Tíminn - 07.01.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.01.1955, Blaðsíða 3
4. blað. TÍMINN, föstudaginn 7. janúar 1955. 3 MARÍA MARKAN syngur gestur í óperu Þ j óðleíkhússins Þj óöleikhúsið kvaddi blaða menn til sýningar á óper- unum 2. nýársdag af því til- efni, að María Markau söng sem gestur Þjóðleikhússins hlutverk Santúzzu í Cavall- ería Rusticana. Um sýningu þessa má yfir höfuð segja það, að meðferð söngvara og leikara hefir tek ið framförum frá frumsýn- ingu; ýmsu smávægilegu í sviðsetnirígu óg leikbrögðum breytt til batnaðar og sýn- ing öll. orðið.fastari í sviðum. Mun þessu svo háttað nú, sem venja er til um allar leik- sýningar, að þær taka fram- förum. — Dómur um frum- sýningar. er því ávallt hæpinn fullnaðardómur. Þorsteinn Hannesson virt- ist við írumsýningu ekki vel fyrirkahaður. Nú voru tilþrif hans bæði í söng og leik með öðrum og öruggari hætti og vakti hann óskipta hrifningu leikhúsgesta. Um það mun ekki verða deilt, að María Markan er mesta raddkona, sem íslend- ingar hafa eignast, síðan er sönglíf á íslandi færðist til þess háttar ,að lærðir söngv- arar tóku að koma fram í op- inberum söngskemmtunum og var rödd hennar strax bæði mikil og fögur. — Hún hlaut á löngum námsferli mikla þjálfun ekki einungis sem konsertsöngkona, heldur og sem óperusöngkona í Þýzka- landi, Danmörku og Englandi. En hún brá snemma ráði sínu og yfirgaf óperuna. Munu nú 13 ár liðin, síðan er það gerð- ist og mun hún ekki á því skeiði hafa ástundað viðhlít- andi þjálfun, svo sem nauð- syn ber til öllum þeim, er stefna til hárra marka. — Mörgum mun því hafa þótt það nokkurt dirfskuráð af hennar hálfu, er hún nú tók að sér að syngja hlutverk Santúzzu í Cavellería Rústi- cana, endá er hlutverkið ekki við hennar hæfi fyrir aldurs sakir. Hinsvegar varð það bert að María stendur á gömlum merg sem óperusöngkona; framburður skýr og röddin enn næstum óskert að fegurð og magni einkum þó, er hún j er studd hljómsveit og kór- um. Það varð og bert, af fagn- aðarlátum leikhússgesta, að María á miklum vinsældum að fagna sem söngkona og myndi hún enn, að hæfilega völdu hlutverki, lengi verða hlut- geng á íslenzku óperusviði. Þessi óperusýning vottar, að við eigum upprennandi óperu- söngvara þar sem eru þau Guðmundur Jónsson, Guðrún Á Símonar og Ketill Jónsson, sem með áframhaldandi radd og leikþjálfun munu ná til hárra marka. — Þorsteinn Hannesson er nú þegar viður- kenndur óperusöngvari meðal Breta og mun enn vaxa. Jónas Þorbergsson. um launamá! Greinargerö í tilefni af umræðum þeim sem orðið hafa að undan- förnu í blöðum um launa- mál opinberra starfsmanna, óskum við undirritaðir full- trúar B.S.R.B. í launamála- nefnd að taka fram eftirfar- andi: 16. þing B.S.R.B. sem hald ið var i nóvembermánuði s.l. gerði samþykktir um launa- bætur til bráðabirgða, er fólu í sér eftirtalin megin- atriði: 1. Full verð'laigsuppbót yrði greidd á öll laun opin- berra starfsmanna. 2. Grunnlaunauppbætur þær, sem ríkisstarfsmenn hafa fengið (10—17%) yrðu hækkaðar til samræmis við grunnlaunahækkanir, sem aðrar launastéttir hafa feng ið frá því grundvöllur gild- andi launalaga var lagður, og yrði srmii hw72draðshluti greiddwr á öll lau?i. 3. Að sérstakar ráðstafan- ir yrðu gerðar til að bæta laun þeirra starfsmanna, sem verst eru settir og búa Við mest ranglæti i launa- kjörum. í sérstakri samþykkt var ennfremur krafist að grunn- kaupshækkanir og launabæt ur næðu til yfirvinnu. Er sýnt þótti, að ný launa- íög yrðu ekki sett á yfirstand andi * þirígi, né heldur að teknir yrðu upp beildarlauna samningar, var leitað eftir að fá bráðabirgðalausn á grundvelli ofanritaðra sam- þvkkta. Vi55 samnJÍpgaumleitanir þær, er fram fóru í launa- málanefnd um miðjan des. s.l., miiii fulltrúa ríkisstjórn arinnar annarsvegar og full trúa B.S.R.B. hinsvegar, kom það fram aö ríkisstjórnin treystist ekki til að koma á móts við fyrstu kröfu banda lagsins, — um fulla verðlags uppbót. Hinsvegar var síð- asta boð ríkisstjíórnarinnar á þá leið að greiða 20% upp- bót á öll laun frá 1. jan. 1954 í stað þeirra 10—17% upp- bóta, sem greiddar hafa ver- ið. Ennfremur var lofað end- urskoðun á kaupi fyrir eftir- vinnu. Þetta tilboð ríkisstjórnar- innar mun hafa verið byggt á útreikningum Hagstofu ís- lands um launabreytingar frá 1945 (þegar launalög voru sett) er sýna að grunn- laun stétta þeirra, er laun tak.a samkvæmt samningum á frjálsum yinnumarkaði, og helzt sambærilegar við opin bera starfsmenn hafa hækk- að um 23,6—25,7%. Samkv. þessum útreikningum þurfti því 6—9% grunnkaupshækk un til handa lægstu launa- flokkunum, til þess að þeir næðu tölulega sömu launa- hækkun og náðst hefir með frjálsum samningsrétti. Lokatilttoð ríki|sstjé|rnar- innar nam 6% grunnkaups- 'nækkun, frá því sem greitt hefir verið í þessum launa- flokkum, ef miðað er við upp bætur á laun ársins 1955, enda þótt ríkisstjórnin teldi sér hagfelldara að greiða hana sem uppbót á 24 mán- uði, og færa hana til gjalda á tvennum fjárlögum. Með hliðsjón af framan- greindum staðreyndum töldu (Framhald & 6. síðu.) Happdrætti Háskóla íslands Sala í 1. flokki er hafin L7mboðsmenn í Reyhjavík: . ~ Arndís Þcivaldsdóttir, kaupk., Vesturg. 10, sími 82030. Elís Jónsson, kaup., Kirkjuteigi 5, sími 4970. Guðlaugur & Einar G. Einarssynir, lögfr., Aðalstr. 18, sími 82740 Guðrún Ólafsdóttir, frú, Þingholtsstræti 1, sími 2230. Helgi Sívertsen umboðsm. Austurstr. 12, sími 3582. Pálína Ármann, frú, Varðarhúsinu, sími 3244. Ragnhildur Helgad., frú, (Verzl. Skálinn, Laugav. 66. sími 4010 Þórey Bjarnadóttir, frú, Bankastr. 8, sími 3048. Umhoðsmenn í Hafnarfirði: . Valdimar Long, kaupm. Strandg. 39, sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, Strandg. 41, sími 9310. 35000 númer — 11333 vinningar Vinningar samtals kr. 5 880 000,00 Athugið: Viðskiptamenn hafa forgangsrétt að fyrri númerum sínum til 10 .jan. gegn framvísun 12. flokks miðanna. Eftir þann dag er umboðsmönnum frjálst að selja öll númer. Þar sem happdrættið var nálega uppselt síðastliðið ár, hafa umboðsmenn mjög fáa miða handa nýjum viðskiptamönnum. Þeir munu því neyðast til að selja þá miða, sem ekki verða teknir í síðasta lagi 10. janúar, strax á eftir. Látið ekki happ úr hndi sicppa. VItjjið miða t/ðar í tœka tíð. Fiðlutónleikar Isaac Stern Fyrstu tónleikar Tónlistar- félagsins á þessu ári hófust með tónleikum fiðlusnillings- ins Isaac Stern í Austurbæjar bíói í fyrrakvöld. Glæsilegri byrjun er ekki unnt að hugsa sér. Drottning hljóðfæranna, fiðlan, er eitt vandasamasta, nákvæmasta og yndislegasta hljóðfærið og með henni er hægt að túlka flestar mann- legar og yfirmannlegar tilfinn ingar. Söngröddin ein nálgast hana í tjáningarhæfni, fegurð og fínleika, og þá með aðstoð hins talaða mannlega máls. Tónlistin hefir verið talin mál englanna, og þó að Isaac Stern sé ekki enn þá í þeim flokki og verður væntanlega ekki um langan aldur, þá er hann frá sömu deild föður- húsanna og málið kann hann til fullnustu. Tækni hans og tónmeðferð voru svo fullkomin, að hann lék eins og sá, sem valdið hef ir. En þó að sá ytri búnaður væri svo glæsilegur sem raun bar vitni, var hitt þó meira um vert, að hér var á ferðinni maður, sem hafði frá miklu að segja, og vissi nákvæmlega hvernig átti að segja það,. og frásögnin kom frá hjartanu. Tónleikarnir hófust með hinu undurfagra Adagio eftir Haydn. Lék hann það látlaust og þýtt með þeim einkennum hins mikla anda, sem sér feg urðina í þvf, sem einfalt er og fábrotið og yfirlætislaust. Síð an komu aðalréttirnir, fyrst sónata í d-moll eftir Brahms, sem veitti tækni hans, túlkun og skaphita fullt athafna- frelsi. Um tækni hans er það að segja, að hún er öll svo létt, leikandi og þrungin yndis- þokka, að erfitt er að gera upp á milli hinna einstöku þátta hennar. Tvígripin, bogatækn Með námslqeiði þessu er einkum stefnt að því að finna og æfa beztu aðferðir við að kenna hagkvæmustu vinnubrögð í ýmsum grein- in (spiccato, arpeggio) og pizzicato, allt er jafn framúr skarandi fágað og fullkomið. Túlkun hans á sónötunni var einnig djúpskyggn og hríf- andi. Þar næst var hin víðkunna Chaconna eftir Bach, talið vera eitt af tæknilega erfið- ustu, en um leið fegurstu verk úm fiðlutónmenntanna. Lék hann hana svo hratt, að undr um sætti, en hvergi skeikaði honum eða varð fingraskort- ur. Hins vegar setti túlkun- inni nokkuð ofan vegna hrað ans. Eftir hlé var efnisskráin af léttara taginu, eins og vera ber með eftirréttina. Þó var (Framhald á 6. slðu) um starfsíþrótta, en þær ná orðið yfir mörg svið atvinnu lífsins á Norðurlöndum, t.d. kvikfjárrækt, garðrækt, skóg (Framhald & 7. slðu). Boðið á námskeið í verk f ækni og verkstjórn í Svíþjóð Námskeið í verktækni verður haldið á vegum norrænna starfsíþróttafdlaga 14.—26. febr. n. k. í Unnestads lant- mannaskola, Skáni í Svíþjóð. Vel verður til námskeiðsins vandað, en þátttaka takmörkuð við sex frá hverju landi. Aðalkennari verður norskur læknir, Birger Tvedt, frá Or- topedísk Institutt í Osló.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.