Tíminn - 15.06.1957, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.06.1957, Blaðsíða 3
3 TÍMINN, Iaugardaginn 15. júní 1957. Stefnoskrá P.E.N. er grundvöllur stofnunar félagsdeildar hér Yíirlýsing Tómasar Guímundssonar og Krist- jáns Karlssonar Vegna yfirlýsingar frá hr. Agnari Þórðarsyni og hr. Steini Steinarr, varðandi stofnun P.E.N.- deildar á íslandi, viljum við und- irritaðir taka fram eftirfarandi sem meðstjórnendur þess félags: Gunnari Gunnarssyni rithöfundi sem er frá fornu fari heiðursfélagi í hinni ensku deild P.E.N., var falið af ritara alþjóðafélagsins.að gangast fyrir stofnun P.E.N.-deild- ar á íslandi. En sökum þess að hann var að búast til utanferðar um þessar mundir, var unninn bróður bugur að stofnun deildar- innar og þarf þá engum að koma á óvart, þó að ekki hafi náðst til allra þeirra manna, sem þar ættu að réttu iagi heima. Var sú á- kvörðun tekin að halda framhalds stofnfund síðar, og skyldu allir, sem i félagið gengju fyrir þann tíma teijast stofnfélagar. En úr því að Agnar Þórðarson og Steinn Steinarr minnast á stefnuskrá P.E.N. og virðast álíta, að ekki hafi verið höfð nægileg hliðsjón af henni við stofnun hinn ar íslenzku deildar, þykir okkur rétt að birta Tiana:: STEFNUSKRA P.E.N. Stefnuskrá P.E.N. er samin upp úr ályktunum, sem gerðar hafa verið á alþjóðaþingum og hljóðar svo í stuttu máli: P.E.N.-sambandið lýsir yfir eftirfarandi: 1. Enda þótt bókmenntir séu þjóðlegs uppruna eru þeim engin landamæri sett og þær eiga að vera alþjóðlegur gjaldmiðill hvað sem á kann að dynja í lands málum eða alþjóðaviðskiptum. 2. Um listaverk skal aldrei fjállað af þjóðernislegu eða póli- tísku ofstæki, og sízt á styrjaldar tírnum, því að þau eru arfleifð mannkynsins alls. 3. Félagar í P.E.N. vilja í hví- vetna beita áhrifum sínum til að efla gagnkvæman skilning og virðingu þjóða milli og skuld- binda sig til að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að eyða kynþáttahatri, stéttahatri og þjóðahatri, en veita brautargengi þeirri hugsjón ,að hér megi búa við frið, eitt mannkyn í einum heimi. 4. P.E.N. lítur svo á, að hug- myndir skuli eiga greiða og ó- hindraða leið með hverri þjóð og eins þjóða milli, og félagar skuld binda sig til að standa gegn hvers konar höftum á málfrelsi í landi sínu og byggðarlagi. — P.E.N. lýsir stuðningi við prent frelsi og andstöðu við ritskoðun á friðartímum. Félagar líta svo á, að frjáls gagnrýni á stjórnar völd og stofnanir sé fyrir öllu, sökum þeirrar pólitísku og efna- hagslegu þróunar í heiminum, er stefnir óhjákvæmilega að æ fast- mótaðra skipulagi. Nú felst í frelsinu sjálfsögun, og þess vegna skuldbinda félagar P.E.N. sig til að vinna gegn misbeitingu prent- frelsis, svo sem lygafregnum, vís vituðum fölsunum og afbökun staðreynda, hvort heldur er í pólitískum tilgangi eða eiginhags munaskyni. Félagar í P.E.N. geta allir þeir rithöfundar, ritstjórar og þýðend ur orðið, sem hæfir þykja í sinni grein, og fallizt geta á takmörk þessarar síefnuskrár. Þjóðerni, kynþáttur, litarfar eða trúarskoð anir koma þar ekki til álita. Þessi stefnuskrá, sem hér er birt í heild, kynni að geta orðið einhverjum til fyllri skýringar. Hún liggur að sjálfsögðu til grund vallar stofnun félagsdeildar P.E.N. Tómas Guðmundsson Kristján Karisson. Þorv. Þárariasson- lögfræ^ingur. Or2»i8 er frjálst Bróðurlegt orð Aðalfundur þjóðdansafélagsins Aðalfundur Þjóðdansafélags Reykjavíkur var haldinn miðviku daginn 15. maí s.l. Formaður fé- lagsins frú Sigríður Valgeirsdótt- ir skýrði frá starfsemi félagsins á liðnu ári, sem er 6. starfsár fé- lagsins. Fór starfsemin fram með líku sniði og að undanförnu. Alls voru haldin fimm námskeið í vetur á vegum félagsins í gömlu dönsunum og þjóðdönsum, fyrir fullorðna, auk þess voru starfrækt ir æfingaflokkar fyrir börn og ungl inga. Alls munu um 400 manns hafa æft hjá félaginu í vetur. Eins og að undanförnu fór meginhluti kennslunnar fram í Skátaheimil- inu við Snorrabraut, en auk þess var kennt í leikfimisal barnaskóla Austurbæjar og samkomusalnum í Sanitashúsinu við Lindargötu. Sýningarflokkur var starfræktur, og sýndi hann dansa á vorsýningu félagsins 8. maí. Flokkur þessi starfar sem deild innan félagsins, og er formaður hans Vilhjálmur Vilhjálmsson. Flokkurinn mun halda áfram æfingum í sumar. Ákveðið hefur verið, að efna til námskeiðs fyrir leiðbeinendur í þjóðdönsum n. k. haust. Fjárhag- ur félagsins er sæmilegur og varð nokkur eignaaukning á árinu. Sigríður Valgeirsdóttir var ein- róma endurkjörin formaður fé- lagsins. Úr stjórninni áttu að ganga þeir Stefán Hjaltalín og Svavar Guðmundsson. Þeir báðust báðir undan endurkosningu og voru Jón Þórarinsson og Guðmund ur Sigmundsson kosnir í þeirra stað. R M.s. Dronnlng Alexandrtne fer frá Kaupmannahöfn 17. júní (via Grænland) til Reykjavíkur. Verður í Reykjavík 3. júlí. Flutn- ingur óskast tilkynntur sem fyrst til skrifstofu Sameinaða í Kaup- mannahöfn. SkipaafgreiSsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson iDiiiniuHiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiB o> LJUFFENGUR MORGUNVERÐUR, SEM FLJÓTT 0G AUÐVELT ER AÐ MATBÚA Biðjið um hið pekkta Scott’s haframjöl, sem framleitt er úr beztu, fáanlegum, skozkum höfrum Framleitt og pakkað samkvæmt ítrustu hreinlætiskröfum. Fyrirliggjandi í handhægum pökkum, lokuðum með cellofanpappir. © » bTdji-ð UM Scott’s borðir Scott’s MutiMtniiifiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiii! í dag er þjóðhátíðardagur hinn- ar dönsku bræðraþjóðar. Á þess um tímamótadegi eru að verða þáttaskil i hinni löngu samskipta sögu íslands og Danmerkur. Og vér sendum vinaþjóðinni árnaðar óskir og bróðurkveðjur yfir hafið. Sambúð landanna hefur farið dagbatnandi allt síðan Danir viður kenndu sjálfstæði íslands og full- veldi 1. des: 1918. En vinátta ís- lands í garð Dana hefur aldrei komið betur í ljós heldur en á Þingvöllum 17. júní 1944, þegar mannfjöldinn fagnaði hinu sögu- lega skeyti frá Kristjáni konungi tíunda. Vaxandi tengsl og aukin kynni eftir einangrun seinni heimsstyrj aldarinnar bræddu smám saman þann þela úr hugum Dana sem við vaningsháttur nokkurra íslenzkra valdamanna hafði skapað. Árangurinn varð sá meðal ann- ars að þegar sameiginleg nefnd Dana og íslendinga tók að ræða- nokkur vandamál í sambandi við niðurfall sambandslagasáttmálans settu íslendingar að nýju fram hina gömlu kröfu sína um endur- heimt íslenzkra handrita og muna úr dönskum söfnum, sbr. minnis- grein íslenzka nefndarhlutans, dags. 7. september 1945. Málið bar enn á góma þegar sama nefnd sat að störfum hér í Reykjavík j dagana 27. ágúst til 9. september j 1946, og var þá gerð sérstök bókun í fundargerðina, þar sem meðal annars var af íslands hálfu lögð. áherzla á að ekki yrði lokið fulln- aðarskiptum á milli landanna fyrr. en handrita- og safngripamálið væri leýst. Jafnframt báru ís- lenzku nefndarmennirnir fram sér staka ósk um að „samningavið- ræður gætu hafizt sem allra fyrst um lausn þessa mikilsverða vanda- máls“. Á meðan þessu fór frarn höfðu. dönsk stjórnarvöld verið að undir- búa málið af sinni hálfu. Hinn 13. marz 1947 stofnsetti mennta- málaráðuneyti Danmerkur nefnd til þess að rannsaka og skila áliti um handritamálið og safngripina. Var hún skipuð fjórtán mönnum, þar á meðal nokkrum frægustu og áhrifamestu stjórrtmálac og vísindamönnum Dana. Nefnd þessi skilaði áliti í október 1951. Álits- gerðin var hið merkasta rit. En niðurstaða meirihlutans var ekki jákvæð fyrir ísland, þó að ýmsir nefndarmenn skildu, viðurkenndu Og jafnvel styddu einhuga sjónar- mið vor. Ekki var talið að vér ættum neitt lagalegt tilkall til þeirra handrita og gripa sem um var rætt. Hinsvegar var sögulegur réttur og sanngirniskröfur talið vera á vora hlið, og viðurkennt að þau skjöl og handrit sem sér- staklega snerta ísland mundu gera meira gagn á íslandi. Ég tel að vér íslendingar höfum ekki alltaf gefið tillögum ábyrgra Dana nægan gaum í þessu efni upp á síðkastið. Einnig er ég þeirr ar skoðunar að vér höfum yfir- leitt ekki verið nægilega jákvæðir í afstöðu vorri. Þetta hefur valdið því, að mál sem oss flestum er svo heilagt að vér ræðum það helzt ekki opinberlega og allra sízt við hvern sem er, hefur sumpart lent í höndum sérvitringa og æs- ingainanna sem með framhleypni og grunnfærni hafa fremur gert skaða en gagn. Hér hlýtur að verða breyting á. Setzt er að völdum í Danmörku stjórn sem er fús á að taka upp við oss samningsviðræður um mál- ið. Ríkisstjórn vor þarf að eiga nú þegar frumkvæði að því að samninganefnd verði skipuð. Af vorri hálfu þarf að velja í slíka nefnd hina hæfustu menn, sem setj ast að samningaborðinu staðráðn- ir í að leysa málið á þann hátt sem báðir aðilar mega vel við una. En hvað mega bæði löndin vel við una? Aðeins þá lausn að ísland end- urheimti handrit sín og safn- gripi. Danskur lesandi mun e. t. v. segja að ég vilji sélja íslandi sjálfdæmi um lausn málsins. En svo er ekki. Með þessu er Dönum einmitt sýnt hið mesta traust og heiður. Þeir hafa nú sem stendur vegna sérstakra sögulegra orsaka vörzlu þess- ara þjóðardýrgripa vorra. Vér treystum því að þeir hafi víðsýni og sanngirni til þess að viðurkenna að þessi handrit og safngripir eru í sögulegum og sið ferðilegum skilningi óskoruð eign vor íslendinga. Þéssvegna beri að afhenda oss þessar sögulegu og þjóðmenningarlegu minjar, alveg án tillits til svokallaðs lagalegs eignarréttar. Að vísu hef ég allt af verið þeirrar skoðunar að laga- legur réttur vor íslendinga væri síður en svo lítils virði, þó að menningarleg sjónarmið væru að sjálfsögðu þungvægust. En nú vill svo vel til að einn allra frægasti og ágætasti lögfræðingur Dana, þjóðréttarfræðingurinn prófessor Alf Ross, hefur haldið því fram í stórmerki ritgerð að lögfræðilegur eignarréttur hinna dönsku stofn- ana orki mjög tvímælis. En jafn- vel beinn og óbeinn stuðninguy hans og annarra danskra vísinda manna ræður þó ekki úrslitum, heldur hitt að handritin eru í eðli sínu íslenzk. Aðeins í hópi íslendinga eru til þeir vísinda- og fræðimenn sem geta gefið umheim inum réttmæta hlutdeild í þeim fjársjóðum, er þau geyma. Danskir valdamenn hafa undan farið gert sér allmikið far um að skilja sérstöðu og sjónarmið vor íslendinga í þessum málum. Sumir þeirra gegna nú hinum mestu á- byrgðarstöðum í landi sínu. Mundum vér ekki mega vona að nú sé hin sögulega stund í nánd? Að samninganefnd íslendinga og Dana nái samkomulagi um málið, en ríkisþingið danska Ijúki því með nauðsynlegri löggjöf. Vér treystum því fastlega að bjart sé framundan í samskiptum Dana og íslendinga, og tökum ein- huga undir ósk þjóðskáldsins: „Bróðurlegt orð Snorraland Saxagrund sendir; samskipta vorra sé endir bróðurlegt orð.“ Þorvaldur Þórarinsson. (Framanritað greinarkorn var skrifað 4. þ. m. til birtingar í dag- blaðinu Þjóðviljanum á stjórnar- skrárdegi Dana, 5. júní. Af óskilj- anlegum ástæðum vildi ábyrgðar- maður blaðsins ekki birta grein- ina, sem þó var undir fullu nafni. Höf.). lllllllllllllllllltíUf ftUk. MCI iimmumiiiiiiiiniiiin’ ( Bændur \ i Öxlar undir heyvagna og kerr-1 | ur til sölu hjá Helga Guðmundssyni, 1 Hólmgarði 22. | iiiiiiiiiiiiilimiiiiitiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ■uiauiumumiimiuiiitiitiiiiiiitmuiiimiiiiiimiiiiiiiMt I HtJAVASA- | | SAMLAGNINGARVÉLIN j 1 leggur saman og dregur frá = i allt að 10 millj. Bændur, skólafólk og aðrir, | látið samlagningavélina létta | yður störfin. Kr, 224,00. Vélin er ódýr, örugg | og handhæg. Sendið pantanir í pósthólf | 287, Reykjavík. IIINnilllllllllllllMIIIIU AuylfyMi í Timaitm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.