Tíminn - 04.06.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1957, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 4. júni 19ST. Ötgefandil: Frsm>ik!Mrf]akk«rfMS Ritstjórar: Haukur SnorrcMB, Þórarins Þórarln£M« Í6», Skrifstofur í Edduhúsinu vi5 Liadargð'ta Hf.-nsr: 81300, 81301, 81302 (ritstj. 0£ blattun***). Auglýsingar 82523, afgreiðíla SSXt Preatsmiðjaa Edda hf. ikið þi AIÞINGI þess, sem lauk störfum sínum á föstudaginn var, mun lengi minnzt sem eir.s hins athafnasamasta þings, sem hefir veriö hald- iö. Sennilega hefir ekkert þing afgreitt eins mörg stór- mál, sem ná til allra þátta þjöðlífsins og þetta þing. Helzt myndi það þá vera þingið 1928. Þegar á þetta er litið, verð ur það skiljanlegra, hve langt þinghaldið varð. Til viðbótarbersvoað gæta þess, að þing, sem fylgja stjórnar- skiptum, hafa jafnan orðið lengst. Þá þarf að afgreiða flest þau mál, sem samið hef ir verið um við myndun stjórnarinnar og síðan skapa grundvöll fyrir framkvæmd- ir hennar. Þegar samstjórn Sjálfstæðisfiokksins, Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins kom til valda 1947, varð þinghaldið aðeins fáum dögum styttra en nú, enda þótt miklu minna væri þá af greitt af stórmálum. Það tafði hins vegar þinghaldið þá veruiega, að Ólafur Thors eyddi til þess löngum tíma að fá kommúnista i stjórn með sér aftur. S'É LtTIÐ yfir mál þau, sem hið nýlokna þing af- greiddi, kemur glöggt í ljós, að þau ná til svo að segja ailra þátta þjóðlífsins. í efnahagsmálum ber hæst ráðstafanir þær, sem gerðar voru um áramótin með lög- unum um útflutningssjóð o. fl. Með þeim var komið í veg fyrir stöðvun útflutnings- framleiðslunnar og þá miklu kjaraskerðingu og atvinnu- rýrnun, sem slíkri stöðvun hefði fylgt. í sambandi við þessa laga- setningu er eðlilegt að minn- ast þess, að verðlagseftirlit hefir mjög verið hert og þannig tryggt, að hinar nýju álögur, sem lög þessi fjalla um, verði stórum léttbærari fyrir almenning en ella. Með lögunum um stóreignaskatt- inn er það svo tryggt, að þeir, sem mest hafa grætt á verðbólgu undanfarinna ára, taki á sig hlutfallslega þyngstar byrðar. Með lögunum um endur- bætur á bankakerfinu, er stefnt að því að koma pen- ingamálum þjóðarinnar í ör- uggara horf og tryggja rétt- látari dreifingu fjármagns- ins. HIÐ nýlokna þing hefir mjög látið mál atvinnuveg- anna til sín taka. Hér skal aðeins drepið á nokkur helztu málin, sem það af- greiddi og fjallaði um efl- ingu atvinnuveganna. Varðandi landbúnaðinn ber fyrst að nefna lögin um landnám o. fl. í sveitum, sem auka stórlega framlög til ræktunar á minni býlum og bygg'ingarstyrk til frumbýl- inga. Þá tryggði þingið veð- deild Búnaðarbankans stór- auknar tekjur. Sett voru lög um búf járrækt, sem fela í sér ýms merk nýmæli. Framlag ríkisins til rafvæðingar dreif ' býiisins var stórlega aukið. Þá voru sett merk lög um lax og silungsveiði og um eyð- ingu refa og minka. Varðandi sjávarútvegsmál- in ber fyrst að nefna lögin um kaup á 15 togurum og 12 minni skipum, sem ríkinu er heimilt að kaupa til að stuðla | að jafnvægi í byggð landsins. Þá voru sett lög, sem tryggja Fiskveiðasjóði stórauknar tekjur. Sett voru lög um út- flutningsverzlun sjávaraf- urða, sem eiga að stuðla að bættri skipun hennar. Þá ber að geta þess, að í fjárlögum er stórhækkað framlagið til atvinnuaukn- ingar í kauptúnum og kaup stöðum og er því ekki sízt ætlað að stuðla að auknum iðnaði þar, einkum þó fisk- iðnaði. HIÐ NÝLOKNA þing lét félagsmál og menningarmál mjög til sín taka. í félagsmálum ber fyrst að nefna hina nýju húsnæð- islöggjöf, er m. a. hefir að geyma nýmælið um skyldu- sparnaðinn. Þá má nefna lög um breytingar á orlofi, þar sem hlutur sjómanna er réttur, lög um heilsuvernd í skólum og aðstoðina við jafnlaunasamþykktina. í menningarmálum ber aS nefna lögin um eflingu Menningarsjóðs og Félags- heimilasjóðs og stofnun Vís indasjóðs. Sett voru ný há- skólalög. Þá samþykkti þingið þá tillögu Framsóknarmanna að athugun skuli fara fram á því, hvort hægt sé að efna til lífeyristryggingar fyrir alla landsmenn. Þar er um eitt hið mesta framtíðar- mál að ræða. ÁSTÆÐA væri til að nefna mörg fieiri merk mál, sem þingið afgreiddi. Þetta nægir hins veg- ar til að sanna það, sem sagt var hér í upphafi, að hið nýlokna þing er í röð allra athafnasömustu og afkasta- mestu þinga. Það hefir með lagasetningu sinni lagt grundvöll að margháttuðum og merkum framkvæmdum. Nú er það ríkisstjórnarinnar að fylgja vel á eftir og koma þeim heilum í höfn. Það gefur góðar vonir um, að þetta starf ríkisstjórnar- innar muni takast vel, að samkomulag var yfirleitt gott milli stjórnarflokkanna um lausn þeirra mála, sem þingið fjallaði um. Veldur þetta ekki sízt vonbrigðum Sjálfstæðismanna, sem höfðu verið að gera sér vonir um, að stjórnarsamstarfið héld- ist ekki til þingloka. Meðal EPLENT YFIRLIT: Ognaroldin magnast í Alsír Frakkar eiga engan annan sæmilegan kost en aí reyna samningaleiiSima Kaspa liggur skammt frá bæn- um Melouza, um 150 km. frá borg- inni Algiers. Þetta er afskekkt fjallaþorp, en heíir komið nokkuð við sögu að undanförnu, því að um þessar slóðir liggja leiðir smyglara sem útvega uppreisnarmönnum vopn frá Túnis. Um skeið átti sá flokkur algeirskra þjóðernissinna, sem skammstafar nafn sitt MNA mest fylgi í Kasba, en að und- anförnu hefir annar flokkur, FLN náð þar nokkri fótfestu. Munur þessara tveggja flokka er sá, að FL N vill hrekja Frakka burtu með ofbeldi, en MNA vill heldur fara samningaleiðina, ef fært reynist. Algeirskrir þjóðernissinnar eru klofnir í enn fleiri flokka, sem eiga mjög í deilum innbyrgðis, en ekki er um neina skipulega heild- arhreyfingu að ræða. Þetta gerir alla samninga við þjóðernissinna stórum erfiðari en ella. Fyrir skömmu gerðu fylgismenn FLN innrás í Kasba og mis- þyrmdu þar nokkrum fylgismönn- um MNA. Þeir svöruðu með að leita ásjár Frakka. Forustu- menn FLN, sem eru sagðir hafa að setur í Kaíró, höfðu áður tilkynnt, að enginn Alsírbúi, sem leitaði til Frakka, væri óhultur um líf sitt. Til að staðfesta þetta í verki munu þeir hafa fyrirskipað blóðbaðið í Kasba. Á miðvikudaginn réðist vopnaður flokkur FLN inn í þorp ið, handtók alla þorpsbúa og safn- aði þeim flestum saman fyrir framan samkomuhús þess. Þar voru karlmennirnir síðan líflátnir að konum og börnum áhorfandi. 302 lík höfðu fundist, er seinast fréttist. Þegar franskt herlið kom á vettvang, voru uppreisnarmenn á bak oghurt. LIÐSMENN FLN virðast ekki ætla að láta morðin í Kasba ein nægja til að fylgja hótun sinni eft- ir. Aðfaranótt föstudagsins gerðu þeir hliðstæða árás á þorp 1 Wagramhéraði, en þar höfðu íbú- arnir beðið um vernd Frakka. í þeim árósum voru 27 þorpsbúar drepnir en 20 særðir. MOLLET vilja halda Alsírstyrjöldinni áfram verða hryðjuverkin talin sönnun þess, að hefjast muni hryllilegasta blóðbað í Alsír, ef franski herinn dragi sig þaðan. Alsírbúar muni þá ekki aðeins snúa geiri sínum gegn frönsku landnemunum, heldur einnig berjast sjálfir innbyrðis. — Vissulega bendir margt til þess, að þetta sé rétt ályktað, svo langt MENDES-FRANCE sem það nær. En með því er hins vegar ekki sagt, að rétt sé að fylgja áfram sömu stefnu og stjórn Mollet hefir gert að undanförnu. Hún virðist einnig leiða til aukins öngþveitis. Heriið Frakka í Alsír ÞAÐ ER áreiðanlega öllum ljóst, að Frakkar horfast hér í : augu við mikið vandamál. Frá metnaðarlegu sjónarmiði er þeim I erfitt að þurfa að beygja sig fyrir | uppreisnarmönnum. Eðlilega vilja þeir líka tryggja hlut frönsku land nemanna í Alsír. Frá efnahagslegu sjónarmiði græða þeir hins végar ekki á Alsír, heldur er styrjöldin þar á góðri leið með að leggja fjár ^ hgg franska ríkisins í rúst. | Þegar allt þetta er abhugað, virð j ast Frakkar ekki hafa nema einn i sæmilegan kost. Hann er sá að I leita samkomulags við forustumenn I þjóðernissinna og væri senni- Tega bezt að fá einhvern þriðja að j ila til milligöngu. t. d. stiórnir Túnis og Marokkós eða Sameinuðu þjóðirnar. Ef Frakkar veldu þessa leið og gerðu það strax, er mjög líklegt, að þeir geti tryggt hlut franskra landnema í Alsír og einn ig viss efnahagsleg og stjórnmála- leg tengsli milli Alsír og Frakk- lands. Dragist þetta hins vegar á langinn og aukinn fjandskapur á báða bóga, eru allar iíkur til, að Frakkar eigi eftir að bíða svipað- an ósigur í Alsír og Indó-Kína, þðtt með nokkuð öðrum hætti verði. T. d. er ólíklegt, að uppreisnarmenn í Alsír geti sigrað franska herinn, eins og átti sér stað í Indó-Kína, en hins vegar líklegt að Frakkar verði að gefast upp vegna fjárhagslegra erfiðleika. Þetta virðist raunsæasta stjórn- málamanna Frakka, Mendes-France hafa verið Iengi ljóst. Því miður hefir ráðum hans ekki verið fylgt, heldur stendur hann einangraður og valdalítill að sinni. Fyrr en seinna verða Frakka þó að fara að ráðum hans, og því fyrr sem það verður, því betra mun það reynast þeim. Þ.Þ. í LITLU fjallaþorpi í Alsír, Kasba, gerðist á miðvikudaginn var, einn hinn hryllilegasti atburð| ur, sem sögur fara af. Uppreisnar- menn réðust inn í þorpið, tóku alla . íbúa þess til fanga og myrtu síðánj alla karlmenn eldri en 15 ára. | Margir þeirra voru hálshöggnir, en aðrir skotnir eftir að hafa verið pyntaðir meira og minna. Allar að farir uppreisnarmanna gái'u tiL kynna, að þióðhefndir Alsífmanna j eru enn á fornaldarstigi. Tildrög þessa óhugnanlega at-j burðar eru sögð þessi eftir áreið- anlegum heimildum, m. a. The Tim es í London: hefir stöðugt verið aukið, svo að þar eru nú um 400 þús. franskir hermenn. Vonast var tii, að það gæti fliótlega bselt uppreisnina nið ur, enda voru vopnaðir uppreisnar menn þá ekki taldir nema 15 Ö00. Síðan er sennilega búið að falla þá tölu skæruliða, en þó eru þeir áreiðanlega fleiri nú en þegar sókn in gegn þeim hófst undir forustu þeirra Lacostes og Mollets. Jafn- hliða hafa þeir gripið til mikla hryllilegri starfsaðíerða. Reynslan bendir þannig til. að aukinn her- afli Frakka í Alsír muni aðains verða til að auka ógnaröldlna, en ekki til að friða landið. Thor Johnson og Rögnvaldur Sigur- jónsson á sinfóníutónleikum í Keflav. Þá virðist sem leiðtogar FLN ætli sér ekki að láta þessi hryðju- verk ná til Alsír eingöngu.. Fyrra sunnudag var myrtur í París einn helzti leiðtogi þeirra Alsírbúa, sem, vilja jafna deilumál þeirra og Frakka friðsamlega. Óttast er um, að reynt verði að myrða fleiri for- ustumenn Alsírbúa, sem dvelja í Frakklandi og jafnvel franska stjórnmálamenn. Leiðtogar FLN virðast þannig ætla að hræða landa sína fré því að eiga hokkur mök við Frakka, því ella eigi þeir dauðahefnd yfir höfði sér.. ÞAÐ ER LJÓST af þessum hryllilegu aðferðum, að Alsírstyrj- öidin hefir færst á nýtt uggvæn- legt stig. Eftir er hins vegar að sjá, hvaða áhrif þetta hefir á Frakka. Frá sjónarmiði þeirra, sem almenniugs er því áreiðan- lega fagnað, hve vel tókst með samstarfið á þinginu. Það gefur fyrirheit um, að með myndun núv. stjórnar hafi byrjað nýr, merkur við- reisnartími í sögu þjóðar- innar. Sinfóníuhljómsveit íslands held ur tónleika fyrir Suðurnesjamenn næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 21. Tónleikarnir verða haldnir í svonefndum Service Club á Kefla- víkurflugvelii, en þar er hinn ákjós anlegasti tónleikasalur. Öllum er heimill aðgangur að þessum tón- leikum, og verða aðgöngumiðar seldir í Keflavík, Sandgerði og í Grindavík og auk þess við hliðin inn á flugvöllinn. Aðgöngumiðar að tónleikunum gilda sem vegabréf inn á völlinn í þessu sambandi. Mjög verður vandað til þessara tónleika og er efnisskráin glæsi- leg. Stjórnandi er hinn víðfrægi ameríski hljómlistarstjóri Thor Johnson, sem hér hefir dvalist undanfarnar vikur og stjórnað tvennum tónleikum hljómsveitar- inar í Reykjavík og einum á Akur- eyri við fádæma góðar undirtektir og mikla hrifningu áheyrenda. Ein leikari með hljómsveitinni verður Rögnvaldur Sigurjónssonar, og leik ur hann píanókonsert nr. 2 í c-moll eftir Raehmaninoff, einn hinn vin- sælasta allra píanókonserta. Lélc Rögnvaldur þetta verk á síðari tón leikum Johnsons í Reykjavík, var aðsókn að þeim tónleikum svo mik il, að margir urðu frá að hverfa. Auk þess er á efnisskránni „Há- skólaforleikurinn“ eftir Brahms og sinfónía nr. 4 í f-moll eftir Tschai- kowsky, eitt á'hrifamesta og stór- fenglegasta verk þessa mikla snill ings. Eins og áður var tekið fram, er öllum heimill aðgangur að þessum tónleikum, enda þótt þeir séu haldnir innan takmarlca flugvallar- svæðisins, og er ekki að efa, að Suðumesjamenn fjölmenna til þess að hlýða á þessa einstæðu tónleika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.