Tíminn - 02.12.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.12.1956, Blaðsíða 6
6 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Slmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prer.tsmiðjan Edda h.f. LíSaedi kógrai á 20. öld NÝLENDUKÚ GUN er Ijótt orð og hljómar illa í eyr- tim íslendinga. Okkar saga hefur heldur ekki fegrað það né prýtt. Hljómur þess er dimmur og draugalegur og leiðir huga að löngu liöinni hörmungatíð. En nýlendukúg un hefur verið mjög fordæmd i íslenzkum blöðum, þótt hún sé löngu liðin saga hjá okk- ar þjóð, og engir hafa verið þar harðari í fordæmingunni en kommúnistar. Þeir hafa reist ádeilur sínar á atburð- um í Afríku og Asíu. Þar hafa hin gömlu vestrænu ríki smátt og smátt verið að hörfa úr fyrir aðstöðu, en það und- anhald hefur ekki verið hljóðalaust eða sársauka- laust. Hér heima í kyrrðinni hafa kommúnistískir áróðurs menn reynt að leiða einlæga andúð íslendinga á nýlendu- kúgun í pólitískan farveg. Um leið og nýlendustefna vestrænna stórvelda, svo sundurtætt sem hún er þó orðin, hefur verið dregin fram, hefur verið uppmálað fyrir sjónum manna, hvernig öll þróun í austurvegi sé f jar- læg og fráhverf þeim ójöfn- uði, sem í nýlendupólitík felst. Allt, sem sagt hefur verið af andstæðingum um nýmóðins nýlendukúgun Rússa á leppríkjunum, hafa þessir áróðursmenn kallað fjarstæðu, hlægilega fjar- stæðu, og hafa til merkis um það haft á reiðum höndum tilvitnanir í fræðibækur, sem voru ritaðar fyrir 100 árum. ÞETTA baksvið er rétt að hafa í huga, er menn virða fyrir sér ástandið í Austur- Evrópu. Hér á dögunum kom smáfrétt í Þjóðviljanum, upp á eitt lítið dálkabrot. Þar var frá því skýrt, að samkomulag hefði orðið um það í milli Gómúlku og annarra pólskra valdamanna og yfirmann- anna í Kreml, að Rússar greiddu Pólverjum mikla fjár fúlgu. Hún jafngilti þvi, að kvittað væri fyrir kolakaup Rússa allt f-rá stríðslokum. Það hefði nefnilega komið í Ijós, að Rússar hefðu fengið kolin á verði, sem hafði verið langt undir heimsmarkaðs- verði. Þetta þótti Þjóðviljan- um að sjálfsögðu dásamleg sönnun um hið nýja réttlæti rússneskra valdhafa. En skyldu lesendur ekki hafa skyggnzt dýpra? Hvernig mátti það verða, að ein þjóð seldi annari, helztu fram- leiðsluvöru sína langt undir markaðsverði í heilan ára- 'tug? Jafnvel forstokkuðustu kommúnistar hljóta að leggj- ast það djúpt, að spyrja sjálfa sig. Um svarið þarf þó ekki langt mal. Það liggur í augum uppi. í þessum viðskiptum hefur verið fólgin í 10 ár einhver svívirðilegasta ný- lendukúgun seinni tíma. — Efnahagskerfi litillar þjóðar hefur veriö látið blæða fyrir ^tórþjóðina, og valdi og á- nrifum beitt til þess. Með þess ari opinberun er gersamlega hrunin ein stoðin undir kenn ingum kommúnista um efna- hagslega uppbyggingu sósíal- ismans undir kommúnistískri leiðsögu. Þetta er heldur ekk- ert einsdæmi. Þannig hafa öll leppríkin veriö leikin. í ÞJÓÐVILJANUM í gær er dálítil frásögn eftir íslenzk an stúdent, sem dvalið hefur í Búdapest. Hann segir þar frá persónuiegum kynnum af þeim hræringum, sem þar urðu seint í október, og urðu smátt og smátt að stórfelld- um landskjálfta. Hann lýsir tillögunum, sem fram komu á fundum stúdenta og menntamanna í árdögum uppreisnarinnar. Þær voru einkum svona: „ . . . Fari rússneskir dátar heim, öllum stríðsföngum verði skilað, auðæfi ungverskrar jarðar verði nýtt um ungverskra þágu ...“ Hvernig lítzt komm únistum á? Ofan á hernámið kemur krafa um að auðæfi landsins verði nýtt í þess eig- in þágu, en ekki fyrir drottn andi nýlenduþjóð. í þessari tillögu brýzt fram gremja og reiði yfir svívirðilegri efna- hagslegri kúgun, sem þjóðin hefur orðið að þola í heilan áratug, og fóðruð hefur verið með kennisetningum og fræðaþrugli, sem enga stoð á sér í veruleika eða raun- verulegri lífsbaráttu. í þess- um tíðindum er fólgið enn eitt skipbrot kennisetning- anna. Heimur kommúnis- mans er gersamlega í rústum. Hann er eins og sundurskot- ið stræti í Búdepest. Á öllum sviðum eru vonbrigði fyrir það fólk, sem hefur lifað í góðri trú, og hefur haldið, að það væri að sækja fram til betri heims. Nú sér það, að kommúnisminn stefnir aftur á bak til miðalda. Það er ógur legt áfall, en víða um lönd bregðast menn mannlega við. Kommúnistaflokkar hrynj a, góðir starfskraftar eru leyst- ir úr læðingi. FYRIR ÞJÓÐ, sem í ald- ir bjó við nýlendukúgun, er þessi samtíðarsaga sérlega lærdómsrík. Kannski auðn- ast fleiri íslendingum en áð- ur að sjá hana 'í réttu ljósi og draga af henni skynsam- legar ályktanir. Kannski upp hefst þá sú umbótatíð heima fyrir, og sú sjálfsögun, sem skólameistarinn á Akureyri ræddi svo eftirminnilega um í fullveldisræðu sinni í gær. Víst getur öllum skjátlast. Þeir, sem lengi hafa lifað í trú og hafa ekki lært af at- burðunum, eru í vanda stadd ir. Kraftar þeirra hafa ekki notast þjóðinni til þessa. Þar hefur flest verið nei- kvætt. En nú eru þeir á vega mótum. Fyrir framtíð fá- mennrar þjóðar veltur á miklu, að þeir, sem áður stóðu álengdar í innlendu uppbyggingarstarfi, kasti skikkjunni og taki til hönd- unum eins og góðum drengj um sæmir. T f M1N N, sunnuðagiim 2. desember 1956. MUNIR OG MINJAR DrykkjarSiorn Eggerts Hannessonar ENGINN KANN frá því að segja, hve margir íslenzkir kjör- gripir hafa á liðnum öldum ver ið fluttir af landi brott, hvert. leiðir þeirra hafa legið eða hvar þeir hafa að lokum fengið end- anlegan samastað. Margir íóru til Hafnar, eins og kunnugt er, en vissulega hafa ófáir hlutir farið aðrar leiðir og hafa sum- ir loks lent í söfnum víða um lönd, en margir hafa áreiðan- lega komizt í einkaeign og eru það enn, og er þá undir hælinn lagt, hver.ær þeir kunna að koma fram í dagsins Ijós. EIN AF GERSEMUM jist- iðnaðarsafnsins í Ósló er drykkj arhorn fagurt, sem gengur und- ir nafninu Velkenshornið, kennt við bæ þann í Nroegi, þar sem það var, fyrst þegar listamenn og fræðimenn íóru að veita því athygli. Hornið cr gert úr 25 sm löngu nauts- horni, allt með gröfnu verki, og skiptist flöturinn í fimm af- mörkuð belti, sem skreytt eru hvert í sínu lagi. Á breiðasta beltinu eru tvær myndir. Fram an á er sýnd krossfestingin, frelsarinn milli Maríu og Jó- hannesar, en innan á er María með Jesúbarn í skauti sér, og stendur til annarrar handar henni Ólafur helgi með öxi sína Hel, en hinum megin erkieng- illinn Mikjáll og keyrir spjót sitt í gin drekans, hinum gamla höggormi, sem er djöfull og Sat an, áður en hann bindur hann og kastar niður í undirdjúpin. Enn er á horninu sérstök mynd af helgum manni, sem ekki verður með vissu þekktur, en að öðru leyti eru allir fletir hornsins þaktir sveigðum og beygðum greinum og blöðum, það er fyllingarskraut, sem liyl- ur allan flötinn, skrautlistar- smekkur, sem ekki þolir heið- inn blett. Um stikil hornsins er leturband ir.eð gotneskum smá- stöfum á þessa leið: ihesvs bao til. Allt er verkið gotn- e'kum stíl og.talið vera írá um 1500. HORN ÞETTA er án efa íslei*!kt að uppruna. A5 stíl og handbragði sver það sig mjög í ætt -íil íslenzkra hagleiksverka frá setnni hluta miðalda, áletr- unin er Llenzk og loks bendir silfurbúnaður hornsins á sinn hátt eindregið til íslands. Iíorn ið heí:r ekki v'erið silfurbúið upphaílega, en sá sem átt heíir það á seinni hiuta 16. aldar heíir látið einhvern færan silf ursmið í Kaupmannahöfn búa það kostulega. Það verk er allt í renessansstíl. Á lokinu sést kynjadýrið einhyrtiingur. nins konar hestur, sern rís upp á aft urfætur, með prjónandi fram- fótum og hringuðum makka, en fram úr enni stendur langt horn, snúið eins og náhvals- tönn. Á silfurhólkinn, sem held- ur horninu, er grafið hið sama kynjadýr eða framhluti þess. Þetta þykir benda til þess, að sá er lét búa hornið silfri seint á 16. öld, hafi haft einhyrning í skjaldarmerki sínu, og ber- ast þá böndin að Eggert lög- manni Hannessyni. EGGERT EGGGERTSSON, lögmaður í Víkinni í Noregi var aSlaður 1488 og skyldi skjaldarmerki hans vera „hálf ur hvítur einhyrningur á blá- um feldi og hálfur hvítur ein- hvrmngur ofan á hjálminum". Snnarsonur hans var Eggert löflmaður Hannesson í Saurbæ á Rauðasandi, höfðingi mikill o" auðmaður Hann fbittist til Hambergar 1580 og dó þar ekki löngu seinna. Víst íelia menn. að Eggert löemaður hafi átt drykkjarhormð góða og látið búa bað skjaldarmerki ættar sinnar. En af áletrun á horn- imx sést, að það er komið í eígu norsks alþýðufólks árið 1619. Þykir mönnum því líklegt að hornið hafi verið meðal gripa þeirra, er útlenzkir hval- fangarar rændu í Saurbæ vor- ið 1579, er þeir létu greipar sópa um bú Eggerts lögmanns. Fyrirliði þeirra er jafnvel tal- inn hafa verið norskur. MEÐ ÞESSUM atburðum hefir það getað átt sér stað, að hinn stolti einhyrningur Egg- ertsættarinnar er skyndilega fallinn í hendur útlendra manna, sem vissu ekki hver hann var. Á hinn bóginn átti þó fyrir honum að liggja að komast til nýrrar tignar, undir glerhjálmi í höfuðstað Noregs. Kristján Eldjárn m Krían KRÍAN er einn þeirra far- fugla, sem vel er fagnað á vor; in af íbúum þessa lands. í Reykjavík bíða menn þess með mikilli eftirvæntingu á vori hverju, að krían komi í Tjarn- arhólmann, og telst það ávallt til fréttnæmra tíðinda, þegar fyrstu lcríurnar sjást á sveimi yfir Tjörninni. Margir halda því fram, að í Reykjavík sé krí- an svo stundvís, þegar hún kem ur á vorin, að ekki skeiki degi. Mun þorri manna halda því fram, að hún komi ávallt 14. maí, en aðrir fullyrða, að hún komi 11. maí. Enn aðrir hafa bitið sig í það, að hún komi 12. maí, en undarlegt er það, að ég hef aldrei heyrt því hald- ið fram, að hún komi 13. maí. Víst er um það, að krían er furðu stundvís á vorin, en þó skeikar meiru um komudag hennar en margir vilja vera láta. Margra ára athuganir á komudögum hennar í Reykjavík sýna þetta glögglega. Á því tímabili, sem athuganirnar ná til, hefir hún komið fyrst 5. maí og síðast 18. maí. Þá er og allmikill munur á því eftir landshlutum, hvenær krían kemur á vorin. Á Suðaustur- landi fer stundum að verða vart við fyrstu kríurnar síðustu dagana í apríl og sum ár jafn- snemma á Norðausturlandi. A vestanverðu landinu er hún yfirleitt seinna á ferðinni, og á Vestfjörðum kemur hún stund- um ekki fyrr en um 20. maí. ÞAÐ KANN að vera, að Reykvíkingar hafi meiri áhuga á kríunni en aðrir landsmenn, enda hafa þeir til þess ríka á- stæðu. Reykjavík er áreiðan- lega eina höfuðborgin og að öllum líkindum eina borgin í heiminum, sem getur státað af kriuvarpi í miðbænum. Krían er því eitt af undrum Reykja- víkur. En hvað sem þessu líð- ur, þá er full ástæða til að taka vel á móti kríunni á vor- in, því að enginn íslenzkur íugl gerir eins víðreist og hún. Má með nokkrum sanni segja, að ferðir hennar vor og haust séu eitt af undrum veraldar. Flest það, sem við vitum um ferðir kríunnar eigum við fuglamerkingunum að þakka. Þær hafa leitt í ljós, að kríur í norðanverðri Evrópu og ná- lægum íshafslöndum halda á hausíin suður með vestur- ströndum Evrópu og Afríku og alla leið til Suður-íshafsins. Þar er sól og sumar, þegar vetur ríkir í hinum norðlægu varp- löndum kríunnar. Þar morar sjór af átu, sem er undirstaða að fjölbreyttu æðra dýralífi, og þar unir krían hag sínum vel, unz hausta tekur' á suðurhveli jarðar. Þá leggur hún aftur upp í nina löngu ferð til átthaga sinna norður undir nyrðra heimsskautsbaug og í Norður- íshafi og kemur þangað, ein- mitt þegar sumarið hcfir hald- ið þar innreið sína. mmamk mXUMm VIÐ VITUM með vissu, að Tjarnarkríurnar í Reykjavík !; og aðrar íslenzkar kríur muni | haga ferðum sínum þannig, j enda þótt aðeins tvær merktar, j íslenzkar kríur hafi náðst er- j lendis. Önnur þeirra náðist við j strönd Belgíu að vorlagi og j hefir hún því verið á norður- j leið, en hin náðist í september j í Nlgeríu á vesturströnd Afr- j íku, og hefir hún bersýnilega j verið á suðurleið. Sú síðar- j nefnda hafði verið merkt ungi I á Grímsstöðum við Mývatn, og var hún 21 árs gömul, þegar blámaður suður í Nígeríu batt endi á æviferil hennar. Marg- ar merktar kríur hafa náðst hér aftur einu eða fleiri árum eftir merkingu á sama stað og þær voru merktar. Þessar endur- heimtur bera glöggt vitni um átthagatryggð kríunnar og veita auk þess nokkra vitneskju um, hve gömul hún getur orðið. Meðal annars hefir kría, sem var merkt fullorðin, náðst aft- ur 15 árum eftir merkingu á sama stað og hún var merkt, og kría, sem var merkt ungi, hefir náðst aftur 25 árum eftir merk ingu á sama stað og hún var merkt. Bæði innlendu og er- lendu endurheimturnar sýna, að kríur geta náð allháum aldri, ef slys eða sjúkdómar verða þeim ekki að aldurtila. Á FYRSTU ÖLDUM ís- lands byggðar bar krían annað nafn en nú. Hún gekk þá undir nafninu þerna, og hefir það nafn haldizt í öðrum norrænum málum allt fram á þennan dag (sþr. tarna á sænsku og terne á norsku og dönsku). íslend- ingar hafa hins vegar varpað þessu forna nafni fyrir borð og '"tökið upp hljóðnefnið kría í staðinn. Kríunafnið virðist hafa verið orðið ríkjandi hér á landi þegar á öndverðri 16. öld, og má vel vera, að það sé allmiklu eldra. Nafnbreytingar af þessu tagi eru fáeætar. Finnur Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.