Tíminn - 29.09.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.09.1956, Blaðsíða 4
4 'i' i M I \ laugardaginn 29. september 1956. *® Hálfrar aldar afmæli landsímans í dag: i sér nær hálfrar aour en í dtsg eru 50 ár liSin síðan Landsími íslands tók til starfa. Það var 29. sept. 1906, sem lokið var línubyggingu frá Seyð- isfirði til Reykjavíkur, en sæsíminn hafði verið tekinn í notk- un þar mánuði áður. Síminn er eitt mikilsverðasta menning- artæki nútímans, og ekki sízt fyrir þjóð eins og Eslendinga, sem býr í stóru og strjáibýlu landi. í dag á hálfrar aldar afmæli símans getur þjóðin fagnað miklum sigrum á þess- um vettvangi, en ótai verkefni bíða samt enn. Hér fer á eftir grein eftir András Þormar, aðalgjaldkera, þar sem rakin er hálfrar aldar forsaga landsímans, og sú saga er á margan háít fróðleg. (var seinni tillagan, um fréttaþráð- arsamband við útlönd, samþykkt, en stjórnin sinnti henni elcki. En síðan má segja, að málinu hafi verið haldið vakandi á Alþingi og heimilda til fjárframlaga haldið í fjarlögum, unz það var til lykta leitt á Alþingi sumarið 1905. Fyrsti síminn á Isafirði. Áður en hér er komið sögu, höfðu íslendingar þó komizt í nokk ur kynni við lalsímann. Forberg verkfröeðingur karsnar línustæði á Fjarðar'ieiði áriS 1905 ásamt samstarfsmönnum sínum. 29. september 1906 var opnað talsímasamband milli Reykjavíkur norður um land til Seyðisfjarðar og samtímis ritsímasamband milli Reykjavíkur og annarra landa. A þeim degi er talið, að ríkisstofnun- in Landssími íslands hafi tekið til starfa-. Að visu mætti telja aldur stofn- unarifinar frá þeim degi, er rit- símaíögin tóku gildi, 20. okt. 1905, — eða frá þeim degi, er lokið var lagningu sæsímans írá Skotlandi til Séyðisfjarðar 25. ágúst 1906, en þá skiptust þáverandi konung- ur Danmerkur og íslands, Friðrik VIII, og: bæjarfógetinn á Seyðis- firði, Jóhannes Jóhannesson, í um- boði ráðherra, á skeytum í iilefni þegsa áfanga. Hér hefir þó, að hætti hinna Norðurlandanna, aldur Landssím- ans verið talinn frá þeim degi. er fyrsta landssímalínan var iekin í notkun. Símafrumvarp 1861. Aftur á móti er saga símamála ;í Islandi nærri aldargömul, allt :"rá því að bau voru í fyrsta sinni rædd á Alþingi og fyrsta símamálafrum- varpið samþykkt þar árið 1861. En tilefni þess var einkaleyfi, er bandarískur 'ofursti og rímafræð- ingur, Taliaferro P. Shaffner, hafði fengið hjá dönsku stjórninni árið 1854. til að leggja rafsegulþráð um ísland, sem tengilið í íyrirhuguð- um sæsíma milli Ameríku og Evr- ópu um norðanvert Atlantshaf. Flutti Arnljótur Ólafsson, þing- maður Borgfirðinga, málið á Al- þingi eftir beiðni Shaffners, er þótti tryggara að Alþingi hefði fjallað um það ákvæði einkaleyíis hans, er varðaði ísland, — og „af því tilefni, að ekki höfðu verið sett nein lög um greiðslu fyrir tjón á landi af völdum rafsegulþráðar- I Hér að ofan er norski i símaverkfræðingúrintí | Olav Forberg, sem vannj þrekvirki með Iagningu j landsímans frá Seyðis- firði til Reykjavíkur á fjórum mánuðum. — Til hlaSar er gömuí rnynd frá Seyðisfirði og sést þar símahúsið ,þar sem rit- símastöðin var. I ýw^ 1 ■ ! Er þess þá fyrst að geta, að I árið 1889 lagði Ásgeir Ásgeirsson, I \ eigandi liinna stóru Ásgeirsverzl- j I ana á ísafirði, talsíma milli verzl- unarhúsa sinna í Mið- og Neðsta- Island lieitist úr Iest. , Um það leyti voru hin Norður- ! löndin öll að hefja starfrækslu 1 sinna símalína og komast í sam- band við umheiminn. Vantaði þvi 1 ekki nema herzlumuninn á, að. Is- land yrði þeim samferða á því Sviði framfaranna. En aðrir aðilar, og 1 Shaffner fjársterkari, réðu því, að ] sæsíminn var lagður sunnar yfir ' Atlantshafið og sú lagning heppn- i aðist til fulls árið 1866. 1 Á sviði símamálanna gleymdist ísland flestum í einangrun sinni norður við heimskautsbaug og mátti bíða enn um hálfrar aldar skeið eftir því, að sú einangrun yrði •■ofin. Málþráðartillaga. Árði 1891 kemur málið næst til umræðu á Alþingi. En þó báru þeir Skúli ’Thoroddsen og Jens Pálsson fram tillögur um það, aö haíizt væri handa um að gera kostnaðaráætlun um lagningu mál- þráða milli helztu kaupstaða, og að leitað yrði samninga við er- lend ríki um lagningu fréttaþráðar til íslands. Var tillagan um fréttaþráð innan lands felld af ótta við hinn mikla kostnað og andúð gegn lántöku, og munu pólitísk viðhorf einnig hafa ráðið þar úrslitum. Aftur á móti l Hannes Hafstein gengur til þingsetningar áriS 1906, en þá var öldurnar j vegna landsímans tekið að lægja. Hannes Haístein, ráðherra. kaupstað. Ásgeir var búsettur í Kaupmannahöfn og kynntist því þar hversu mikilvægur síminn var á sviði verzlunar og fyrir allt at- ' liafnalíf. Keypti hann því efni í : símalínu þessa, og lagði hana í júní 1889. Var talsímasamband þetta hið fyrsta hér á landi, sem nokkurs er um vert, og vel til þess vandað. Ekki fór hjá því, að þessi nýjung vekti áhuga annarra Ieið- andi manna þar vestra fyrir stærri átökum á þessu sviði. Tók Skúli Thoroddsen, þá sýslumaður ísa- fjarðarsýslu,' forystu í þeim mál- um. Fyrir forgöngu hans og með styrk úr sýsusjóði var lögð síma- lína milli ísafjarðar og Hnífsdals i sumarið 1891 — og var hún starf- rækt um 10 ára skeið. Sunnanlands var einnig hafizt handa um sama leyti. Jón ^Þórar- insson, sem þá var skólastjóri í Flensborg, gekkst fyrir stofnun Telefonfélags Reykjavíkur og Ilafnarfjarðar í apríl 1090. Það íc- lag keypti strax um vorið efni í talsímalínu milli Reykjavíkur og- Hafnarfjarðar.. Var .lagningu henn’: ar lokið í október það sama ár, og 15. þess mánaðar var hún opnuð iil almenningsnota. Hér var stigið merkilegt spor. ÖIl önnur lönd, sem tekið höfðu síma í þjónustu sína, höfðu fengið ritsímann löngu fyrr en ialsímann. Enda var uppgötvun ritsímans um 40 árum cldri. ísland var fyrsta landið, sem :aot færði sér talsímann löngu fyrr en ritsímann, þó í smáum stíl væri, — og litlu síðar cn hin Norður- löndin gerðu bað. Bæjarsímainiðstöðin. Loks var stofnað í Reykjavík ;';r- ið 1904 hlutafélag, er nefndist l’al- símahlutafélag Reykjavíkur, og opnaði það bæjarsímamiðstöð bar , 1. marz, með 15 rímanotendum.1 Var Knud Zimsen, síðar borgar- stjóri, formaour þess félags og aðal driffjöðrin. Þegar Landssími íslands iók iil starfa, fékk félag þetta oinkaleyfi til að starfrækja innanbæjarsíma- kerfi í Reykjavik. I Eins og fvrr er sagt, var ritsíma- málið meira og minna rætt á VI- þingi, frá því að þeir Skúli Thor- oddsen og Jens Pálsson iluttu bað á þinginu 1891. En áhugi rtjórnar- innar virtist lengi vel af skornum skammti, nema þegar við Iá, að málið færi inn á aðrar brautir en henni voru geðfelldar. | Fréttaþráður frá Bretlandi. Árið 1895 var hér á íerð enskur maður, Mitchell að nafni. Sótti hann til Alþingis um einkaleyfi vil að leggja fréttaþráð £i'á Bretlandi til Reykjavíkur. Þótt Alþingi vissi lítil deili á manni þessum, og landshöfðingi legðist móti málinu — náði það samþykki þingsins. En síðan lognaðist það út af. — Þetta varð þó til þess, að fleiri fengu áhuga fyrir málinu, þar á meðal Stóra Norræna i’itsímafélag- ið. Taldi danska stjórnin sig þá fúsa til að veita því félagi styrk til sæsímalagningarinnar. Lagði ís- lenzka stjórnin til, að heimildin til fjárframlaga í þessu augnamiði yrði bundin við þetta félag, og féllst Alþingi á bað. i Stóra Norræna lct rannsaka línu stæði milli Suður- og Austurlands, en úr öðrum framkvæmd.im varð ekkert, enda hafði félagið ekki fengið þær undirtektir hjá öðrum ríkjum um fjárstyrk, ser.i það hafði búizt við. I Stjórnin virðist heldur ekki hafa beitt scr af alvöru fyrir því, að félagið byrjaði íramkvæmdir, on lót sér nægja að sjá um, áð tíciim- ildin til fjárframlaga af íslands' hálfu stæði á fjáriögum hin næstu ár. En árið 1902 hrekkur ntjórnin enn við. Eiuar Benediktsson og Marconi. Að undhTagi Einars Benedikts- sonar var borín .fram og samþykkt á Alþingi íillaga um skipun ncfnd- ar til að athuga nrögulöika þéss, að komið yrði á þráðlausu sam- bandi við umheiininn. Stóð Marc- oni félagið í London á bak við Einar. cn hann var umboðsmaðxir félagsins hór. Svo einkennilega vildi nú til, að landshöfðingi vilkynnti þinginu daginn eftir að tillagan um skipun nefndarinnar kom fram, að sér hefði borizt bréf frá stjórninni um að hún staéði í sambandi við belgiskt félag, er reiðubúið væri til að koma á þráðlausu sambandi við útlönd og milli nokkurra staða innanlands. Var þá orðið kunnugt, að Einar Benediktssor. hafði í höndum sams konar tilboð - írá Mareoni. Jiíeð þessu var þá í alvöru hafið kapphlaup um að fá einkaleyfi til að koma á skeytasambandi milli íslands og umhcimsins, — annars vegar milli loftskcytafélaganna innbyrðis, og þó.- fyrst og frcmst- rr.illi þeirra og -Sitói’a Norræna rit- simafélagsins. • Átökin á Alþingi Og þessi nýju viðhorí, urðu upp- haf einhverra hörðustu •átaka, sem þekkzt höfðu á,.AÍþingi, ,og .náSu hámarki með hinum 'ræga bænda- fundi um mánaðamótin júlí og ágúst 1905, — er knýja skyldi Al- þingi til að ógilda samning þann, er ráðherra hafði gert við Stóra Norræna. En í þeim átökum vann Hannes Hafstem einhvern glæsi- legasta sigur, sem nokkur stjórn- málamaður hefir unnið — er Al- þingi féllst á allar gerðir hans x málinu. Eins og kunnugt er, hafði Hannes Hafstein þegar hér vr.r komið, ráðið norskan símamann, Olav Forberg, til að sjá um síma- lagninguna innanlands. Það má telja víst, að þá festu, sem Hafstein sýndi í þessu máli, þegar öldurnar rlsu sem hæst, (Framhald á 9. síöu.) M t» Hið nýja stöðvarhús; radíótalstöðvarinnar á Rjúpnahæð við Reykjavílc; i mOri .tu'iT/í j/i 'iifioítóuri ^ . . '< i. • . 5 h ötíditn' Sa '■ • '■' • -4W V: i**. y, ffJ.'f »»•* ÍÍÁ'lfl I • •{.'^/)K Vt iilltl ÍT9ÍUliltnr tU"!» £ EC: -tií-q .’ i iV I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.