Tíminn - 28.09.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.09.1950, Blaðsíða 5
213. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 28. september 1950. 5, Fimmtud. 28. sept „Verkalýðsflokk- arnir“ og togara- deilan Sjaldan hefir hið hvim- leiða reiptog milli kommún- ista og Alþýðuflokksins um fylgi verkalýðsins haft jafn geigvænlegar afleiðingar og nú á þessu ári í sambandi við stöðvun togaraflotans og þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til að firra þjóðina á- framhaldandi vandræðum af hennar völdum. Óhætt mun að segja, að þeir af forustumönnum Al- þýðuflokksins, sem mestu ráða i sjómannafélögunum sunnan lands hafi stofnað til samningsuppsagnar og verk- falls á togurunum af fremur lítilli forsjá. Mun þar helzt til miklu hafa ráðið löngun þeirra til að „slá sér upp“ á þessari deilu áður en kosn- ingar til Alþýðusambands- þings færi fram á þessu hausti. Verður það að vísu ekki í efa dregið, að sjó- mönnum hafi verið þess full þörf að auka tekjur sínar, en ekki verðuf talið, að tími til þess hafi verið heppilega val- inn, þegar svo treglega geng- ur sem nú á þessu ári um af- urðasölu erlendis og öll út- gerð berst í bökkum. Hitt þykjast menn jafnframt sjá og skilja, að kommúnistar hafi ekki kært sig um að láta Alþýðuflokkinn fitna á þess- ari deilu, enda hafa þeir, þar sem þeir máttu því við koma, gert sunnlehzku sjómannafé- lögunum svo erfitt fyrir að vinna hana sem í þeirra valdi stóð m. a. með því að neita að stöðva þá togara, sem karfa- veiðar stunduðu norðan lands og austan. Frá almennu sjón armiði var það að sönnu skyn samlegt að halda karfaveið- unum áfram, en frá sjónar- miði sjómannastéttar í kjara deilu að sjálfsögðu óheppi- legt með tilliti til þess að sigra í deilunni með skjótum hætti. Þarf því ekki að efa, að umrædd afstaða komm- únista í þessu hafi verið af misjöfnum toga spunnin. Hugur kommúnista til þess arar deilu kom glögglega í Ijós, þegar lögð var til at- kvæðagreiðslu í stéttarfélög- unum miðlunartillaga sátta- nefndar þeirrar, er skipuð hafði verið til að vinna að samkomulagi um kjör sjó- manna á togurunum. Hvað sem um þessa tillögu má segja að öðru leyti, liggur I augum uppi, að hún fól í sér talsverðar kjarabætur til sjó manna miðað við þá samn- inga, er áður giltu. Það sem mesta athygli vakti var, að hvíldartími á saltfiskveiðum var lengdur um þriðjung, og er þar vitanlega um stórfelída breytingu að ræða sjómönn- um í hag. En auk þess verður ekki annað séð en að mán- aðartekjur háseta hefðu hækkað til nokkurra muna, ef miðlunartillagan hefði náð samþykki. En jafn skjótt sem miölun- artillagan kom fram brá svo undarlega við, að kommúnist ar, sem lengst af -höfðu látið Sér fátt um verkfallið finn- ERLENT YFIRLIT: Herstyrkur Sovétríkjanna Önnur grein IScdcll Suiilli, |>;ir scm rætt cr um licrnaðarstyrk Sovctríkjanna Hvernig er hægt að fá hug- mynd um herstyrk og baráttu- getu Rússlands? — Við vitum, að Moskva er nokkurs konar „útstillingargluggi“ handa um- heiminum, þegar um það er að ræða að sýna Sovétríkin, sem heild. Á sama hátt er setulið ið í Moskvu, 150,000 manna úr- valslið vel vopnum búið, sýn- ingarlið rauða hersins. Hversu hátt, sem markið er sett, er ó- hætt að segja, að þetta lið sé eitt bezt vígbúna úrvalslið, sem til er. Er það svo mikið ein- valalið að menn geta búizt við að herdeildir þær innan rauða; hersins, sem minna ber á, séu einnig mjög góðar. 1 síðustu heimsstyrjöld kom í ljós baráttuþrek rauða hersins, síðan hefir verið unnið að því, að gera herinn ennþá fullkomn ari og sterkari. Rússar hafa notfært sér skipu lagningarhæfileika þýzkra liðs' foringja, sem þeir handtóku í styrjöldinni. Einn af þekktustu hershöfðingjum Þjóðverja, von Paulus, hefir síðan styrjöldinni lauk, verið kennari við einn stærsta herskóla Rússlands. Til eru áreiðanlegar heimildir um það, að fjöldi þýzkra hernaðar sérfræðinga og liðsforingja hafa lagt nrikinn skerf til að endur- skipuleggja og byggja upp þá þjónustu, sem herinn þarfnast. Flugtækni á háu stigi. Rússneskir flugvélaverkfræð- ingar í öðrum löndum eru þekkt ir fyrir auðugt ímyndunarafl og frumleik. Það er því engin ástæða til að halda, að þeir menn, sem nú standa fyrir bygg ingu flugvéla fyrir rússneska loftherinn standi að baki þeim Rússum, sem vinna að samskon ar störfum utan Sovétríkjanna. í heimsstyrjöldinni síðari lof uðu franskir flugmenn mjög svo ágæti Yak flugvélanna, sem þeir notuðu í orustunum í Normandie. Eflaust hefir Rúss- um tekist að búa hinar nýtízku þrýstiloftsorustuflugvélar hin- um sömu kostum. Eftir því, sem ég veit bezt, er veikasta hlið Rússa í loft- hernaði skortur á æfðum mönn um í loftsiglingafræðum og blindflugi. Rússarnir hafa held ur ekki nóga reynzlu í því, sem við köllum allsherjar skipulag um notkun allra hinna ýmsu flugvélategunda til hernaöar. Ef þegar hefir ekki verið bætt úr þessu, mun það áreiðanlega verða gert innan skamms. Flotinn aukinn að mun. Hvað flotanum við víkur, þá hafa Rússar lagt aðal áherzluna á byggingu kafbáta og tundur- skeytabáta af allra nýjustu gerð. Stærri gerðir af herskipum, sem einnig eru á hernaðaráætlun- inni, eru að mínu áliti meira til að sýnast en til þess að auka hinn raunverulega flotastyrk Rússa. Það er eftirtektarvert að síð- an styrjöldinni lauk, hafa Rúss ar ekki sýnt neina tilhneigingu til að minnka flota sinn eða afvopna hann ekki einu sinni til að sýnast að þeir gerðu svo — heldur er hann í fullu her- skrúði. i En þó að Rússar geti aukið smíði herskipa af öllum gerðum og sent þau á haf út, þá skortir þá skipulagslegt jafnvægi inn- an flotans, sem nauðsynlegt er hinum svokallaða „lifandi flota“. Til þess að ná þeirri reynzlu þarf mörg ár. Iðnaður til hernaðar. Að hve miklu leyti sníða Rúss ar iðnað sinn til hernaðarþarfa? Ég álít að framleiðsla til hern- aðarþarfa gangi fyrir allri ann ari framleiðslu i Rússlandi af þeirri ástæðu að þeir leggja ávalt aðaláherzlu á þungaiðn- aðinn. Sovétríkin eru eina þjóðin í heiminum, þar sem léttaiðnað- ur (framleiðsla neyzluvara) er minni umfangs en þungaiðnað urinn. Stríðsgeta einnar þjóðar byggist auðvitað allra mest á framleiðslu hins svokallaða þungaiðnaðar. I framleiðslu og hagkerfi Sovétríkjanna er þungaiðnað- urinn óskabarnið, en annar iðn aður nokkurs konar niðursetn- ingur, og það er enginn efi á, að svo mun verða um langan tíma, eða þangað til að Sovét- ríkin finna sig örugglega á veg ast, og gert forvígismönnum þess svo erfitt fyrir sem þeir gátu, tóku að hamast gegn því í blöðum sínum og í sjó- mannafélögunum, að sátta- tillagan yrði samþykkt, enda þótt hin efnislega gagnrýni þeirra á tillögunni væri í sjálfu sér fremur veigalítil, enda að sumu leyti byggð á blekkingum, sem sjómenn höfðu lítinn tíma eða að- stöðu til að átta sig á. Ekki hirtu þeir um, að birta álit bæjarútgerðarforstjórans Lúð víks Jósepssonar á Norðfirði í þessu máli, né kjör þau, er hann byði sjómönnum sín- um á saltfisks---eða ísfisks- veiðarnar. Forustumenn verk fallsins forðuðust hins vegar að leggja tillögunni lið, hvað sem þeir kunna að hafa um hana hugsað, og fór því svo, að lítið var um hana sagt opinberlega annað en það, sem kommúnistar lögðu til mála gegn henni. Niðurstað- an varð líka sú, sem komm- únistum var hagstæðust með tilliti til þess að geta unnið Alþýðuflokknum ógagn. Sátta tillagan var felld með mikl- um atkvæðamun í sjómanna félögunum, og Alþýðuflokks- mennirnir, sem þar hafa for- ustu, gátu ekki bent á nokk- urn möguleika til að leysa deiluna eða líkur til að hún yrði leyst fyrst um sinn. Það þýðir hins vegar, ef ekki ræt- ist úr, að sjómenn verða að „leggja upp á veturinn“ at- vinnulausir og hafa ekkert til að framfleyta sér og sínum fyrst um sinn. Um þetta geta kommúnistar svo kennt Al- þýðuflokknum og ætla sér á- reiðanlega ekki að láta það undir höfuð leggjast. Þetta er vissulega fremur lúaleg framkoma hjá komm- únistum, en afleiðing hennar er sú, að tafliö milli „verka- lýðsflokkanna" heldur áfram, hver sem úrslitin verða að lokum. En hver sem stríðs- lokin verða, kemur stríðs- kostnaðurinn fyrst og fremst niöur á sjómönnunum og öðr um sem að útgerðinni standa, og því næst á þjóðarbúinu og öllum almenningi í land- inu. Útgerðarmennirnir eiga þó ef til vill minnst í húfi, þar sem togaraútgerö hefir verið rekin með tapi undan- farið, og þá ekki miklu spillt frá þeirra sjónarmiði, þó að skipin liggi fram yfir ára- mót. En almenningur fær að kenna á gjaldeyrisskorti og tekjumissi meðan taflið er teflt til enda um hylli verka- mannaheimilanna, sem borga brúsann. STALIN komin til að geta haldið áfram vopnaframleiðslu, sem þeir á- líta nægilega til að halda yfir- ráðum sínum. Brezk blöð skýrðu frá því, að landvarnarráðhérrann Shinwell hafi sagt svo í neðri deild brezka þingsins. „Það er nú fullvíst, að kostnaður við landvarnir Rússa mun ekki nema minna en 13% af þjóöartekjunum“. Samkvæmt því, sem kom fram í umræðunum á sambandsþingi Sovétríkjanna í Moskvu, var á- ætlað að heildarútgjöld þjóðar- innar árið 1950 myndu vera 427,900 milj. rúblur. (Framhald á 7. síðu.) Raddir nábúann.a Alþýðublaðið telur það rangt hermt, að Stefán Jó- hann Stefánsson hafi beitt sér gegn lcgfestingu á 12 klst. hvíld á togurunum. Það seg- ir í gær: „Stórfurðuleg ósannindi eru það, sem Tíminn fer með í ritstjórnargrein í gær, þar sem hann segir, að „formaður Al- þýðuflokksins“ hafi „beitt sér eindregið gegn því í þau þrjú ár, sem hann var stjórnarfor- maður og félagsmálaráðherra“, að löggjöf yrði sett um 12 klukkustunda hvíld á togurun um. Það sanna í þessu máli er al veg þveröfugt. Stefán Jóhann Stefánsson beitti sér í stjórn- artíð sinni fyrir skipun milli- þinganefndar í hvíldartíma- málið, einmitt með það fyrir augum að reyna að ná sam- komulagi við borgaraflokkana um lögboðna 122 stunda hvíld á togurunum; en án samkomu lags við þá var ekki hægt að fá hana lögboðna, þar eð þeir höfðu meirihluta á alþingi. Að vísu strandaði málið þá, eins og það strandaði á alþingi aft, ur í vor, á skilningsleysi beggja borgaraflokkanna og blindu fylgi þeirra við gróðasjónarmið togaraeigenda“. Það er rétt, að Stefán Jó- hann Stefánsson hafði þá að ferð til að svæfa frumvarp- ið um að lengja hvíldartíma á togurunum, að hann skip- aði nefnd til að athuga málið. Nefnd þessi lá á málinu ár- um saman og var því ber- sýnilega ekki ætlað annað en að svæfa það. í ríkisstjórninni var málinu ek-ki hreyft með- an Stefán var forsætisráð- herra eða a. m. k. var aldrei minnst á það við Framsóknar flokkinn. í þinginu voru þing menn Alþýðuflokksins sízt ó- fúsari til að vísa frv. um leng ingu hvíldartímans frá en- þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins. Áhugi þeirra fyrir málinu vaknaði fyrst eftir að Stefán var farinn frá völdum. Þar sem þá stóðu hins vegar fyr ir dyrum samningar milli sjó manna og iitgerðarmanna, töldu Framsóknarmenn rétt að sjá, hvort þessir aðilar gætu ekki náð samkomulagi um vinnutímann og Alþingi skipti sér ekki af málinu fyrr en það væri fullreynt. Handbók bænda Það er mikið ánægjuefni, að nú hefir verið ákveðið að gefa út handbók fyrir ís- lenzka bændur. Landbúnaðar ráðherra og Búnaðarfélag ís- iands vinna nú saman að bví að það verði gert og er þess að vænta að vel takist til um framhaldið. Aldarf jórðungur er nú lið- inn síðan handbók fyrir bænd ur kom út. Það var merk bók og mæt á sinni tíð, en er nú vitanlega fyrir löngu orðin úr elt enda gekk upplagið skjótt til þurrðar, svo að bókin hef- ir verið ófáanleg síðan. Handbók bænda þarf að vera gagnorð og stuttorð.Þar verður að vera gott og fijót- legt að finna glöggar leiðbein ingar og áminningar um margt það, sem bændur fást við í daglegu starfi sínu. Jarð yrkjan og búfjárræktin eru yfirgripsmiklar fræðigreinar, en auk þess er bændum nauð syn að vita skil á ýmsu sem snertir byggingar, vélar og hirðingu verkfæra og margt fleira, sem beinlínis snertir búreksturinn. Landbúnaðurinn krefst svo mikillar sérkunnáttu og fjöl- breyttrar, að bændum er eng in vanþörf á að lesa gott bú- fræðitímarit eða blað að stað aldri, til að halda sér við og fylgjast með í því, sem at- vinna þeirra byggist á. En jafnframt því er það mikils virði að geta gengið á einum stað að glöggum leiðbeining- um um sitthvað hið helzta, sem dagleg afkoma er háð. Margt er nú á tilraunastigi í sambandi við íslenzkan land búnað og er því ekkert vafa- mál að sitthvað í þeirri hand- bók, sem nú yrði samin og gefin út, yrði fljótlega úrelt, því að reynslu vantar enn tll að segja til fulls um hag- kvæmustu leiðir. Það er því mjög góð hug- mynd, að haga útgáfu bók- arinnar þannig, að hægt sé síðar að auka við hana ein- stökum örkum, eftir því sem ástæða þykir til. íslenzkir bændur mega gera sér það ljóst, að þeim er trú- að fyrir miklum verðmætum. Verulegur hluti af þjóða*- auðnum liggur í þeirra hönd- um. Það sjá menn þegar at- hugað er framleiðslumagn síðustu ára og þó enn frem- ur þegar litið er til þess, hve mikið af verðmætum, sem ýmist gefa af sér lítinn arð eða engan eru í höndum bænda. Bændastéttin á því að auka miklu við þau hundr uð milljóna, sem ársfram- leiðsla hennar nemur nú, enda er örugglega að því stefnt. En það má aldrei gleymast að til þess að fara vel og rétt með þessi verð- mæti, sem íslenzka þjóðin á líf sitt og lán undir, þurfa bændur mikla raunhæfa Sér- menntun og sérþekkingu samfara atorku og trú- mennsku í starfi. Handbókin á að verða ís- lenzkum bændum hjálp til að rækja köllun sína og þess vegna er hún fagnaðarefni öllum þeim, sem unna fram- förum og menningu þjóðar sinnar. Ö+Z. Gerist áskrifendur að JJímanum Áskriftarsími 2323;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.