Tíminn - 28.01.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.01.1955, Blaðsíða 4
€. TÍMINN, föstudaginn 28. janúar 1955. 22. blað, Úr engri sýslu landsins munu hafa komið svo marg- ir og góðir læknar og úr Húnavatnssýslu. Meðan þeir nafnar voru uppi og á létt- asta skeiði, Guðmundur Magn ússon, Guðmundur Björns- son og Guðmundur Hannes- son, þóttu þeir vart eiga sína jafningja í læknastétt lands ins, snjallir í sinni mennt, gáfaðir menn og fjölhæfir er mjög sópaði að, víðar en inn an sinnar stéttar. Enn fleiri voru þeir hinir gömlu garp- ar og stendur nú einn eftir, hin hálfníræða höfuðkempa, Jónas Kristjánsson. Sumir kunnustu læknar landsins eru enn af húnvetnsku hergi brotnir og þar stendur i fremstu röð sá maður, sem nú fyllir sjötta tuginn aldurs áranna, Páll Kolka héraðs- læknir á P-iönduósi. Húnvetningar hafa lítt fengið að njóta sjálfir snill- inga sinna í læknastétt. Þeirra starfssvið hefir verið annars staðar. En fyrir tutt- ugu árum fengu Húnvetning ar „innfæddan" lækni, er Páli Kolku var veitt Blöndu- ósshérað vorið 1934 og hér hefir hann starfað síðan. Páll er fæddur á Torfalæk á Ásum 25. jan. 1895, sonur Guðmundar Guðmundsson- ar bónda þar og Ingibjargar Ingimundardóttur smá- skammtalæknis 'Sveinssonar. Standa að honum kunnar húnvetnskar ættir, blandað- ar lengra fram nokkru skag- firzku og eyfirzku ívafi. Er á aðra hönd Bergmannsætt, en Geitaskarðsætt á hina. í föð urætt er hann fjórði maður frá Sigfúsi Bergmann á Þor- kelshóli og að þriðja og fjórða að frændsemi við Guð mund Björnsson landlækni. Telur Páll sig hafa sótt mik- ið í Bergmannsætt. Er það efalaust rétt, en hitt mun og satt vera, að hann hefir ekki lítið úr móðurkyni, Spákonu fellsætt gömlu, sem er hlið- argrein Geitaskarðsættar. í þeirri ætt voru margir skarp greindir menn, fjölhæfir og fljóthuga sumir. Af þeirri ætt var Sölvi á Langamýri, Sclvason, víðkunnur og ágæt ur hagyrðingur á sinni tíð. Páll var ungur settur til náms og mennta. Faðir hans var góður bóndi og vel stæð- ur, en gáfur og námfýsi hafði hinn ungi sveinn hlot- ið í vcggugjöf. Veittist hon- um létt námið og tók jafnan Ihn beztu próf. Á skólaárum sínum tók hann töluverðan þátt í félagsmálum og var um skeið framarlega i starfi Kristilegs félags ungra manna undir handleiðslu hins ágæta manns og æsku- lýðsleiðtoga, séra Friðriks Friðrikssonar. Hefir alla stund síðan verið með þeim kær vinátta. Það mun hafa vcrið fyrir áhrif þaðan, að hann innritaðist í guðfræði- deild háskólans, en hafði þó um þær mundir mestan hug á því að verða húsameistari. En þar sem ekki þótti væn- legt þá um atvinnuhorfur í þeirri grein, sló hann þeirri hugsun frá sér. Kærði sig heldur ekki um að verða guð fræðingur og sneri sér að læknisstarfi. Sóttist honum það nám vel og lauk prófi með hárri I. einkunn 1920. En áður en það varð hafði hann tekið vígslu sína, ærið stranga, í læknisstarfi. Haust ið 1918 geysaði um Suðurland hin eftirminnilega og skæða farsótt, spánska veikin. Var þá mikil þörf lækna og nú var Páll sendur til aðstoðar gömlum lækni, Þorgrími Þórð Magnús Björnsson.: PÁLL V. G. KOLKA héraðsEæknir á BEönduósi arsyni í Keflavík, er lítt var | til sjúkravitjana fær. Páll \ varð að vera á ferli nætur og daga að sinna sjúkum og líkna þjáðu og dauðvona fólki, naut varla svefns eða matar og þótt hann legði sig allan fram, hafði hann varla við að gegna kalli þeirra er sjúkir biðu hans. Margir dóu þar í héraði og segist Páll þá hafa verið næst því kominn að örmagnast á læknisferli sínum. Ag loknu háskóiaprófi réð ist hann til Vestmannaeyja og stundaði þar lækningar. En brátt brá hann til utan farar til framhaldsnáms og j fór ekki gamaltroðnar götur, | því hann hélt til Vesturheims. | Var hann einn hinn fyrsti læknakandidat íslenzkur, er sótti framhaldsmenntun vest ur. Framaðist hann við lækna setur og sjúkrahús í New York og lagði einkum stund á ljóslækningar og skurð- lækningar. Var hann um eins árs skeið í utanförinni. í annað sinn sigldi hann til Þýzkalands og dvaldist þá í Hamborg. Seinna (1933) sótti hann læknaþing í Belg- íu og kom þá við í Hollandi og Lundúnum. í þessu sam- bandi má geta þess að 1950 bauð Þjóðræknisfélag Vestur -Lslendinga honum heim, til að ferðast um íslendinga- byggðir og flytja erindi. Því boði tók hann, fór víða og hitti fjölda íslendinga. Róm- ar hann mjög viðtökur og gestrisni landa vestr-a. Páll gerðist sjúkrahúslækn ir í Vestmannaeyjum og þótti heppinn og snjall skurðlækn ir. í Eyjum tók Páll allmik- inn þátt í opinberum mál- um, sat þar í bæjarstjórn í átta ár og var forseti henn- ar í fjögur ár. Lét hann þar mikið til sín taka og voru það einkum húsnæðismál og byggingar, er hann bar fyrir brjósti. Til að geta því betur túlkað skoðanir sínar og unn ið þeim fylgi, gerðist hann ritstjóri blaðs, er hét Skjöld- ur og síðar gaf hann út nokk ur tölublöð af blaði, er hann nefndi Gest. Kom þá þegar í ljós það, sem átti eftir að sannast enn betur, að hann var með ágætum pennafær og jafnframt ódeigur og harð skeyttur, ef í brýnu sló, en Pálí fannst þá, að ráðamenn Vestmannaeyinga væru svifa seinir og stuttstígir að ganga að lausn mála, er honum fannst nauðsyn að skjótt væri fram hrundið. En þrátt fyrir það, að nokkur gustur stóð af hinum unga lækni var hann þó vinsæll í Eyjum. Sást það bezt er hann flutti þaðan alfarið, vorig 1934. Þá gáfu Eyjabúar honum forláta góðan bíl að skilnaði. Eins og þegar er sagt, var Páli veitt Blönduósshérað 16. marz 1934. Miklar líkur eru til, að honum hefði staðið opin, þá og síðar, tekjumeiri og hægari læknisstaða. En hin ramma taug átthagaást- ar og ræktarsemi við heima- hérað drógu hann til föður- túnanna í Húnavatnsþingi. Vissi hann þó fullvel, ag þar yrði hann ekki lagður á silki svæfla eða rétt upp I hendur hvaðeina, er til þurfti að gera hig erfiða og ábyrgðar- mikla starf auðveldara Páll var nálægt fertugu, er hann kom aftur heim í Húnavatnssýslu eftir langa útivist, reyndur maður og fullþroska, búinn ag sýna hvað í honum bjó, en átti ó- unnin mikil verk og marg- vísleg. Þau var honum ætl- að að vinna heima. Er til Blönduóss kom var honum fengið til íbúðar gam alt timburhús og í því býr hann enn. Sjúkraskýli hafði íyrir rúmum áratug verið byggt áfast við læknisbústaö inn, einnig úr timbri og á flestan hátt mjög af vanefn- um gert að búnaði. Nú er það svo, að sökum orðstírs Páls í skurðlækningum hefir aðsókn verið allmikil að sjúkraskýli þessu og margar vandasam- ar aðgerðir verið framkvæmd ar þar. Það var því brýn nauð syn að fá fullkomnara og bet ur búið sjúkrahús í hérað- inu, sem jafnframt gæti ver ið athvarf gamalmenna. Um það voru flestir sammála. En það var fjarri stórhug Páls læknis og þeirra manna, er mestu réðu í héraði, að gera hér á málamynda-umbætur, eða hrækja upp einhverri kák stofnun, er úreltist fyrr en varði. Hér varð að reisa hér- aðsspítala, búinn fullkomn- um tækjum. Um þetta mál var hin ákjó^anlegasta sam- vinna læknis og héraðsbúa og á ótrúlega skömmum tíma hefir risið af grunni hinn myndarlegi héraðsspítali, skammt ofan við Blöndubrú. Þar hafa margir lagt hönd að, en forustuna hefir lækn- ir haft frá upphafi. Hann gerði sjálfur frumteikningu að þessari miklu byggingu og mestu hefir hann ráðið um gerð alla og svip hennar. Það er og víst að Húnvetningar hefðu tæplega fengizt jafn samtaka til slíks átaks, sem hér hefir verið gert, ef þeir hefðu ekki fyllilega treyst lækni sínum og viðurkennt kunnáttu hans, dugnað og mannkosti á starfssviði sínu. Páll Kolka læknir er fjöl- svinnur maður og margfróð- vr. Á margt hefir hann lagt gjörva hönd, margt lesið og mörgu velt fyrir sér. Hann er áhugamaður um þjóðmál og einkum menningarmál og hefir þar einatt kvatt sér hljóðs í ræðu og riti. Innan héraðsmál hefir hann einn- ig látið til sín taka og hefir átt sæti í sýslunefnd síðan 1938. Hann var einn af for- göngumönnum að stofnun sögufélagains Húnvetningur 1938 og í stjórn þess frá upp hafi. Nú er hann formaður þess. Um forgöngu hans í heil brigðismálum er þegar getið og að mörgu fleiru hefir hann komið. Páll læknir er skapríkur maður og fljóthuga stundum, ógjarnt að velkja lengi með sér það sem í hugann kemur og á skapið orkar, hrifnæm- ur, hugkvæmur og skjótráð- ur og mundar ekki lengi brandinn ef brugðið hefir. Finnist honum þörf að her- týgjast og leggja máli lið, eða kveða annað niður, er ekki um vangaveltur að ræða hjá honum eða tvístíganda. Hann stígur í ræðustól, eða það sem oftar verður, þrífur pennan. Það er einmælt um Pál lækni, að hann sé afburða ritsnjall, hugmyndaríkið mikið, orð- i burði gnótt og skáldleg tilþrif jafn an tiltæk, tungutakið mjúkt, málfarið íslenzkt og oftast rismikið. Gróðurlaus flatn- eskja finnst ekki í stíl hans. Ef í odda skerst og Páli er mikið í hug, sem einatt hef- ir komið fyrir, er hann her- skár og tannhvass, manna vígreifastur og sparar þá hvorki sig né aðra. Hefir sum um þótt það með ólikindum, því varla getur viðræðubetri mann. Þeir eru því til, sem hugsað hafa líkt um hann og séra Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað sagði um Jón Ólafsson, ritstjóra, er ekki þótti aldæla á ritvellinum: „Það er viðfelldnasti maður Jón, en hann má ekki ná í pennan sá skolli!“ Sem bet- ur fer er ritfrelsi hér i landi, enda hafa engin yfirvöld gert sig líkleg til að taka pennan af Páli lækni. Þótt hann hafi ritað hvassyrtar ádeilugreinar og jafnvel skammir, fyrirgefst honum meira en fléstum öðrum vegna ritsnilldar sinnar og stílfimi, sem oftast gneistar af. Hann er ekki maður á borð við þá blaðasnápa og rit skussa er sýknt og heilagt vaða elg og aur til knjáa og klofs og sletta óhönduglega saurnum einum. Þótt Páll hafi ritað ádeil- ur og dægurmálagreinar, eru þær ekki nema lítill hluti þess, sem eftir hann liggur í rituðu máli. Þess er þá fyrst að geta, að hann er skáld gott og hefir gefið út tvær Ijóðabækur, Hnitbjörg 1936 og Ströndina 1940. Auk þess hafa birzt Ijóð eftir hann í blöðum og tímaritum. Nokk- uð mun hann og eiga í hand- riti. Fyrir skemmstu hefir hann samið leikrit um Giss- ur jarl, veigamikig og sér- stætt. Er ekki heiglúm hent að ráðast á þann garð, en af mínu leikmannsviti finnst mér Páli hafa mjög vel tekizt að bregða Ijósi yfir þann fræga og umdeilda mann og sarntíð hans, ógnþrungna at og voveifleg tíðindi þeirrar umrótsmiklu aldar. Skilur hann það allt sínum skilningi og mun mörgum þykj a fýsilegt að kynnast þeirri bók. Hún er nú full- prentug og kemur út á sex- tugsafmæli höfundarins. Páll er ættfróður vel eins og glöggt kemur fram í bók hans Föðurtún. Hann er og þaulkunnugur Sturlungu og hefir skrifað langa grein um forfeður og framætt Hafliða Mássonar á Breiðabólstað í Vesturhópi. Er þar margt mjög skarplga athugað, en því miður hefir sú grein ekki verið prentuð: enn.: . Sú bók Páls, sem ef til vill heldur lengst á lofti nafni hans meðal Húnvetninga, er bókin Föðzírtún, sem kom út haustið 1950. Það er mikil bók og falleg, hátt á sjötta hundrað blaðsíður og hlaðin (Framhald á 6. síðu) Í5555SÍ5555555555555555Í555Í5555555Í55Í5555355Í5555555555555555555555555Í VIBRO-UNIVERSAL Framleiðir 200—240 steina á klst. Kostar ca 12—15 þús. kr. Benzín eða rafdrifin vibratcr. Stálmót fyrir 4y2 stein fylgja og aukamót fyrir milli- veggjastein og plötur má panta með. Útvegum steypwhrærivélar. TUNGUFELL H.F. Pósthólf 1137 — Sími 1373.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.