Tíminn - 26.02.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.02.1956, Blaðsíða 7
TÍMINN, sunmidaginn 26. febrúar 1956. 7 AFAD Þau tíðindi gerðust fyrir skömmu síðan, að sá maðurinn, sem talinn hefir verið einna fœrastur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sagði upp starfi sínu vegna ágrein- ings við framkvæmdastjóra og stjórn fyrirtækisins. Þessi maður er Gunnlaugur Pétursson fyrrv. sendifulltrúi,- Gunnlaugur réðist til Sölumið- stöðvarinnar fyrir nokkru síðan sem yfirmaður skrifstofu hennar i New York. Fyrst í stað mun liafa verið góð sambúð milli hans og forráðamanna Sölumiðstöðvarinn- ar hér heima, en á síðastl. ári reis ágreiningur milli Gunnlaugs og þeirra um sölur. Forráðamennirn- ir hér heima neituðu Gunnlaugi að selja, þegar hann áleit það rétt, því að þeir töldu von um hærra verð síðar. Dróst þannig lengi sala á allmiklum fiskbirgðum. Útkom- an varð sú, vegna þessa dráttar, að mun lægra verð fékkst fyrir fiskinn, þegar loksins var ákveðið að selja, en hægt var að fá, þegar Gunnlaugur vildi selja. Auk þess var þá ekki hægt að selja eins mikið magn og áður. í nokkur fleiri skipti mun hafa risið hliðstæður ágreiningur milli Gunnlaúgs og forráðamannanna liér heima. Kom svo að lokum, að Gunnlaugur vildi ekki lengur vera riðinn við þessa fisksölu fyr- ir vestan, þar sem hann taldi rangt á málum haldið hér heima, og sagði hann því stöðu sinni lausrí. Hann er nú fyrir noklcru hættur starfi sínu hjá Sölumiðstöðinni. Það talar sínu máli um þenn- an ágreining Gunnlaugs og for- ráðamanna Sölumiðstöðvariunar, að sala Sölumiðstöðvarinnar stór minnkaði í Bandaríkjunum á s. i. ári og eru keppinautar okkar nú óðum að vinna þá markaði, sem við höfðum þar. Ef svo heldur áfram, sem nú horfir, missum við bráðlega mestallan markað- inn í Bandaríkjunum fyrir frysta fiskinn, en það væri ekki aðeins hið mesta áfall fyrir sjávarútveg- inn, heldur þjóðina í heild, þar sem flest önuur lönd, sem skipt er við, binda sig við vöruskipti, og fylgja þeim oft mikil vand- kvæði og óhagstætt verð fyrir ís- lenzka neytendur. Hverjir ráða Sölu- miðsföðirmi? Viðureign Gunnlaugs Pétursson- ar og forráðamanna Sölumiðstöðv- arinnar gefur vissulega fyllsta tilefni til þess, að menn geri sér grein fyrir, hvernig skipulagið er nú á sölu frysta fisksins. Þrír að- ilar hafa leyfi til að annast út- flutning, Sölumiðstöðin, S. í. S. og Fiskiðjuver ríkisins. Sölumiðstöðin hefir langmesí af útflutningnum, því að hún annast söluna fyrir nær öll frysti liúsin, sem eru einkaeign. Eins og skipulagi hennar nú er hátt- að, hljóta yfirráð liennar að lenda í höndum eigenda stærstu frystiliúsanna, enda hefir sú orð ið raunin. Með fúllum rétti má segja, að völdin yfir lienni hafi lent hjá 4—5 helztu frystihúsa- eigendunum. Það var við þessa klíku, sem Gmmlaugur Péturs- son lenti í kasfi við og laut í lægra haídi fyrir. Það gefur auga leið, að sala frysta fisksins er ekkert eirfkamál 4—5 ríkra frystihúsaeigenda. Hún er mál, sem varðar alla útgerðar- menn og sjómenn sérstaklega, og svo jafnframt alla þjóðina, sem á mikið undir því, að þessi sala tak- ist vel. Þess vegna er það hið fjar stæðasta skipulag, að sala þessar- ar mikilvægu útflutningsvöru, sé í höndum 4—5 einkabraskara. Endurskipulagning fisksölunnar Það, sem hér hefir komið í ljós, sannar það fullkomlega, að óhjá- kvæmilegt er að gerbreyta skipun fiskverzlunarinnar. Það verður að koma í veg fyrir, að hún sé fyrst og fremst 1 höndum fárra milliliða, eins og nú á sér stað. Það verður að tryggja útgeröarmönnum og Sölumiðstöðin og Gunnlaugur Pétursson - Eru íslendmgar að missa fiskmarkaðinn í Bandarikjunum? - Eiga sjómenn, útvegs- menn og ríkið engu að ráða um fiskverzluiiina? - Þjóðvifjamenn margt fleira af svipuðu tagi, þarf það engan að undra, þótt Mbl. kippist við í hvert sinn sem minnst er á einræðisstjórnirnar í Suður- Ameríku. Þetta ætti svo að gera menn fróðari um það, hvernig hér yrði stjórnað, ef Sjálfstæðisflokk- urinn ætti eftir að fá einn völdin. enn á „línunnP* - Hvers vegna t ók Mbl. upp fianzkann fyrir Perú? Sannlélkörinn um Sjálfstæðisf!g kkinn - Þjóðvörn auglýsir hiut- verk sitt - Samfyiking, sem verður að koma sjómönnum a. m. k: þá hlutdeild í henni, að þeir geti jafnan fyigzt með því, sem er að gerast og geti gripið í taumana, ef þörf krefur. Jafnframt verður að tryggja ríkinu fullan íhlutunarrétt. Með sam- vinnu og ihlutun allra þessara að- ila, eru mestar líkur til, að sú nið- urstaða fáist, að þessi verzlun hljóti hina beztu starfskrafta og sé rekin á heilbrigðum grundvelii. Meðan það skipulag helzt, sem nú er, að fiskverzluuin sé að langmestu leyti í hÖndum fá- mennra hringa milliliða (hrað- frystiliúsaeigenda, saltenda, skreiðarframleiðenda), en sjó- menn og meginþorri útgerðar- manna komi þar livergi næ’rri, mun aldrei skapast æskilegur friður um þessi mál. Sú tor- tryggni verður þá ekki kveðin niður, að mUliliðirnir dragi meira og minna rauglega í vasá sinn, en hún ýtir mjög undir ó- bilgirni í kaupkröfum. Endurskipulagning fisksölunnar á þeim grundvelli, sem lýst er hér á undan, er því eitt af þeim mál- um, sem nú er einna mest aðkall- andi að leysa. Þeir eru ermþá á „línunni" í íslenzkum blöðum hefir að undanförnu verið mikið rætt um þá gagnrýni á Stalin, sem komið hefir fram á flokksþingi kommún- ista í Moskvu. Gagnrýni þessi þyk ir mikil tíðin'di, því að áður var Stalin dýrkaður sem óskeikull dýrlingur austur þar. Nú virðist það ótvíræð fyrirætlun að steypa eigi honum af stalli. Hér á landi liafa menn beðið þess meö nokkurri athygli, hvern ig foringjar kommúnista hér myndu bregðast við þessum tíð- indum. Þeir hafa á undanförnum árum dýrkað Stalin meira en nokkurn mann annan. Skáld þeirra hafa kveðið um hann sem „mannkynsins mesta vin“ að fornu og nýju. Þeir hafa vitnað í liann sem óskeikulan páfa. Hvað skyldu þeir þá taka til bragðs, þegar nýtt hljóð heyrðist frá Moskvn? Myndu þeir fylgja áfram sínum gamla átrúnaði á Stalin eða myndu þeir fylgja „nýju íínunni“ frá Moskvn? Þjóöviljinn hefir nú skorið úr um þetta. Hann hefir tekið undir gagnrýnina á Stalin. Með því hefir hann ómerkt margra ára skrif sín þess efnis, að allt tal um misfellur hjá Stalin væru auðvaldsblekking- ar. Með þessu hefir hann jafn- framt staðfest það, að kommún- istar fylgja epn „línunni" að aust- an, hversu hreytileg, sem hún er, og hversu broslegir, sem snúning- arnir eru. Morgunblaðið og Perú í sambandi við þetta mál, hafa gerzt fleiri athyglisverðir og bros- legir atburðir en þessi nýji hring- snúningur forsprakka kommúnistá. í grein, sem birtist hér í blaðinu, var sagt éitthvað á þá leið, að þótt kommúnisminn væri nú mest áberandi einræðisstefnan í heimin um, væri til fleiri einræðisstefn- ur, er einnig bæri að varast. f því sambandi var m. a. bent á ýmsa nýlega atburði, sem sönnuðu þetta, þar á meðal á uppreisnar- tilraun gegn einræðisstjórninni í Perú. Þessi ábending Tímans leiddi Eiga fáir miliiliðir að ráða mestailri verzluninni með framleiðslu frysti- húsanna eða á hún að vera undir sameiginlegri yfirstiórn ríkisins, sjó- manrta og útvegsmanna? Um þetta efni er nánara rætt í meðfyigjandi þáttum í dag. Myndin er frá fiskiðjuveri í Vestmannaeyjum. það í Ijós, að emræðisstjórnin í ' sami andinn sem fyrr. Af þessum ! ástæðum m. a. vill Mbl., að ekki I sé minnst. á annaS einræði en kommúnismann. Perú er ekki eins vinasnauð á íslandi og flestir munu hafa hald , ið. Næsta dag eftir að bent var ‘ á þetta í Tímanum, birti Morg- unblaðið tveggja dálka fyrirsögn, sem bar yfirskriftina: Af því að kúgun er í Perú ... Efni grein- arinnar var á þá leið, að það eigi að þegja um byltingartii- raunina í Peru, því að allt umtal um hana muni vcrða til þess að draga heldur athyglina frá kom- múnistum. Með því að tala um uppreisnina í Perú, væri því ver- ið að hjálpa kommúnistum, bera í bætifláka fyrir þá o. s. frv. Þegar merk erlend blöð bárust til landsins, kom það í Ijós, að j Mbl. hafði hér sérstöðu. Hin mik- ilvirtustu blöð, sem jafnframt eru meðal ákveðnustu andstæðinga kommúnista, hikuðu ekki við að segja frá uppreisnartilrauninni í Peru. New York Times birti m. a. sérstaka forustugrein um hana og fordæmdi stórnarfarið þar. I því blaði kom fram sama afstaða og í Tímanum þ. e. að fordæma ein- ræðið í öllum þessum myndum og engu sfður hjá kapitalistum en kommúnistum. Hvað olli uppþoti Morgunblaðsins? Hver var ástæðan til þess, að Mbl. rann svo blóðið til skyld- unnar, þegar minnst var á einræð- ið í Perú? Því var svarað stuttlega hér í blaðinu í fyrradag. Þar sem þessari spurningu verður ekki svarað öllu greinilegar í stuttu máli, þykir rétt að enduriaka það hér: Ástæðurnar, sem valda þessu, eru mjög augljósar. Nær allir þeir menn, sem nú eru mestu ráðandi í Varðarfélaginu, flokksfélagi Sjálfstæðismanna í Reykjavík, voru dýrkendur Hitlers á uppvaxt- arárum sínum. Þeir hylltu hann og stefnu hans þá með svipuðum hátíðleik og innileik og Kristinn E. Andrésson og Brynjólfur Bjarnason hylllu Stalin forðum. Afneitanir þeirra á Hitler nú, minna óþægilega mikið á afneit- anirnar, sem sett hafa broslegast- an blæ á flokksþing kommúnista í Moskvu að undanförnu. En þrátt fyrir allar þessar afneitanir, lifir Önnur ástæða kemur hér einn- ig til greina. Þótt Sjálfstæðis- flokkurir.n hafi yfir sér lýðræð- isskikkju um þessar mundir, minnir hann á flestan hátt miklu mc-ira á íhaldsfiokkana í Suður- Ameríku en íhaldsflokkana í Ev- rópu. Honum er stjóruað af fá- mcnnri og harðskeyttri sérhags- munaklíku, sem ekki fylgir neinni fastmótaðri þjóðfélags- stefnu, heldur miðar allar gerðir MERINO PEREIRA, einræðishsrra í Perú, sem Mbl. vitl ekki láta minnast á. sínar við það að viðlialda völd- um sínum og sérréttindum með hvaða aðferðum sem er. Hún myndi ekki hika við að breyta kosningalögum sér í hag (sbr. „steiktu gæsirnar“), að fjar- Iægja andsíæðinga sína með alls konar röngum forsendum (sbr. Kleppsmálið og Kollumálið), og að stjórna með lögregluvaídi (sbr. tillögu dómsmálaráðherra um að leysa vandkvæði efna- hagsmálanna með aukningu lög- reglunnar). Þegar þetta allt er athugað, og Klofningi fagnað Blaðið Frjáls þjóð hefir tvíveg- is að undanförnu vakið athygli á hlutverki flokks síns með nokkuð sérstökum hætti. Þannig er mál með vexti, að nokkrir menn, sem ekki hafa kom ist til metorða í norska Alþýðu- flokknum, eru nú að burðast við að koma upp flokksbroti. Þetta gengur þeim illa, því að norsku alþýðufólki er yfirleitt ljóst, að slíkur klofningur gæti ekki haft nema eitt í för með sér, ef hann bæri árangur. Afleiðingin yrði þá sú, að Alþýðuflokkurinn myndi missa meirihluta sinn í þinginu og völd hægri flokkanna eflast að sama skapi. Mcðal alþýðusinna á Norður- löndum er þessi klofningstilraun litin óhýru auga. Hins vegar er henni fagnaö af hægri mönnum og reyna þeir að gera sem mest veður út af lienni. Frjáls þjóð er nú búin að birta tvær greinar, þar sem kemur fram mikil velþóknun á þessari klofn- sngtilraun í Noregi. Hér skal ekki dæmt um það, hvort slík skrif Frjálsrar þjóðar eru sprottin af jiví, að aðstandendur hennar fagna öllum klofningi, sem getur orðið afturhaldinu til liðveizlu, eða hvort þeir finna til samvizkubits yfir því, að þeir séu að reka klofn ingsstarfsemi, og liugga sig við það, að víðar séu til menn, er haf- ist svipað að. En hvort heldur, sem er, þá er það ljóst, að Frjáls þjóð hefir hér minnt á hlutverk flokks síns á augljósan hatt. Það er framar öðru klofningsstarfsemi, sem íhaldið eitt getur grætt á. NauSsynleg samfylking Þótt Þjóðvörn hjálpi þannig í- haldinu með klofningsviðleitni sinni, fer skilningur alþýðu manna nú áreiðanlega vaxandi á því, að hún þarfnist ekki aukins klofn- ings, heldur aukins samstarfs. Vegna sundrungar alþýðunnar á undanförnum árum, hefir milli- liðastéttin tryggt sér óeðlilega mikil völd og sett óheillamót sitt á fjárhagskerfi þjóðarinnar, svo að það riðar nú til falls. Ef því hruni verður ekki afstýrt, mun mikið glatast af því, sem hefir áunnist j að undanförnu, lífskjörin tvímæla- ; laust versna og hinu fjárhagslega 1 sjálfstæði verða hætt. Tvær ein- ræðisstefnur, hin rússneska og hin suður-ameríska, bíða svo eftir því að hreppa sigurinn eftir slíka upp- lausn. Eina örugga ráðið til að hindra slíka öfugþróun er, að all ir lýðræðissinnaðir og umbóta- sinnaðir menn þoki sér saman í eina öfluga fylkingu, er verði fær um að liefja viðnám og við- reisn. Þetta mun líka takast, ef alþýðan leyfir engum Þorbirni -riudli að draga lokur frá liurð- um, og velur sér veg samstarfs- ins í stað sundrungarinnar að undanförnu. Sú skylda hvílir á hinum lýðræð- issinnuðu umbótaflokkum, Fram- sóknarflokknum og Alþýðuflokkn- um, að hafa forustu um þetta starf. En miklu fleiri en fylgjendur þess- ara flokka eiga heima í slíkum samtökum. Það gildir t. d. um Þjóðvarnarmenn, ef þeir vilja ekki gerast klofningsmenn í þjón- ustu íhaldsins. Það gildir einnig um fjölmarga fylgismenn Sjálf- stæðisflokksins og Sósíalistaflokks- ins, sem hafa villzt af misskilningi til fylgis við þessa flokka. Þessir menn eiga ekki að blekkjast leng- ur til fylgis við öfgaflokkana, heldur að skipa sér undir merki þess þriðja afls, sem skapa verður til að tryggja lýðræði, frelsi og framfarir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.