Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 7
Jólablað TÍMANS 1952 7 bakkann og auk þess er hann nú hærri en hann á að vera. Það er heldur enginn hólmi í miðri ánni og að sunnanverðu er líka kominn bakki. Milli bakkanna fellur áin í alldjúpum ál. Hér er auðsjáanlega ekkert vað. Vonsvikin og miður sín snýr gamii maðurinn við og gengur aft- ur áleiðis að brúnni. Á miðri þeirri leið er áin vel væð, en hann veitir því enga eftirtekt. Svo gengur hann yfir brúna — það verður víst að hafa það ■— og hann greikkar ósjálfrátt sporið, vill sem fyrst hafa að baki þessa ó- kunnu ófreksju hinnar svokölluðu menningar. Hugsanir hans, sem um stund hafa komizt í uppnám, leita iafn- vægis á ný, er hann aftur stendur á gróinni jörð á bökkunum sunnan árinnar. Göturnar inn með ánni þekkir hann næsta vel. Að vísu er hér ný- legur bílvegur eftir bökkunum, en hann lætur sem hann sjái ekki þenna nýja veg og þræðir gömlu göturnar. Hann veit gjörla hvar þær er að finna, þótt þær séu nú grasi grónar og virðist horfnar með öllu inn í raðir annara gróinna troðninga, sem liggja hér eftir bökkunum, hlið við hlið, næstum óteljandi. Þúsund fætur hesta og manna hafa, kynslóð eftir kynslóð, mynd- að þessar gömlu götur. Saga þeirra var aldrei skráð annars staðar en hér, í gljúpan leir árbakkans. Oft hefir Þórður Þórðarson sprett úr spori hér. Hvergi var betra aö hleypa hesti en eftir þessum bökk- um. Hann man vel einn bjartan vordag, er hann kom ríðandi frá kifkju ásamt fleira fólki. Þá reyndu þéir gæðinga sína hér, nokkrir ung- ir menn úr dalnum og Faxi hans þurrkaði auðveldiega af sér alla keppinauta sina. Það var dásamleg stund. Hann verður ósjálfrátt léttari í spori, gengur hvatlegar en áður, meðan minningar gömlu götuslóð- anna koma hver af annarri fram úr fylgsnum hugans, ljóslifandi og skýrar, rétt eins og þetta hefði allt gerzt í gær. Hann er kominn inn hjá Núpár- völlum og’ gengur meðfram tún- garðinum. .Hérna, rétt innan við garðinn, er uppáhaldsleikvöllur þeirra Núpárvallabræðranna og hans. Hér er allt eins og það á að vera. Þarna standa þær í röð, stóru þúfurnar þrjár, konungsríkin, sem þeir áttu hver um sig, með öllum gögnum og gæðum. Og þarna er Paradís, djúpi bollinn á fletinum neðan við þúfurnar þrjár. Paradís var sameiginleg eign konunganna, þótt stundum vildi kastast í kekki út af þessari nýlendu. Hann rennir augum upp eftir túninu og heim að bænum. Þrjár bæjarburstir blasa við og þrjár eiga þær líka að vera. En hvað er nú þetta? Ein þeirra er með ókunn- um svip. Hann þekkir haná ekki og hefir aldrei séð hana fyrr. Hún er stærri en burstin, sem þarna átti að vera, hvítmáluð og yfirlætisleg, með mörgum stórum gluggum. Nýr gestur á Núpárvöllum, honum al- veg óviðkomandi. Gömlu burstirnar tvær virðast svo undur lítilmótleg- ar, næstum fara hjá sér, í návist þessarar stóru, fínu systur sinnar, en hann sér ekki betur en þær kinki góðlátlega til hans kolli um leið og hann gengur fram hjá. Ekkert fólk sést á ferli, en utan af bökkunum hafði hann séð kýrn- ar reknar heim. Þá er að líkindum verið að rnjólka þær núna. Svo á- liöið er þá orðið kvöldsins. Það er byrjajj að bregða birtu, en hann á, að öllu sjálfráðu, að hafa bjart inn að Skjóli. Leiðin er meira en hálfnuð. Hann er kominn inn fyrir Núpárvelli og beygir nú þvert úr leið, upp í Þröngvadalinn. Einnig hér er rudd bilslóð, en hann fer sem áður gömlu göturn- ar, sem hér eru víðast ósléttar og grýttar, auðsjáanlega ekki farnar lengur. Hér þekkir hann hvern stein, hverja þúfu og hverja laut. Allt eru þetta gamlir vinir, sem hann verð- ur að sjá með eigin augum, sann- færast um að þeir séu hér enn, hver á sínum stað. Og hann finnur þá flesta á ný, aðeins þar sem nýi veg- urinn liggur yfir gömlu göturnar, vantar á stöku stað hlekk í keðjuna. Hann hatar þennan nýja veg, sem þannig hefir troðið niður í svaðið æskuvini hans. Iívaða erindi á svona vegur inn á Þröngvadal? Fullvel hafa menn áð- ur komizt hér ferða sinna án hans og víst mun hann komast á leiðar- enda í kvöld, án þess að stíga fæti sínum á þennan veg, oftar en hann er neyddur til. Miðja vega milli bæjanna er grasi gróið stekkjarbrot rétt við veginn. Grænistekkur. Hann minnist þess, er hann, lítill drengur, fór fyrstu sendiferðina út að Núpárvöllum fyrir móður sína. Hún sagði honum svo vel til veg- ar, lýsti hverju kennileyti svo ná- kvæmlega, að hann þekkti þau öll, þegar hann sá þau. Leiðin varð honum sem löngu kunn. — Hlauptu nú ekki allt of mikið, góði minn, hafði hún sagt — og mundu mig um þaö að hvíla þig vel á Grænastekk, en svo hafði hann hlaupið alla leiöina, eins og hann gat. Hvað móðir hans varð undr- andi, þegar hann var kominn aft- ur, löngu fyrr en hún hafði búizt við honum. Síðan átti hann mörg spor þessa leið, en alltaf hvíldi hann sig á Grænastekk. Stundum lengi og vel, þegar ekkert lá á, stundum aðeins augnablik, en hann staðnæmdist alltaf hér. Þess vegna gerir hann það einnig nú. Þótt hann hafi að þessu sinni ekkert hlaupið neðan dalinn, finn- ur hann nú til þreytuverkja í fót- unum og yfir höfðinu er einhver ónoti. Hann fleygir sér flötum í grasið og teygar angan haustgröðursins. Grænistekkur er alltaf grænn. Jafnvel nú, þegar umhverfi hans hefir þegar tekið á sig fyrsta fölva haustsins, er hann enn fagurgrænn, eins og fyrst á vorin. Hann gleymir sér um stund við minningar gamla stekkjarbrotsins. Hann á aleinn þennan græna blett. Enginn getur tekið hann frá hon- um. Góð stund líður. Svo rís hann á fætur og heldur áfram göngunni. Þreytuverkirnir hafa liðið frá, en hann er svoiítið stirður. Og það er kannske ekkert undar- legt, því þetta er lengsta gangan, sem hann hefir þreytt um fjölda mörg ár og hann er víst ekki leng- ur ungur. Nú styttist leiðin óðum. Hann er kominn inn í hólana, sem bærinn í Skjóli stendur sunnan undir. Hvaða fólk skyldi búa í Skjóli nú? Eflaust þekkti hann það ekki neitt. En hvað gerir það annars til? Hann er ekki hingað kominn til þess að heimsækja fólkið í Skjóli. Hann er kominn heim til þess að sjá aftur bæinn sinn, túnið sitt, dal- inn og fjöllin. Óljósan ugg setur skyndilega að honum. Hann minnist nýju, ókunnu burstarinnar á Núþárvöllum. Ef nú eitthvað slíkt hefði gerzt í Skjóli, ef gamli bærinn hefði að einhverju leyti verið byggður að nýju. Kannske mundi hann ekki þekkja hann. Nei. Það mátti ekki vera svo. Það var líka mjög ósennilegt að svo væri. Baðstofan var aðeins fárra ára, þegar þau mæðginin fóru það- an og önnur bæjarhús stæöileg. Það hlaut allt að standa með sömu um- merkjum. En hann losnar ekki við þennan kvíða. Nýja burstin á Núpárvöllum vík- ur ekki úr huga hans. Hanxr stendur á innri brún hól- anna. Túnið í Skjóli liggur fyrir fótum hans, en heim að bænum sést ekki fyrir háum hól, sem ber á milli. Á hann að trúa augum sínum? Er þetta túnið hans? Hann þekkir ekki yfirbragð þess. Það er ekki grænt, eins og það á að vera, en yfir því er grágulur fölvi, eins og komið væri langt fram á haust. Og þarna, neðst á túninu, stend- ur lítið nýbyggt timburhús, ókunn- rxgt og framandi, eins og túnið. Allt er fjarlægt augum hans og hann sér sem i þoku. Eitt er honum þó ljóst. Nýja burstin á Núpárvöllum, hinn óhugnanlegi svipur hennar, er orðinn að köldum raunveruleika, hérna, heima í Skjóli. Hann gengur inn á túnið og bein- ustu leið heim að gai^ila bænum. Túnið er vaxið hálfföllnu, guln- uðu grasi, eins og það hefði ekki verið slegið í sumar og þarna eru nokkrar kindur á beit inni i miðju túni. Hvers konar búskapur er það, sem hér er rekinn? Það er hrópleg synd, gegn öllu, sem heilagt er, að búa þannig að jörðinni. Og hann fyllist sársaukakenndri reiði í garð hins nýja ábúanda. Hann er kominn upp á hólinn og bærinn blasir við. En bærinn — guð komi til — liann sér engan bæ. Hálfhrundar moldarrústir mæta augum hans, kolsvartur, ömurlegur óskapnaður í kvöldhúminu. Þórður Þórðarson kiknar i hnjá- liðunum og það er sem hann muni hníga niður. Hugsanir hans komast í uppnám og hann veit ekki sitt rj úkandi ráð. Gamli bærinn i Skjóli, bærinn hans, ekki lengur til. Hvers konar hermdarverk hefir hér verið unnið og hver hefir framið þaö? Hann snýst á hæli og gengur hratt ofan túnið, i átt til nýja hússins. Hann verður að hitta einhvern, verður að fá að vita allan sann- leikann, tafarlaust. Hann ber að dyrum hússins, en enginn svarar. Hann ber öðru og þriðja sinni, án árangurs. Þá tekur hann í handfangið, en hurðin er læst. Um leið veitir hann því at- hygli, að fyrir öllum gluggum eru hlerar. Mannlaust hús. Enginn eimur úr reykháf. Ekkert lífsmark sjáanlegt. Ekkert, sem bendi til þess, að hér hafi nýlega verið um gengið. Sum- arbústaður. Hann styður sig upp að hús- veggnum og honum dimmir fyrir augum. Þannig er það þá. Það er ekki lengur búið í Skjóli. Til þess er hann kominn um þúsund mílna veg, að sjá hér aðeins hrundar rúst- ir æskuheimilis síns. Hægum, þungum skrefum gengur hann aftur upp túnið, áleiðis til bæjarrústanna. Hann stígur hljóðlega inn á milli hruninna veggjanna. Hér heyrist ekkei't skóhljóð, þótt gengið sé yfir gljúpa moldina. Hér voru bæjargöngin, hér skál- inn og hér litla stofan. Fyrir þess- um húsum mótar nú ekkert. Hann veit aðeins að þau voru hér. Hann gengur innar, allt til gömlu baðstofunnar. — Veggir hennar standa að mestu óhaggaðir, en gólf- ið er þakið rofhnausum og mold. Hvergi sést svo mikið sem ein spýta, ekki smásprek. Ekkert, sem minni á það sem var. Aðeins mold og grjót — grjót og mold. Hann svimar við þessari viður- styggð eyðileggingarinnar, þessari dapurlegu eyðimörk dáinna vona og hann staulast stii'ðum fótum út úr rúsíunum. Hann gengur austur fyrir bæinn og á bak við hann. Hér stendur baðstofuveggurinn, grasi gróinn og baldursbrá sem áður. Og fjósvegg- urinn, austur af honum, stendur líka óhaggaður. Nýr, heitur straumur fer um sál gamla mannsins. Litla hornið hér móti suðri og austri, helgidómur litlu systkinanna í Skjóli, bíður hans hér enn, ósnortið af eyðilegg- ingunni. Hann sezt niður í grasið í krókn- um þar sem veggirnir mætast. Hann ætlar að jafna sig ofurlitið. Nógu erfið muxi honum samt verða gang- an héðan í kvöld. Það er byrjað að falla á. Jörðin er þegar orðin rök og svöl. Ilm hálffallinna haustgrasa leggur að vitum hans. Það er sem hann finni sjálfan sig á ný. Hér er allt eins og það áður var. Gömlu, grónu veggirnir hafa staðið vörð um þenna litla blett. Enginn hefir dirfzt að hagga hér við neinu. Eftir allt saman er hann þá loksins kominn heim. Einmitt svona hefir hann oft- sinnis setið hér undir veggnum og lítil stúlka leikið sér i grasinu við fætur hans. Þau áttu ein þennan stað. Hann var þeirra heimur og himnaríki. Marga fagra festina knýtti hann systur sinni hér, úr leggjum nýút- sprunginna fííla, skreytta blómum þeirra. Hann svipast um. Engan fífil er að sjá, en fáeinar biðukollur kinka til hans berum skalla. Hann seilist til þeirra, slítur nokkrar þeirra upp og tekur að binda festi úr leggjum þeirra. Það verður víst ekkert skrautleg festi, en hún skal vera vel gerð, góð festi, þrátt fyrir allt. Hausthúmið greiðist í sundur, leysist upp og verður gagnsætt. Það er aftur orðið albjart. Sólin skín í heiði. Loftið ómar af fuglasöng. Túnið er alþakið sóleyjum og fífl- um. í horninu bak við baðstofuvegg- inn situr hálfvaxinn drengur og knýtir festi úr fííialeggjum fyrir litla systur sína. Snemma næsta morgun koma tveir menn með jarðýtu inn að Skjóli. Þeir eiga að ryðja niður bæj- arrústunum og jafna yfir þær. Áður en þeir hefja verk sitt ganga þeir til athugunar umhverfis vjnnustaðinn. í króknum bak við gömlu bað- stofuna finna þeir ókunnan, gaml- an mann. Hann situr þar upp við vegginn og starir stirðnuðum aug- um móti sólaruppkomunni. Við hlið hans liggur lítil handtaska. í skauti hans hálfknýtt festi úr fíflaleggj- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.