Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 7
T f MIN N, miðvikudaginn 16. marz 1960. 7 Söluskatturinn er íhaldsstefnu, sem einn liðurinn í þeirri innleiða á í landinu Hefði orðið gisti- Það á aS innleiða að nýju stefnuna frá 1927 og hiS opinbera á aS hætta að styðja hrnn óbreytta borgara til bjargálna og sjálfstæðis húsarekstri til * styrktar Söluskattsfrumvarpið var afgreitt frá efri deild í fyrri nótt kl. rúmlega hálf þrjú. At- kvæðagreiðsla við 2. umr. hófst kl. 2 og felldi stjórnar- liðið allar þær breytingartil- lögur, sem stjórnarandstæð- ingar höfðu borið fram til leið- réttingar. M.a. var felld tillaga fr'á Ás- geiri Bjarnasyni er hljóðaffi svo: „Söluskattur af sölu, ofhend- ingu effa þjónu.tu, sem látin er í té í matsölu-, veitinga- og gisti húsum, skaí renna í sérstakan sjóff. Fé hans sfcal lána til bygg ingar veitinga- og gistihúsa. Sjóff urinn skal vera í umsjá Ferffa- skrifstofu ríkisins. í reglugerff skulu nánari reglur um lán úr sjóffnum“. Þessi breytingartillaga var felld að viðhöfðu nafnakalli með 11 atkv. gegn 8, en einn þingmað ur stjórnarandstöðunnar var fjar verandi. Að lokinni 2. umr. var leitað afbrigða og þau leifff og frnmvarp ið síðan samþykkt að viffhöfðu nafnakalli með 11:8 og afgreitt til neðri deildar. Fyrsta umræða í neðri deild hófst svo í gær. Söluskattsfrumvarpið kom tiJ fyrstu umræðu í neðri deild í gær. Gunar Thoroddsen fjár- málaráðherra fylgdi frumvarp- inu úr hlaði, flutti sömu ræð- una og í efri deild og fullyrti enn að hér væri ekki um álög- ur að ræða heldur tilfærslu á skattstofnum og „vísitölufjöl- skyldan“ myndi í rauninni græða á þessum ráðstöfunum. Eysteinn Jónsson kvaddi sér næstur hljóðs. Minnti hann á, að þegar rikisstjórnin hefði lagt fram efnahagstillögur sínar, þá þóttist hún hafa lagt fram heildarmynd af því, sem ætti aff gera og einn dráttuíinn í þeirri mynd var yfir- lýsing hv. fjármálaráðh. um að söluskattur af innflutningi yrði ekki hækkaffur. Nú leggur þessi rðherra til, að þessi skattur sé meira en tvöfaldaður. Alþingi er sýnd óvirffing með því, að í greinarg. með frumvarp inu skuli ekki vera sundurliðun á því, hvað söluskattarnir muni raunveruLega gefa, — en ef marka má áætlanir ríkisstjórnarinnar sjálfrar í fjárlagafrumvarpinu þá mun innflutningsskatturinn einn gefa 150—160 milljónir á ári, og nú er þessi skattur meira en tvö- faldiVður þannig aff a.m.k. bætast viff 180 millj. kr. miffaff vig eitt ár. Þessi viðbótarskattur nemur 8% ofan á innkaupsverð og aðflutn- ingsgjöld og annan kostnað og þar Eysteinn Jónsson að auki ofan á alla tolla, sem fyrir eru á þessum vörum. — Fyrir gengislækkunina hefði þurft aff hækka innflutningssölu- skattinn um hátt á annan tug % til þess aff ná inn sömu upphæff. Þar að auki fer það ekki milli mála að innflutningsáætlanir ríkis stjórnarinnar eru allt of lágar — og þó að ríkisstjórnin ætli að koma á gífuriegum samdræ'tti þá mun það aldrei takast að því marki, sem innflutningsáætlunin gefur til kynna og álögurnar eru því í rauninni mikium mun hærri. En þessi litli böggull á samdrátt- arskammrifinu, sem gleymdist, innflutningssöluskattsaukinn, nem ur meiru en allur tekju og eigna skatturinn, sem lagffur hefur ver iff á landsmenn — og svo eru menn aff reyna aff telja þjóffinni trú um þaff, aff um engar álögur sé að ræffa og „vísitölufjölskyld- an“ muni í rauninni hagnast af þessum ósköpum. Fjármálaráðherra framkvæmir „tilfærsluna" þannig, að frá hækkununum í þessu fiv. dregur hann frá lækkanir í öðrum frum- vörpum og dregur einnig frá skatta, sem runnu til útflutnings- sjóffs, en gengisfellingin kemur margfaWlega á móti þeim. Væri ekki rétt fyrir ríkisstjórnina að gera sér grein fyrir öllum frum- vörpunum í heild — öllum hækk ununum og öllum lækkununum og komast að því, hvag lieildar- álögurnar muni nema, — það er það eina, sem þjóðina varðar um. Það sem skiptir megin máli er hvernig myndin lítur út í heild. Rikisstjórnin ætti aff sjá sóma sinn í aff gera þetta og hætta að reyna að blekkja þjóðina með því að draga einstaka þætti út úr og hagræða þeim. Það hefur marg oft verið sýnt fram á það, að heildarálögur þær, ^einriþeg^i: /aru ^ajn. pjcmnar vegna efnahagsaðgeiða ríkisstjórnarinn- ar nema a.m.k. 1100 milljónum króna á ári aff frádregnum öllum lækkunum, og þessum staffreynd- um hefur stjórnarflokkunum ekki tekizt aff hnekkja. Álögumar eru þó í rauninni mun hærri vegna hinnar óeðlilega Iágu innflutnings áætlunar ríkisstjórnarinnar eins og áffur hefur veriff bent á. Samt sem áður leyfa ráðherrar sér þá kokhreysti að reyna að telja þjóðinni trú um að vísitölu- fjölskyldan græði ,á þessum ráð- stöfunum. Hvernig ætla þeir að koma inn- flutningnum niður í þaff mark, sem innflutningsáætlunin gefur til kynna, ef vísitölufjölskyldan á í engu að missa, og verzlnin aff vera frjáls? Vildi fýármálaráff- herrann ekki upplýsa það, á hvern veg ætlunin væri að koma innflutningnum niður fyr’ir það, sem hann var 1958? — Ef allt er meg felldu þá á innflutningurinn að aukast með vaxandi fram- leiðslu og aukinni fólksfjölgun í landinu. — Ríkisstjórninni væri sæmra að játa fyrir þjóðinni, að það sem fyrir henni vekti, væri aff koma á stórfelldum samdrætti og kjararýrnun hjá almenningi til þess að verzlunin geti orðið frjáls. í greinargerð efnahagsmála- frumvarpsins segir, að dýrtíðin eigi að aukast um 13%. Þar var ekki reiknag meff söluskattshækk uninni og ekki meg váxtahækkun inni, en þessir þættir munu auka dýrtíðina gífurlega. — í öllum út- reikningum, sem líkisstjórnin hef ur látið gera um áhrif efnahags- ráðagerðanna á afkomu almenn- ings stendur því ekkl steinn yfir steini. Með söluskattinum á innlendar matvörur er gengið lengra í skatt píningu, en nokkru sinni hefur verið gert áður. Það hefði þótt saga til næsta bæjar einhvem (Framhald á 15 síðu). Söluskatturinn er ranglátur og kemur aldrei allur til skila Stuttur kafli úr ræðu Ólafs Jóhannessonar við 2. umr. söluskattsfrumv. í efri deild Hér fer á eftir stuttur kafli úr ræðu þeriri, sem Ólafur Jó- hannessou flutti við 2. umr. etnahagsmálafrumvarpsins í efri deild í fyrrakvöld: Ég viðurkenni, að það sé þörf á breytingum á núgildandi tekju- skattslöggjöf, en um hana ætla ég annars ekla að ræða nú, af því að um hana verður rætt í öðru sam- bandi. Það hefur réttilega verið á það bent, að í sambandi við þá lög- gjöf hafi átt sér stað ýmiss konar misfellur. Sumum hafi þar gefizt möguleiki á því að skjóta allmiklu af sínum tekjum undan skatti. Ég held, að það sé þó viðurkennt af öilum, sem um þau mál hafa fjall- að, að þeir. sem sízt hafa gert það og allra sízt hafa haft nokkurn níöguleika til þess og hafa alls cnga möguleika til þess, það séu þeir, sem hafa almennar launa- tekjur. En það eru einmitt þeir, sem nú eiga aff fá eftirgefinn sinn tekjuskatt og er ég ekki að hafa á móti því út af fyrir sig, en mér svnist, aff það muni ekki meff þeim hætti verffa ráffin bót á þeim ann- mörkum, sem hingaff til hafa veriff taldir á því aff framkvæma tekju- skattslögin viffhlítandi. Um þessa fyrirhuguðu skattlagningu, sem liér er um að ræða, vil ég aðeins segja þetta: Ég vil út af fyrir sig ekki vera með neinar fullyrðingar um það almennt eða fordæma almennt eina eða aðrar sköttunaraðferðir. Það fer eft'r atvikum og þörfum á hverjum tima, til hverra ráða verður að grípa í því efni. En eins og nú standa sakir tel ég almenn- an söluskatl óheppilega skattað- ferð, sem í lengsfu lög ætti að ferðast að grípa til og ég tel hana a’.veg sérstaklega óheppilega nú, þegar hún kemur í kjölfarið á þeirri gífurlegu gengisbreytingu, sem' hér hefur átt sér stað og vaxtahækkun þeirri hinni miklu, sem skollin er yfir og ekki þarf Ólafur Jóhannesson. hér að fjöiyrða.um. Ég tel hana sérstaklega varhugaverða. vegna þess að hún kemur þungt niður á almenningi i landinu, hækkar vöru- verðið og eykur dýrtíð stórkost- lega. Hitt er svo alveg augljóst mál, að innheimta á þessum skatti verður sérstaklega erfið Mennirn- ir verða áfcaflega niargir. Skrif- finnskan verffur gífurleg og kostn- affurinn viff innheimtuna eftir því cg fyrirhöfn alls almennings verff- ur mjög mikil og þaff verffur eilíf- ur eltingarleikur viff þessa mörgu aðila, sem eiga að standa skil á þessum skatti og það er svo því til viðbótar, að það er ákaflega hætt við, að þessi skattur komi ekki all- ur til skila. Að vísu eru margir heiffarlegir menn í landinu og ég er ekki að væna neina af þessum aðilum, sem eiga þennan skatt að greiða, um óheiðarleika, en það verð ég að segja að með þessari aðferð er mikil freisting fyrir þá lögð og þaff gæti veriff þannig, aff meff þessari affferð væri beinlínis ýtt undir óheiffarleika. Ég get því vissulega EKKI tekið undir orð hæstv. fjármálaráðherra, þegar hann var að Lýsa þessari aðferð um alineii söluskattinn, 3% skattinn, að þetta skattkerfi sé einfaldast og auðskyldast. Til að afstýra gengislækkun Ég get fallizt á það, að það geti verið réttlætanlegt að beita sölu- skatti, t. d. til þess að afstýra gengislækkun, þegar þannig stend ur á, að til hans er gripið af þeim sökum Fn <\r alveg rétt, að það hefur verið" gripið til sölu- skatts í ýmsum löndum og það hef ur verið gripið til söluskatts hér á landi eins og við allir þekkjum og komið hefur fram í þessum umræðum, en ég verð að segja það, að samt er ég nú dálítið hissa á því, að þessi samstarfsstjórn Sjálfstæffisflokksins og Alþýffu- flokksins skuli beita sér fyrir setningu þessa söluskatts. Ég er að vísu ekki hissa á því, að Sjálf stæðisfl. skuli beita sér fyrir þess- ari skattlagningaraðferð, því að það var Sjálfstæðisfl., sem á sín- um tíma beitti sér fyrir veltuskatt inum illræmda, en með þeim skatti var í raun og veru þessi asni leiddur í herbúðirnar hér á landi, svoleiðis að það er ekkert einkennilegt við það, þó að Sjálf- stæðisfl. ebiti sér fyrir þessari skattlagningaraðferð. Hitt verður að teljast alveg furðulegt, að A1 þýðuflokkurinn skuli taka þátt í því að setja slikan skatt og með leyfi hæstv. forseta vildi ég því til sönnunar vitna í ummæli núv. hæstv. viðskiptamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar á Alþingi 1953, en þá voru umræður um (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.