Tíminn - 04.03.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.03.1956, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, sunaudagian 4. marz 1956, I BLÖÐUM andstæðing- 1 anna er nú mikið rætt nm ílokksþing Framsóknar- naiina, sundrungu meðal þeirra nnbyrðis, yfirvofandi slit núv. itjórnarsamvinnu o. s. frv. Öll- jm þessum skrifum eru gerð góð skil í forustugrein í Degi 29. f. m., og þykir því rétt að láta hana einnig koma fyrir sjónir þeirra lesenda Tímans, er ekki sjá Dag. Greinin í Degi hljóðar svo: TVÖ REYKJAVÍKURblað- anna, sem út komu um síðustu helgi, flytja lesendum sínum þær fréttir, að Framsóknar- flokkurinn sé nú klofinn og að hin mesta upplausn ríki í flokknum. Ekki verður annað séð en bæði þessi blöð fagni af hjarta, enda eru fyrirsagnir stórar og greinarnar prýddar sterkum lýsingarorðum. Mánu- dagsblaðið,’ eitt af annexíum Sjálfstæðisflokksins, segir að „vinstri dellan" í sumum fiokks foringjum Framsóknarflokks- ins sé að ríða flokknum að fullu. Á hinn bóginn kemur Frjáls þjóð mcð þá fullyrðingu að þjónkun Framsóknarmanna við íhaldið sé orðin svo alger, að fylgið hrynji af flokknum, og þá væntanlega til Þjóðvarn- ar. ÞAÐ ER GOTT að eiga samúð góðra manna þegar á móti blæs, og umhyggja þess- ara spekinga fyrir hag flokks- ins ætti ekki að vera honum ó- nýt. Það ætti því að vera skrif finnum þessum nokkur huggun, þegar það skal nú upplýst, að ótti þeirra er alveg ástæðulaus og fregnirnar um klofningu flokksins úr lausu lofti gripn- ar og sprottnar af óskhyggju einni saman. Það mun almennt vitað, að Framsóknarflokkur- mn vinnur nú að því að finna grundvöll fyrir nánari sam- vinnu vinstri flokkanna, og skapa á þann hátt trausta fylk- ingu gegn einræðisbrölti Sjálf- . stæðisflokksins og kommúnista. Ekki er undariegt að Þjóðvarn armenn séu hræddir við þá ein ingu, sem með því mundi skap- ast, og ef þeir af þröngsýni stæðu utan við hana, myndi stoðunum algjörlega kippt und- an tilverumöguleika flokksins sem þingflokks. Það litla fylgi, sem Þjóðvarnarmenn fengu við síðustu kosningar, myndi aftur skila sér til vinstri flokkanna sameinaðra, en ekki vinna gegn sínum eigin hagsmunum með aví að viðhalda fylgi þess Élokks, sem ekki hefir annað hlutverk en sundra _og spilla ’yrir eðlilegri samvinnu um- íbótaaflanna í landinu. RÉTT ER, að illa væri nú ,'íomið fyrir Framsóknarflokkn- im ef það væri rétt, að áhrifa- nenn hans greindi á um, hvort ,;tefna skyldi til hægri eða vinstri. Það mundi að sjalf- sögðu geta oröið flokknum þungt í skauti, og einungis til styrktar þeim mönnum, sem byggja allt sitt á sundrung og úlfúð annarra. En sem betur fer er svo ekki. Áhrifamenn flokksins, og þá ekki sízt þeir, sem lent hafa í því að starfa með íhaldinu í ríkisstjórn, sjá nú að við svo búið má ekki standa. Þeir sjá, að nú eru að rætast spár manna innan Fram- sóknarflokksins, sem hafa hald- ið því fram, að langvarandi samvinna við Sjálfstæðisflokk- inn hlyti að taka enda. — Á- nægjulegt er það, að flokkur- inn allur, bæi forustumenn hans og allur þorri kjósenda um allt land, skuli vera einhuga og samstilltur , skoðunum og ekki greina á um hvaða leiðir skuli farnar. Dýrkeypt reynsla síðustu ára hefir fært okkur heim sanninn um, að hversu mikill og einlægur vilji sem fyr ir því er, að reyna að ná hinu bezta út úr samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn, hefir það alltaf endað á einn veg. Enda má segja að það sé ekki óeðlilegt, þar sem flokkunum ber svo mikið á milli og sjáanlegt er, að hagsmunir skjólstæðinga þeirra geta ekki farið saman. Öðrum er stjórnað af einstreng ingslegum sérhagsmunamönn- um, sem allt kapp leggja á að vernda og viðhalda gróðaað- stöðu sinni, en hinn er yfirlýst ur samvinnuflokkur, sem af- nema vill og skila fólkinu aft- ur öllum milliliðagróða þeirra Sj álf stæðismanna. SJÁLFSTÆÐISflokknum er auðvitað vorkunn þó að hann berjist af öllum mætti gegn væntanlegri samvinnu Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. Hans liöfuð markmið hefir alltaf verið að sundra andstæðingum sínum í sem flesta flokka, en sjálfur hefir. haft þann eiginleika að geta skriðið saman, hvað sem á hef- ir bjátað innan flokksins. Og þeim mun mciri vorkunn er flokknum nú, þar sem flestum þykir sýnt, að hann muni nú brátt glata þessum einstaka eig inleika, enda munu margir hinna yngri uppalninga í flokknum hafa augastað á for- mennskunni þegar sá gamli hættir. Og ef verulega hitnar í glæðunum, verður ekki séð fyr ir endann á þeirri deilu. Það má því segja að sá flokkur sé ekki til stórræðanna, er hangir saman á þverrandi raddstyrk og diplómatíi foringjans einu saman. Þegar svo er komið, er flokknum óhætt að fara að at- huga sin gang, og mætti gjarn- an í því efni líta til þeirra at- burða, sem nú eru að gerast austan tjalds. Þeir sýna glögg- lega hversu fallvölt foringja- og manndýrkunin er, en í þessu efni sem svo mörgu öðru eru öfgaflokkarnir afar líkir. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur f Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (rítstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Svo mæla börn sem vilja StórbrotiS ævistarí ASÝNINGU Ás- gríms í Lista- íiafninu minnir allt á fegurð og ,ign íslenzkrar náttúru. Þar eru )lá fjöll og hvítir jöklar, ilm- indi björk og tær lind og ótal itbrigði árstíðarinnar. Gestir áorfa hugfangnir á land sitt og hverfa í huganum til sumar- daga liðins tíma. En hér er ekki aðeins um að ræða að lifa sumar í marz. Á sýningunni blasir við stórbrotið ævistarf og mikill hluti hinnar ungu myndlistarsögu íslands. I dag er sérstök ástæða til að minna á þetta. Ásgrímur Jóns- son er áttræður. Hann hefir gefið ríkinu málverkasafn sitt eftir sinn dag. Sú gjöf er mikil og dýrmæt. En mest er þó sú gjöf, er hann hefir fært allri þjóðinni með ævistarfi sínu. Myndir hans munu á ókomnum árum veita þjóðinni untin og ánægju, hvort sem þær eru á safni eða heimili, örva fegurð- arskyn og lotningu fyrir ís- landi. Þjóðin hyllir ágætan listamann á þessum merkisdegi. MUNIR OG MINJAR: FrumstæSur rennibekkur í SUMUM landshlutum kannast eldri menn við hinn frumstæða íslenzka rennibekk eða rennismiðju, sem ekki var stigin eins og hinir fullkomnari bekkir seinni tíma, heldur dreg‘ inn með bandi,sem brugðið var um sívalan ás. Jóhann Þorsteins son á Hnappavöllum í Öræfum gaf Þjóðminjasafninu slíka rennismiðju í fyrra, og er hún sú eina sinnar tegundar, sem mér er kunnugt um, að enn sé til, og er hún þó ekki alveg heil. Áður hafði Jens Jónsson frá Smiðjuvík á Hornströndum gefið safninu líkan af sams konar rennibekk, sem hann mundi eftir hjá Benedikt Her- mannssyni í Reykjarfirði við Geirhólm. Munu slíkir bekkir hafa verið algengir á Ströndum og mikið notaðir til að renna diska, skálar, bolla, kúpur og ausur úr rekavið. Þann iðnað stunduðu Strandamenn öðrurn fremur síðan í fornöld. Allt slíkt er þó niður fallið nú, og svo hefir tekizt til, að ekkert sýnishorn hinna gömlu renni- bekkja þeirra Strandamanna hefir bjargast annað en líkan Jens í Smiðjuvík, og er það stórum betra en ekkert. Bekkurinn sjálfur er úr sterklegri fjöl, sem stendur á fjórum rammgerðum fótum. Tveir uppistandarar standa upp af bekknum, kallaðir kinnar eða dokkur. Er önnur kinnin föst í bekknum, en hin laus í rauf og hægt að færa hana fram og aftur og festa að vild með fleyg undir bekknum. Ofan á kinn- arnar eru festir borðstúfar, sem skaga til sömu hliðar, svonefnd ir kinnajálkar. Milli kinnanna er sívalt kefli, um fet að lengd og snýr við annan enda sinn, hlut þeim, sem renna á. Snúið er með ól, sem brugðið er einu sinni eða tvisvar um keflið. Keflið nefnist kerling og bekk- urinn stundum eftir henni kerlingarsmiðja. Tveir menn voru við bekkinn, þegar rennt var, annar til að draga, oft liðléttingur, hinn til að stjórna rennijárnunum, smið urinn. Fyrst var rennt innan úr, ef hluturinn var holur. t. d. kúpa eð bolli, síðan utan af. Eins og gefur að skilja var dreg ig fram og aftur, snúningurinn gat ekki orðið allur til sömu handar eins oa í stigr.ura rerini- bekkjum. Það var erfitt að draga, ef renndur var stór hlut- ur,en léttara ef smátt var rennt, t. d. snældusnúðar. Furðu mik- illi leikni náðu hagir menn í að nota þenna." c'-umstæða renni bekk. Allt er óljóst um sögu renni- smíða hér á landi. Ilvergi er á þær minnzr í heimildum. En | víst hafa þær tíðkazt hér f:á 1 upphafi vega. Renndir smáhlut ! ir hafa fundizt meðal járnaldar [ minja á Norðurlöndum frá tíma 1 bilinu 400—200 f. Kr., enn frem- \ ur í fornleifafundum frá vík- ingaöld, svo sem á Ásubergi í Noregi og í Heiðabæ í Slésvík. ; Svo er að sjá, sem fornir tafl- menn úr beini, sem fundizt ! hafa hér á landi, séu renndir, [ og í miðaldabyggðum Græn- lands er enginn hörgull á rennd , um smáhlutum úr tré. Allt bend 1 ir betta til. að hér hafi renni- smíðar verið stundaðar alla tíð. Líklegt er. að bekkslíkan Jens í Smiðjuvík og rennismiðja Jó- hanns á Hnappavöllum séu síð- ustu afsprengi hinna fornu norr ænu rennibekkja, sem héldu velli í sumum sveitum hér á 1 landi fram á 20. öld, þó að miklu fullkomnara tæki hefði þá víðast hvar leyst þá af hólmi. Kristján Eldjárn. Ibúar á Stapa STAPI RÍS HÁTT ÚR SJÓ spölkorn frá landi. Þangað er aldrei hægt að ganga þurrum fótum. Úthafsbárur brotna á klettinum og löðrið gengur yf- ir hann þegar hann er hvass á norðan. Þegar þannig viðrar er kletturinn svartur á að líta, en þegar lognaldan þvær fótstall- inn er Stapi alsettur hvítum skellum að ofan. Skarfarnir búa á Stapa og hafa merkt sér hann. ÞEGAR KYRRÐ RÍKIR sitja þeir nokkrir saman á koll- inum á Stapa og horfa út yfir fjörðinn. Þegar gengið er um fjöruna færa þeir sig út á yztu brún, og sýna á sér fararsnið, en bíða þó átekta. Færi maður sig fram í flæðarmál, stökkva þeir fram af brúninni og helzt upp í vindinn, og það eru skrýtnir tilburðir. Fuglinn minn ir helzt á Katalínaflugbát, sem skilur eftir langa rák á sjónum áður en hann nær nógum hraða og lofti undir vængina. Dílaskarfurinn sýnist ekki vera fallegur fugl að sjá úr fjarlægð, nokkuð þunglamaleg- ur og samsvarar sér ekki vel í vexti. Við nánari kynni kemur samt í Ijós, að náttúran hefir fengið honum ýrnsa prýði. Liturinn er til dæmis fallegur, dimmgræn slikja á fjöðrum, sem hylja svartan bol. Á hnakkanum er dálítill skúfur, en ofan á bak- inu og á flugfjöðrum bregður fyrir bronzeleitum gljáa. Neðri hluti andlitsins er hvitur, nefið er langt og beygt, hvass goggur úr efra skolti niðiu- fyrir enda neðra skoltsins. Munnvikin eru gul, nefið sjálft litlaust að kalla, fæturnir eru blásvartir en augun græn. Annars er litur dílaskarfsins ofurlítið bgpytileg ur eftir aldri og heimkynni, en þó ' er hann ævinlega fallegri fugl en almennt er álitið. Það þykir ekki kurteislegt að kalla náungann skarf, en samlíking- in er alls ekki eins slæm og ýmsir ætla. SKARFURINN BÝR við ströndina allt árið, en færir sig um set á vetrum eitthvað suður á bóginn, ef frost og kuldar lierja á landið. Hann verpir á klettum við sjó og á háum skerjum og eru oft nokkrir saman. Þeir eru með fyrstu fuglum að búa sér til hreiður og oft búnir að korna upp dyngju úr þangi og fleiru um sumarmál. Eggin eru 3—4 og ungarnir eru nokkrar vikur í hreiðrinu áður en þeir fara að bjarga sér. Skarfurinn lifir á fiski og öðru sjófangi og er dugiegur að veiða á grunnsævi. Hann kafar fimlega og þreytir sund við fiskana, sem hann væri lagardýr. Toppskarfur er mirmi en frændi hans , dílaskarfur, t'n hann er öllu skrautlegri álitum. • Hann skartar skúf upp úr höfð- inu eins og lífverðir drottning- ar á Bretlandi, en er þeim fremri að því leyti, að hann get ur reist toppinn og lagt niður eftir vild. Dílaskarfur er talinn vega 2—3 kg. en toppskarfur 1—114 kg. Á SÍÐKVÖLDUM, þegar sólin nemur við hafsbrún í fjarðamynninu sitja skarfarnir á Stapa með útbreidda vængi, stundum lireyfingarlausir eins og þeir væru eirmynd, sem hag ur myndhöggvari hefði tyllt upp á klettinn, en stundum sveifla þeir vængjum en hreyfa sig þó ekki úr sporum. Sumir ætla að þá láti skarfurinn sig dreyma að hann sé svifléttur sem ský. Aðrir að hann sé að þurrka fiðrið í golunni. Og er sú skýring líklegri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.