Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 3
91. blað TÍMINN, fimmtudaginn 27. apríl 1950 3 / slencLLngaþættLr Dánarminning: Rannveigar Hálfdánardóttir, frá Hvilft, Önundarfirði I dag verður Rannveig Hálf danardóttir borin til grafar á Flateyri við Önundarfjörð. Rannveig á Hvilft er komin heim í fjörðinn sinn til hinstu hvíldar. Hún var fædd í Meirihlíð í Bolungarvík 27. júní 1879. Foreldrar hennar voru Hálf- dan Örnólfsson hreppstjóri og Guðrún -Níelsdóttír kona hans. Það var Hálfdan faðir hennar, sem drukknaði ung- ur í lendingu, en lifnaði við af því bóndi sá, sem bjargaði líki hans undan sjó, tímdi ekki að rista af honum skinn- stakkinn, sem var nýr, og fór að bjástra við að klæða hann úr. — Hálfan stundaði sjó í 50 Með Hvassafelli til Ítalíu: Landsýn eftir langa s/ó/erð Landsýn eftir langa sjóferð í fyrramálið verðum við út af Lissabon, sagði Bergur skip stjóri er við stóðum upp frá kvöldverðarborðinu. Eftir miðnættið sást til vitans á ey, sem er all langt undan ströndum Portugals. Það var fyrsta sýn okkar til lands frá því við hurfum út í vestan- rokið frá Reykjanesi. En með birtingu morgun- inn eftir sást móta fyrir landi á Portugal, og skýrðist landsýnin eftir því sem sunn- ar og nær dró landinu, því við komum ekki beint af hafi að landi heldur skáhallt úr norðri. Lissabon er á bak við nesið. Ströndin sem reis þarna í morgunmistrinu var skörð- ótt hálendi. Hæstu hæðirnar 1 mætti kannske kalla fjöll á ár eftir þessa drukknun Karl skrifstofustjóri, giftur lslenzka vísu, en dalir og heið varð faðir margra sína og barna. Ung giftist Rannveig Sveini búfræðingi Árnasyni, borgfirzkum manni, sem val- ið hafði sér starfssvið á Vest- fjörðum. Voru þau fyrst á Bergþóru Sigmundsdóttur. ar lá^u uPP11 hálendinu. Eft- Öll eru þau í Reykjavík nema ir Því sem sunnar dró lækk- Hálfdan. - En alls áttu þau aðl hálendlð og endaði í lágu Rannveig og Sveinn ellefu nesi eða h°fða- Þar sem land' börn , syn sleppti aftur. Þar inn af Rannveig á Hvilft var táp-!um klukkutíma ferð frá Cas- mikil kona svo sem hún átti eais er hlssabon’ Vlð mvnnl Flateyri og í Bolungarvík, en|kyn til og bar byrði lífsins ; Tejofljótsins- Fo.Sur borS °g siðan bjuggu þau að Hvilft í æðrulaust, svo sem var ein-jslíemmtlle® að so^n Þelrra’ er Önundarfirði og við þann kenni kynslóðar hennar. Ekki ÞanSað hafa komlð- stað var Rannveig löngum hefir alltaf verið rúmur fjár- ‘ Við förum nu að siá Þess kennd. A efri árum fluttu hagur hjá þeim hjónum, þau til Flateyrar og þar lézt fremur en títt var um al- Sveinn 1936 en Rannveig þýðufólk. En lífsreglan var dvaldi á Flateyri meðan kraft þá að ar entust, þó að börn hennar væru öll flutt þaðan. Tega farsæí0í"frámkvæmdirmi. 1 báruna °S fer auðsjá Hálfdanardóttir'anlega miklu ver í sjó en vmna meira, spara merki, að við erum komnir á fjölfarna skipaleið. Út af Lissabon mætum við stóru og hraðskreiðu farþegaskipi. Það er á leið norður með Portu- Þessi eru börn Rannveigar á lífi: Mikkalína kona* Sig- urðar Gröndals veitinga- manns, Áslaug kona Sigurðar hlý Þórðarsonar söngstjóra, Hálf- dan kennari á Akranesi, kvæntur Dóru Erlendsdóttur, átthagana önfirzku ber skap- Svava kona Magnúsar Krist J lyndi hennar fagurt vitni, jánssonar skrifstofustjóra og sem vert er að muna. H. Kr. Sjötugur-. Eyjólfur Þórðarson, Stúfholti ,Holtum fleira og gjalda hverjum sitt, , .... og þessi regla var oft undar- !gal og dVflr sér Jlð °S við Rannveig _____*________„v„ var gestrisin kona, alúðleg og!Hvassafelllð okkar’ sem hefir hlý í viðmóti og glaðleg í,sannað þaðl Þessari ferð- tali, þó að lífið dekraði ekkileins og,oft áður’ að það er við hana. Tryggð hennar við hstasjóskip. Eyjólfur Þórðarson i Stúf- holti varð 70 ára 14. sept. s. 1. ár. Hann er bróðir Elíasar, sem fyrr getur, fæddist í Hjallanesi árið 1879. Eyjólfur var lengi vinnumaður í ýms- um stöðum i Landsveit, hvar- vetna eftirsóttur fyrir trú- mennsku og atorku. Fór oft í verið á þeim árum og gaf jafnvel með sér, þegar vel afl aðist, þ. e. kom með meiri peninga frá sjónum en hann fékk í kaup Eyjólfur hóf búskap í Stúf- holti í Holtum árið 1915 og giftist Jónínu Jónsdóttur frá Akbraut. Hafa þau búið þar síðan. Eyjólfur er mannkosta maður og einlægur sveitalífs- vinur, og hika ég ekki við að nefna hann landstólpa, sak- ir bjartsýni hans og festu, þótt aldrei hafi hann verið stórbóndi eða valizt til for- ustu. Ég hefi þekkt Eyjólf um fjölda ára og veit ætíð hvaða mann ég hitti þar á leið minni tryggan og góðan dreng, kirkjurækinn og með ríku hollustueðli. Gamall granni hans, glögg- ur og vel viti borinn, sagði um hann í minni áheyrn: i „Hann er örlyndur, en erfði líka ósvikið hjarta frá móður! sinni.“ En móðir hans og þeirra bræðra hans, var kunn fyrir gæzku sína og gott hjartaþel. Það er gæfa Eyj- ólfs að vera af slíku bergi og bera þvi vitni. Og nú nýtur hann fágætrar hollustu fóst- ursonar síns, Sigurgeirs Ingi- mundarsonar, er styður hann nú heilsuveilan á efri árum. Guð blessi hann og heimili hans. R. Ó. Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, blfreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. í umboði Jón Fmnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi. Ctbreiðið Tímaim. Togari frá Lissabon. Út frá Lissabon kemur lít- ill togari og heldur í vestur. Hann er á borð við gömlu togarana okkar, sem nú liggja á Kleppsvíkinni. Portugals- menn eiga annars nokkra tog ara og veiðar eru miklar út af ströndum Portugals og að- allega stundaðar á 20—50 lesta vélbátum. Spánverjar eiga líka marga togara. Hafa þeir byggt nokkra geysistóra togara eða um 1600 lestir, er stunda mikið veiðar við Ný- fundnaland, eins og Björgvin og eru hálft árið og stundum vel það í hverri veiðiferð. Þó er langt frá því, að þessar þjóðir veiði þann fisk, er þær þurfa og væri eflaust hægt að vinna að nýja talsverða markaði fyrir íslenzkan fisk og sérstaklega fiskafurðir í þessum löndum, sem keyptu mikið af saltfiski af okkur fyrir stríð. Sólbrúnir menn og mikið af skipum. Svo hvarf okkur strönd Portugals aftur um sinn, en skipum, sem urðu á leið okk- ar fjölgaði. Enda var Hvassa- fell þá komið á eina fjölförn- ustu skipaleið heimsins. Um þessar slóðir liggur leið skipa, sem koma af Miðjarðarhafi og halda no»ður til Evrópu, og eins fara þar um skip, sem koma viðs vegar að sunnan frá vesturströnd Afríku á leið inni að austan eða vestan. Skömmu eftir hádegið mæt um við t. d. stóru olíuflutn- Bergur Pálsson skipstjóri og Guð- mundur Jónsson stýrimaður taka sólarhœðina undan ströndum Portúgal. ingaskipi, fullhlöðnu, sem sjálfsagt kemur frá oliuleiðsl unum miklu við botn Mið- jarðarhafsins. Á skipinu má glögglega sjá skipverja bera að ofan og eirbrúna á hör- und undan hita sólarinnar á Miðj arðarhaf inu. Ströndin minnir á ísland. Áður en langt um líður fer strönd Portugals aftur að sjást. Landið er heldur hrjóst ugt að sjá við sjóinn, enda næðir hér oft kalt og stinnt af hafi. Landslagið er ekki ó- svipað og sums staðar heima á íslandi, háir bakkar og klettar skaga fram í sjóinn og bárurnar brotna í klett- unum rétt eins og heima. Sums staðar taka fjöll við af hálendinu, og á stöku stað sést gróðursælt dalverpi koma í ljós milli hálsanna. Höfði hins heilaga Vincente. Klukkan fjögur um daginn förum við fram hjá þeim stað sem er einna frægastur allra staða á strönd Portugals, Cabo de sao Vincente, Höfða hins heilaga Vincente. Höfði þessi er tiltölulega mjótt nes með háum og hrikalegum kletti á endanum, snarbrött- um upp úr sjó. Þarna er heil- agt klaustur fram á kletta- brúninni og heilagur viti ramger uppi á sjálfum klaust urbyggingunum. Þetta er eins konar Strandakirkja hér á þessari fjölförnu skipaleið. Höfði hins heilaga Vin- cente er vestasti hluti á Spáni og Portugal og raunar öllu meginlandi Evrópu, ef frá er talinn lítill en háreist ur klettadrangur, sem skagar upp úr sjónum beint framan við hinn heilaga klett, þar sem örmjótt sund myndast á milli. Á þessum fræga kletta- höfða hafa heilagir menn tek ið sér bólfestu fyrir löngu síð- \ an. Par hafa þeir reist sér ramgerða klausturbyggingu og lýsa þaðan sjófarendum á myrkum nóttum, guði til dýrð ar og sjálfum sér til bless- unar. I Klaustrið á klettabrúninni. 1 Klaustrið þeirra er ramgert eins og kletturinn.. Það er byggt í þremur álmum, sem ganga allar út frá sömu bygg ingunni. Nyrzta klausturálm an er kirkjan þeirra, sem er turnlaus, en nokkru stærri en dómkirkjan í Reykjavík en að öðru leyti ekki ósvipuð venjulegri steinkirkju í ís- lenzkri sveit, sem einhvern- tima hefir verið máluð hvít. Miðálman er þunglamalegur steinkumbaldi gluggalítiil. Það myndi vera hin upphaf- (Framhald á 7. síðu.) Málverkasýning Ásgeirs Bjarnþórssonar Fegurð íslenzkrar náttúru er meðal annars og ekki sízt fegurð litánna. íslenzk nátt- úra er svo örlát á blæbrigði lita að dásamlegt er og verð- ur oft fullkomin skrautsýn- ing úr blæbrigðum lofts og ! jarðar. Það hefir löngum verið eitt af viðfangsefnum listmálara [ að festa vissar myndir þessara skrautsýnjnga á léreft og láta þær haldast þar, hvað sem jliði duttlungum náttúrunnar hið ytra. Ekki veit ég hvort Ásgeir Bjarnþórsson hefir skilið listamannshlutverk sitt svo, en hann hefir þó tekið þátt í þessu starfi og það er sann- arlega ómaksins vert að líta inn í Listamannaskálann og sjá hvernig það hefir tekizt. Það er ef til vill fánýt og fávísleg krafa, að málverk eigi að vera og þurfi að vera mynd, og ekki bindur hinn mikli meistari sig við þær reglur er hann gleður lita- glöð augu náttúrubarnanna með himneskum málverkum sólarlagsins. En hitt er áreið- anlega andleg vansköpun, að þola það ekki að fagurt mál- verk sé mynd og illa er sá kominn, sem slika fordóma hefir á landslagsmyndum, að hann krefst þess að þær séu 1 afskræmdar. Listamenn eru að sjálfsögðu frjálsir að því, hvort þeir mála sinn eigin heim, draga fram ákveðin einkenni sér- stakra náttúrufyrirbæra eða virða sköpulag fyrirmyndar sinnar. Hitt er óviðkunnan- legra, að þeir máli tungl og kalli það sól. Vel mega menn vita það, að Ásgeir Bjarnþórsson tók þátt í myndasamkeppni í sam bandi við ólympisku leikana í London. Þó að hann fengi ekki verðlaun komst þó mál- verk hans: Við hylinn, í úr- slit og stóð nærri verðlaun- um, og það hafa vist ekki aðrir okkar ágætu fulltrúa í ólympíuförinni staðið nær því að færa landi sínu met úr þeirri för. Málverk þetta munu ýmsir hafa séð á Reykjavíkursýningunni, en nú er það á sýningu Ásgeirs. Ef til vill hafa þó ýmsir mesta skemmtun af að sjá mannamyndirnar, sem þarna eru alls staðar inn á milli hinna sumarglöðu og haust- fögru náttúrumynda, en þar eru svipir ýmsra manna, meira og minna þjóðkunnra eða ekki, skemmtilega festir á léreftið. Nefni ég þar sér- staklega til mynd/ir þetrra Páls Eggerts og Jóhanns Ög- mundar. H. Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.