Tíminn - 05.10.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.10.1956, Blaðsíða 6
^6 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Fisksalan til Sovétríkjanna VIÐSKIPTAsamningurinn, sem nýlega hefur verið gerð ur við Sovétríkin, er nú eitt helzta umtalsefni íhaldsblað anna, einkum Vísis. Þau ;&gja, að með þessum nýja samningi sé verið „að hlekkja ; Isíand við efnahagskerfi Iíommúhistarikjanna“ og sé þetta ein^ afleiðingin af því, að kommúnistar hafi verið íeknir í ríkisstjó n. Eitt af Skilyrðum þeirra fyrir stj ó_rn arþátttökunni sé það, að ís- land verði sem. mest efnahags lega háð koxnmúnistaríkjun- úm. Um þetta er nú nær dag Xega sunginn söngurinn í heildsalablaðinu Vísi. Hjá því verður þessvegna ekki komist að rifja upp stað- reyndirnar í þessu máli, þótt það hafi oft verið áður gert íaér í blaðinu. forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins hafi verið mjög mótfalln ir þessari þróun og spyrnt fótum við henni. BEZTA SVARIÐ við þess 'um furðulega áróðri íhalds- blaðanna er annars að finna S Vísi sjálfum í fyrradag. Þar er birtur útdráttur úr yfir- 'itsskýrslu Landsbanka ís- iands um hagþróunina hér á, landi á síðastl. ári .Þar seg ír m. a. orðrétt á þessa leið: Sannleikurinn er sá, að þegar samið var við Rússa á síðastl. ári, fór ríkisstjórn in undir handleiðslu forsæt is- og sjávarútvegsmálaráð herra Ólafs Thors fram á, að samið yrði til þriggja ára um nákvæmlega sama fisk magn og samið hefur verið um nú. Það, sem hefur gerzt nú, er því ekkert annað en að fengist hafa fram þær óskir, sem bornar voru fram undir leiðsögu Sjálfstæðis- flokksins á síðastl. ári. Svo koma íhaldsblöðin og skammast yfir ofstórum við- skiptasamningi við Sovétrík in og telja hann sprottin af stjórnarþátttöku kommún- ista. Er hægt að Eomast öllu lengra í hræsni og yfirdreps- skap? EN ÞETTA er ekki öll sagan. íhaldsblöðin segja réttilega, að við eigum að reyna að selja útflutnings- vörur okkar til sem flestra landa, svo að við verðum ekki viðskiptalega háðir neinu einstöku landi. Þetta er alveg rétt og er missir Spánarmark aðsins á sínum tíma alvar- leg áminning um þetta. En hvernig gekk þetta undir viðskipta- og sjávarútvegs- málastjórn Sjálfstæðisflokks ins? Það tókst þannig á síð- astl. ári, að fisksalan til Bandaríkjanna minnkaði um nær helming á því eina ári — aðallega fyrir þröng- sýni -og klaufaskap þeirra Sjálfstæðismanna, er stjórna Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna — og eina úr ræðið, sem viðskiptamála- og sjávarútvegsmálaráð- herrar Sjálfstæðisfloksins sáu til úrbóta, var að fara fram á aukna fisksölu til Sovétríkjanna! Vissulega þarf að stefna að því, að fisksala íslendinga standi sem víðast fótum. En reynzlan frá seinasta ári sýn ir og sannar, að það verður sízt af .llu tryggt með því að fela Sjálfstæðismönnum forustu og framkvæmd þess- ara mála. „Af viðskiptasamningum, áem endurnýjaðir hafa ver ið og í gildi voru á árinu 1955, var samningurinn við Rússa stærstur, en sam- kvæmt honum kaupa þeir smikið magn af frystum fiski og saltsíld, en láta í staðinn olíur, byggingarefni, korn- vörur o. fl. Keyptu Rússar meira af íslendingum á ár- inu en nokkur jbjóð önnur“. Samkvæmt upplýsingum Landsbankans keyptu Rússar bannig meira af íslenzkum vörum á síðastl. ári en nokk ur önnur þjóð og veröur stjórnarþáttöku kommúnista vart um það kennt, þar sem beir voru þá utan stjórnar. í skýrslu Landsbankans, er /ísir endurprentar, segir enn ::remur, að á árinu 1955 hafi hlutdeild vöruskiptaland- anna í útflutningnum auk- st í 43.9% úr 34.9% árið áð ir, eh vöruskiptalöndin eru f'yrst og fremst Sovétríkin og : eppríki þess. NÚ KUNNA einhver j - r að álykta þannig af skrif im íhaldsblaðanna nú, aö 1. Endurskoðun bankamálanna í STEFNUskrá þeirri, /ém bandalag Alþýðuflokks- .ns og Framsóknarflokksins birtu fyrir alþingiskosning- arnar í sumar, var m. a. svo ið orði komist: „Bankakerfið skal endur- íkoðað með það fyrir augum að koma í veg fyrir pólitíska nisnotkun bankanna. Seðla- bankinn skal settur undir sérstaka stjórn og marki bahn heildarstefnu bank- inna og beini fjármagninu að framleiðsluatvinnuvegun- um og öðrum þjóðnýtum framkvæmdum." í stefnuskrá Alþýðubanda lagsins var einnig rætt um endurskoðun bankamálanna. í samræmi við þetta hef- ur ríkisstjórn nú skipað þriggja manna nefnd til að endurskoða bankakerfið og gera tillögur um endurbætur á því. Það ástand ríkir nú^n. a. í bankamálunum, að einum flokki hefur tekizt að sölsa undir sig yfirráðin í tveimur T í M IN N, föstudaginu 5. október 1958, ■ ' - ■ ■■— -i .mm ai 1 Frakkar vilja leysa erfiðasta hnút Alsír- málsins áður en þing S. Þ. kemur saman Gömlu nýlenduveldin eiga í vök að verjast Súez-málið hefir um sinn þokað vandamálinu mikla í Al- sír burt af forsíðum heimsblaðanna. En það merkir ekki í rauninni að nokkuð verulega hafi birt til í Norður-Afríku. Þar geisar enn styrjöld. Frakkar hafa þar mikinn herafla, en gengur treglega að uppræta hersveitir þjóðernissinna, sem Ieggja trauðla til stórorrustu, en vinna Frökkum allt það tjón, er þeir mega með fyrirsátrum, skyndiárásum og skemmd-; arverkum. Nú líður að þingi Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í New York skömmu eftir forsetakosningarnar í Bancfaríkjunum í nóvember. Frakkar sjá fram á, að að hönd- um kunni að bera vanda svipaðan þeim, er mæddi á þeim í fyrra. Þá varð ákvörðun mtíBjhluta þings um að taka Alsírmáhö á dagskrá til þess að utanríkisráðherra Frakka og sendinefnd þeirra öll gekk af þinginu. Þeir komu ekki aftur fyrr en málinu hafði í raun- inni verið ýtt út af dagskránni til samkomulags, enda var það aldrei rætt á síðasta allsherjarþingi. Arabar hefjast handa á ný Nú hafa lönd Araba, sem sæti eiga í S. Þ., ákveðið að beita sér enn á ný fyrir upptöku málsins, og miklar horfur þykja á því, að eins muni fara og í fyrra, nema Frakkar geti bent á einhver ný- mæli. Um þessar mundir er því unnið af kappi að því að reyna að leysa erfiðasta hnút málsins svo snemma, að þegar allsherjarþingið kemur saman, geti frönsku fulltrú arnir bent á, að franska stjórnin hafi' þegar hafizt handa um að semja við þjóðernissinna um kröf- ur þeirra og stilla til friðar í land- inu. Ef málið bæri þannig að, gætu Frakkar farið fram á að allsherj- arþingið frestaði umræðum um máiið, unz séð væri, hvernig reiadi af hinum nýju samningum. ina að kyngja. Þessi leiðtogi, sem | hingað til hefir verið talinn mjög vinveittur Frökkum, fer mjög hörð um orðum um framferði franskra yfirvaida og franskra herja í Al- sír að undanförnu og hann lýsir yfir fullri andstoðu við þær til- lögur, sem heyrzt hafa í Frakk- landi, að helzt ætti að stefna að því að skipta Alsír í tvö lönd, og væri annað að mestu byggt Frökk- um, en hitt Aröbum og Múhamm- eðstrúarmönnum. F. L. N. í banni Franska stjórnin hefir fram að þessu aldrei Ijáð máls á því að taka upp neins konar samninga við stjórn herliðs þjóðernissinna, FLN, og stendur málið því í sjálf heldu þegar leiðtogar á borð við þennan Araba lýsa því hins vegar yfir, að enginn Alsírbúi muni virða að nokkru samninga við Frakka, sem ekki njóta fulls sam- þykkis F. L. N. Borgarstjórinn í Algeirs- borg kveður sér hljóðs Þá hefir annar Alsírbúi, sem mik ils álits nýtur, en ekki hefir haft sig í frammi, látið til sín heyra og krafizt samninga. Það er Jaques Chevallier, borgarstjóri 1 Algeirs- borg. Hann hefir nú mjög einarð- lega varað ríkisstjórnina í París og landsstjórann, Lacoste, við því að ætla að hefja samninga um Jacques Chevallier nýja skipan á stjórn landsins, án þess að mótaðilinn hafi umboð fyrir meirihluta Araba, en þetta jafngildir því að ekki verði gengið framhjá stjórn uppreisnarmanna. Að öllu þessu athuguðu þykir horfa heldur óvænlega fyrir þeim áformum Frakka að geta boðið þingi S. Þ. upp á ný viðhorf í Al- sírmálinu um það bil, sem krafa Arabaríkjanna um að taka málið á dagskrá kemur til umræðu. Róstusamt þing Það eru því horfur á, að tals« vert róstusamt geti orðið á næsta allsherjarþingi. Hinar ungu þjóðir sækja fast að gömlu nýlenduveld- unqm og njóta stuðnings úr ýms> um — og stundum óvæntum —• áttum. Grikkir ætla að þjarma ací Bretum út af Kýpurmálinu, og Ar- abar að krefjast reikningsskila af Frökkum vegna styrjaldarinnar f Alsír. Og svo svífur Súezdeilan y£* ir vötnunum, og er ekki auðveld- ust viðfangs, livort sem hún kem- ur niður á ræðustóla allsherjar- þingsins eða ekki að þessu sinni sem dagskrármál. En óbeint hefir hún áhrif á gang mála eins og Al- sírmálsins og Kýpurdeilunnar. Viðræður í París Nú rétt um mánaðamótin kom landsstjóri Frakka í Alsír, Robert Lacoste, til Parísar til að ræða þessi mál við Mollet íorsætisráð- herra. Talið er, að stefnt sé nú að því að veita Alsír mun meira sjálfs forræði en landið hefir. Ætti það þá að fá heimastjórn í innanlands málefnum, jafnframt yrði héraðs- stjórnum veitt mjög aukin völd. Frakkar-ætli að láta undan samtök um Múhammeðstrúarmanna, að veita þeim mjög aukin pólitísk völd. En allar stjórnarfarslegar endurbætur velta á því, að unnt reynist að stilla til friðar og halda almennar kosningar við friðsam- legt ástand. Og þar er e. t. v. erf- iðasti hnúturinn fyrir Frakka. Alsírbúar tortryggja Frakka Þetta segja áreiðanlegir erlendir áhorfendur að sé helzta takmark Frakka nú um sinn. Frá Alsírbú- um sjálfum heyrist aftur á móti lítið, en þó er þegar vitað, að leið togar þeirra líta með allmikilli íor tryggni á þessa síðustu viðleitni Frakka til að gera leik í taflinu áður en þing S. Þ. tæki að íjalla um ástandið. Einn helzti - leiðtogi Múhammeðstrúarmanna og fyrrum formaður í löggjafarsamkundu landsins, hefir í viðtali við íranska blaðið „Le Monde“ lýst yfir því, að hvers konar samningar um breytt ástand séu óhugsandi, nema þeir verði gerðir beint við sam- tök þjóðernissinna F. L. N., sem eru sá mótaðili, sem franskir her- ir eiga í höggi við. Yrði þetta beiskur biti fyrir frönsku stjórn- aöalbönkum landsins. Allir sjá, hvaða pólitísk misnotkun getur fylgt slíkri skipan, enda er hér sjón sögu ríkari. Með endurskipan bankamálanna verður að sjálfsögðu að stefna að því, að komið verði í veg fyrir slílta misnotkun. Ljóöaö boðstofufóikiS. REFUR BÓNDI skrifar: — Ég var viðstaddur s. 1. sumar er hið myndarlega félagsheimili að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var vígt. Var þar mannfagnaður góð- ur og margt manna. Fór þar allt fram með prýði og var öllum til sóma er að því stóðu. Örstutt frá félagsheimilinu er stór steinn, sem heitir Hallgrímssteinn. Er sagt að þar hafi Hallgrímur Pét- ursson ort mörg af sínum feg- urstu ljóöum og því kvað ég: Hallgríms Ijóðin hrein og björt hérna urðu til í leyni. Eitthvað verður annað gjört undir þessum sama steini. Ég kom í Grafarrétt í Skila- mannahreppi stuttu áður en ég fór frá Galtalæk. Var þar margt manna en fátt sauðfé því smaia- veður var eigi gott. Það lrvað ég þessa stöku: Grafarrétt er gjörð úr tré, gildi mun þó bera. Þar er meira fólk en fé, fátítt mun það vera. EFTIRFARANDI vísa er kveðin til Gísla bónda Þórðarsonar sjötugs, en hann er sveitungi minn og býr að Ölkeldu í Staðarsveit: Hollvinir nú þig hylla hressan í lund og blessa. Sjötugur er þú situr sóma skrýddur og ljóma. Geislar vermi þig Gísli, gléðisöngva þér kveði gæfudísir og gefi gæði frá sóiarhæðum. Ilallfreður Guðmundsson hafn- sögumaður á Akranesi varð sex- tugur s. 1. vor. Til hans kvað ég eftirfarandi hendingar: Heill þér Hallfreður, hárri sæmd meður sífellt vel séður, sjót þér lof kveður. Tímáns brött bára, bjó þér fátt tára segg silfur hára, 60 ára. Ileill þér hugglaður hafnsögumaður, stundvis, starfshraður og stói-hugaður. Hryggð þig ei hrelli hrcnn þó títt skelli, haltu hress velli til hárrar elli. Eftirfandi „bæn“ er kveðin síð- astliðið vor: Veitist gæði virðum nóg, veikur hressist sefi. Gras á jörð og síld í sjó 1 sjálfur drottinn gefi. Virðist ég hafa verið bænheyrð ur. — Eftirfarandi vísa þarf ekkl skýringar við: Varla breytist veröld, því víða er maður illa gerður Hæstiréttur heimí í hnefaréttur jafnan verður. 1 Ennfremur eftirfarandi staka. Þrautir tíðum þola hér, þröng á lífsins rauði, þeir er mestum safna sér - sáluhjálparauði. Næsta vísa er kveðin í gamnl við stúlku: Til þú varst í „tuskið" fyr, talsvert í þig spunnið. Æsku þinnar ástarhyr út þó hafi brunnið. Ennfremur eftirfarandi vísa. Henni treyst’i ég hérum bil -----hnakkareist til bóta. (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.