Tíminn - 14.03.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.03.1947, Blaðsíða 2
2 TtMlWN, föstiidagfnn 14. marz 1947 51. blað Föstudagur 14. marx Fjárhagsráð ■ Stjórnarfrumvarpið um fjár- hagsráð, sem >lagt var fram á Alþingi í fyrradag, markar nýja stefnu í stjórnarháttum lands- manna. Þar er lagt til, að komið verði fastri skipan á fjárfest- inguna, svo að tryggður sé for- gangsréttur framleiðslunnar og nauðsynlegra framkvæmda í þágu hennar. Seinustu árin hef- ir þetta að miklu leyti verið öf- ugt og braskstarfsemi og lúx- usbyggingar haft forgangsrétt- inn. Til þeirrar öfugþróunar má ekki sízt rekja þá óáran, sem nú er ríkjandi í fjármálum og at- vinnumálum landsmanna. Það eru nú liðin meira en fjögur ár siðan, að Framsóknar- menn hófu baráttu fyrir því á Alþingi, að slík stefna væri tek- in upp og mörkuð er í frv. um fjárhagsráð. Haustið 1942 fluttu þeir þingsályktunartillögu þess efnis, að sérstakri milliþinga- nefnd yrði falið að gera áætl- anir um framkvæmdir eftir styrjöldina og yrði jöfnum höndum stefnt að því að tryggja forgangsrétt framleiðslunnar og nauðsynlegra framkvæmda og að koma í veg fyrir atvinnu- leysi. Þessi tillaga var samþykkt og nefndin skipuð, en áður en hún gat sinnt hlutverki sinu að ráði, kom stjórn Ólafs Thors til sögunnar. Sú stjórn taldi væn- legt að nota þessa stefnu, sem Framsóknarmenn áttu frum- kvæði að, 1 auglýsingaskyni og þvi setti hún Nýbyggingarráð á laggirnar. Þvi var ætlað það sem aðalhlutverk að semja slíka áætlun. Eftir meira en tveggja ára starf Nýbyggingarráðs hefir þessi áætlun ekki enn séð dags- ins ljós, en handahóf og glund- roði í þessum málum hefir aldrei verið meiri en á þessum tíma. Fyrir Framsóknarflokkinn er það sérstakt ánægjuefni, að horfur eru nú á því, að þessi stefna komi til framkvæmda. Það er þó ekki aðalatriðið í þessum efnum að lögð séu fram glæsileg frumvörp og þau sam- þykkt á Alþingi, heldur er það sjálf framkvæmdin sem skiptir meginmáli. Framsóknarflokk- urinn mun gera sitt til þess, að hún megi fara vel úr hendi. En bezt er að gera sér ljóst í upp- hafi, að þar verður við ýmsa mikla erfiðleika að etja, þvi að ekki verður hægt að koma heil- brigðri skipan á þessi mál, án þess að skerða mjög ýmis konar braskstarfsemi og draga úr lúxusbygglngum gróðamanna. Ódýrasta verzlunin Það ákvæði í stjórnarfrv. um íjárhagsráð, að láta þá setja fyrir innflutningsleyfum, „sem bezt og hagkvæmust innkaup gera og sýna fram á, að þeir selji vörur sinar ódýrast í land- inu,“ mun vafalaust mælast vel fyrir. Hér sem oftar, veltur þó miklð á framkvæmdinni, en þó ætti hún að vera næsta auðveld. Reynslan er ólýgnust í þessum efnum. Verði gerð athugun á verzlun undahfarinna ára, sem er vitanlega óhjákvæmileg und- irstaða þessara úthlutunar- reglna, mun það vissulega koma í ljós, að kaupfélögin hafa tryggt mönnum bezta og ódýr- asta verzlun og hefðu þó getað gert það miklu betur, ef þau hefðu ekki verið í fjötrum inn- flutningshaftanna. Hér i bænum hefir nýlega eimi áamvinnunnar Delhi minnst. í sumar reistu norsku kaupfé- lögin aðalforvígismanni sínum, Delhi málflutningsmanni, veg- legan minnisvarða í Osló. Það var Dehli, sem ruddi Rochdale- fyrirkomulaginu braut í Noregi. Hann stofnaði fyrsta norska fé- lagið, sem starfaði eftir Roch- dalefyrirkomulaginu í Osló 1894. Hann var aðalhvaÆamaður að stofnun Sambands norsku sam- vinnufélaganna (NKL) 1906 og var formaður þess meðan hans naut við. Þegar minnisvarði hans var afhjúpaður, flutti einn af stjór'nendum N.K.L., Rand- olf Arnesen, ræðu, þar sem hon- um fórust m. a. orð á þessa leið: — Það var sannfæring Dehli, að kaupfélagsskapurinn hefði mikilvægt þjóðfélagslegt hlut- verk. Stofnun N.K.L. var líka meira reist á slíkri hugsjón en sterkum fjárhagslegum grund- velli. Fjárráðin voru fátækleg í byrjun. Hugsjónir, trú og forn- arvilji eru sérhverri félagshreyf- ingu ómetanlegt veganesti. Við skulum hafa augu á stjörnunum, hefir einn mikill samvinnufröm uður sagt, en fæturna á jörð- inni. Þetta er einmitt sérkenni samvinnuhreyfingarinnar. Við hlöðum vandlega hvern einasta stein, unz við höfum reist mikið og glæsilegt musteri. Þetta musteri skal vera opið öllum og þjóna hagsmunum alls fjöld- ans. Við skulum ekki hagnast gerzt atburður, sem sýnir vel, að kaupfélögin eru bezta vernd neytenda gegn óréttlátum verzl- unarháttum. Viðskiptaráð á- kvað að lækka álagninguna á kaffi. Kaupmenn hugðust þá að brjóta þá ákvörðun á bak aftur með sölustöðvun, en Kron neit- aði að taka þátt í henni. Sölu- stöðvun kaupmannanna rann því út í sandinn. Þetta er þó aðeins lítið dæmi af ótalmörgum og eitt þeirra fáu, sem hefir orðið opinbert. Aðhald kaupfélaganna færir al- menningi daglega stórfelldan gróða, en þó gæti hann orðið miklu meiri ,ef þau fengi allan þann skerf af innflutningnum, sem þeim réttilega ber. hver á öðrum, eins og gert er í hinni frjálsu samkeppni. Við skulum þjóna hverjir öðrum og við skulum leitast við að lifa saman eins og bræður og skapa betri og öruggari framtið fyrir þjóð og land. Það er þetta, sem er mark og mið kaupfélags- skaparins. Norska samvinnuhreyfingin. Viðskiptavelta Sambands norsku samvinnufélaganna (N. K.L.) nam 80.5 milj. kr. á síð- astl. ári og er það 55% meira en árið áður. Meðan nazistar fóru með völd í Noregi drógst starfsemi sambandsins saman á margan hátt, enda voru þeir samvinnuhreyfingunni mjög fjandsamlegir, þótt þeir þyrðu ekki að banna hana. Nokkru fyrir áramótin sein- ustu 'gekk 1000. kaupfélagið í N.K.L. og nam þá samanlögð meðlimatala félagsins 235 þús. Kaupfélagsskapurinn í Noregi hefir aðallega eflzt tvo seinustu áratugina. N.K.L. var stofnað 1906. Næsta ár, 1907, voru ekki í því nema 19 félög með 6347 félagsmönnum. Árið 1916 voru félögin orðin 205 með 47 þús. félagsmönnum. Árið 1926 voru þau 434 með 103 þús. félags- mönnum. Árið 1936 voru þau 549 með 149 þús. félags- mönnum. Fjölmörg félög hafa verið stofnuð síðan hernáminu lauk og hefir trú almennings á úr- ræði kaupfélagsskaparins aldrei verið sterkari í Noregi en um þessar mundir. Ýmsar hömlur, sem þurft hefir að leggja' á verzlun vegna endurreisnar- starfsins, hafa hins vegar vald- ið því, að vöxtur kaupfélags- skaparins hefir ekki orðið eins ör og ella. Matsöluhús sœnsku kaupfélaganna. Seinustu árin hafa mörg kaupfélögin í Svíþjóð hafizt handa um rekstur matsöluhúsa. Árið 1945 voru starfandi þar 80 matsöluhús á vegum kaupfélag- anna og nam samanlögð sala þeirra 25 milj. kr. Fyrir 10 árum nam sala þeirra ekki nema 1.7 milj. kr. og má bezt sjá á þess- um tölum, hve ört þessi starf- semi hefir vaxið. Viðskipta- veltan 1945 benti til þess að fé- lögin hafi selt um 16 milj. mál- tíða eða 44 þús. á dag. Þó er talið, að þetta hafi ekki verið nema 2.5% af allri matsölunni í Svíþjóð, svo að enn eiga fé- lögin hér mikið ónumið land. Matsöluhús sænsku kaupfé- félaganna selja yfirleitt mun ódýrara en flest önnur matsölu- hús, en kappkosta þó að selja góðan mat og hafa fljóta af- greiðslu. Því er almennt spáð, að þessi starfsemi sænsku kaup- félaganna muni aukast mjög á komandi árum. Norski samvinnuskólinn. Skóli Sambands norsku sam- vinnufélaganna (N.K.L.), Sam- virkeskolen, var vígður 11. jan- úar síðastl. Stofnun skólans var ákveðin á fundi sambandsins 1936, en hornstéinninn að skóla- húsinu var ekki lagður fyrr en 29. júní 1939. Húsið var tilbúið snemma á árinu 1940, en her» nám Þjóðverja kom í veg fyrir, að skólinn gæti hafið starfsemi sína.-Þjóðverjar ætluðu strax að taka húsið til sinna nota, en stjórnendur N.K.L. gátu orðið fyrri itil og leigðu húsið fyrir barnahæli. Um 70 börn dvöldu þar á stríðsárunum. Barnahælið flutti þaðan á síðastl. ári og var þá strax hafizt handa um end- urbætur á húsinu. Þeim var iokið fyrir áramótin og skólinn vígður 11. jan. síðastl. eins og áður segir. í náinni framtíð verður þó ekki um fastan skóla að ræða, heldur margvísleg framhaldsnámskeið fyrir starfs- menn kaupfélaganna. Skólinn er á fögrum stað, skammt frá Osló. Bezta verðlagseftirlitíð. Miklar deilur hafa orðið í Noregi um stjórnarfrumvarp, sem heimilar ríkisvaldinu að ráða verðlagi og ákveða fram- kvæmdir í landinu. Blað Sam- bands norsku samvinnufélag- anna, Kooperatören, gerir þetta frumvarp nýlega að umtalsefni og segir þar m. a.: — Andstæðingar frumvarpsins (Framhald á 4. síðu) Hlutverk fiárhagsráös Stjórnarfrumvarpinu um fjár- hagsráð fylgir svohljóðandi greinargerð: Frv. þetta er flutt og samið í samræmi við samning þann, er gerður var um myndun núver- andi ríkisstjórnar. Hér á landi hefir á undan- förnum árum farið fram mjög ör og mikil fjárfesting á ýms- um sviðum, og hefir sú reynsla, sem af því hefir fengizt, fært mönnum heim sanninn um, að nauðsynlegt sé að hafa nokk- urn hemil á fjárfestingunni og skipuleggja hana, til þess að tryggja það, að vinnuafli og fjármunum landsmanna verði varið til nauösynlegra fram- kvæmda og framleiðslustarf- semi, svo að hin mikla aukn- ing framleiðslutækja, sem þeg- ar er orðin og ráðstafanir hafa verið gerðar til, að verði, geti komið þjóðinni að fullum not- um. Slíkt verður þó naumast gert, nema hið opinbera hafi um það íhlutun, og er það í beinu fram- haldi af því frumkvæði, sem rikisstjórnin og Alþingi hafa haft um aukningu framleiðslu- tækja í landinu. Þessu marki verður bezt náð með því að samræma framkvæindir ein- staklinga og almannavaldsins til þess að koma á samvinnu milli þessara aðila, en hindra taumlaust kapphlaup, sem leitt gæti til ófarnaðar. Er því í frv. lagt til, að ríkis- stjórnin skipi 4 manna nefnd, er nefnist fjárhagsráð Fleiri tillögur um skipun ráðsins komu fram innan ríkisstjórnar- innar, og verða þær nánar at- hugaðar við meðferð málsins á Alþingi. Er ráðinu ætlað það höfuðhlutverk að semja heild- aráætlun um það, hvernig og á hvaða hátt skuli festa íslenzkt fjármagn í framkvæmdum og koma því á, að samræmdar verði framkvæmdir almannavaldsins og einstaklinga, þannig að þær verði unnar eftir fyxir fram saminni áætlun. Á þennan hátt er ætlunin, að hagnýting vinnuafls og fjár- magns verði sem hagkvæmust og þannig, að fuil stund verði lögð á framleiðslu útflutnings- afurða til þess að afla erlends gjaldeyris og í önnur þau verk- efni, er að henni lúta. Enn fremur verði haldið áfram, eftir þvi sem frekast er unnt, að bæta aðbúð landsmanna, svo sem með byggingum íbúðar- húsa við almenningshæfi, svo og með byggingum þeim, sem nauðsyn er á i sambandi við aukna heilsuvernd og menn- ingarstarfsemi. Eins og nú er háttað er eng- in trygging fyrir þvi, að fjár- munirnir eða vinnuaflið sé fyrst og fremst notað í þessu skyni, en með því að hafa vald á fjárfestingunni og semja á- ætlun fyrir fram um fram- kvæmdirnar, er til þess ætlazt, að þessu marki verði náð bet- ur en ella. Við íslendingar erum fáir og byggjum stórt land. Flest lífs- þægindi verða okkur því hlut- fallslega dýrari en í þéttbyggð- ari löndum. Til þess að geta haldið og aukið við þau lífs- gæði, sem við nú höfum, þeirri menningarstarfsemi, sem lög mæla fyrir um, samgöngum, símakerfi, rafveitum og öðru siíku, þarf hver landsmaður að afkasta meira verki en íbúar þéttbyggðari ianda. Hver mað- ur þarf að hafa tækifæri til að neyta allra vitsmuna sinna og orku, til þess að unnt sé að ha’.da uppi mannsæmandi iífi í landinu. Þegar af þeim ástæð- um er okkur nauðsynlegt, að öll framleiðslugeta sé hagnýtt að ‘ fullu og öllum verkfærum mönnum tryggð næg og örugg atvinna, en þeim, sem misst hafa hluta af verkhæfni sinni, vinna við sitt hæfi. Þá er og nauðsynlegt, að á- framhald verði á öflun nýrra framleiðslutækja til landsins og að byggðar verði verksmiðjur og iðjuver til þess að vinna sem mest úr framleiðsluvörum okk- ar til sjávar og sveita. Þá hefir og komið í Ijós, að einstök byggðarlög hafa eigi nægilegt fjármagn til umráða til þess að koma upp hjá sér nægilegum atvinnutækjum til þess að hag- nýta framleiðsluskilyrði og vinnuafl. Eru því í frumvarpinu ákvæði um, að tekið skuli tillit til framleiðsluskilyrða og at- (Framhald á 4. síðu) HALLDÓR KRISTJÁNSSON: Islenzk kýmnigáfa íslendingar hafa kunnað að gera að gamni sínu í blíðu og stríðu, meðlæti og mótlæti. Þessi eiginleiki hefir varðveitzt með þjóðinni alla stund, og jafnvel gegnum myrkur niðurlægingar- aldanna lýsir þessi eiginleiki eins og glampandi geisli. Halllór Kristjánsson bóndi rekur hér nokkur dæmi um gamansemi fs- lendinga fyrr og síðar. Það hefir stundum verið sagt, að íslendlngar hafi verið svo beygðir og þjakaðir af kúgun og áþján, að þeir hafi verið hættlr að geta gert að gamni sínu. Kýmnigáfan hafi verið þeim töpuð. Ég hygg þó að auðvelt sé að afsanna þetta. Það gæti veríð skemmtllegt viðfangsefni að rekja sögu islenzkrar kýmni en ekki verður það gert í þessari grein. Tíl þess þyrfti víðtækari athuganir en mér hefir unnizt tóm til ennþá. Hins vegar ætla ég mér að koma hér fram með nokkur drög, sem sýna það, að jafnvel á þeim tímum er myrk- ast var og þyngst yfir íslending- um kunnu þeir tök á því að létta huga sínum upp frá basli og baráttu lífsins með náðar- gjöf kýmni og keskni. Vel má það vera að íslenzk kýmni og gamansemi hafa alla tið verið með nokkuð sérstökum blæ. Ég hygg að hún hafi lengst um verið merkt af viðhorfi ál- vörumannsins. Alvarlegur skiln- ingur á lífinu og viðhorfum þess, fastmótuð llfsskoðun eða ákveð- in stefna hennar kemur vlða fram. Ef tii vill má oft segja, að alvaran á bak við, gefi fyndn inni og gamanseminni gildi sitt fyrir smekk íslendingsins. — Kýmnin hefir oft verið höfð áð vopni og þá oft á gráglettinn hátt. En hiitt er líka tii, að menn hafi notið þess spaugilega, ein- asta.af því að það var spáugilegt. Fornsögur okkar bera þess merki á margan hátt, að þær eru orðnar til í landi mikillar kýmnigáfu. Fjölmörg dæmi má nefna um það. Þær tala sínu máli um það hvers virði það hef- ir þótt að geta svarað vel fyrir sig, þegar á menn var leitað. Einna bezta dæmi um það, er Sneglu-Halli. Rifjum t. d. upp þegar Þjóðólfur brigzlar honum um lítilmennsku vegna þess, að hann hafi ekki hefnt föður síns. Halli gerir grein fyrir því að faðir sinn hafi verið veginn þeg- ar hann var í bernsku og frænd- ur sínir hafi sætzt á vígið fyrir sína hönd, en það þyki illt á ís- landi að heita griðníðingur. Með þessu hefir Halli hrund- ið ásökun Þjóðólfs. En það er ekki nóg. Hann snýr vörn í sókn. Árásarmaðurlnn verð- skuldar frekari hirtingu. Það er rétt að gera hann hlægi- legan. Halli fer hægt í sakirnar og byrjar sóknina með góðlát- legum viðurkenningarbrag: „En vel má Þjóðólfur tala stórmann- lega um slika hluti, því að engan veit ég jafn greypilega hefnt hafa föður sins sem hann.“ Þetta er eins og svikalogn milli sviftíbylja. Hirðin bíður með eftirvæntingu nánari frétta og konungur segir, að Þjóðólfur sé líklegur til að hafa hefnt föður síns hraustlega, eða hvað sé merkilegast við það. Halli svarar: „Það helzt, herra, að hann át föðurbana sinn.“ Þá er stjórnlaus hlátur og óp um alla höllina. Nú hefir árásarmaður- inn fengið þá hirtingu, sem hann verðskuldaði samkvæmt íslenzkum smekk. Haraldur konungur Sigurðar- son var ruddamenni i orðum og hafði gaman af grárri glettni og mátti hún vera kuldaleg. Fyrir hann var Sneglu-Halli maklegur skemmtunarmaður. Þegar konungúr spyr Halla, hvort hann vilji vinna það til að eignast exi sina að þola hina mestu smán, sem hægt var að gera frjálsum karlmönnum, — svarar Halli: „Eigi, en vorkunn þykki mér yður, að þér viljið svo selja sem þér keyptuð." — Þannig vildu margir íslending- ar geta svarað fyrir sig. Svo er það enn í dag og hefir alltaf verið. Það er algengt í fornsögunum að spaugilegu ljósi er varpað yfir ýmsa eiginleika manna og lyndisþætti. Það er þá engu lik- ara en höfundurinn hafi viijað nota kýmnigáfuna til mannbóta dfe mannræktar. Þannig hefir hún þá verkað og orðið þýðing- armikil fyrir uppeldi og mótun þjóðarinnar frá kyni til kyns. Hér má t. d. nefna Björn í Mörk, Atla í Otrardal o. fl. Það þarf enginn að halda að það hafi eingöngu verið í bók- menntunum, sem reynt var að sigrast á mönnum með kýmn- inni. Sturlunga er full af dæm- um um það, hvernig reynt var að gera andstæðinginn hlægi- legan. Hér má t. d. minna á flimið um Kálf á Möðruvöllum, Guðmund dýra þegar hann var kallaður ærin kollótta og skop- ið, sem Sunnlendingar gerðu að skáldskap Snorra Sturlusonar, þar sem stuðlasetning hans í Háttatali var nýstárleg. Þeir gerðu gaman að þessari ljóð- línu sérstaklega: „Harðmúlaðr var Skúli,“ og töldu að Skúli myndi ekkí vera kyssilegur og kváðu: „Oss finnst illr að kyssa, jarl sá ræðr fyr hjarli, vörr er hvöss á herra, harðmúlaðr var Skúli.“ Þessu svöruðu vinir Snorra þegar Björn Þorvaldsson hafði verið veginn, með því að vikja að orðatiltækjunum í vísu um vígiö. „Auðkýfingur lét ævi óblíðr fyrr Grásíðu, hvöss var brún heldr að kyssa. Harðmúl- aðr var Skúli.“ Annars er viða í frásögnum þeírra frænda, Sturlunganna, og víðar léttari blær yfiy kýmn- inni. Snorri Sturluson virðist hafa haft mikla unun af að færa í letur gamansögur eins og ferð Þórs til Útgarða-Loka og, Geirröðargarða. Ber Heims- kringla ríkulega vitni um þá gáfu hans. Sturla Þórðarson segir frá af (Framhald á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.