Tíminn - 21.06.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.06.1957, Blaðsíða 5
T í MIN N, föstudaginn 21. júní 1957. A þessu kjörtimakili hefir bæjarstjórnarmeiri- hlutinn i Reykjavik meira en tvöfaldað útsvörin Bókin hulda Á tniðju sumri hverju kemur út í Reykjavík bók ein mikil hátt á þriðja hundrað blaðsíður í fjögurra blaða broti. Bumbur eru ekki barðar við úl- komu þessarar bókar. Hún er hvorki auglýst í blöðum né út- varpi. Henni er heldur ekki stillt út í glugga bókabúða. Þa3 er sér- stakt við bókina að útgefendur hennar gera ekkert til þess að vekja athygli á henni. Efni bókarinnar er heldur ekki við fyrstu sýn mjög aðlaðandi fyr- ir venjulegan lesanda. Efnið er töl- ur, sundurliðaðar tölur, samanlagð ar tölur, talnadálkar, sundurliðað- ir talnadálkar, samanlagðir talna- dálkar og talnadálkar fluttir milli blaðsíðna. Þessar tölur hafa mikinn fróð- leik að geyma. Þær gefa upplýs- ingar um það hvernig hefir verið eytt þeim geysiháu f járhæðum sem Reykvíkingum er gert að greiða í útsvörum og öðrum gjöldum til bæjarins á ári hverju. Þessi bók er reikningar Reykja- v'kurbæjar. Það er skiljanlegt að ráðamenn bæjarins séu ekki að hampa bók þessari að almenningi heldur reyni að hylja hana þögn og gleymsu. Hún er samvizka þeirra. Hinar miklu álögur Eitt helsta loforð núverandi ráðamanna bæjarins fyrir seinustu bæjarstjórnaríkosningar var það að íþyngja ekki bæjarbúum með álög um umfram það, sem brýnasta nauðsyn krefði og að sýna gætni Og varúð í fjármálastjórn bæjarins. Efndir þessa loforð hafa verið þessar: Árið 1953 voru útsvör áætluð 86,4 millj. kr. í fjárhagsáætlun ársins 1954 var upphæð þessi nálega óbreytt. En hinn 24. júlí það ár var bæjar- stjórn kölluð til skyndifundar og útsvör þá hækkuð um 4 millj. kr. í í 90,4 millj. kr. Tók aðeins 25 mín. að vinna verkið. í f járhagsáætlun ársins 1955 var fjárhæð áætlaðra útsvara hækkuð um 15 millj. kr. í 101,4 millj. kr. Þetta þótti þó ekki nóg að verið því að hinn 18. júlí 1955 var bæj- arstjórn kölluð til skyndifundar og hún látin samþykkja hækkun á út svörum ársins í 110 millj. kr. í þetta skipti tók 1 klst. og 25 mín. að vinna verkið. f fjárhagsáætlun fyrir árið 1956 var fjárhæð áætlaðra út- svara enn hækkuð og nú um hvorki meira né minna en 33,4 millj. kr. í 144,3 millj. kr. Við þetta var þó ekki látið sitja því að enn einu sinni liinn 26. júní f. á. var bæjarstjórn kvödd sam- an til skyndifundar og látin sam þykkja 5 millj. króna hækkun á útsvörum ársins. Nam því loka- fjárhæð áætlaðra útsvara á sl. ári 149,3 millj. kr. Tók nú að- eins 17 mínútur að vinna verk- ið og er það mettími. Loks voru í fjáragsáætlun fyr ir árið 1957 útsvör enn hækkuð um 32 millj. kr. í 181,3 millj. kr. Hefir því fjárhæð áætlaðra út svara meira en tvöfaldast á þessu kjörtímabili bæjarstjórnar. Og þetta hefir gerst þrátt fyrir það að heildartekjur bæjarsjóðs hafi sl. 3 ár farið samtals 54,9 millj. kr. fram úr upphaflegri og 34,3 millj. kr. fram úr endanlegri fjárhagsáætlun. Greiðslujöfnuður óhagstæður Endanleg fjárhæð áætlaðra út- svara á sl. ári nam eins og tekið rar fram 149,3 millj. kr. Heildar- tekjur bæjarsjóðs voru áætlaðar 171,5 millj. kr. en fóru mjög fram úr áætlun og urðu 187,1 millj. kr. Þrátt fyrir þessar gífurlegu á- lögur á bæjarbúa varð greiðslu- jöfnuður bæjarsjóðs óhagstæður um 637 þús. kr. en hafði árið áð- Orsakir @ru vöxtur skrifstofubákns- ins, vanskapad skipulag bæjarins og stjórnleysi og sukk í sambandi við framkvæmdir hans og innkaup Kaflar úr ræðir Þórðar Bjönissonar á bæjarstjórnarfimdi í gær, <■ þepr rætt vat om reikninga Reykjavíkorbæjar fyrir s. I. ár ur verið hagstæður um tæpa eina millj. kr. Rekstrarútgjöld bæjarsjóðs urðu á sl. ári 154,6 milljónir kr.'ö‘g' fóru 11,6 millj. kr. íram"úr—upp haflegri áætlun og var það nokkru hærri fjárhæð en næsta ^ár á und Þá var greiðslujöfnuítuf 7 fyr- j irtækja bæjarsjóðs, sem rsérreikn-_ inga hafa, óhagstæður jT^sfi'feri' um rúmlega 3,2 millj. k*trsem érj 1,5 millj. kr. hærri fjárhæð 'en; árið áður. Ástæðurnar fyrir hinum sí- auknu útsvarsálögum á 'bæjarbúa j eru margar og vil ég nefha nokkr ar: — Vöxt skirfstofubáknsins, skipulag bæjarins og skipulags- leysi verklegra framkvæmda svo og innkaup bæjarins. Skrifstofubáknið Skrifstofubákn bæjarins hefir stórvaxið með ári hverjú. Það hef ir þanist. út með ótrúlegipfm hraða og krafti. Bæði hafa gamlar skrif stofur bæjarrekstrarins bólgnað út og nýjar skrifstofur verið settar á stofn. Stöðugt er verið að búa til í' bæjarrefcstrinum ný störf ráðu- nauta, eftirlitsmanna, fulltrúa og ýmiskonar fræðinga með^ tilheyr- andi kontórum, aðstoðarliði, bif- reiðahaldi o. s. frv. Er hér ekkert iát á. Vil ég nefna nokkur (fæmi: Með fræðslulöggjöfinni 1946 var stofnað hér í Reykjgyík starf fræðslufulltrúa. Skyldi hann eink um framkvæma ákvarðanir fræðsluráðs, sem hefir á hendi stjórn sameiginiegra skólamáia bæjarins. Árið 1950 var skrifstofu kostnaður fræðslufulltrúa 107 þús. kr. en árið 1953 var hann orðinn 234 þús. kr. Um sl. áramót hafði þessi maður 4—5 manns’ sér til aðstoðar og á sl. ári ein'ú saman hækkaði skrifstofukostnaður hans úr 341 þús. kr. í 636 þús.- kr. eða um 295 þús. kr. Þar af hækkaði kostnaðiskostnaðurinn (ásamt ljósi og hita) úr 18 þús. kr. í 161 þús. kr. eða með öðrum orðum nífald- aðist á árinu. Árið 1947 var skrifstofukostnað- ur héraðslæknis og heilbrigðiseft irlits 132 þús. kr. en árið 1953 var kostnaður við Bkrifstofu borg- arlæknis og framkvæmd heilbrigð ismála kominn í 620 þús. kr. Um sl. áramót störfuðu 11 manns borg arlækni til aðstoðar við fram- kvæmd heilbrigðismála og nam heildarkostnaður við hana á sl. ári tæplega 1 millj. kr. og hafði á árinu hækað um 221 þús. kr. Bærinn heldur enn þá uppi sér stakri manntalsskrifstofu og sér- stakri sköinmtunarseðlaskrifstofu þó að verkefni þeirra sé nú nær ekkert orðið og var kostnaður við þær á sl. ári 342 þús. kr. Þá hóf oærinn nýtt kontörhaid á sl. ári. Það var umferðaskrifstofa bæjarins og vinna þar nú 2 menn auk að sjálfsögðu fraimkvæmda- stjóra. Kostnaður skrifstofunnar mun hafa numið á árinu yfir 180 þús. kr. að meðtalinni þóknun um- ferðanefndar. Aldrei hefir skrifstofubákn bæj- arins verið stærra en nú. Aldrei hefir verið jafnauðvelt að benda á þarflausa kontóra í bæjar- rekstrinum og nú. Þórður Björnsson Og aldrei hefir skrifstofuhaid bæjarins verið jafn óverjandi og einmitt nú. Skipulagsleysi fram- kvæmda Eins og kunnugt er hefir bærinn verið þaninn að þarflausu úf um holt og hæðir yfir gevsistórt svæði. I Afleiðingin hefir orðið sú að gatna gerð, holræsagerð, vatnslagnir ogj rafveita hafa orðið tugum millj. kr., dýrari en vera hefði þurft ef bær-, inn hefði verið skipulagður betur. Nú súpa bæjarbúar seyðið af þessu háttalagi ráðamanna með hin ] um gífurlegu árlegu hækkunum út svara og annarra bæjargjalda. En álögurnar á bæjarbúa nægja ekki. Með hverju ari, sem líður lengj ast göturnar, seni ófullgerðar eru og holræsin og lagnirnar, sem ó- lagðar eru. Jafnhliða eykst kostn aðurinn við framkvæmdirnar. Þannig var áætlað árið 1952 að koslnaður við að fullgera nokkur helstu aðalholræsi bæjarins myndi nema rúmlega 13 millj. kr. En ár- ið 1955 var kostnaður við að full- gera holræsi í nýjum bæjanhverf- um hins vegar áætlaður rúmlega 22 millj. kr. og árið 1956 var óætl- unin komin í 27 millj. kr. Vinnuaðferðir og vinnutilhögun við verklegar framkvæmdir bæjar- ins er svo sérstakur kafli. Þessi dæmi s'kuiu nefnd: Vanrækt hefir verið að bærinn eignaðist nægar vélar og tæki til framkvæmdanna. Þannig telja fróðustu menn að sum árin hafi allt að einn fjórði hluti af fram- lagi bæjarins til gatnagerðar far ið í greiðslur til fámenns lióps vörubifreiðaeigenda, sem verið hafa í tímavinnu með ökutæki sín. Nýlagningar gatna hafa verið gerðar úr svo lélegu efni að stór- felldar viðgerðir hafa orðið að fara fram á þeim órlega. Þannig kostaði nýlagning Hringbrautar ár in 1950—1954 röskar 7 milljónir króna, en viðhaldskostnaður braut arinnar síðan 1950 hefir numið tæplega 1 millj. kr. Kostnaður við Hljómskálagarð- inn hefir síðan 1950 numið sam- tals 2,7 millj. kr. en sjáanlegar framkvæmdir þar hafa aðallega verið fólgnar í því að mjókka og breikka gangstígana þar og færa þá til á víxi. Fyrir nokkrum árum var Mikla braut staðsett og ákveðið að gera hana að einni aðalumgerðargötu bæjarins og bæjarskipulagið á- kveðið samkvæmt því, þegar svo farið var að undirbúa það að full gera brautina kom í ljós að á stóru svæði er jarðvegur hennar svo stórgaliaður að nær ógerning ur er talinn vera að malbika hana. Eftir að erlendir sérfræð- ingar hafa rannsakað málið hefir sú ein leið verið talin fær að skipta alveg um jarðveg brautar- innar. Hefir nú verið hafist handa um verkið. A3 sjálfsögðu munu jarðvegsskipti Miklubraut- ar kosta bæjarbúa milljónir kr. sem koniast hefði mátt hjá ef samvinna skipulagsfræðinga og verkfræðinga bæjarins liefði ver- ið í lagi. Gæðingarnir græða Enn ein ástæðan til hinna miklu álaga á bæjarbúa er sú hvernig inn kaupum bæjarins hefir verið hátt- að. Það er staðreynd að Innkaupa- stofnun bæjarins hefir ekkert gagn gert í því tilliti að útvega bæjar- stofununum vörur með hagkvæmu verði. Það er staðreynd að innkaup heilla bæjarstofnana fara ein- 'göngu fram í smásölu. Það er staðreynd að hinar ýmsu deildir bæjarrekstrarins gætu stór- aukið viðskipti sín við stofnunina og að sumar þeirra láta hana jafn- vel alls ekki annast'nein innkaup fyrir sig. Það er staðreynd að vanrækt hefir verið að láta stofnuuina annast innkaup og samninga um efni vegna byggingaframkvæmda á vegum bæjarins. Hvers vegna hefir Innkaupastofn únin verið einn mesti óskapnaður inn í öllum bæjarrekstrinum? Það er vegna þess að gæðingar íhaldsins verða að fá að græða á bænum. Sérsjóðir tæmdir Ilin síðari ár hafa verið stofn- aðir ýmsir sérsjóðir bæjarins t>1 að sinna sérstökum verkefnum og hagsmunamálum bæjarfélagsins. Ráðamenn bæjarins hafa leitað mjög á sjóði þessa til almennrar eyðslu og í órslok 1955 var svo komið að bæjarsjóður skuldaði hin um ýmsu sérsjóðum bæjarins 16,1 miilj. kr. Á sl. ári keyrði þó alveg um þverbak í þessu efni. Bæjarsjóður hrifsaði þá til eyðslu sinnar 4,8 millj. kr. úr eft irlaunasjóði bæjarstarfsmanna og nam skuld bæjarsjóðs við sjóð þennan um sl. áramót 6,7 milij. kr. j Þá var á árinu byrjað á því að taka fé úr framkvæmdasjóði bæj- arins til almennrar eyðslu bæjar- sjóðs. Nam sú fjárhæð 4 millj. kr. I Þetta var þó ekki talið vera nóg. íSeilst var einnig í hafnarsjóð og I teknar úr honum 2 milljónir kr., sem fóru beint í eyðsluhít bæjar- sjóðs. Samtals hækkaði skuld bæjar- sjóðs við hina ýmsu sjóði bæjar- ins um 9,7 millj. kr. á sl. ári og nam um sl. áramót 25,8 millj. kr. Hitaveifubankinn Hinn mifcli gróði Hilaveitunnar hefir ekki nema að mjög litlu leyti farið til aukninga veitunnar held ur hafa ýmsar deildir og stofnanir bæjarrekstrarins hrifsað hann til sín. Ráðamenn bæjarins hafa not- að Hitaveituna eins og banka und- anfarin ór. Hún hefir verið látin lána bæjarsjóði og einstökum bæj- arfyrirtækjum stórfé til hinna ólík legustu framkvæmda. Hefir þessi starfsemi færst í aukana með ári hverju. Á sl. ári var rekstrarhagnaður Hitaveitunnar 4,9 millj. kr. og nægði hann hvergi til bankastarf seminnar því að Hitaveitan var þá l'átin greiða 3 miilj. kr. í bygg ingu Skúlatúns 2, 2 millj. kr. í toppstöðvargjald, 1,1 millj. kr. í afgjaid til bæjarsjóðs og tæpar 100 þús. kr. sem lán til Vatnsveit unnar. Um sl. áramót var starfsemi Hita veitubankans orðin þessi: Lán til Vatnsveitu 5,7 millj. kr., lán til bæjarsjóðs 1,1 millj. kr. bygging- arkostnaður Skúlatúns 2, 9,2 millj. kr., toppstöðvargjöld sl. 9 ár 14,8 millj. kr. og bæjarsjóðsaígjald sl. 6 ár 3,5 millj. kr. Með öðrum orðum: Á fáeinum árum hefir Hitaveitan verið svipt 34,4 millj. kr. — þar af 17,6 millj. kr. aðeins á sl. þremur árum — af tekjum sínum og þeiin ráðstaf að í húsbyggingar fyrir skrifstofu bákn bæjarins, í útlán til ba*jar- sjóðs og Vatnsveitu og í aígjöld til toppstöðvarinnar og bæjar- sjóðs. Til áukninga Hitaveitunnar hefir hins vegar verið varið á sl. þremur árum aðeins 10,8 millj. kr. þrátt fyrir samþykktir bæjarstjórnar um að verja tvöfallt hærri fjárhæð til aukningar veitunnar á þessum tíma. Brunatryggingasvikin Árið 1954 gerðu ráðamenn bæjar ins sig seka um það glapræði að hafna boði Samvinnutrygginga um 47% ladkkun á iðgjöldum bruna- trygginga fasteigna hér í bænum en stofna í stað þess nýtt bæjar- rekstrarbákn, Hústryggingar Rvík- ur.Ákveðið var með lögum að hagn að fyrirtækisins skyldi leggja í sjóð til eflingar brunavörnum og tryggingastarfsemi svo og lækkun- ar á iðgjöldum húseigenda. Jafn- framt skyldi fulltrúi stjórnar Fast- eignaeigendafélags Reykjavíkur eiga rótt á að fylgjast með ráðslöf un sjóðsins. Þessi lagaákvæði hafa verið þver brotin. Árin 1954—1955 nam rekstrar- hagnaður Hústrygginganna samtals um 4,5 miilj. kr. og varð hann all- ur eyðslueyrir bæjarsjóðs. Hið sama gerðist á sl. ári. Þá nam rekstrarhagnaður Húsatrygg- inganna 3,3 millj. kr. og hrifsaði bæjarsjóður hann allan til eyðslu sinnar og var kallað „lán“. Með öðrum orðum: Rekstrarhagnaður Húsatrygg- inganna hefir alls ekki farið eins og lög ákveða til að lækka trygg ingariðgjöld og efla brunavarnir og tryggingarstarfsemi heldur hefir hann allur — samtals 7,2 millj. kr. á þremur árum — verið „lánaður“ bæjarsjóði og orðið hreint eyðslufé hans. Þá hafa ver ið brotin lög á félagi fasteignaeig enda því að ráðstöfun hagnaðar- ins hefir ekki verið borin undir stjórn eða fulltrúa þess. En ekki nóg með það. Bæjarstjórn skai lögum samkv. kveða á um lántökur bæjarsjóðs en greindar „lántökur" hjá Húsa- tryggingum hafa ekki verið bornar undir hana. Bæjarstjórn fer einnig með yfir- stjórn Húsatrygginganna og á að sjálfsögðu m. a. að ráðstafa rekstr- arhagnaði Húsatrygginganna lög- um samkvæmt. Greindar „lánveit- ingar“ Húsatrygginganna hafa ekki verið bornar undir bæjarstjórn. (Framhald á 7. síðu). t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.