Tíminn - 23.01.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.01.1955, Blaðsíða 4
 TÍMINN, sunnuðaginn 23. janúar 1955. 18. blaft. SKRSFAÐ OG AFAÐ í blöðum stjórnarandstæð- inga getur nú stundum að lesa þær fullyrðingar, að við reisnarráðstafanir þær, sem gerðar voru á árinu 1950 und ír forustu stjórnar Steingrims Steinþórssonar, hafi mis- heppnast. Lítil rök eru þó færð að þessum fullyrðing- um, enda stangast þær á við staðreyndir. Þegar stjórn Steingríms Steinþórssonar kom til valda, var ástandið í höfuðatriðum á þessa leið: Útflutningsat- vinnuvegirnir máttu heita stöðvaðir, þrátt fyrir miklar uppbætur úr ríkissjóði. Árleg ur halli á ríkisrekstrinum nam mörgum tugum millj-1 ónum króna og hlóðust upp I lausaskuldir hjá ríkinu, svo að það mátti raunverulega I teljast gjaldþrota. Þrátt fyr-, ir Marshallframlögin, var gjaldeyrisjöfnuðurinn við út lönd svo óhagstæður að halda varð uppi strangari höftum og skömmtun, en nokkru sinni fyrr og síðar. Stjórn Steingríms Stein- þórssonar tók því sannarlega við óglæsilegum arfi, sem fyrst og fremst var afleið- ing af stjórnarháttum ný- sköpunarstjórnarinnar, en með haftaaðgerðum og öðr- um bráðabirgðaráðum hafði stjórn Stefáns Jóh. Stefáns- sonar tekizt að fresta því um nokkurt skeið, að syndir fyr- irrennara hennar leiddi til fulls öngþveitis. Nú var það ekki lengur umflúið. Viðreisnin, sem bar tilætlaðan árangur. Stjórn Steingríms Stein- þórssonar hófst handia um markvissar viðreisnarráðstaf anir. Með gengislækkun, sem var orðin óhjákvæmileg af- leiðing fyrri stjórnarhátta, var hlutur útflutningsfram- leiðslunnar réttur. Hafist var jafnframt handa um að rétta við fjárhag ríkisins. í stór- um dráttum náðist eftir- greindur árangur af við- reisnarstarfi stjórnarinnar: Rekstur útflutningsfram- leiðslunnar var tryggður og þannig tryggð næg atvinna í landinu.' Rekstur ríkisins va.r gerður hagstæður. Stór- lega var dregið úr öllum höftum og skömmtun afnum in. Marshallsframlögin fóru til þess að koma upp stærstu orku- og iðnfyrirtækjum í landinu, en ella hefðu þau farið í súginn. Aðrar fram- kvæmdir voru jafnframt meiri í landinu en nokkru sinni fyrr og þó einkum ræktunarframkvæmdir og efling atvinnulífsins í mörg um sjóþorpum og káuptún- um. Óhætt má segja, að árin 1951—54 hafi verið ein hin mestu framfara- og velmeg- unarár á íslandi. Það var að þakka stefnubreytingunni 1950. Hins vegar höfðu þau orðið hin mestu kreppu- og atvinnuleysisár, ef óbreyttri stefnu hefði verið fylgt. Stefnubreytingin 1950 bar því vissulega tilætlaðan á- rangur. Mistök, sem ber að varast. Rökin fyrir því, að stefnu- breytingin 1950 hafi ekki heppnast, eru nú einkum þau að horfur séu tvísýnar fram- undan og jafnvel hætt við nýrri gengislækkun. Þetta stafar þó vissulega ekki af Vlðreisn fjárhagsins 1950. — Mistök, sem nú þarf að forðast. — Hversvegna er samvinraa við íhaEdið neyðarúrræði? — íhaldið og sprengi- flokkurinn. — MálaradeiSan. Sextugsafmæli Davíðs Stefán-sonar, skálds, var minn-t um allt land í fyrradag. í tilefni skáldinu mikið af lcvölddagsskrá sínni.Þjóðleikum skólum landsins og ríkisútvarpið helgaði skáldinu mikið af kvölddagskrá snni. Þjóðleikhúsið hafði sérstaka hátíðasýningu á Gullna hliðinu. Myndi'n er tekin í lok sýningarinnar, er þjóðleikhússtjóri árnar skáldinu heilla. því, að það hafi ekki verið rétt, sem gert var 1950, eða að það hafi misheppnast. Engar ráðstafanir eru þann ig, að þær geti ráðið bót á öllum vanda fyrir langan tíma. Nýjar aðstæður geta skapast eða mistök átt sér stað, er spilla árangri rétt- mætra ráðstafana. Slík mis- tök hafa t. d. gerst eftir seinustu stjórnarskipti, þeg- ar fjárfestingunni var gef- inn of laus taumur. Þvi vofir nú yfir svipuð of- þennsla og á tímum nýsköp unarstjórnarinnar, en afleið ing hennar þá voru höftin á árunum 1947—’49 og síðan gengisfallið 1950. Þess vegna verður nú að gera ráðstafan- ir til að draga úr þenslunni. Þá væru það enn alvarlegri mistök, ef verkalýðssamtökin tækju það ráð að knýja fram meiri kauphækkanir en at- vinnuvegirnir gætu borið. Afleiðing þess yrði áreyðan- iega ný gengislækkun. Hins vegar virðist engin ástæða til að óttast gengislækkun nú, ef verkalýðssamtökin gæta hófs í kröfum sínum og beina þeim einkum inn á þá braut að fá fram verðlækkanir, sem eru hinar einu raun- verulegu kjarabætur. Samvinna, sem er neyðarúrræði. Morgunblaðið hefir undan farið rætt nokkuð um þau ummæli Tímans, að sam- vinnan við Sjálfstæðisflokk- inn væri neyðarúrræði. Mbl. þykist górast mjög klókt í því sambandi og varpar fram þeirri spurningu, hvort Fram sóknarmenn telji þær fram- farir, sem unnið hafi verið að undanfarið, neyðarúrræði. Vissulega ekki, enda hafa flestar þeirra verið knúðar fram af Framsóknarflokkn- um og verið skilyrði hans fyr ir stjómarþátttöku. Þessum framförum hefðu Framsókn- armenn alveg eins komið fram ef þeir hefðu t. d. unnið með Alþýðufl. og þeir haft þingmeirihluta samanlagt. Þær hefðu þá alveg eins ver- ið skilyrði af hálfu Framsókn armanna og er engin ástæða til að ætla, að Alþýðufiokk- urinn hefði tekið þeim ver en Sjálfstæðisflokkurinn. Hins vegar er ástæða til að ætla, að jafnframt hefði þá verið hægt að draga úr ýmsu milliliðaokri og braski, sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur verndarhendi yfir, og ekki verður unnið gegn í sam- starfi við hann. Það er af þeim ástæðum, sem samvinna við Sjálfstæðisflokkinn er neyðarúrræði. Aðstæður, sem þurfa að breytast. Vegna þess, að Sjálfstæðis flokkurinn heldur verndar- hendi yfir ýmsu milliliða- braski, hefði verið æskilegt að samstarf gæti nú tekist með öðrum flokkum til að ráða bót á þessum misfell- um. Slíkt hefir hins vegar ekki verið mögulegt undan- farið, því að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkur inn hafa ekki haft meirihluta saman, og Sósíalistaflokkur- inn hefir verið ósamstarfs- hæfur. Hann hefir verið og er undir stjórn Moskvu- kommúnista, sem gera það að samstarfsskilyrði að rofin sé öll samvinna við vestrænar lýðræðisþjóðir og ísland verði eina varnarlausa landið í veröldinni. Þessar aðstæður hafa gert það að verkum, að ekki hef- ir verið um annað að velja fyrir Framsóknarflokkinn en samstarf við Sjálfstæðisflokk inn eða að láta skapast stjórn leysi. Sem ábyrgur flokkur hefir Framsóknarflokkurinn heldur kosið fyrri kostinn, enda tekist á þann hátt að koma ýmsu góðu til leiðar, sem ella hefði verið ógert. Margt annað hefði hins veg- ar getað farið á betri veg, ef annað samstarf hefði ver- ið mögulegt. Eigi að takast að koma á samstarfi lýðræðissinnaðra í- haldlsandstæðinga, verður það ekki gert örugglega á annan veg en að auka þing- styrk Framsóknarflokksins. Hann er eini íhaldsandstæð ingurinn, er hefir mikla möguleika til að vinna þing- sæti af Sjálfstæðisflokknum. Þetta þurfa allir þeir að gera sér Ijóst, sem vilja losna við hin óheilbrigðu áhrif milli- liðanna úr stjórn landsins. íhaldið og sprengiflokkur þess. Morgunblaðið gerir sér nú mjög tíðrætt um það, að Her mann Jónasson taldi í ára- mótagrein sinni, að þeir menn, sem hafa fylgt Þjóð- varnarflokknum, ættu að koma til samstarfs við um- bótamenn landsins, en ættu ekki að einangra sig i nýju flokksbroti, er aldrei gæti orðið meira en sprengiflokk ur, sem hjálpaði íhaldinu. Mbl. virðist falla sú til- hugsun mjög illa, ef Þjóð-• varnarf lokkurinn hj aðnaði út af og íhaldið gæti engin not haft af spfengiframboð um hans í næstu kosningum. Ótti íhaldsins við þetta er nú líka vaxandi vegna þess, að alltaf verður kunnugt um fleiri og fleiri menn, sem hafa fylgt Þjóðvarnarflokkn um um stundarsakir, en hafa nú yfirgefið hann eftir að þeim varð Ijóst, að h'ann gat ekki verið til annars en að sundra vinstri mönnum og hjálpa íhaldinu á þann hátt. Eðlileg leið þessara manna er aö skipa sér í sveit með Framsóknarflokknum', sem er öflugasti andstæðingur í- haldsins og einn getur unn- ið þingsæti af því í næstu kosningum. Því meira, sem Mbl harm ar það, að of lítið verði úr sprengiflokknum, því aug- ljósar verður þessum mönn- um það, að með því að styðja hann,eru þeir að þjóna í- haldinu og engu öðru. Rómarsýningin og deila málaranna. Talsvert er nú rætt manna á meðal um hina fyrirhuguðu listasýningu 1 Róm og þátt- töku íslendinga í henni. Án efa þykir öllum það leiðin- legt, ef deilur málaranna verða til þess, að sumir helztu listamenn landsins verða útilokaðir. Engir myndu fagna því, nema þá málararnir, se(m vilja kom ast í skarðið og er því senni lega ósýnt um, þótt þannig fari. Afleiðingin yrði hins vegar sú, að íslenzk list yrði mun ver kynnt á þessum vett vangi en ástæða er til. í þessu sambandi, væri vel þess vert að kynna sér, hvernig hinar Norðurlanda- þjóðirnar haga vali listaverk anna. Vel má vera að þar fengist fordæmi, sem sam- komulag gæti orðiö um. Sam kvæmt norskum blööum er undirbúningurinn í Noregi allvel á veg kominn. Gert er ráð fyrir, að ekki verði sýnd listaverk, nerria eftír 15—20 norska listamenn og verða engir hinna yngri lista manna með, þótt Norðmenn eigi marga unga, efnilega listamenn. Ástæðan er sú, að valið er eingöngu bundið við þá, sem hlotið hafa fulla við urkenningu. Með því er val- ið gert auðveldara, því að erf itt er að velja á milli margra hinna ungu. Svipur sýningar innar verður líka ruglings- legri og ósamstæðari ef tek- in eru verk eftir marga, og örðugra er þá einnig að láta helztu listamennina njóta sín. B. S. S. R. B. S. S. R. Orðsending Þeir, sem hafa hug á að festa sér íbúðir á vegum félagsins á þessu ári, eru beðnir að gefa upplýsingar um óskir sínar i skrifstofu félagsins, Lindargötu 9A, III hæð, herbergi nr. 5, kl. 17—18 virka daga aðra en laug- ardaga. Nauðsynlegt er að upplýsingar séu gefnar fyrir 29. þ. m. Ekki svarað í sima um þessi atriði . Stjórn B. S. S. R. i.'djji-..i'/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.