Tíminn - 30.01.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.01.1955, Blaðsíða 5
24. blað. TÍMINN, sunnudagimi 30. janúar 1955. S. Walter Lippmann: Réttur Bandaríkfanua til að verja Formósu SkúSi V. Guðjónsson próressor í Arösum Sunnud. 30. jan. Vilja Sjálfstæðis- rnenn ekki frjálsan bílainnflutning? Morgunblaðið er enn á ný byrjað að klifa á áhuga Sjálf stæðisflokksins fyrir frjálsum bifreiðainnflutningi. Jafn- framt lætur það líta svo út, að það standi á Framsóknar- flokknum, að bessi innflutn- ingur sé gefinn frjáls. í tilefni af þessu þykir rétt að rifja það upp, hvernig þetta mál stendur á Alþingi, og má bezt af því marka, hve rétt Sjálfstæðisflokkurinn hef ir að mæla. Þrír Sjálfstæðismenn fluttu svohljóðandi tillögu til þings ályktunar á þingi í haust: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að' veita frjáls an innflutning bifreiða". Skúli Guðmundsson flutti hokkru síðar breytingartillögu þess efnis, að umrædd tillaga væri orðuð á þennan veg: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að veita frjálsan innflutning bif- reiða, enda sé jafnframt tryggt, að bankarnir selji á hverjum tíma öllum þeim, er þess óska erlendan gjaldeyri til kaupa á bifreiðum“. Öllum má vera ljóst, að til- laga Skúla gengur stórum lengra i þessa áttina en tillaga Sjálfstæðismanna. Hún segir ekki aðeins aö umrætt írelsi skuli veitt, heldur einn ig að það skuli tryggt. Á ná- kvæmlega sömu lund var af- staðan í ríkisstjórninni á s. 1. sumrí, Það stóö aldrei á Fram sóknarflokknum að veita þetta frelsi, ef það væri jafn framt tryggt með yfirfærslu- skyldu bankanna. Hitt töldu þeir hins vegar betra að hafa þennan innflutning undir höftum en að veita frjálsræði, sem ekki reyndist annað en hafnið eitt. Hvað veldur því, að Sjálf- stæöismenn vilja aðeins veita frelsið en ekki tryggja það í þessu tilfelli? Þeir segjast þó álíta, að inn flutningur bifreiða muni ekki aukast, þótt hann verði gefinn frjáls. Hví geta þeir þá ekki fallizt á tillögu Framsóknarmanna? Ástæðan er augljós. Þeir trúa því ekki nema miðlungi vel, að nægur gjaldeyrir verði fyrir hendi til að fullnægja Ötakmörkuðum bifreiðainn- flutningi. Ef niðurstaðan yrði sú, en bílarnir samt á svo- kölluðum frílista, þýddi það í raun og veru, að bankarnir fengju, áð ráða því, hverjir flyttu inn bíla. Það, sem Sjálf stæðísmenn stefna að, er því sýndarfrelsi, sem í raun og veru þýddi það, að þeirra menn í bönkunum fengju raunverulega vald til að ráða úthlutun bílanna. Það, sem Sjálfstæðismenn stefna að í þessum efnum, er því ekki frelsi, heldur aukin haftayfirráð þeirra sjálfra. Ef Sjálfstæðismenn vilja af sanna þetta, eiga þeir auð- veldan leik á borði. Þeir geta nú á þinginu samþykkt tillögu Skúla Guðmundssonar. Það ætti að vera óhætt, ef sú full Eftirfarandi grein eftir W.alter Lippmann, sem er einn þekktasti biaðamaður Bandaríkjanna og er óliáður og frjálslyndur i skoðun- um, birtist í danska blaðinu „Poli- tiken“ á fimmtudaginn var, en hafði birzt daginn áöur í mörgum amerískum blöðum. Yfirlýsingar Dulles utanríkisráð- herra og Eisenhowers forseta um að Banc'htikin muni ekki verja Taehen-eyjarnar eða aðrar -.þær eyj ar, sem eru á valdi Chang Kai Sheks í Formósusundinu, marka þýðingar mikla stefnubreytingu Bandaríkj- anna í þessu máli. Fram að þeim' tíma höfðu Banda ríkjamenn ekki markað hernaðar- lega skyldu sina á þessu svæði, en höfðu kosið að halda heiminum í vafa. í öryggissáttmálanum við kínversku þjóðernissinnastjórnina á Formósu miðaðist varnarskyidan við Formósu og Pescador-eyjarnar. Sáttmálinn. felur ekki í sér nein loforð um aðrar varnir, þ. e ,a .s .hvað snertir eyjarnar úti fyrir kínverska meginlandinu. En í orð- sendingum þeim, er fóru á milli Dulles og utanríkisráðherra þjóð- ernissinnastjórnarinnar, segir, að „eftir að nánari viðræður hafi farið fram, komi til mála að Bandaríkin taki á sig varnir á öðrum svæðum“ — og er þar átt við Tachen-eyjarn- ar og fleiri eyjar úti fyrir strönd- inni. Bandaríkin eru því ekki skyld til að verja þessar eyiar, heldur hafa óbundnar hendur og geta hjálpað til við varnir þeira, ef þeim sýnist svo. Fyrir skömmu hóf Peking-stjórn- in eftirgrennslan á áformum Banda ríkjamanna í þessum málum og kom af stað vopnaviðskiptum á eyj unum fyrir utan Kínaströnd og gekk loks svo langt að taka eina þeirra (eina af Tacheneyjunum) her skildi meö sameinuðum aðgerðum landgönguliðs og flota. Þá kom að því, að Bandaríkjamenn gáfu upp stefnu sína og lýstu yfir því, að þeir myndu ekki verja eyjar þessar. Ákvörðun þessi var vissulega l'étt, en því miður var hún tekin undir erfiðum aðstæðum, sem ef til vill hefði verið hægt að komast hjá. Sú stefna, sem haldizt hafði fram að þessum tíma, reyndist röng, og Bandaríkin hafa því or.ðið að lúta í lægra haldi fyrir hernaðarlegum yfirgangi kínverskra kommúnista. Þar sem gildar ástæður lágu fyrir því, að það var aldrei ætlun Banda ríkjamanna að heyja stríð vegna þessara eyja, var það mikiil misskiln ingur að láta í veðri vaka að slíkt gæti, ef til vill átt sér stað. Þar að auki gaf forsetinn mjög lélegar skýringar á ástæðunni fyrir ákvörð un Bandaríkjanna, þegar hann dró varnarlínuna um Formósu og Pescadoreyjarnar, sem við munum verja, og allra annarra eyja á þessu svæði, sem við munum ekki verja Hann sagði, að Tacheneyjarnar og smáeyjarnar væru ekki „þýðingar- miklar fyrir varnir Formósu og Pescadoreyjanna". Þetta sjónarmið gefur það í skyn, að Bandaríkin hafi rétt til að skipta sér af málum í öörum heimshlutum af hernaðar yrðing þeirra væri rétt, að frjálsræðið muni ekkj kalla á aukinn innflutning. Reynist hún hins vegar röng í fram- kvæmdinni, er alltaf auðvelt að skipta um aftur. Nú á Sjálfstæðisflokkurinn völina til að sýna, að hann vilji raunverulega afnema höft og tryggja frelsi. Hann á völina til að sýna að hann vilji annað en sýndarfrelsi og aukin höft sér til handa. Það ástæðum — að höfuðstefna Banda- ríkjanna mótist út frá hernaðar- sjónarmiði en ekki af réttlæti. Þetta er hernaðarstefna í þess orðs fyllstu merkingu. Bandaríkin þurfa ekki að ílýja á náðir heri-iaðarstefnu til þess að halda á rétti sínum í þessum heims hluta. Annars haía hinir tveir eyja klasar ekki margt sameiginlegt. Formósa o^ Pescadoreyjarnar hafa á 20. öldinni tilheyrt Japan en ekki Kína. Það vcru Bandaríkin en ekki Kína, sem tcku þær af Japönum. í vopnahlésskilmáiunum 1945 og friðarsamningunum 1952 afsöluðu Japanir sér.öllum yíirráðum yfir eyjunum Formósu og Pescadoreyj- unum. En jafnvel þott Japanir hafi afsalað sér réttinum, heíir ekkert annað ríki ennþá öð’azt hann. Eyjarnar úti fyrir strönd kín- verska meginlandsins hafa hins veg ar alltaf verið kínverskar. Banda- ríkjamenn hafa rétt til setu á For- mósu og Pescadoreyjunum r,am- kvæmt friðarsamniiigunum. Banda ríkin hafa einnig rétt tii að sjá um a,3 „endanleg ákvörðun varð- andi eyjar þessar" verði ekki tekin með vopnavaldi, heldur með sam- þykki eyjaskeggja og þeirra stór- velda við Kyrrahaf, sem hagsmuna eiga að gæta. Þess vegna er amerísk herseta á eyjunum ekki gerð í því skyni að blantta sér inn í kín- versku borgarastyrjöldina, þar sem Formósa og Peseadoreyjarnar lúta ekki Kínverjum að lögum. En ef Bandaríkjamenn cripu í taumana á hinum eyjunum, væru það bein afskipti af borgarastyrjöldinni og það á kínversku lanai. Þess vegna væri sú ákvörðun að verja ekki kínversku eyjarnar 1 rauninni hár- rétt, ef hún hefði ekki verið grund völlu.5 af hernaöarþýðingu, heidur á lögum og rétti. Réttur Bandaríkjamanna til að verja Formósu og Pescadorevjarnar grundvallast á því, að þetta eru landssvæði, sem Japanir hafa misst tilkall til o? ákvörðun um fram- tíðaryíirráð þeirra hefir en« ekki verið tekin. Jafnvel þótt báðar kínversku stjómirnar hafi gert til- kall til Formósu, og jafnvel þótt Bandarikin hafi í Kairó-samning- unum lofað að aíhenda eyjuna til lýðveldisins Kína, hefir slíkt ekki átt sér stað enn þá og eyjan því ekki oi'ðin kinversk. Þess vegna getur seta Bandaríkjamanna á For mósu ekki talizt vera afskipti af kínverska borgarastríðinu. Af þessum ástæðum hafa Banda- ríkjamenn skyldum að gegna gagn- vart Formósu, án tiPits til þess, hvort þeir álíta Chang Kai Shek eða Mao vera formann hinnar lög- legu stjórnar Kína. Afstaða Banda ríkjanna gagnvart Formósu miðast ekkert við Chang Kai Shek, því að hann heíir aldrei fengið neinn lagalegan rétt yfir eyjunni, heldur er afstaðan grundvölluð á því að aftra nýrri heimsstyrjöld að brjótast út. Þetta mál er þess vegna al- heimsmálefni, vandamál, sem öll- um heiminum kemur við og allir ættu að standa saman um að leysa. verður áreiðanlega fylgzt vel með því, hvernig hann stenzt þetta próf. Geðvonskan í Mbl. í sam- bandi við þetta mál, skyldi þó ekki eftir allt saman stafa af því, að Mbl. sé illa við að láta flokk sinn ganga undir þetta próf vegna þess, að það óttast, að hann muni falla á því og hin raunverulega hafta stefna hans koma þannig í ljós. Doktor Skúli V. Guðjóns-! son próíessor og forstjóri heilsufræöi-stofnunarinnar í Árósum andaðist 25. þ. m. á sextugasta aldursári. Hann lætur eftir sig þrjár mannvænlégar dætur, er hann átti með síðustu konu sinni Melite Lassen, hinni á- gætustu konu. Er nú mikill harmur að þeim mæðgum kveðinn. Ég held ag ég liafi þekkt Skúla Guðjónsson betur en flestir aðrir. Kynni okkar hófust snemma og urðu mjög náin allt til æviloka hans. Við ólumst upp báðir í Skaga firði og vorum við nám sam- an hjá móðurbróður Skúla, Konráði Arngrímssyni á Ytri-Brekkum. Konráð var maður vel menntaður, gáfáð ur og ágætur kennari. Én hann var að jafnaði dulur og þurr .á manninn við ó- kunnuga — og þá, sem hann kærði sig ekki um að kynn- ast. — Hins vegar tryggur vinur og mesti æringi og manna fyndnastur í glöðum vinahópi. Þessum frænda sín um tel ég að Skúli Guðjóns- son hafi, um margt, verið allra manna likastur. Þótt Skúli Guðj ónsson væri þegar á unglingsaldri fámáll, vissum við það þó vinir hans, eða öllu fremur höfðum það einhvern veginn á tilfinningunni, að hann ætlaði sér ekki neitt lítið, fá- tæki pilturinn frá Vatnskoti. Hann íór suður í Menntaskól ann, og þótt enginn efaðist um, að gáfur hefði hann næg ar í veganesti, mun fáa hafa grunað yfir þvílíku vilja- þreki hinn hægláti piltur bjó. Viljaþrek Skúla Guðjónsson ar reyndist í senn svo ótrúlega magnþrungið og óbilandi að fyrir því urðu allar hindran- ir að víkja. Hverju því marki, er hann hafði einsétt sér, hlaut hann að ná. Þess er enginn kostur að rekja hér i þessum línum náms- og starfsferil Skúla Guðjónssonar — svo fjölþætt ur er hann og umfangsmik- ill. — En ég tel þó ekki rétt að ganga framhjá þessu atriði með öllu. Skúli Guðjónsson lauk em bættisprófi frá Háskóla ís- lands árið 1923. Var hann síð an um mánaðaskeið héraðs- læknir, en tekur þó embætt- ispróf í læknisfræði við há- skóla í Berlín árið 1924. Hann fór síðan til Danmerk- ur og vann þar margháttuö læknisfræðileg störf, — og semur þá doktorsritgerö er hann varði við Hafnarhá- skóla árið 1930. — Nokkru síðar gerir hann sér hægt um hönd og tekur enn eitt em- bættisprófið í læknisfræði, — þá við Hafnarháskóla. — Gerðist hann síðan prófess- or við háskólann i Árósum og forstjóri heilsufræðistofn unar, er danska ríkið setti þar á fót til rannsókna og kennslu. — Hefir danska rík ið einmitt fyrir skemmstu lokið við að byggja, með mikl um myndarskap, veglegt hús með fullkomnasta aðbúnaði í hvívetna, yfir þessa stofnun. Auk alls þessa entist hon- um traust og tími til þess að taka þátt í ótal alþjóðanefnd um, mæta sem fulltrúi Dana á fundum lækna í mörgum löndum. Hann ritaði tugi vís © indaritgerða í tímarit, al- fræðibækur og blöð. Það, sem hér er talið, mun nægja til þess að gera það ljóst, að ekki er ofsagt, að náms- og starfsferill Skúla Guöjónssonar sé lýsandi dæmi þess, flestum öðrum fremur, hvað komast má þeg ar hæfileikar og viljaþrek leggjast á eitt. Hér fór sam- an, fágætur námsferill og frábær starísferill. •— Það er ekki á færi neins meðalmenn is, að ryðja sér slika braut til æðstu virðingar í vísinda- grein, hjá framandi þjóð, sem stendur þjóða fremst í vísindaiökunum, ekki sízt í læknisfræði. — Þar eru kröf ur haröar og keppinautar nægir. — AÖ vísu er það ekki alltaf sérstaklega þakkar- vert, að komast langt með því að einbeita sér i hugsun og verki að alveg afmörkuðu verkefni — á kostnað al- mennrar menntunar og þekk ingar. Að sumum kann það að hvarfla, að Skúli Guðjóns son hafi hlotiö að verða að færa þessa fórn. — En það merkilega við feril hans var að þessu var alveg þveröfugt háttað. Þótt hann tæki öll þau próf, sem lýst er hér að íraman, skrifaði ritgerðir og ynni fyrir sér jafnhliða, vannst honum og tími til aö afla sér víðtækr- ar þekkingar á fjöldamörg- um sviðum, sem liggja utan læknisfræðinnar. Áhugamál hans voru óteljandi og flest þurfti hann að kryfja til mergjar. Hann hafði t. d. mikinn áhuga á listum og skáldskap. Hann var manna víðlesnastur í íslenzkum, nor rænum og þýzkum bókmennt um, — hafði næman og fág- aðan smekk. Sjálfur gerði hann sér það til dundurs síð ustu árin, i frístundum, sem fáir myndu ætla að hafi ver- ið margar, að yrkja ljóð og vísur, sem bera ótvírætt með sér að skáldgáfan var hon- um einnig léð — en lítt sinnt. Það var alveg sama hvað það var, sem Skúli Guðjóns- son tók sér fyrir hendur; — hann var alltaf logandi af á- huga, skyggndist djúpt, — gerði allt vel og nákvæmlega. Hann stundaði laxveiði hér heima seinustu árin — og sú íþrótt varð þegar að vísinda- grein í höndum hans. Það var unun að sjá hann hand- leika veiðistöng — og það tóku sjaldan aðrir fisk þar sem hann varð frá að hverfa. Vegferð þessa víkings er nú lokið. Skúli Guðjónsson átti fáa sína jafningja og enn færri sína líka. (Framhald á 6. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.