Tíminn - 03.11.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.11.1951, Blaðsíða 5
245". blað. TÍMXNN, laugardagiim 3. nóvember 1951. 5. Ltiugard. 3. nóv. Gengislækkunin Blöð Sjálfstæðismanna hafa undanfarið reynt að telja lesendum sínum trú um að sú stefnubreyting, sem orð ið hefir í fjármálunum undir forustu núverandi stjórnar og gert hefir mögulegt að reka hallalausan rikisbúskap og að draga úr höftum, sé fyrst og fremst verk Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðisflokkur- inn hafi markað þessa nýju stefnu með gengislækkunar- frumvarpinu, er bráðabirgða- stjórn hans, er sat að völdum í nokkrar vikur veturinn 1950, hafí látið semja. Það er rétt, að þetta tvennt, hagstæður ríkisbúskapur og aflétting haftanna, hefði ekki náðst án gengislækkun- arinnar. Hitt er hinsvegar rangt, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi átt frumkvæðið að þeirri óhj ákvæmilegu ráðstöf un. Strax á fyrrahluta ársins 1949 sáu Framsóknarmenn fram á það, að ekki var hægt að halda áfram lengur þeirri stefnu, er mótað hafði stjórn arfarið 1944—49. Hún hlaut að leiða til þess, að atvinnu- vegirnir stöðvuðust, ríkið yrði gjaldþrota og allsherjarat- vinnuleysi héldi innreið sína. Vorið 1949 settu því ráðherr- ar Framsóknarflokksins ýms skilyrði fyrir því, að þeir yrðu áfram í ríkisstjórninni og var eitt þeirra það, að amiað- hvort yrði hafist lianda um allsherjar niðurfærslu eða gengislækkun, því að án slilcar undirstöðuráðstöfunar myndu aðrar aðgerðir ekki ná tilgangi sínum. Bæði Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfn- uðu því eindregið að fallast á þessi skilyrði. Sjálfstæðis- flokkurinn var þá alveg sammála Alþýðuflokknum um það, að allt væri í lagi og eng ra nýrra aðgerða þörf. í kosningabaráttunni, sem var háð síðar á árinu, forðaðist Sjálfstæðisflokkurinn að láta uppi nokkra afstöðu til geng- islækkunarinnar. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn, er háði kosningabaráttuna á þeim grundveili, að stjórnarstefna undanfarinna ára væri búin að skapa slíkt vandræða- ástand í fjárhagsmálunum, að óhjákvæmilegt væri ERLENT YFIRLIT: Hvsð gerir Churchill? Seimilcgt þykir, að haim viiji sýna sig hæf- ari eai Attlee til þess að gæta friðarins Enn snúast umræður heims- blaöanna um kosningaúrsiit- in í Bretlandi og þær afleiðrag- ar, sem þau kunna að hafa. Al- mennt er það talið, að þótt í- haldsmenn séu ánægðir yfir því að vera komnir til valda, séu þeir ekkert stórhrifnir yfir sigr- inum. Þeir telji meirihluta sinn of veikan og það sé þeim þyrn- ir í augum, að Verkamanna- flokkurinn hlaut hærrí atkvæða tölu en íhaldsmenn. íhaldsmenn draga þá ályktun af þessu, að þeir geti ekki stjórnað til lengd ar, án þess að styrkja fylgi sitt á þingi og meðal þjóðarinnar. Meðal íhaldsmanna virðist það álit ríkjandi, að Verka- mannaflokkurinn hafi styrkt aðstöðu sína mest með þeim á- róðri, að hann væri vænlegri til að tryggja friðinn en íhalds- flokkurinn. Fyrir íhaldsmenn sé það nú nauðsynlegra en nokk- uð annað að sýna, að þeim sé ekki síður treystandi til að gæta friðarins en jafnaðar- mönnum. Einkum er Churchill talinn hafa áhuga fyrir þessu, því að hann er talinn taka sér það nærri, að þjóðin skuli van- treysta honum í þessum efnum. Hann er sagður vilja enda póli- tíska sögu sína með því að sýna það í verki, að hann sé ekki síðri í því að gæta friðarins en að leiða þjóð sina til sigur í styrjöld. Af þessum ástæðum er því spáð, að stjórnin mun fyrst og fremst einbeina sér að utanríkis málunum næstu mánuðina, en reyna að komast hjá hörðum deilum innanlands. Takist henni að ná nokkrum árangri, muni hún efna til kosninga við fyrsta tækifæri í þeirri von að geta styrkt meirihluta sinn. Gengst Churchill fyrír stórveidafundi? í sambandi við utanríkismál- in gengur nú allmagnaður orð- rómur um það, að Churchil! muni beita sér fyrir stórvelda- fundi, þar sem þeir ræðist við hann, Truman, Stalín og Pleven. Ólíklegt er þó talið, að Churc- hill gangist fyrir slíkum fundi án samráðs við Bandaríkjamenn og Frakka. Það er álitið einna sennilegast, að hann muni fyrst beita sér fyrir fundi Breta, Frakka og Bandaríkjamanna, þar sem mörkuð yrði sameigin- leg afstaða þessara þjóða í við- ræðum við R'ússa. Ýms blöð l hafa fullyrt, að Churchill muni bráölega fara vestur um haf til viðræðna við Truman forseta um þessi mál. í kosningabaráttunni var því nokkuð hampað af íhaldsmönn um, að Churchill væri betur til þess fallinn en Attlee að ræða vlð Stalín, en lögð var þó yfir- leitt áherzla á það, að vestur- veldin þyrftu að vera orðin jafn okar Rússa í vígbúnaðinum áð ur en slíkar umræður færu fram. Rússar myndu verða erfið ír í samningum þangað til. Af háúu jafnaðarmanna var því hins vegar lialdið fram, að Churchjll væri líklegur til að rjúka í það að bjóða til um- rædds fundar áður en því marki væri náð, Stalín yrðu settir ein- hverjir úrslitakostir, og árangur yrði enginn. Slíkur misheppn- aður fundur yrði verri en eng- inn fundur, því að hann myndi herða kalda stríðið og auka stríðshættuna. Til umrædds stórveldafundar mætti því ekki boða, nema fyrirfram væri víst, að nokkur árangur gæti náðst. Flest bendir til, að Churcill verði að halda á þessu máli með mlkilli gát. Ef viðræður hans og Stalíns yrðu árangurslausar,' gæti slíkur fundur hæglega orð ið vatn á myllu jafnaðarmanna.1 Samvinnan við Bandaríkin. Aðrir möguleikar Churchills til þess að treysta afstöðu sína 1 á sviði utanríkismálanna eru J einkum taldir þeir, að Banda-' ríkjamenn kunni að taka meira tillit til hans en verkamanna- j stjórnarinnar. Churchill nýtur mikils álits í Bandai'íkjunum og mörg áhrifaöfl þar vilja heldur hafa íhaldsstjórn en verka- mannastjórn í Bretlandi. Vel má þvi vera, að Churchill verði betur ágengt í samvinnu við Bandaríkin en Attlee. Það er líka talið, að Churchill kunni að vinna það til gegn tilslökunum af hálfu Bandaríkjanna, t.d. í sumbandi við verzlunina milli austurs og vesturs, að taka upp samvinnu við Spán og aftur- kalla viðurkenningu Breta á Pekingstjórninni, ef ekki semst um frið i Kóreu. Hvorugt þetta er þó líklegt til vinsælda í Bret- landi og verður Churchill því að fá verulegan ávinning á móti, ef þetta ætti ekki að skerða fylgi hans. Ráðuneyti Churchills í innanlandsmálum mun Churchill sennilega reyna að halda frið við verkalýðssamtök CHURCHILL með dótturson sinn. in í lengstu lög. Þess vegna hefir hann ialið lítt pólitískum manni, Monckton lávarði, að fara með verkamálaráðuneytið. Hann er viðurkenndur sem fær lögfræðingur og mikill samninga maður, er m.a. má marka af því, að hertoginn af Windsor hafði hann fyrir aðalráðunaut sinn, er hann lagði niður völd í Bretlandi. Skjipun manna í ráðuneyti Churchills mælist yfirleitt vel fyrir. Hann hefir vikið allveru- lega frá þeirri reglu að skipa hana eingöngu forustumönnum úr stjórnarflokknum, heldur fal ið lítt pólitískum mönnum ýms helztu embættin. Auk Monck- tons má þar nefna Ismay lá- varð, sem fer með samgöngu- og eldsneytismál, Cherwell lá- varð (áður Lindmann prófess- or, er var einkaráðunautur Churchills á stríðsárunum), er m.a. fer með atomorkumálin, og Simonds lávarð. Þetta eru menn, sem hlotið hafa lávarðs- titla sína í viðurkenningar- skyni fyrir framúrskarandi störf eða hæfileika, og þykir þátttaka þeirra í ráðuneytinu benda til þess, að hún verði vel starfhæf og ekki um of háð flokkslegum sjónarmiðum. Eins og áður segir, má búazt við því, að Churchill efni fljót- lega til kosninga, ef hann telur heppilega aðstöðu til þess. Stjórnin mun því vafalaust (Framhald á 6. síðu) stjórna, er með atferli sínu 'stöfum. Því reyna þeir að voru búnar að gera hana ó- hjákvæmilega. Kommúnistar og Alþýðuflokksmenn geta því að ekki losnað undan þeirri á- grípa til niðurfærslu eðajbyrgð að eiga sinn ríka þátt þátt í gengisfellingunni. Það liggur nú ljóst fyrir, að hefði gengislækkupin ekki verið gerð, hefðu atvinnuveg irnir alveg stöðvast, ríkið orð ið gjaldþrota og allsherjarat- Vinnuleysi skollið á. Hún hef ir því vissulega afstýrt mikl- um vandræðum. Þetta gera gengislækkunar, ef ekki ætti að láta allt stöðvast, Hinir flokkarnir reyndu að leyna því, að slíkra aögerða væri þörf og var Sjálfstæðisflokk urinn engu betri í þeim efn- um en Alþýðuflokksmenn og kommúnistar. Eftir kosningarnar tóku Sj álfstæðisflokksmenn fyrst Jstjórnarandstæðingar sér orð þá ákvörðun að fylgja gengis lækkun og fallast á þá stefnu Framsóknarflokksins, sem þeir höfðu eindregiö hafnað sumarið 1949. Svo kemur Sjálfstæðisflokkurinn nú og þykist hafa haft forustu í nálinu. Gengislækkunin var neyð- arráðstöfun, sem var orðin óhjákvæmileg vegna stjói'narstefnu fyri'i ára. Hún var því raunverulega ekki verk núverandi stjórnar, þótt ið ljóst og þessvegna keppast þeir við að rógbera hana á allan hátt. Þeir kenna henni um atvinnuleysi, er stafar af aflabresti, og þeir skrifa er- lendar verðhækkanir og af- leiðingar þeirra á reikning hennar. Slíkar falsanir stjórn arandstæðinga eru vitanlega alltof ljósar til þess að þær'þeir sér forystuna í þessu beri tilætlaðan árangur. Hins|máli. Það er hinn gamli siö- vegar sýna þær glöggt, að. ur þeirra að eigna sér mál, finna sér málsbætur með fals rökum. Stjórnarandstæðingar sjá, að þeir hafa hina óheppilegustu vigstöðu. Þeir börðust gegn gehgislækkuninni og bentu ekki á neina aðra ráðstöfun í staðinn. Hefði þeim ráðum þeirra verið fylgt að gera ekki neitt, væri hér nú allsherjar- atvinnuleysi. Atvinnuleysið, sem nú stafar af aflabrestin- um, er ekkj nema svipur hjá sjón í samanburði við það neyðarástand, sem nú myndi vera ríkjandi, ef stefnu stjórnarandstæðinga hefði verið fylgt. Sjálfstæðismenn sjá, að það úrræði, sem þeir þorðu ekkj að nefna fyrir kosning- arnar 1949, hefir bjargað þjóðinni frá stórfelldum hörmungum. Þessvegna eigna stjórnarandstæðingar sjá, að þeir völdu sér rangt hlut- hún neyddist|tilaðframkvæma skipti, er þeir beittu sér gegn hana, heldur. verk fyrri| þessari óhjákvæmilegu ráð- sem þeir hafa fyrst veitt lið- veizlu á seinustu stundu, en oftast sýnt andstöðu eða tóm læti þangaö til, Raddir nábúan.na Allir flokkar nema Sjálf- stæðisflokkurinn hafa lagt fram í þinginu ákveðnar til- lögur í húsnæðismálum kaup- staðanna, en þó segist hann hafa forustu í þeim. Alþýðu- blaðið ræðir það í gær, hvern ig þessi „forustuflokkur" bregst við tillögum hinna flokkanna: ___ „Jú, hann flytur til- lögu á Alþingi, tillögu til bings ályktunar, um — skýrslusöfn- un' varðandi lánveitingar til íbúðabygginga hingað til! Að ' vísu er sagt, að slík skýrsln- söfnun eigi að verða undan- fari þess, að tillögur verði lagð ar fyrir 'þingið til úrbóta í hús iiæðjtmálunum er: sem sagt: F i st um sinn á slík skýrslu- söfnun að næg.ia.1 Og svo tala flutningsmenn þessarar til- lögu, þeir Jóhann Hafstein og Gunnar Thoroddsen, af ótrú- legum gorgeir um þá „for- ustu“, sem Sjálfstæðisflokkur inn hafi með henni tekið í húsnæðismálunum! Og Morg- unblaðið bergmálar þetta mont þeirra dag eftir dag. í fyrradag var vindurinn svo mikill í Gunnari Thoroddsen á Alþingi út af þessari skýrslu söfnunartillögu, að hann lét sig hafa það, að því er Morg- unblaðið skýrir frá, að full- yrða, að Sjálfstæðismenn hafi yfirleitt „haft forgöngu um öll mál til lausnar húsnæðisvand- ræðunum"!!“ Já, segir Alþýðublaðið að lokum, það eru fínir forustu- menn í húsnæðismálunum þetta! ÍÞRÓTTIR o „Hvíta vonin“ setti endi á feril Joe Louis. S.l. laugardag var Joe Louis, fyrrv. heimsmeistari í þunga vigt, sleginn knock out í átt- undu lotu af Rocky Marc-r.to, og er því óhætt að reijrna nið því, að hann hafi sett endi á feril Louis sem hnefaleikara, þrátt fyrir að Joe vildi ekkert um það segja, eftir leikinn. Spáin „they never come back“ ætlar því að rætast með Louis eins og þá fyrrverandi heims- meistara, sem hafa reynt að vinna titilinn aftur. En svo við snúum okkur að leiknum aftur, þá var Louis tvisvar sleginn niður í 8. lotu. í fyrra skiptið tók hann taln- ingu að átta, en þegar hann komst á fætur, fékk hann húkk, hrökk út í kaðlana, og féll í gólfið. Hann reyndi að komas.t á fætur, en tókst ekki, og taldi dómarinn hann út. Þetta var í þriðja skiptið í þau 17 ár, sem hann hefir keppt í hringnum, að hann hefir verið sleginn knock out. Fyrir áttundu lotu var leik- urinn nokkúð jafn, þrátt fyrir smá yfirburði hjá Marciano, því Loúis var oftast í vörn. Þjó hafði Louis komið miklu höggi á andstæðing sinn í þriðju lotu, og reif upp skurð yfir hægra auga hans. í áttundu lotu leit fyrst út fyrir að Louis ætlaði að reyna að setja endi á leik- inn, en það var Marciano, sem kom inn höggi, sem setti endi á feril þessa mesta hnefaleikara, sem keppt hefir í þungavigt, Eftir leikinn sagði .Marciano, en hann er nú aðal von hvítra manna um að ná heimsmeist- aratitlinum í þungavigt, en svertingjar hafa, sem kunnugt er haldið titlinum um langt árabil, og haft þrjá meistara þ. e. Joe Louis, Ezzard Charles og Joe Walcott, að hann hefði orð ið hryggur er hann sá Louis liggja í gólfinu, en í leiknum þýðir ekki að hugsa um slíka hluti, því ef ég hefði ekki sleg- ið hann niður, hefði gólfið orð- ið mitt hlutskipti. 17241 áhorfandi var í Madi- son Square Garden og voru tekj ur af leiknum um 200 þús. doll- arar. Louis fær 45%, en Marci- ano 15%. Nemeth sigrar Strandli í annað skipti. S.l. sunudag fór fram mikið íþróttamót í Budapest í TJng- verjalandi, sem náði hámarki i sleggjukasts-einvígi Ungverj- ans Nemeths, heimsmethafans í greininni, og Evrópumeistar- ans Sverre Strandli, Noregi. Þetta var í þriðja skipti í haust, sem þessir kappar mætast, og áður höfðu þeir unnið sitt hvort einvígið. En nú sigraði Nemeth í annað sinn. Strandli byrjaði með 57,88 m., sem var bezta giit kast hans í keppninni. Nemeth svaraði strax með 58,87 m„ sem er tveimur sentimetrum styttra en bezta kastið í heiminum í ár, sem Þjóðverjinn Storch á. En eins og áður var þaö Strandli, sem náði lengstu köstunum. Hann átti tvö köst vel yfir 59 m., sem voru mæld, en voru bæði ógild. Nemeth nálgaðist aftur á móti ekki sitt bezta kast. Árang ur Ungverjanna yfirleitt í sleggjukastinu var mjög glæsi- legur, því þeir áttu fimm menn yfir 53 m. og meðal þeirra 19 ára vel vaxinn ungling, sem kastaði 55,85 m. Ungverjarnir sýndu mikla breidd í öðrum gresnum, því jafn ágætir í- þróttamenn og Finnarnir Kosk- ela, Blomster Taipala og Ny- (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.