Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 12
Veðrið I dag: ™ Norðan stinningskaldi, skýjað, en víðast úrkomulaust. _____u Mynd ór möppu Finns. ! henni eru 10 myndir frá sfarfi á sjó og landi 10 úrvalssijedir eftir Finn Jánsson listmálara í íallegri étgáf u Listilega prentatJar af Lithoprenti í Reykjavík Koranar eru út í sérstakri möppu 10 úrvalsmyndir eftir Finn Jónsson listmálara, og nefnir hann möppuna „gamlar myndir 1926—1956“. Togarinn Goðanes dregimi biSaður til Isafjarðar Frá fréttaritara Tímans á ísafirði í gær. í dag var togarinn Goðanes dreginn hingað inn á Skutuls- fjörð bilaður. Um 30 mílur út af Vestfjörðum sprakk ketilrör í togaranum, svo að vél var óvirk, og kom ísólfur frá Seyðisfirði þá Goðanesi til aðstoðar og dró har.n inn á Skutulsf jörð. Þangað sótti vélbáturinn Ásólfur togar ann og dró að bryggju á ísa firði, þar sem hann mun fá við- gerð. GS. Lithoprent í Reykjavík hefir prentað myndirnar og virðist það verk hafa tekizt sérlega vel. í þessu safni eru ýmsar af þekkt- ustu myndum Finns, t. d. 2 sjó- ferðamyndir, auk þess myndir frá sveit og borg. í þessari möppu eru myndir, sem hverju heimili væri sæmd að hafa til prýði. Ekki er á allra færi að kaupa listaverk, en með svona útgáfum er listin færð inn á heim- iiin fyrir viðráðanlegt gjald. Prent un og frágangur er með þeim liætti, að óhætt er að mæla með þessari möppu Finns. Hún geymir sýnishorn af ágætri list. Mappan fæst í bókaverzlunum. SkoSanafrelsiS í komm- únistaríkjunum: Stúdentar reknir úr skóla fyrir gagnrýni á kommúnista Berlín-NTB, 12. des. — Austur þýzkir stúdentar, sem nýlega liafa flúið ti! V-Þýzkalands skýra svo frájað þeir námsmenn, sem dirfst hafi að gagnrýna fjöldamorð RúsSa í Ungverjaiandi hafi nú ver ið reknir úr skólum sínum. Er hér um að ræða bæði háskólastúd enta og menntaskólanema. T. d. hefir 20 stúdentum verið vísað úr tækniskólanum í Dresden. Birt liefir verið opið bréf frá Walter Ulbrieht, framkvæmda- stjóra þýzka kommúnistaflokksins til stúdenta. Segir Ulbricht þar, að nauðsynlegt sé að lialda aga í skólum landsins, þeir einir geti setið í skólum landsins, sem mefi og virði hagsmuni bænda og verkamanna! Sá órói, sem hefði verið í land- inu undanfarið ætti rætur sínar að rekja til útvarpssendinga vest- rænna landa, sem viidu þröngva auðvaldsskipulagi aftur upp á al- þýðu kommúnistaríkjanna. Fóstiirsomiriiin, ný skáldsaga A vegum sögusafns heimilanna er komin út skáldsagan Fósturson urinn eftir Árna Ólafsson frá Blönduósi. Er sögunni skipt í kafla og gerast þeir að mestu í sveit hér á landi. Bókin er um 200 blaðsíður að stærð. írskir lýðveldissinnar vinna spellvirki á Norður-írlandi Réðust á dómshús og sprengdu útvarpsstöS í loft upp Fylgihnetti skotið út í himingeiminn Florida 12. des.: Tilkynnt var í Bandaríkjunum, að bandarískir vísindamenn hyggð- ust skjóta fyrsta fyigihnetti jarð arinnar, gerðum af mannahönd London-12. des.: Menn úr írska lýðveldishernum unnu nokkur spellvirki síðastliðna nótt á nokkr um stöðum í Norður-írlandi. Gerð,u þeir m. a. árás á lögreglu stöð, hermannaskála, en enginn beið bana. Þeir sprengdu útvarps stöð eina í loft upp og réðust á dómshús. Ríkislögreglan í N-ír- landi skýrði frá því í dag, að komið hefði í Ijós, að áraásar- inenirnir hefðu brotizt inn í sprengiefnageymslu og stolið það an nær 200 kg. af sprengiefni. Fundizt hafi vörubifreið hlaðin vopnum, sem líklegt sé að árás- armennirnir hafi flúið á. 5 vopnaðir menn voru handtekn ir í N-írlandi í dag, þrír þeirra hafa játað að eiga heimili í írska lýðveldinu. ræða á landamærum Ulster og írska lýðveldisins væri sú, að stjórn lýðveldisins héldi ætíð hlífiskildi yfir hermdarverka- mönnum. Hitinn kl. 18: ’T Reykjavík 0 st., Akureyri 0 sfc, Stokkhólmur 2 st., Kaupmann«» höfn 6 st., París 13 st. j Fimmtudagur 13. desember 1956. Frá Parísaríundi utanríkisrátSherra NATO 1 Alvarlegar horfur setja svip sinn á ráðherrafundinn Tillögur „hirnia þriggja vitru“ lagðar fram í gær og hlutu mikið lof París-London-NTB. 12. des.: Fréttastofufregnir frá París herma, að „hinir 3 vitru", Mart ino, Lange og Lester Pearson, liafi í dag lagt fram skýrslu sína á NATO-fundinum um möguieika á aukinni samvinnu bandalags- þjóða Atlantshafsbandalagsins í efnahagsmálum, stjórnmáium og menningarmálum, en skýrslu þess arar hefir verið beðið með mik iili eftirvæntingu. HLAUT GÓÐAR UNDIRTEKTIR. Fréttamenn segja, að skýrsla þessi hafi fengið mjög góðar und irtektir og svo skapað mikinn fönguð hjá öllum ráðherrunum að undanteknum, utanríkisráðherra Frakka, Pineau, sem kvaðst á- skilja sér rétt til að bera fram breytingartillögur við tillögur hinna „þriggja vitru“. Er talið líklegt, að Pineau komi fram með tillögur þessar eftir nokkra daga. f tillögum þremenninganna eru aðildarríki NATO alvarlega vöruð við deilum og sundurþykkju sín á milli, sem væru líklegar til að koma í veg fyrir, að takast mætti að halda í heiðri hugsjón banda lagsins og tilgangi. írskir lýðveldissinnar að verki. Forsætisráðherra Norður-ír- lands, sagði í dag, að allt benti til þess, að árásin í nótt hefði ver- ið skipulögð af mönnum úr írska lýðveldinu. Brezki hermálaráðherrann, . Anthony Head, ræddi árás þessa en hins veSar verið mun stirðarl Volkswagen vinnur kappakstur í Bandaríkjunum Nýlega fór fram allmerkilegur kappakstur í Bandaríkjun- um á milli borganna Chicago og New York. Aðeins tveir bílar tóku þátt í þessum kappakstri. Volkswagen af venjulegri gerð og Continental, sem framleiddur er a‘f Ford-verksmiðjunum og er einn dýrasti bíllinn, sem framleiddur er vestanhafs. Þær reglur voru settar, að fylgja yrði öllum ákvæðum um hraða á þjóðvegum og umferðarreglum í borgum út í yztu æsar. Úrslitin komu mörgum á óvart, en þau voru á þá leið, að Volkswagen vann og varð sjö mínútum á undan keppinaut sínum. Bandaríska tímaritið Popular Science segir svo frá, að Continent- al hafi unnið á úti á þjóðvegunum, í brezka þinginu í dag. Þingmaður frá Ulster sagði, að ein megin ástæða til hinna sífelldu vand í vöfum í borgunum, sem farið var í gegn um. T. d. segir tímaritið, að í Chicago einni hafi Volkswagen 11 kunnir íslendingar leiða lesendnr áfangastaði um allan heim“ r a Meðal síðari bóka bókaútgáfunnar Setbergs á þessu hausti er Áfangastaðir um alian heim, sem er nýlega komin út. Flyt- ur hún ferðasögur eftir 11 kunna og víðförla íslendinga. Þetta er allstór bók, prýdd mörgum myndum og vönduð að frá- gangi. um, út í geiminn janúar 1958. í kringum 1. Blaðamannaféiag íslands heldur áríðandi félagsfund kl. 4 að Hótel Borg. í dag Menn þeir, sem í bókina rita, eru þessir: Árni Óla, sem bregður sér í ferðalag aftur í fortíð og kem ur niður í Kelduhverfi. Helgi P. Briem, sendiráðherra, sem bregður upp mynd frá Barcelona í borgara- styrjöldinni á Spáni. Gísli Halldórs son, verkfræðingur, sem segir frá ferðalagi sínu frá Berlín til Hafn- ar fyrir 11 aura. Guðmundur Daníelsson bregður sér drengur á fjall. Guðmundur Einarsson frá Miðdal segir frá för sinni til hrein- lappa og birtast nokkrar hinna skemmtilegu teikninga hans það- an með greininni. Gunnar Dal seg- ir frá ferð til borgar hinna dauðu í Indlandi. Jóhann Hannesson leið- ir okkur inn í þokuna lengst í austri. Jón Eyþórsson fer aðeins upp í Jötunheima Noregs, en það getur líka orðið söguleg ferð. Níels Dungal telur það að fara í annan heim að skreppa til Ríó og Sigurð- ur Einarsson telur það eftirminni- lega ferð að fara með skipi til ísa- fjarðar. Loks rekur Sigurður Þór- arinsson lestina, og leið hans ligg- ur upp á Etnu og þótti engum mik- ið. Af þessu sést að komið er víða við í þessari bók, áfangastaðirnir eru ýmist á ísafirði eða í Kína, Suður-Ameríku eða á Spáni, eða kannske aðeins norður í Keldu- hverfi. unnið fjörutíu mínútur á keppi- naut sinn. í blaði útgefnu af Volkswagen- verksmiðjunum í Volfsburg, er einnig sagt frá þessum kappakstri og í því sambandi eru eftirfarandi ummæli höfð eftir einum af for- stjórum verksmiðjanna: „Okkur dettur ekki í hug að gera lítið úr bandarísku bílunum og þeir eru íburðarmeiri og stærri en litlu bíl- arnir okkar. En samt sem áður er það staðreynd, að þeir eru ekki færir um að skila eigendum sín- um á ákvörðunarstað fljótar og ör- uggar en Volkswagen. Það hefir reynslan sýnt“. í samanburði á kostnaði við akstur beggja bílanna er benzín- eyðsla Continental 327 kr. þessa vegalengd á móti 134 kr. hjá Volks- wagen. Meðalhraði Volkswagen á leiðinni var 50,05 mílur en Cont- inental 49,7 mílur. Lokunartími söíu- búða um hátíðirnar í Reykjavík og Hafnarfirði verða verzlanir opnar um hátíðarnar sem hér segir: Laugardaginn 15. des. til kl. 22. Laugardaginn 22. des. til miðnættis og mánudaginn 24. des. (aðfangadag) til kl. 13. Fimmtudaginn 27. des. verða verzl anir opnaðar kl. 10. Á gamlársdag verða verzlanir opnar til hádegis. Ótti við þriðju lieimsstyrjöldina. Fréttaritari Reauters skýrði svo frá, að alvarlegar horfur í ver- öldinni hafi sett mikinn svip á störf ráðherrafundarins. Dulles, Pineau, Von Brentano og Spaak hafa átt margar einkavið'ræður sín á milli um utanríkismál og hafi þeim viðræðum komið fram mikill ótti um það, að Sovétrík in freistuðust til að leggja út I heimsstyrjöld, ef leppríkjakerfi þeirra hryndi saman á næstunni. Fréttamaður þessi segir, að það séu einkum fulltrúar Þjóðverja og Frakka sem telja útlitið ótryggt. Kýpur-málið á dagskrá. Málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins voru einig rædd á fundi ráðherranna í París í dag. Fulltrúar Grikklands og Tyrk- lands kvöddu sér báðir hljóðs um Kýpur-málið og Lloyds, utanríkis ráðherra Breta varð fyrir svörum. Umræðurnar voru hinar vinsam- legustu og kom mikill samkomu- lagsvilji fram. , , Lloyd skýrði afstöðu Breta. Selwyn Lloyd gerði í dag grein fyrir skoðunum Breta, hvernig hagkvæmast væri að endurskipu- leggja NATO. Sagði hann, að nauð synlegt væri að samstarf tækist á breiðari grundvelli, m. a. með samstarfi löggjafarþinga aðildar- ríkjanna. Skýrsla hinna „þriggja vitru“ verður rædd nánar á morgun á fundi ráðherranna áður en hún verður birt. Styrkir til framhalds- náms í guðfræði Heimskirkjuráðið, World Coun- cil of Churches, veitir um 125 styrki til náms eða framhaldsnáms í guðfræði árið 1957—58. Umsóknir um styrk til náms í Kanada og Bandaríkjunum skulu vera komnar til Genfar fyrir 1. janúar næstkomandi. Umsóknir um styrk til náms í Evrópu fyrir 1. febrúar næstkom- andi. Umsóknir um styrk til náms við Graduate School of Ecumenical Studies eða í Asíu fyrir 1. marz næstkomandi. Styrklr þessir munu nægja til þess að standa straum að öllum eðlilegum kostnaði við dvöl og nám. Ennfremur munu verða veittir tveir sérstyrkir til framhaldsnáms í guðfræði árið 1957—58 (fellow- ship) og eiga umsóknir um þá að hafa borizt til Genfar fyrir apríl- lok næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir forseti Guðfræðideildar Háskóia íslands. Lítið um rjúpna- veiði á Austurlandi Reyðarfirði í gær. — Rjúpna- veiði hefir verið með allra minnsta móti í Reyðarfirði í haust enda veður óhagstætt til að ganga til rjúpna. Oft hafa Reyðfirðingar þó stundað þessar veiðar af kappi með ágætum árangri. Snjór er hvergi á vegum eystra og sumarfærö oftast yfir Fagradal, nema hvað hálka torveldar stund- um umferð og veldur því jafnvel að bílar fara út af brautunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.