Tíminn - 15.09.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.09.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 15. september 1949 195. blaff Hræöslan viö Framsóknarflokkinn Þegar litið er um öxl yfir stjórnmálasögu síðustu ára, vekur það sérstaka athygli, að Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefir aldrei fengið til samstarfs, sem hann hefir verið ánægður með í heild. í síðustu alþingiskosningum studdu þeir hver annan, Ól. Thors og Einar Olgeirsson, svo sem frægt er orðið. Al- þýðublaðið og Morgunblaðið hafa lengi verið systurblöð í málflutningi. — En Tíminn hefir aldrei hlotið viðurkenn- ingu Mbl. Umbætur effa bylting í flokki Sósialista er sundur- leit hjörð. Þar eru menn, sem eru einlægir samvinnumenn og umbótamenn á lýðræðis- legum grundvelli,en forustuna hafa þó aðrir menn, sem eru stirðnaðir Moskvukommún- istar og trúa því, að allar umbætur á grundvelli lýð- ræðis og frjálsra kosninga hljóti að vera kák eitt. Það eru þessir menn, sem telja stjórnarhætti Rússa, þar sem stjórnarandstaða er engin til, gagnrýnin bönnuð og allir nema áróðurspostular ríkis- valdsins mállausir og múl- bundnir, hina mestu fyrir- mynd. Af því leiðir, að þeir verða í raun og veru argir íhaldsmenn, því að þeir eru alveg áhugalausir um allar félagslegar umbætur á grund- velli hins frjálsa þjóðskipu- lags. Meðan kommúnistar láta Sósialistaflokkinn íslenzka halda þessari stefnu gera þeir hann máttvana og ómerkan. Þeir einangra sig meðan þessi stefna þekkist en eru annars tækifærissinnaðir og gætu jafnvel tekið höndum saman við nazista um stjórnarfar, ef þeir vilja ljá sig til þess. Vegna þess, að reynslan hefir nú leitt þessi einkenni öll í ljós, er almennt hætt að líta á Sósíalistaflokkinn íslenzka, sem öruggan íhalds- andstæðing undir þeirri stjórn og forustu, sem hann hefir nú . Þjóðviljinn hefir líka talað svo margt um „hinn frjáls- lyndari hluta“ Sjálfstæðis- flokksins, að samstarfsvonirn ar leyna sér ekki. En hinn „frjálslyndi“ er Ólafur Thors og samherjar hans! Það, sem íhaldið óttast Sjálfstæðisflokkurinn hefir sýnt það sjálfur hvaðan hann telur sér einkum hættu búna í þessum kosningum. Hann veit að það er Framsóknar- flokkurinn, sem hefir forust- una í sókn alþýðunnar og baráttu fyrir réttlátari skipt- ingu þjóðarteknanna og heil- brigðara fjármálalífi. Þetta sjónarmið hefir Sjálfstæðis- flokkurinn auglýst og árétt- að með því að einbeita kröft- um sínum gegn formanni Framsóknarflokksins, Her- manni Jónassyni. Þar er sá maðurinn, sem sérhagsmuna- menn og spilltari öfl í fjár- málalífi þjóðarinnar óttast nú mest. Formaður heildsalanna Það er táknrænt, að Sjálf- stæðisflokkurinn valdi for- mann stórkaupmanna til framboðs gegn Hermanni Félag heildsalanna varð að Jeggja til formann sinn og Sjálfstæðisflokkurinn veit, hvaðait cnd- urbótaima er von. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra heildsalanna, færði Strandamönnum þenn- an frambjóðanda. Dag eftir dag er svo Mbl. látið hamast á Hermanni og bera hann hinum verstu sökum. Bjarni Benediktsson er hræddur við Hermann. Hann fer nú með utanríkismál og dómsmál og er þar til saman- burðar ráðherradómur Her- manns Jónassonar áður. Sá samanburður hefir slæm á- hrif á táugar núverandi ráð- herra. Ekki er þó mikið um þau efni talað, þó að dálitið sé dylgjað. Aðallega eru sakar efnin getsakir um „valda- brask“, eins og það er nefnt. En af því tilefni er rétt að gera dálítinn samanburð. V aldabr askarar Sjálfstæðisflokksins Hermann Jónasson hefir alltaf verið sjálfum sér sam- kvæmur og aldrei stungið sér kollhnís til að komast í ráð- herrastól. Ólafur Thors tók kollsteyp- una 1944. Hann hafði áður farið í gegnum sjálfan sig, því að hann talaði um „Júd- 1 asarpeninga“ Stefáns Jó- 'hanns 1942,— aukið atkvæða- 'magn af þvi Stefán gældi við dýrtíðina, en það, að auka hana væri að gerast „böðull alþjóðar.“ Sjálfur vann svo Ólafur það til fyrir „valda- braskið" að verða „alþjóðar- ‘ yfirböðull.“ Hvar voru þá j „Júdasarpeningarnir“? | Bjarni Benediktsson skipu- lagði „valdabraskið" í verka- lýðsfélögunum, þegar Sjálf- stæðismenn hjálpuðu komm- lúnistum til að brjóta áhrif ! Alþýðuflokksins niður. Eftir síðustu kosningar tók hann þingsæti með því „braski.“ sem frægt er orðið. j Það eru þessir menn, tveir j kunnustu „valdabraskarar" ‘ landsins, sem tekið hafa koll- steypur til að ná í ráðherra- Istóla, sem reyna nú að telja fólki trú um að Hermann Jónasson sé eitthvað líkur þeim sjálfum að þessu leyti. 1 Þeir ættu sannarlega að láta sér nægja að stunda sína pólítísku leikfimi í heimahús- .um. ) „Gáfaffur og ritsnjall læknir“ Svo er slegið út einu háspili íhaldsins í Mbl. Páll Kolka, sem blaðið segir sjálft að sé „gáfaður og ritsnjall“ flytur þann boðskap, að verzlunin sé aukaatriði. Hér er hræddur fugl enn að verki að reyna að draga athyglina frá hreiðri sínu. Það kynni þó að vera, að í því hreiðri finnist fleira en gott þætti, ef kannað væri. Almenningur veit það, að góð og hagstæð verzlun er höfuð^- atriði sæmilegra lífskjara. ís- lenzk þjóð hefir alltaf verið arðrænd mest og kúguð gegn- um verzlunina. Jón Sigurðs- son vissi og sagði að stjórnar- farslegt sjálfstæði, efnalegar framfarir og almenn velmeg- un ætti að byggjast á heiðar- legri verzlun. Og þetta eru þýðingarmikil mál enn þá. Samvinnuhreyfingin og atvinnulífiff Það eru hinar mestu sví- virðingar, þegar heimilis- læknir íhaldsins segir að sam- vinnumenn hafi vanrækt framleiðslumálin. Hverjir hafa haft forgöngu um vöruvöndun fremur en þeir? Hverjir hafa haft forgöngu um iðnað úr íslenzkum hrá- efnum fremur en samvinnu- menn? Og hverjir hafa bætt hag framleiðenda í verzlunarvið- skiptum, svo að þeir gætu fremur lagt eitthvað í að- stöðubætur, en einmitt ís- lenzkir samvinnumenn? Hverjir eru það sem vilja spara útgerðarmönnum og sjómönnum tilkostnað með sannvirðiskaupum á nauð- synjum sínum fremur en samvinnumenn? Svona mætti lengi telja. Vegna þess, að samvinnu- hreyfingin hefir brotið kúg- unarfjötra af íslenzkri verzl- un hafa bændur landsins komizt af undanfarna ára- tugi. En þetta hefir samvinnu- hreyfingin aðeins getað, af því að Framsóknarflokkurinn hefir staðið lífvörð um hana og barið niður öll banatilræði kaupmannanna. Kjaftæðið um klofninginn Mbl. talar margt um það, að Framsóknarflokkurinn sé klofinn. Þó getur það ekki bent á neinn ágreining innan flokksins um það hvernig skipa beri þjóðfélagsmálun- um. Um hitt vita allir að skoðanir yoru skiptar, hvers vænta mætti ,a,f samstarfi við Sjálfstæðismenn, en það er enginn klofningur. Betur hefir Framsóknarflokknum gengið en Sjálfstæðismönn- um að ákveða framboð sín að þessu sinni og engin klofn- ingseinkenni eru það, að ráða þeim málum greiðlega. Hermann Jónasson rær ekki einn á báti móti íhaldinu og fjármálaspillingu. Þeir for- ingjar, sem barizt hafa bezt fyrir flokkinn undanfarin ár, ganga einhuga og samtaka til starfs, auk þess sem margt nýrra og efnilegra manna skipar sér til baráttunnar. Mbl. hefir þegar talað nógu margt um þau efni til að sýna, að leið hugsandi manna liggur frá Sjálfstæðisflokkn- um til Framsóknarflokksins. Baráttan stendur enn Um þessi mál er ennþá barizt. Það eru þessi mál, sem liggja til grundvallar fyrir ósköpum íhaldsins. Þjóðin kýs um það, hvort stórgróðalýður við verzlun og milliliðastörf margskonar eigi að fá að þrífast framvegis sem hingað til, eða hvort það eigi fyrst og fremst að þrengja að þessu fólki. íhaldið veit það vel, að enginn maður mun því óþarf- ari eftir kosningar en Her- mann Jóhasson. Á því byggist nú barátta þess. II. Endurskoffunarskrifstofa EYJÓLFS ÍSFELDS EYJÓLFSSONAE, lögg. endusk. Túngötu 8. Simi 81388 Það hefir truflanði áhrif á framboð annarra flokka i Reykjavík, að Framsóknarflokk urinn hefir tilkynnt framboð sitt og kona er þar í efsta sæti. Rannveig Þorsteinsdóttir er þó boðin fram vegna almennra verðleika sem gott þingmanns- efni,- en ekki bara af því að hún er kona. Framboðinu er vel tek- og víða má finna vermandi bar- áttugleði meðal fólks, sem hefir fullan hug á því að bera lista Rannveigar fram til sigurs. Aðrir flokkar fara nú að end- urskoða ráð sitt og færa kon- urnar í hærri sæti en þeim var ætlað. Góður Alþýðuflokksmað- ur sagði mér, aö framboð Rann- veigar tryggði Soffíu Ingvars- dóttur þriðja sæti á lista Al- þýðuflokksins. Þá munu Sjálf- stæðismenn hugleiða það með sér, hvort fært sé að halda Auði Auðuns niðri í sjötta sæti, svo sem ætlað var. Og Sósíalistar endurskoða afstöðu sína og meta hvort óhætt muni vera að láta Katrínu ganga úr rúmi fyrir Brynjólfi Bjarnasyni, eða hvort „Títóistinn“ Sigfús verði sendur í Síberíuútlegð í Suður-Þing- eyjarsýslu. — Það skal fram tek- ið, að þetta eru óstaðfestar fréttir, en þetta er sagt í bæn- um og það má þá heyrast víðar. Engu spái ég um kosningaúr- slit, en þeir eru margir, sem spá Rannveigu sigri. Og mér finnst það engin furðuspá. Því aðeins hafa kosningar eitthvað gildi, að við gerum ráð fyrir að þær geti einhverju breytt. Fólk ér óbundið af fyrri afstöðu, enda duluskapur og dáðleysi að kjósa alltaf þá, sem bregðast vonum manna og gera annað en mað- ur vill. Ég minnist þess, að einu sinni talaði Rannveig Þorsteinsdóttir um framkvæmd skömmtunar- innar í útvarpið og þá sagði fólk: Hún ætti að vera skömmt- unarstjóri. Það fann hver mun- ur væri á því, ef skömmtunar- málin kæmust í hendur heiðar- legra manná, sem skildu þarfir almennings og vildu leggja þau viðhorf til grundvallar fram- kvæmdum. Sumir vilja nú gera lítið úr skömmtunarmálum, og er það vorkunn, ef þeir eða þeirra vinir bera ábyrgð á þeim. En það verður aldrei lítilræði, hvort þjóðfélagið er heiðarlegt í framkvæmd eða ekki. Og i sjálfu sér má segja, að þar sem lesendur blaðanna koma fram í smáletursdálkunum, hafi al- menningsálitið átt í baráttu við skömmtunarkerfið og fram- kvæmd þess. Miklu flest bréf, sem baðstofan hefir fengið að, hafa verið um skömmtunarmál- in. En nú fær fólkið tækifæri, sem er meira en frelsi til að nöldra. Nú getur það ráðið af hverra anda og hagsmunum verð ur stjórnað framvegis meðan eitthvað er skammtað hér í landi. Um það spái ég engu, en hitt veit ég, að þjóðin sættir sig við heiðarlega skömmtun, sem mismunar mönnum ekki, en skömmtun eins og við höfum haft er bæði heimskuleg og ranglát. Hún hlýtur líka að koma þeim í koll, sem ábyrgð bera á henni. Starkaður gamli. Jarffarför föður okkar og tengdafööur MAGNÚSAR BJARNARSONAR fyrrum prófasts að Prestbakka, fer fram frá Prest- bakkakirkju á Síðu mánudaginn 19. þ. m. kl. 2 e. h. Kveðjuathöfn fer fram að heimili hans á Berstaða- stræti 56 laugardaginn 17. þ. m. kl. 5 síðdegis, og minn ingarathöfn í Dómkirkjunni sama dag kl. 5,45 s. d. Björn Magnússon Charlotta Jónsdóttir Ragnheiður Magnúsdóttir Hermann Hákonarson Náttúrulækningafél. íslands efnir til skemmtiferðar að Gröf í Hrunamannahreppi sunnudaginn 18. september. Gengið verður á Galtafell, farið í berjamó og safnað tejurtum. — Lagt af stað frá Varðarhúsinu kl. 8 f.h. Þáttaka tilkynnist fyrir föstudagskvöld í síma 81715 (eftir kl. 6). Skemsrsfiflug í dag og næstu daga gefst fólki kostur á að fara í skemmtiflug með hinni þekktu Seabee-flugvél okkar yfir bæinn og nágrennið. Vængir Simi 1366

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.