Tíminn - 19.06.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.06.1957, Blaðsíða 8
Veðrið: Su'ðaustan gola í nótt, kaldi á morgun, skýjað. Sennilega lítils- háttar rigning síðdegis. Reykvíkingur drukknaði í Úlf- Ijótsvatni á laugardaginn var Hörmulegt slys varð á Úlfljótsvatni s. 1. laugardag, er Halldór Halldórsson, fulltrúi hjá Brunabótafélagi íslands, Drápuhiíð 33 í Reykjavík, drukknaði í vatninu. Hann var fimmtugur að aldri, lætur eftir sig eiginkonu og 5 börn, eru þau elztu uppkomin. Leyniræða Mao Tse PEKING, 18. júní. — Birt hefir verið ræða sú, sem Mao Tse- tung hélt í febrúar s. I. á flokks þingi kínverskra kommúnista. — Höfðu verið birtar glefsur úr ræðunni af ýmsum fréttamönn- um. Hefir líka komið í Ijós, að þeir hafa farið með rétt mál og er fátt nýtt í ræðunni fram yfir það sem áður var vitað. Hún er mjög löng, um 15 þús. orð og tók 4 klst. í flutningi. Mao viður- kennir, að „það sé viss andstaða eða ólík viðhorf" milli flokksins og almennings hins vegar. Þessi ágreiningur sé þó allt annars eðlis en stéttabaráttan í auðvalds ríkjunum. Hann leggur áherzlu á, að kínverska stjórnin muni fara sína eigin leið til sósíalis- mans, en tekur jafnframt fram, að liaft verði mjög náið sam- starf við Sovétríkin, enda muni reynsla þeirra af iðnvæðingu verða Kínverjum ómetanleg. — Hann tekur mjög svari rithöf- unda, listamanna og mennta- manna og ávítar þá kommúnista, sem sýni þessum aðilum skiln- ingsvana tillitsleysi. — Það þykir merkilegt, að Mao skuli ekki í þessari löngu ræðu minnast einu orði á tvö mestu vandamál lands ins, en þau eru: takmörkun barns fæðinga og aukin menntun al- mennings. 4000 kr. stolið Snemma í gærmorgun var brot- izt inn í Austurstræti 6. Þjófur- inn komst inn í ólæst herbergi á efri hæð hússins, braut þar upp skúffu og hafði á brott með sér 4000 kr. í peningum sem þar voru geymdar. Þjófurinn læsti síðan herberginu á eftir sér og hirti lykilinn. Mál þetta er nú í rann- sókn. Halldór hafði farið út á Úlfljóts vatn á báti síðdegis á laugardag- inn til silungsveiða. Var hann einn á bátnum. Reri hann út á vatnið og lagði bátnum við stjóra ofar- lega í straumnum, þar sem Sogið fellur í Úlfljótsvatn. Eftir nokkurn tíma hugðist Hall- dór draga stjórann upp, en náði honum ekki úr botni. Er hann haföi dregið inn mikinn hluta stjóralínunnar, virðist hann hafa gefið eftir á færinu, en þá atvik- aðist svo, að lykkja festist um fót honum og togaði stjórinn hann út- byrðis. Um leið og þetta gerðist, kom kast á bátinn í straumþung- anum svo hann fylltist og sökk. Nærstaddir voru 2 veiðimenn á báti og komu þeir þegar til hjálp- ar, en erfiðlega gekk að losa stjór- ann og ná manninum upp. Tók það allt um 20 mínútur, og var Hall- dór þá örendur. Nærstaddir Voru 2 amerískir læknar, og hófu þeir þegar lífgunartilraunir, en þær báru ekki nrangur. 1 Halldór Halldórsson var kunnur ] borgari í Reykjavík, sonur Hall-\ dórs Stefánssonar alþm. og for- stjóra. Bourges-Manoury | valtur í sessi PARÍS, 18. júní. — Við atkvæða greiðslu í dag, fékk hin nýja ríkis stjórn Bourges Manoury aðeins 27 atkv. meirihluta. Þykir þetta vera vísbending um, að stjórnin muni eiga í vök að verjast og varla verða langlíf. Umræður munu standa um stefnu stjórnarinnar fram í byrjun næstu viku. Hún mun leggja á nýja skatta og gera ýmsar róttækar ráðstafanir til að bjarga verðgildi frankans og rétta við útflutningsverzlunina. Hún hef ir m.a. ákveðið, að setja fyrst um sinn all strangar innflutningshöml ur. Fjölþætt og góð starfsemi Borgfirðingafélagsins í Reykjavík FélagiS ætlar koma upp félagsheimili Borg- firSinga í Reykiavík Borgfirðingafélagið í Reykjavík er athafnasamt átthaga félag. Vinnur það að ýmsum merkum áhugamálum, sem að gegni mega koma heima i héraði og stuðla að því að við- halda kynnum milli Borgfirðinga í Reykjavik og heima- manna. Auk ýmissa smærri mála, sem á dagskrá eru hjá félaginu, hef ir verið ákveöið að stefna að því að byggja félagsheimili fyr ir félagsstarfið í Reykjavík, þar sem allir Borgfirðingar geta komið sem „heimamenn". Hef- ir félagið þegar stofnað vísi að sjóði með þessa framkvæmd fyr ir augum og áhugi fyrir því að efla þann sjóð, enda er Borg- firðingafélagið athafnasamt og fjölmennt félag, með á sjöunda hundrað félagsmanna. Happdrætti um bifreið og fleira. Félagið hefir nú efnt til mynd arlegs happdrættis til eflingar félagsstarfinu og eru vinning- arnir ný bifreið, en auk þess ferðalög til útlanda, með skip- um og flugvélum og fleira. Mið inn kostar aðeins 10 krónur og geta því þeir, sem kaupa þessa happdrættismiða, gert tvenn í senn, eignazt von í góöum happ drættisvinningum og styrkt starfsemi félagssamtaka, sem vinna að framgangi góðra mála. Dregið verður í happdrætt- inu næsta mánudag og fer því hver að verða síðastur að draga úr hjóli Borgfirðingafélagsins. Auk þess, sem félagið hefir gefið nokkrar góðar gjafir heim í héraðið hefir það látið safna vandlega og skráð öll örnefni í héraðinu, sem er verðmætt og merkilegt verk. Á hverju sumri hefir félagið um fyrstu helgina í ágúst efnt til Snorrahátíðar í Reykholti, sem jafnan er fjölsótt af Borg- firðingum og öðrum, sem ferð eiga um Borgarfjörð um verzl- unarmannnahelgina. Snorrahátíðin í Reykholti er orð in fastur og vinsæll liður í sumar- liátíðum sunnanlands og þykir vel tilfallið að halda þannig árlega þjóðhátíð í fögru umhverfi á hinu forna óðali Snorra. Búfræeikandidatarnir, sem útskrifuSust úr framhaidsd jiidinni á Hvanneyri. Taldir frá vinstri: Brynjólfur Sæmundsson frá Kletti í Gufudalssveit, Vi3ar Kornerup Hansen frá Reykjavík, Einar Erlendsson frá Reykja- vík, Jósef Rósinkarsson frá ísafiröi, Leifur Jóhannes.on úr Helgafellssveit, Gunnar Oddsson frá Flatatungw í Skagafirði, Steinþór Runólfsson, Ásahreppi, Magnús Ellerz, Reykjavík, Skúli Kristjánsson frá Svignaskarði í Borgarfirði og Haraldur Arítonsson frá Reykjavík. Tíu búfræðilandidatar útskrifast eftir framhaídsnám að fivanneyri Fara flestir til mikilvægra starfa á vegnm bánaðarfrælsIiiEiiar víSsvegar nm land Framhaldsdeild Bændaskólans?á' Hvanneyri var slitið síð- astliðinn laugardag og útskrifuðust þá 10 búfræðikandidatar, sem flestir eru þegar ráðnir til starfa hjá búnaðarsambönd- um, en nokkrir fara utan til að afla sér frekari sérþekking- ar í ýmsum greiuum landbúnaðarvísinda. Þar með er lokið tíunda starfsári framhaldsdeildarinnar á Hvanneyri. sem telja má íslenzkan landbúnaðarháskóla, enda hefir stofnun- in þegar gegnt mikilvægu hlutverki á sviði landbúnaðar- vísinda. í ræðu, sem Guðmundur JónS- son skólastjóri hélt við skólaslit framhaldsdeildarinnar lagði hann áherzlu á þá miklu þýðingu, sem upplýsinga- og leiðbeiningastarf hefir fyrir framþróun landbúnaðar ins og hina nýju tækni. eÍBkunnir við burtfararpróf: Gunnar Oddsson frá Flatatungu f Stagafirði og Ilaraldur Antons soii frá Reykjavík. Gunnar fékk aðeins hærri aðaleinkun, og hlaut því bókaverðlaun, frá Bú- fræðikandidatsfélagi íslands. í ágætri ræðu, að ekki mætti hverfa að því ráði að flytja æðstu menntastofnun bænda, hinn verð- andi Búnaðarháskóla íslands burt frá Hvanneyri, úr sveitinni í kaup stað. Benti hann á það að hvergi er eðliiegra að búnaðarskóli sé, einmitt í tengslum við mennta- stofnun bænda í sveit. Sannleikurinn er Iíka sá, að Borgarfjörður er orðinn mikið skólahérað og þróunin virðist fremur sú, að flytja skóla úr kaupstöðunum upp í sveit, svo sem verzlunarskóla samvinnusam takanna, sem stafrræktur er nú með ágætum árangri og mikluin inyndarbrag í hinum glæsilegu húsakynnum að Bifröst, og dett- ur víst fáum í hug lengur að skólinn sé betur komiun annars staðar. Svipaða sögu er að segja um menntaskólann að Laugarvatni, sem þar komst á fót fyrir ötula baráttu hins merka skólamanns, Bjarna á Laugar- vatni. Nærtækar nýlendur Við þurfum ekki að sækja land nám okkar til fjarlægra heirns- álfa, eins og margar Evrópu þjóðir, sagði skólastjórinn, land- nániið er I okkar eigin landi. Það er gæfa ísleudinga að eiga stórt land, sem ekki er nema að litlu leyti fullnumið, enn sem komið er. Skólastjórinn sagði síðan frá starfsemi framhaldsdeildarinnar, sem gengið hefir að óskum. Á þeim tíu árum, sem hún hefir starfað hafa fimm hópar útskrif- azt eftir treggja vetra sérfræði nám og alls eru útskrifaðir kandi datar 37 að tölu. Flestir þeirra vinna við leiðbeiningarstörf meðal bænda víðs vegar um landið. Undirbúningsmenntun aukinn. Hann gat um þá breytingu, sem verður nú á undirbúnings- menntun nemenda, þar sem þeir sem ekki eru stúdentar eru nú einn vetur til undirbúnings í ménntaskólanum að Laugarvatni. Var sá háttur fyrst hafður á í vetur. Auk þess þurfa allir nem- endur, jafnt stúdentar, sem aðrir að hafa verið við nám í almenn- um bændaskóla, að Hvanneyri eða Hólum. Að þessu sinni hlutu hæstar Biinaðarháskóli í sveit. ftlargir gestir, sumir langt að koauiir, voru við skólaslitin á Hváhneyri á laugardag og .tóku nokþrir þeirra til máls, áður en skólaslitaathöfninni lauk. Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugar- vatni lagði sérstaka áherzlu á það Margir ræðumenn og góðar óskir. Auk Bjarna á Laugarvatni töl- uðu við skólaslitaathöfnina á Hvanneyri, þeir Benedikt Gröndal alþingismaður, Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, Gunnar Bjarnason Framh. á 2. síðu. ísknzku leikararnir kvaddir meS virktnm aS loknum sýningum í Danm. Héldu tál Noregs á laugardaginn Kaupmannahöfn á sunnudag. — Einkaskeyti til Tímans. Á laugardag var lokasýning Gullna hliðsins og var ágæf- lega sótt, þegar tillit er tekiS til hins einstaka sumarveðurs, sem nú ríkir og laðar ekki beinlínis að leikhúsunum. Að lokinni sýningu var leikurum og gestum ekið heim til sendi- herfa íslands dr. Sigurðar Nordal, þar? sem var móttaka. Þar voru margir íslandsvinir ásamt fulltrú- um “danskrar leik'listar, m. a. frá konunglega leikhúsinu, danska leik aras'ambandinu, Dansk-ísienzka fé- lagfhu o. fl. Ennfremur margir per sónúlegir vinir leikaranna og ann- arrá íslenzíkra gesta. Sendiherrahjónin tóku á móti gestunum og gestrisni þeirra og vinsemd gerði kvöldið ógleyman- legt fyrir aila viðstadda. Síðdegis í dag hélt íslenzki leikflokkurinn síðan af stað frá Kastrupflugvelli til Noregs. Thorvald Larsen leik- lnisstjóri reyndist hinn ágætasti gestgjafi allan tímann og skildi ekki við flokkin fyrr en á flugveli- inum og þar kvaddi hann leikar- ana, Davíð skáld frá Fagraskógi og Rósinkranz þjóðleikhússtjóra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.