Tíminn - 22.06.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.06.1956, Blaðsíða 12
TeðritS í dag: Suð-vestan kaldi. Skúrir. 40. árg. Föstudagurinn 22. júní 1956. Hitinn á nokkrum stöðum: Reykjavík 12 st., Akureyri 15, Kaupmannahöfn 16, Stokkhólmur 10, London 17, Berlín 13. Landið numið að nýju“ í. .....m >nf ‘S Mir o \ ru* ' "omid ad ný/v íwán Gengislækkunar- og kaupbind- ingarsagan uppspuni Fyrirsögn í MargunblsSinu 6. júní s. I. „Landið hafir á síöustu árum ver- •13 numið a3 nýju. — Fjölmennt spilakvötd Sjáifstæöisfélaganna." Og hér er „landnámiS", þaö gefur öllum vi3 spilaborö ihaldsins gróöa. En hver er þa3 þá sem tapar? Kaupfél. Árnesinga hefir aldrei ann- azt áburSarflutiimga fyrir bændur Saga Vísis um bóndann, sem „græddi“ 3500 kr. á því aí láta kaupféiagið ekki ílytj'a ábur'S- inn barnalegur Jjvættingur f dagblaðinu Vísi stóð þessi klausa fyrir skemmstu: „Til þess að sýna mönnmn, livernjg menn losna við miliiliðagróðann með því að íáta samvinnufélögin EKKI taka til höndunum, skulu tilfærfi hér tvö dæmi. Bóndi austur í Árnessýslu þurfti að kaupa sér áburð, eins og fieiri, en lionum fannst hyggilegast að láta ekki flytja hann á bíluni Kaupfélags Árnesinga. Hann leigði sér sjálfur bíia til flutninganna og þegar þeim var lokið, hafði hann þurft að greiða 3500 — þrjú þúsund og firnrn hundruð — krónuni minna en ef K.Á. hefði flutt áburðinn“. Björn Óiafsson, eigandi blaðsins er ljsthneigður maður, hann heldur góðar ræður og talar gott mál og nú hefir hann ráðizt í að búa til þessa litlu skáldsögu um flutningamál okkar iiér í Árnessýslu, því að allt er þetta skáldskapur um bóndann og gróða Iians á áburðarflutningunum. ICaupfélag Árnesinga liefir aldrei annazt áburðarflutninga fyrir bændur hér og hefir engan bílakost til þess, og það er liverjum bónda í Árnessýslu kunn- ugt, þess vegna hefir það ekki komið til að bóndinn þinn, Björn, hafi neinn samanburð á áburðarflutningum hjá K.Á. og flutn- ingum á sínum leigubíl. Hitt er svo annað mál, að á þær vörur, sem við flytjum fyrir bændnr, reiknum við 10—40% lægri flutningsgjöld en hinii auglýsti taxti vörubílstöðvanna er. Á þessum viðskiptum við kaupfélag sitt græða bændurnir í Árnessýslu því eins og á öðr- uin fyrirgreiðslum, sem kaupfélagið lætur þeim í té. Nei, Björn, svona saga skaðar ekki kaupfélögin. Þeirra fyrir- greiðsia í hinum ýmsu önnuni dagsins er fólkinu í dreifbýlinu of kunn til þess. Og þegar um skáldsagnarlist er að ræða, þá er fólkið okkar vandlátt og sagan þin er ekki góð eftir þekktan I mann eins og þig. Því að þú ert þekkíur liér að góðu fyrir eitt, j þú býrð ti! ágætan kóka — og haim súpum við óspart hér, þó I að mikil sé mjóikin og ég er viss um það, að á sunnudaginn j verður hann ekki sparaður, svo þó að við gerum ekkert annað ! fyrir þig hér þann dag, sem ég efast nú um að við gerum, j geíur hann samt orðið góður hjá þér kosningadagurinn okkar. E. Th. i Frambjóðandinn fleygði „Dómi reynsS- unnar“ í höfuð kjósandans Framboðsfundurinn á Þingeyri s. 1. mánudag var töluvert skemmtilegur, og munu fundar menn minnast smáatvika af liou- um næslu missirin. íhaldið hefir sent uin sýsluna bláu bókina sína, sem það kallar „Dóm reynslunn- ar“. Tveir héraðsmenn tóku þar ýtarlega til meðferðar ýmsar stað Ieysur hennar og flettu svo dug lega ofan af blekkingunum, að Þorvaldi Garðari þótti nóg um og mun liafa runnið í skap, Þegar annar þessara manna lauk rnáli sínu gekk hann til Þorvaldar, rétti houum bókina og bað hann að færa húsbændum sínum hana aftur með þökk fyrir lánið. Þorvaldur tók við en þeytti Samráð ®g samstarf við ^jpSamtökin er yfirlýst stefna umbóíaftokkanna Kommúnistar og fylgismenn þeirra hafa gnpiö fil þess ráSs nú undir lok kosningabárdagans að breiSa út þá sögu, að umbótaflokkarnir hafi ákveðið gengisiaekkun og kaup- bindingu eftir kosningarnar, og þykjast gsía.vitnað í Hermann Jónasson og Eystein Jónsson þessu ti! sönnunar. Þessi saga þeirra er uppspursi frá rótum-og tók Eystéinri Jónsson hana sérstaklega tii meðferðar í útvarpsrœðu sinni á miðvikudags- kvöidið og sýndi fram á fádæma ósvífni og ómerkilegheit kommúnista. Það er yfirlýst stefna um- bótaflokkanna, að meginráð- stafanir í efnahagsmálum verði gerðar í samráði við stéttarsamtökin og með full- tingi þeirra. Er hér um að ræða eitt af grundvallaratrið- um í málefnasamningi um- bótaflokkanna. Um sögu Hannibals og annarra bókinni af hendi fram í sal, og, handgenginna manna sagði Ey- kom hún beint í höfuð eins „hátt virts kjósanda", sem átti vart slíkrar sendingar von. Einhver fleygði bókinni aftur upp á svið ið, og þar Iá hún til fundarloka. Má segja, að margar aðferðir séu til að koma skoðunum sínum inn í Iiöfuðið á „háttvirtum kjós endum“. steinn Jónsson þetta „ . .. Hannibal Valdimarsson leyfði sér að segja í umræðunum í gærkvöldi, að við Hermann Jón- asson hefðum spurt hann og Lúð- vík Jósefsson í viðtali um tilboð Alþýðusambandsins um stjórnar- myndun, hvort þeir gætu ekki bindingu kaups, sem aðalúrræði eftir kosningar. Ut af þessu höfum við Hermann Jónasson þetta að segja: „Þessi frásögn er uppspuni frá rótum og ber það með sér þegar af þeirri ástæðu, að ekki var verið að ræða um mögu- leika á stjórnarmyndun að loknum kosningum, heldur án kosninga í vor, en þessu hefir Hannibal gleymt í ákafa sínum að falsa frásögnina. Það sanna er, að Hermann Jónasson spurði þá Hannibal og Lúðvík, hver væri afstaða þeirra til efnahagsvandamál- anna, livort þeir hölluðust t. d. að gengislækkunarleið, .y r r ^ Eiga Islendingar að þakka Olaíi Ihors fyrir það, að þýzka stjórnin undanskifdi ekki fisk í allsherjar tollalækkun? Fáránlegt sjálfshói Ólafs Thors í sambandi við íollaiækkun- ina í Þýzkalandi vekur æ meiri furðu og viðurstyggð þjóðar- innar. Menn spyrja: Er það í raun og veru svo, að við eiguin forsætisráðherra, sem fleiprar með staðlausa stafi sjálfum sér til oflofs? Hvenær hefir forsætisráðherra gert tollalækkun í öðru landi? Ólafur segir: Ég „kom til leiðar“ tollalækkun á fiski í Þýzkalandi. Þetta tilkynnir hann sama daginn og í opin- heruin fréttum í Þýzkalandi er skýrt frá allsherjar tollalækkun á neyzluvörum, og nær sú lækkuu til allra viðskiptalanda Þýzka- lauds. Mönnum er spurn: Átti þýzka stjórnin að skilja fiskinn eftir? Álti hún að taka fiskinn út úr, lækka tolla á öílu nema Iionum9 Og á íslenzku þjóðin svo að þaklca Ólafi Tliors fyrir það, að þýzka stjórnin skildi fiskinn ekki eftir? Menu vanþakka tollalækkun mína á fiski í Þýzkalandi, segir Ólafur sár eins og keipakrakki. Þjóðin vanþakkar ekki tolla- lækkun, en hún blygðast sín fyrir að Iiaía siíkan skrumara sem forsætisráðhena. hugsað' sér gengisiækkun og lög-1 niðurfærsluleið eða uppbóta- leið. Um þetta höfðu þeir ekk- ert að- segja. Enginn minntist á kaupbindingu! Sannarlega má vorkenna þeim manni, sem svona segir frá, því að illa er hann kom- inn. Ekki lyftir svona mál- flutningur þjóðmálastarfinu og þeir, sem ekki hafa annað Láoið bíla á sunmidaginn Stuðningsmenn A-listans, sem vilja lána bíla sína á kjördag, en hafa ekki látið skrá sig, eru beðnir a3 hafa samband við kosningaskrifstofu A-listans i Edduhúsinu, símar 82436, 5564 og 5535. Framsóknarmenn! Gerið a!!t, sem unnt ar Hi að gera l sigur A-listans sem glæsilegastan. Látið skrá ykkur til vinnu á simnudagiiin | Komið á kosningaskrifstofu A-listans og látið skrá ykk- ur til vinnu á sunnudaginn. Leggið ykkar skerf í kosningasjóðinn ■ j Framlögum er veitt mótíaka á kosningaskrifstofuriru. A-listinn. HéraSsskólamim aS Langarvatni slit- ið - 94 nemendur í skólanum í vetur Héraðsskólanum á Laugarvatni lauk 31. maí s. 1. í skólan- um voru 94 nemendur, 16 þeirra þreyttu gagnfræðapróf og stóðust prófið 13, 15 tóku landspróf, 14 stóðust prófið. María Hjaltalín, Reykjavík, hlaut hæsta einkunn í gagnfræða prófi 7,72, Guðrún Halldórsdóttir,, Búrfelli, Árn., hlaut 6,82, Sigur borg Jónsdóttir, Silfurtúni, Gull., hlaut 6,79. í miðskólaprófi fékk Sigríður Bergsteinsdóttir, Laugarvatni, 7,11, en í landsprófi Eysteinn Pétursson Höfn, Hornafirði, hann hefir nál. ág. einkunn, en veiktist og tók síðar próf í einni námsgrein, Rak el Kristjánsdóttir úr Hafnarfirði, hlaut 7,68 og Ásdís Kristinsdóttir, Kleifum við Blönduós 7,42. í 2. bekk hlutu hæstar einkunnir: Gunnar Karlsson, Gýgjarhólskoti, Arn., 8,75. I bóklegum greinum hlaut hann ág. eink. 9.32. Sigur geir Sigmundssön, Syðra-Langholti Árn., 8,50 og Kristfríður Björns dóttir, Sveinatungu, Mýrasýslu 8, i9. í 1. békk hlutu hæstar einkunnir: (Framhald á 2. síðu). til að leggja en frásagnir af þessu tagi, ættu sem skjótast að draga sig í hlé af velsæmis- ástæðum“. Gamall íþróttagarp- úr mótmælif mis- notkun K.R,- heimilisins ftlagnús Guðbjörnsson, liaara- þonhlaupari, hinn gamli hiaupari og ágæti íþróttamaður, hringdi til Tímans í gærkveldi og var þung orður. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Ég les það stórletrað í íhalds blöðunuin, að Sjálfstæðisflokkur inn liafi kosningaskrifstofu fyrir sig í hinu nýja K. R.-heimili og sé að hann þekur húsið utan ineð ógeðsleguin áróðursspjöldum og druslum. Ég get ekki orða bundizt við þessa svívirðingu fé- lags míns. Ég hefi verið í K.R. í 40 ár, og ég mótmæli eindregið og skilyrðislaust þessari misnotk un íþróttahreyfingarinnar.“ X A-lislmn Frá kosmngaskrifstofimni Nú eru síðustu forvöð fyrir menn utan af landi, sem staddir eru í bænum, að kjósa og senda atkvæðið hetm. Hafið samband við kosningaskrifstofuna í Edduhúsinu við Lindargötu. Símar 6562 — 6066 og 82613.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.