Tíminn - 07.10.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1949, Blaðsíða 3
214. blað TÍMINN, föstudaginn 7. októbcr 1949 3 Almannaíryggingarnar 1947-48 Skýrsla frá Tryggingastofnun ríkisins = ’5 | Hin „nýja sköpun" | Hvað fékk Oísli Jónsson fyrlr „aó hreyta sem bfiíiK var að gera? Niðurl. Hvað greiðir ríkissjóður til trygginganna? Framlag ríkissjóðs til al- mannatrygginganna árið 1947 var 18,2 millj. króna og til sjúkrasamlaga kr. 2,5 millj., i eða samtals kr. 20,7 millj.1 Hafa því framlög ríkissjóðs í heild til trygginganna numið réttum 8% — átta af hundr- aöi — af rekstursgjöldunum. j Árið 1948 munu reksturs- gjöld ríkissjóðs hafa verið um 256 millj. króna. Framlagið til almannatrygginganna og sjúkrasamlagan nam samtals það ár kr. 19,9 millj. eða um 7,8% af rekstursgjöldunum. ]* ■ ■'»* * ' ÍÍSLÉl Hvað greiða sveitar- sjóðir til trygginganna? Heildarupphæð útsvara á öllu landinu var árið 1947 um 88 millj. króna. Framlag það, sem sveitarfélögin samtals áttu að greiða til sjúkrasam- laganna var sama ár kr. 2,5 millj. Samtals námu því fram lög sveitarfélaganna til trygg inganna kr. 13,3 millj. eða rétt um 15% af heildarupp- hæð útsvaranna. Árið 1948 nam framlag það, sem sveitarfélögunum ber að greiða til tryggingasjóðs sam tals rúml. 11,1 millj. króna og tillag þeirra til sjúkrasam- laga um 3,4 millj., eða sam- tals til trygginganna um 14,5 millj. króna. Upplýsingar um heildarupphæð útsvara á öllu landinu árið 1948 liggja enn ekki fyrir, en þar sem hækk- un útsvaranna í Reykjavík einni nam um 6,8 millj. króna frá 1947, virðist ekki óvarlega áætlað, að heildarhækkun út- svaranna á öllu landinu hafi orðið a. m. k. hlutfallslega jafnmikil og hækkunin á framlögunum til trygging- anna, þannig, að sá hluti af útsvörunum, sem rennur til trygginganna, hafi árið 1948 ekki farið fram úr 15%. Þess skal getið, að árið 1936, þ. e. næsta ár áður en trygg- ingarlögin fyrri tóku að hafa áhrif, nam fátækraframfærsl an ein rúmlega helmingi, 50,2% af heildarupphæð út- svara á öllu landinu. Árið 1940 hafði fátækraframfærsl- an lækkað niður í ca. fjórð- ung, 25,5%, útsvaranna, en þá námu ellilaun og örorku- bætur um 13,6% og tillög til sjúkrasamlaganna 3,4% af út svarsupphæðinni. Árið 1945 var fátækraframfærslan kom in niður í 9,3% af útsvörum, ellilaun og örorkubætur námu þá 5,4% og tillög til sjúkra- samlaga 3,4%, eða samtals 18,1% af útsvörum. Árið 1947, fyrsta árið eftir að almanna- tryggingarlögin tóku gildi, nam fátækraframfærslan 7,2% af heiddarupphæð út- svaranna. En það ár námu framlög sveitarfélaganna til trygginganna alls um 15% eins og áður er sagt. Hvað greiða atvinnu- rekendur? Atvinnurekendur hafa á ár unum 1947 og 1948 greitt til tryggingasjóðs að meðaltali nálægt 13,5 millj. kr. hvort áriö. Nokkur hluti iðgjald- anna. slysatryggingaiðgjöld, eiga aö standa að öllu leyti undir kostnaðinum við slysa- tryggingu launþega við vinnu. Hinn hlutinn er framlag at- vinnurekenda til trygging- anna í heild, þ. e. til elli- og örorkutrygginga, barnatrygg- inga, sjúkrabóta o. s. írv., enda tekur Tryggingastofnun in á sig mikinn hluta þeirra skuldbindinga, sem atvinnu- rekendur, svo sem útgerðar- menn, meistarar í iðnaði og bændur, hafa gagnvart starfs mönnum sínum og hjúum samkvæmt eldri lögum. Nem- ur sá hluti iðgjaldsins, sem rennur til trygginganna í heild, 3,50 kr. fyrir vinnu- viku á II. verðlagssvæði og 4,65 kr. á I. verðlagssvæði. Slysatryggingaiðgjöld eru mismunandi há eftir því, hversu áhættusamt starfið er. í hæsta áhættuflokki eru sjó menn, og er iðgjaldið þar 10 kr. á viku. En í lægsta á- hættuflokki er iðgjaldið 1,10 kr. á viku. Mun láta nærri, að meðal slysatryggingaiðgjald annarra en sjómanna sé nú nálægt 1,80 kr. fyrir vikuna eftir lækkun þá á iðgjöldum, sem áður er um getið og gekk í gildi í bryjun þessa árs. Hvað greiða hinir tryggðu? Iðgjöld hinna tryggðu til tryggingasjóðs námu árin 1947 og 1948 nálægt 16,5 millj. kr. hvort árið. Eru þau mis- munandi há eftir verðlags- svæðum kyni og hjúskapar- stétt. Kvæntur maður greiðir iðgjald hjóna, en konan ekki sérstakt iðgjald. Iðgjöld eru frá 210 kr. á ári fyrir einhleypa konu á II. verð lagssvæði og allt upp í 390 kr. á ári fyrir kvæntan mann á I. verðlagssvæði,' eða frá 4.00 —7,50 kr. á viku. Auk þessara iðgjalda greiða þeir, sem eru í sjúkrasamlögum, sérstök ið gjöld til þeirra fyrir þá sjúkra hjálp og þau hlunnindi, sem sjúkrasamlögin veita. Saman lögð iögjöld hinna tryggðu til tryggingasjóðs og sjúkrasam- laganna námu þessi ár um 27,5 millj. króna hvort ácið, eða heldur meiru en tvöfaldri upphæð atvinnurekenda- gjaldanna. Hvað fá hinir tryggðu? Ellilífeyrir. Allir þeir, sem orðnir eru fullra 67 ára og hafa ekki tekj ur umfram visst hámark, eiga rétt á ellilífeyri. Fullur ellilíf eyrir nemur á I. verðlags- svæði 1200 kr. á ári að við- bættri verðlagsuppbót, en hún er 15 stigum hærri á lífeyri en kaupgjaldi, eða 215%. Nemur lífeyririnn því 3,780 kr. á ári á I. verðlags- svæöi. Auk þess greiðir Trygg ingastofnunin sjúkrasamlags iðgjöld þeirra lífeyrisþega, sem þess óska og hafa eklci hærri tekjur en sem nemur tvöföldum lífeyri. Samtals nemur því lífeyrir og sjúkra- samlagsiðgjald hér í Reykja- vík 3,972 kr. á ári. Lífeyr- inn er heimilt að hækka um allt að 40%, ef lífeyrisþeginn þarfnast sérstarkrar hjúkrun ar eða umönnunar. Hjón fá tvöfaldan lífeyri að frádregn um 20%, eða 6,432 kr. í Reykja vík að meötöldum sjúkrasam- lagsiðgjöldum. Á II. verölagssvæöi er líf- eyririnn 25% lægri, eða kr. 2.835 — fyrir einstakling auk i sj úkrasamlagsiðg j alds. Örorkulífeyrir. Örorkulífeyri eiga þeir rétt á, sem misst hafa % eða meira af starfsorku sinni, þótt þeir séu yngri en 67 ára. Örorkulífeyririnn er jafnhár fullum ellilifeyri og greiöist eftir sömu reglum, eftir því sem við getur átt. Þó gilda nokkur sérákvæði um örorku lífeyri til þeirra, sem missa starfsorku sína við vinnu í þjónustu annarra. Örorkustyrkur. Tryggingastofnuninni er ennfremur heímilt að greiða þeim mönnum örorkustyrk sem misst hafa yfir helming starfsorku sinnar, en þó ekki % hluta hennar. Heildarupp hæð slíkra styrkja á öllu land inu má nema allt að 1.200.000 kr. á ári. Barnalífeyrir. Rétt til barnalífeyris eiga ekkjur, örorkulífeyrisþegar og ellilífeyrisþegar, sem hafa börn undir 16 ára aldri á fram færi sínu. Ennfremur eiga mæður óskilgetinna barna og fráskildar konur rétt á, að Tryggingastofnunin greiöi þeim lifeyri vegna barna þeirra, en þá á Trygginga- stofnunin endurkröfurétt á hendur hlutaðeigandi sveitar félagi og það aftur á hendur barnsföður. Barnalifeyririnn er 200 kr. á mánuði á I. verð lagssvæði, en 25% lægri eða kr. 150 kr. á II. verðlagssvæði. Sé barnið munaðarlaust, er heimilt að hækka lífeyrinn nokkuð. Fjölskyldubætur. Fjölskyldubætur eru yfir- leitt greiddar þeim fjölskyld- um, þar sem eru fjögur börn eða fleiri á framfæri. Nema þær 100 kr. á mánuði fyrir hvert barn umfram þrjú á. I. verðlagssvæði, en eru 25% lægri á II. verðlagssvæði, eða kr. 75. Fjölskyldubætur eru ekki greiddar vegna barna, sem njóta barnalífeyris. Fæðingarstyrkur. Fæðingarstyrkur, að upp- hæð 600 kr., er greiddur hverri konu, sem elur barn, auk þeirrar fæðingarhjálpar, sem sjúkrasamlögin veita. Vinni konan utan heimilis, er greiddur hærri fæðingar- styrkur, allt að 1,500 kr. Gift- um konum þó því aðeins, að eiginmaðurinn geti ekki séð heimilinu farborða. ^kkjubætur. Kona, sem missir eigin- mann sinn, á rétt á ekkjubót um. Hafi hún börn innan 16 ára aldurs á framfæri sínu eru henni greiddar auk barna iífeyris, ekkjubætur í 12 mán uði, samtals 5,850 kr. Hafi hún engin slík börn á fram- færi sínu, nema ekkjubæturn ar 600 kr. á mánuði í þrjá mánuði eða 1800 kr. Ekkju- bæturnar eru nokkru hærri, eí eiginmaður hefir látizt af slysförum við vinnu i þjón- ustu annarra. Sé ekkjan meira en 50 ára eða hafi misst meira en helm ing starfsgetunnar, á hún auk þsssara bóta rétt á nokkrum Morgunblaðið hefir þrásinnis ráðizt harðlega á | I Framsóknarflokkinn vegna þess, að hann leyfði sér að | i gagnrýna togarakaup rlkisins á sinni tíð, og vildi 1 | tryggja atvinnurekstur i landinu jafnframt því, sem | I aukið var við atvinnutæki. Til gamans má hér rifja | I upp, hvernig Ólafur Thors vann að togarakaupunum. I Eftir að ein nefnd hafði farið utan og samið um | I skipakaupin, gerði Ólafur Thors samning við Gísla i i Jónsson alþm. og var cfni hans þetta: „1. Að téður Gísli Jónsson skuli ásamt þar til ! i kjörnum meðnefndarmönnum, semja, fyrir hönd rík- | ] isstjórnarinnar, um kaup á 30 togurum í Bretlandi, | | gera vcrklýsingar af skipunum «g breytingar á öllu | i fyrirkomulagi, eftir því sem hcntast þykir ineð tilliti ] I til óska vorra og F. í. B.“. Þetta er táknrænt um undirbúning og framkvæmd ! i „nýsköpunarinnar“, að þegar ein nefnd hafði unnið, | | samið og fengið laun, þá var samið við nýjan mann um | i að taka formennsku í nýrri nefnd, scm ætti að semja i | um sama efni við sömu aðila. Og þcssum nýja manni § I var sérstaklega falið að „gera breytingar á öllu fyrir- | i komulagi“. Síðar í samningnum eru ákvæði um greiðslur til f | Gísla. Þar segir, að hann skuli fá 300 þúsund krónur § i fyrir eftirlitið „og auk þess allan ferðakostnað og uppi- i i hald í Bretlandi fyrir sig og sína aðstoðarmenn“, f | skeytakostnað og önnur útgjöld í sambandi við verkið ] Þessi kostnaður hefir nú orðið kr. 246.801.61, svo | 1 að Gísli hefir fengið meira en hálfa milljón vegna ] | eftirlitsins með þessum 30 skipum, eða kr. 546.801.61. i Það er von, að Mbl. vonzkist yfir því, að nokkuð sé ] = verið að gægjast í bækur „nýsköpunarinnar“. Væntanlega skilur þjóðin mun á því, að vera á | | móti því að verkið sé gert, og hinu, að vilja láta gera i i verkið vel. Fyrir eftirlit með nýju togurunum 10 hefir Gísli | i svo fengið 100 þúsund krónur hjá Jóhanni Þorkel i ] og auk þess 20 þúsund fyrir að athuga þann samning. | Í Samtals hefir hann því fengið 666 þúsund fyrir togara- | | eftirlit. . tilllllllllllMlllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllltlllUIIMIIIIIIIIUIIIIMIIIIIIIIimUHIMI IIIHH árlegum lífeyri, sem miðaður er við efnahag konunnar, ald ur og örorkustig. Dagpeningar. Þeir, sem verða óvinnufær- ir vegna veikinda og missa sökum þess tekjur sinar að miklu eða öllu leyti, eiga rétt á sjúkrapeningum eftir ákveð inn biðtima, sem er mismun- andi langur eftir því, hvort um er að ræða launþega og einyrkja eða atvinnurekend- ur, sem hafa launþega í þjón ustu sinni. Sjúkradagpeningar nema frá 12 kr. á dag, fyrir ein- hleypan mann á II. verðlags- svæði, upp í 27,90 kr. á dag, fyrir giftan mann með 3 börn á I. verðlagssvæði. Dagpen- ingarnir eru nokkru hærri, ef um er að ræða slys við vinnu í annarra þjónustu og geta þá orðið 32,40 kr. á dag. Dagpeningar eru greiddir i allt að 26 vikur á hverjum 12 mánuðum, ef um sjúkleika er að ræða, og allt að sama tíma vegna einstaks slyss. Auk þess njóta þeir, sem eru í sjúkrasamlögum, læknis hjálpar, sjúkrahúsvistar og annarra hlunninda, sem samlögin láta í té, en greiðsl- ur sjúkrapeninga og lífeyris lækka, meðan sjúklingurinn liggur í sjúkrahúsi á kostnað sjúkrasamlags eða ríkisfram- færslu, og falla þá niður að mestu eða öllu, sé um ein- bleypinga að ræöa. Hlutfall tekna og bóta í einstökum umdæmum. 1 Hlutfall tefcna og bóta- greiðsla almannatrygging- anna er mjög misjafnt í hin- um ýmsu umdæmum. í þeim umdæmum, þar sem ibúum fer fjölgandi, er hlutfalislega flest af fólki á starfsaldri, þ. e. iðgjaldagreiðendum, og þar er að jafnaði mest um at- vinnu, framkvæmdir og eigna aukningu. Úr þessum umdæm um er því hlutfallslega meira greitt til trygginganna móts við það, sem þær láta í té, heldur en úr umdæmum, þar sem fólki fer fækkandi og hlutfallstala gamals fólks og barna er hærri. Síðastliðið ár, 1948, námu bótagreiðslur Tryggingastofn unarinnar í Reykjavík tæp- lega 90% af tekjum hennar úr umdæminu, en þær eru iðgjöld hinna, tryggðu, ið- gjöld atvinnurekenda og framlag bæjarsjóðs. Er þá miðað við álögð iðgjöld án nokkurs frádráttar vegna leiðréttinga og vanhalda. Sama ár námu bótagreiðsl- ur Tryggingastofnunarinnar i öðrum kaupstöðum í heilc. 114% af tekjum þaðan, eða 14% meiru en tekjurnar. Bótagreiðslur Trygginga- stofnunarinnar í sýslunurr námu sama ár fr:t 113% tt 200% af tekjunum úr hveír. i sýslu ura sig, og -voru þar tf, upujafna-ðar 50% melri er. tekjurnr.r, og er þá cnn mið- aö viö :• Sg| iici og fram: ;g ár. tilllts tii lciðrétfinga o0 van- Ihalda við innheimtu. Aðeins í einni sýslu voru tekjurnar jmeiri en bæturnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.