga, ef þau búa saman, en njóta hins vegar fulls styrks, ef þau eru aðskilin. Virðist þetta ákvæði einna helzt eiga að miða að því, að hjón skilji í ellinni. Konur njóta ekki sjúkra- styrksins, ef þær eru giftar og maðurinn er talinn geta séð fyrir þeim. Hins vegar njóta ógiftar konur fulls sjúkrastyrks, hvernig, sem efnum þeirra er háttað. Giftar konur fá einnig lægri fæðingarstyrk en ógiftar konur. Margt fleira er í frum- varpinu, sem gefur til kynna, að stjórnarliðinu sé sérstaklega í nöp við giftar konur og hjóna- bönd. í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem læknar eru, njóta menn sjúkrastyrksins eftir 8 daga veikindi, en í sveitum og kaup- túnum, þar sem ekki eru lækn- ar, ekki fyrr en éftir fjögra vikna lcgu. Bendir þetta ákvæði vissulega til, að andúð á dreif- býlinu megi sín meira hjá stjórnarliðinu en réttlætiskennd. Þá er lagt til að lggja nýjan skatt á alla atvinnurekendur, án tillits til afkom^ og efnahags, og nemur hann kr. 1.50 fyrir hverja vinnuviku, sem unnin er í þjónustu hans. Mörg slík óréttlætis- og ójafnréttisákvæði eru í frv., sem vissulega sýna, að það myndi ekki málinu tii spillis, að það fengi meiri athugun og undir- | búning, er vafalaust myndi verða !til þess að þessi nýsréttarákvæði yrðu færð í sanngjarnara horf. 4 IRANSTJÓRN kveðsl treysta Rússura ÖryggisráSiS lcemur saman til fundar i dag, eftir hlé þaS, sem orSiS hefir á störfum þess. Irans menn hafa óskaS þess, aS ráSiS aShafist ekkert frekar í málinu, þar sem sendiherra Rússa í Iran hefir tvívegis gengiS á fund stjórnarinnar til aS fullvissa hana um þaS, aS Rússar ætli nú aS efna loforS sín um aS vera farnir meS her sinn úr landinu á tilsettum tíma. ERLENDAR FRÉTTIR 'I STUTTU MÁLI Hollenzki forsætisráSherrann hefir 'veriS í London og náSist algert samkomulag um, aS brezki herinn færi frá Java og hollenzkur her komi í staS hans. Frá samningum viS þjóSernis- sinna verSur ekki gengiS fyrr en eftir þingkosningar í Hol- landi, er fara fram í næsta mán- uSi. — Síöustu brezku hermennirn- ir eru nú farnír frá Sýrlandi. Eldsvoði. Á sunnudagsmorguninh kviknaði í bragga við Eiríksgötu. Þegar slökkvi- liðið kom á vettvang var bragginn alelda, en því tókst samt fljótlega að ráða niöurlögum eldsins. Bragginn og allir innanstokksmunir, sem i honum voru ónýttust að mestu. Hjónin, sem bjuggu i honum meiddust, er þau voru að bjarga sér út úr eWinum. Konan handleggsbrotnaði, en maðurinn brenndist nokkuð. Lög um almannatryggingar veröa aðeins pappírsgagn, ef fjármálum þjóðarinnar verður ekkl komið á réttan kjöl * Rökstuðningurinn fyrir dagskrártillögu Hermanns Jónassonar um að vísa þeim frá til frekari undirbúnings og athugunar Við aðra umræðu í efri deild um almannatryggingafrumvarpið, lagði Hermann Jónasson, sem var fulltrúi Framsóknarflokksins í þeirri þingnefnd, sem hafði málið til athugunar, fram rök- studda dagskrá, er hljóðaði á þessa leið: „Deildin telur, að mál þetta þurfi nánari athugunar við og nauðsynlegt sé, að þjóðin kynnist því og ræði það, áður en því er ráðið til lykta. Síðan verði það tekið til úrlausnar í sambandi við þær ráðstafanir, er gera þarf til stefnubreytingar í fjárhags- og atvinnumálum, til þess að skapa tryggingunum traustan fjárhagsgrundvöll. Væntir deildin þess, að fullkomin tryggingarlöggjöf, byggð á öruggari fjárhagsgrundvelli, verði nánar undirbúin svo fljótt sem verða má, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“ Tillaga þessi var felld af stjórnarliðinu. í nefndaráliti, sem Hermann lét fylgja tillögunni, segir á þessa leið: jVúgildandi tryggingarlöggjöf. Tryggingarlöggjöf sú, er gild- ir, var sett með samstarfi Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. ÁSur eri þessi löggjöf var sett, hafði hún verið ýtar- lega rædd, enda lá fyrir reynsla um allflest þau tilvik, er þessi tryggingarlöggjöf tók til, vegna þess að frjálsar tryggingar höfðu verið starfræktar um langt tímabil. Þrátt fyrir þetta þótti ekki fært að lögbjóða sjúkratrygg- ingar, svo eðlilegar og nauðsyn- legar sem þær þó eru, nema í kaupstöðum landsins. Áður en þær tóku gildi á öðrum stöð- um, hafði málið verið athugað og rætt og leitað eftir vilja fólksins með almennri atkvæða- greiðslu. Þar sem komið hefir í ljós, að óskað væri eftir trygg- ingunum með þeim kýöðum og réttindum, sem þeim fylgja, ganga þær í gildi. Fólkið hefir næsta almennt óskað sjúkra- trygginganna, og þær eru nú á komnar um mestallt land. Aðalbreytingar frv. Samkvæmt því frumvarpi, sem hér liggur fyrir, er gerð alveg gagnger breyting á þeirri lög- gjöf, sem gilt hefir til þessa. Sj úkratryggingunum er breytt, aðallega þannig, að nú á sú skylda að hvíla á sjúkratrygg- ingardeild hinnar almennu tryggingarstofnunar að greiða hinum sjúku dagpeninga eftir að þeir hafa verið sjúkir vissan dagafjölda. Slysatryggingar eiga sam- kvæmt frumvarpinu að ná til stórum fleiri en hingað til. Ellitryggingar eru og mjög auknar. Þá er í hinu nýja frumvarpi gert ráð fyrir víðtækum barna- tryggingum og heilsugæzlu, og fleiri stórbreytingar eru á lög- gjöfinni gerðar. Það er vissulega ákjósanlegt að geta tryggt þegna þessa þjóðfélags gegn hvers konar ó- viðráðanlegum óhöppum, og fer vel á því að setja sér það mark, að svo megi verða. í sambandi við það er rétt að láta þess getið, að í þessu frumvarpi verða ekki lögboðnar atvinnuleysistrygg- ingar né trygging á öryrkjum 50—75%. En það er vitað, að þegar er þetta frumvarp hefir verið samþykkt, verður lagt fram frv. til laga um atvinnu- leysistryggingar og um öryrkja- tryggingar, að því leyti sem enn á skortir. Þetta er ekki óeðlilegt, því margir munu telja það ekki lítið ósamræmi, eftir að svo víðtækar tryggingar hafa verið lögboðn- ar sem frumvarpið gerir ráð fyrir, ef menn væru ekki tryggð- ir gegn atvinnuleysi og að öllu leyti gegn örorku. Því skal ekki neita«ð, að æskilegt er, að þjóð- félagið geti haldið uppi svo víð- tækum tryggingum sem þá væru á komnar. En í því sambandi verður að gæta fleiri atriða en óska einna saman. INauðsynlegur uudirbúniiigur. Þess ber þá fyrst að gæta, að reynslan hérlendis og annars staðar af framkvæmd trygging- arlöggjafar sýnir það og sannar, að hver þjóð þarf að fá skólun í því að nota tryggingarnar eðli- lega og heiðarlega, þannig að þær komi að gagni hinum tryggðu, en ofþyngi ekki lækn- um og tryggingarstofnuninni til mikils tjóns fyrir fjárhag stofn- unarinnar og heilsugæzluna í landinu. Þessa tryggingarmenn- ingu tekur nokkurn tíma að skapa, og verður að telja e"kki lítið vafasamt, að hagkvæmt sé, að aukning trygginganna kæmi hraðar en þessi skólun fólksins VINNUBRÖGÐIN Á ALÞINGI Stjórnarliðinu tókst ekki að afgreiða almannatryggingafrv. frá efri deild í gær, því að ekki hafði náðst í gærkvöldi sam- komulag um breytingartillögur þær, sem það ætlaði að leggja fram við 3. umræðu og eink- um snúast um það, hvort einn eða tveir forstjórar eiga að vera við tryggingarstofnunina. Vafa- samt þótti í gær, hvort deildinni tækist að ljúka afgreiðslu frv. f dag. Má af þessum vinnu- brögðum sjá, hve alvariegur sá ásetningur stjórnarliðsins hefir verið að ljúka þinginu fyrir páska. Þá var enn lagt fram nýtt frumvarp í gær, flutt af þing- mönnum úr öllum stjórnarflokk- unum, er vafalaust mun eiga að afgreiða á þinginu. Fjallar það um 20 milj. kr lántöku til hafn- arframkvæmda. Myndi slíkt stórmál áreiðanlega hafa verið lagt fram fyrr, ef ætlunin hefði verið að ljúka þinginu fyrir páska. í aö nota þær. Með því er þessu mikilsverða máli sýndur mjög hæpinn greiði. Mætti vel svo fara, að tryggingarnar yrðu fyr- ir þessa sök — svo sem borið hefir á erlendis — erfiðari og óvinsælli í framkvæmd en þær eiga skilið, og getur það orðið málinu hættulegt þegar á fyrstu árum reynslutíma trygging- anna. Nú er til þess ætlazt, að þessi stóri lagabálkur verði sam- þykktur á fyrsta þingi, sem hann er sýndur, og gerbreyting gerð á tryggingunum í einni svipan, án þess að málið hafi verið rætt nokkuð verulega með- al þjóðarinnar. Má óhætt full- yrða, að þetta eru mjög óeðlileg vinnubrögð og gagnstæð þeim vinnubrögðum, sem fram til þessa hafa verið viðhöfð, er tryggingarnar hafa verið aukn- ar, sbr. sjúkratryggingarnar. Fyrir 2—3 árum voru í Englandi lögð fram í aöalatriðum þau frumvörp til almannatrygginga, er nú stendur fyrir dyrum að samþykkja þar^í- landi. Málið hefir síðan verið athugað og rætt mjög ýtarlega til þess að kynna það fyrir þjóðinni og gera ýtarlegar áætlanir um það, hvernig undir útgjöldum til þess að halda uppi þessum trygging- um verði staðið. Hér er almenn- ingur alls ófróður um það mál, sem hér liggur fyrir, svo sem að líkum lætur, því það hefir verið mjög lítið rætt og alls ekki at- hugaður gaumgæfilega fjár- hagsgrundvöllur þess. Fjárhags- grundvöllurinn er miðaður við afkomu þjóðarinnar á árinu 1942 og 1943, og eru það óneitanlega óvenjuleg ár og tæpast hægt að gera ráð fyrir, að fjárhagur þjóðarinnar verði að jafnaði svo góður. Kostnaðaraukinn nenmr 32 niilj. kr. Það kemur fram í greinargerð fyrir þessu frumvarpi, að áætl- aður kostnaðarauki við þessa fyrirhuguðu breytingu á trygg- ingarlöggjöffcnni er 32 miljónir króna. Óhætt mun þó að gera ráð fyrir, að sú kostnaðaráætl- un sé eins lág og hægt var að gera hana. KostnaÖurinn skipt- ist þannig, að álög á einstakl- inga, sem voru 13,1 miljón, verða 20,9 miljónir; hækkun 7,8 miljónir. Atvinnurekendur greiða nú 4,2 milljónir, en eiga að greiða samkvæmt frumvarp- inu 11,8 milljónir, hækkun 7,6 (Framhald á 4. síðu). ísEendingar fá f immtán nýja vélbáta frá Danmörku Verða þeir lielmingi ódýrari en bátarnir, sem ríkisstjórnin lætur smíða? í fyrradag kom hingað til lands nýr bátur, sem smíðaður hefir verið í Danmörku. Báturinn heitir FRAM og er hinn fyrsti af 15 bátum, sem samið hefir verið um smíði á þar. í sumar kom til orða að smíðaðir yrðu miklu fleiri bátar í Danmörku og vildu Akurnesingar meðal annars fá tíu slíka báta eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu áður. Ríkisstjórnin lagðist á móti þeim bátakaupum, svo að Akurnesingar urðu að hætta við þau. Þeir fá því aðeins tvo af þeim bátum, sem nú eru í smíðum í Danmörku. Hinir bátarnir fara til ýmissa staða á landinu. Fyrstu framboð Fram- sóknarflokksins Framsóknarflokkurinn hefir gengið frá framboðum sínum í alþingiskosningunum í vor í Ár- nessýslu, Austur-Húnavatns- sýslu og Skagafjarðarsýslu. Hafa framboðin í þessum sýsi- um verið að ^llu leyti ákveðin af flokksfélögunum í hlutað- eigandi kjördæmum. í Árnessýslu verður listi flokksins þannig: Jörundur Brynjólfsson, bóndi í Skálhplti, Helgi Haraldsson, bóndi á Hrafnkellsstöðum, Eiríkur Jóns- son, bóndi í Vorsabæ, Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu. í Austur-Húnavatnssýslu verð- ur Gunnar Grímsson, kaupfé- lagsstjóri á Skagaströnd, fram- bjóðandi flokksins. í Skagafjarðarsýslu verður listi flokksins þannig: Stein- grímut Steinþórsson búnaðar- málastjóri, Hermann Jónsson, bóndi á Yzta-Mói, Jón Jónsson, bóndi á Hofi, Gísli Magnússon, bóndi í Eyhiidarholti. Verð dönsku bátanna er mun hagstæðara en verð þeirra báta, sem núverandi ríkisstjórn hefir samið um smiði á og er ekki ólíklegt, að bátar þeir, sem ríkis- stjórnin er nú að láta smíða innanlands, verði helmingi dýr- ari en þessir bátar. Verðið á smál., með vél, mun vera um fimm þúsund krónur. Verð þessa báts, sem þegar er kominn, er með öllu tilheyrandi tæpar 300 þús. kr. íslenzkar. En báturinn er gefinn upp fyrir að vera um 60 lestir, en líklegt er að hann mælist upp undir 70 lestir. Næsti báturinn af þeim, sem smíðaðir eru í Danmörku, er væntanlegur hingað í næsta mánuði, en gert er ráð fyrir að smíði þeirra allra verði lokið á þessu ári. Hefðu Akurnesingar t. d. fengið þá tíu báta, sem þeir báðu um, hefðu þeir allir verið tilbúnir fyrir síldveiðarn- ar í sumar. Blaðamönnum var í gær boð- ið að skoða bátinn, en hann er byggður hjá Fredriksund Skips- værft í Fredriksund. Samið var um byggingu bátsins í ágúst 1945 af umboðsmanni skipa- smiðastöðvarinnar, Eggert Krist- jánssyni stórkaupmanni. Eig- endur bátsins eru Hlutafélagið „Stefnir" í Hafnarfirði. Báturinn hefir á leiðinni til landsins reynzt í alla staði mjög gott sjóskip og vél bátsins, sem er 180/200 Hk. Tuxham dieselvél reyndist einnig 1 alla (Framhald á 4. stöu). Fyrsti sænski báturinn kominn Fyrsti báturinn af þeim, sem fyrrv. ríkisstjórn samdi um smíði á í Svíþjóð, er nú kominn til landsins. Báturinn heitir Haf- dís og kom hann til Reykjavík- ur í fyrradag. Báturinn reynd- ist vel á leiðinni til landsins og hreppti þó vont veður. Hann er um 50 lestir að stærð. Skip- stjóri er Þorkell Jónsson. Haf- dis mun fara á togveiðar næstu daga. Hótelið á Akranesi bremmr Nokkru eftir hádegi í gær kom upp eldur í Hótel Akra- nes og brann það til kaldra kola á skömmum tíma. Hótelið var stórt timburhús tveggja hæða og eina hótelið á Akranesi. Hús- ið var byggt 1883, en nýviðgert. Nokkru af innbúi var bjargað af neðri hæð, en engu af þeirri efri. Eldhafið var mikið og tókst slökkviliðinu með naumindum að verja næstu hús. Fjóttán manns var í húsinu og bjar^- aðist það allt saman, gömul kona sem bjó á efri hæð bjargaðist þó naumlega. Eldurinn kom upp á efri hæð hússins og er haldið aö kviknað hafi í út frá rafmagni. Sölubörn sem vilja selja stúdentablaðið „Vér mótmælum allir“, komi á Amt- mannstíg 1 (hús Ungmennafélags Reykjavíkur kl. 1 i dag. — Há sölu- laun. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.