Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.04.1960, Blaðsíða 6
T f MIN N, miðvikudaginn 20. aprQ 1960. 6 MINNING: Guðrún Teitsdóttir Gnðrún Teitsdóttir lézt að heim- ÍU sínu, Hofsvallagatu 61 í Reykja vík 13. 4. 1960. Guðrún var fædd að Meiðastöðum í Garði 9. apríl 1887, dóttri hjónanna Kristínar Bergþórsdóttur og Teits Péturs- sonar skipasmiðs. Þær voru fimm systumar og einn bróðir, er kom- ust til fullorðins ára. Elzt systranna var Sigríður í Hítardal, gift Finnboga Helgasyni bónda þar. Hún er dáin fyrir 8 árum. Þá Guðrún ógift. Kristín, giít Guðmundi Guðmundssyni fyiTum skipstjóra og siðar bónda að Móum á Kjalarnesi. Yngstar eru þær Helga og Petra, báðar ógiftar. Bergþór skipstjóri og síð- ar verkstjóri, giftur Guðrúnu Sig- urðardóttur. Guðrún Teitsdóttir ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst suður í Garði en síðar í Reykjavík. Hún vann öll algeng störf til sjávar og sveita eins og títt var með æskufólk um aldamótin. En aðal ævistarf sitt vann hún á Lands- .spítalanum í áratugi. Þær systurn ar Guðrún, Helga og Petra bjuggu með foreldrum sínum á meðan þeirra naut við, en héldu svo heimili saman eftir það. Þau Teit- ur Pétursson og Kristín kona hans tóku dótturson sinn Teit Finnboga son til uppeldis og ólst hann upp hjá þeim meðan þeim entist aldur til. En eftir það tóku systurnar við og gengu honum í foreldra stað. Guðrún og þær systur hafa reynzt sínum systrabömum fram úr skarandi vel. Hjá þeim áttu þau sitt annað heimili, þegar þau voru í Reykjavík. Það má segja, að þær hafi vakað yfir velferð þeirra og þroska eins og þau væru þeirra eigin böm. Guðrún Teitsdóttir var meðal kona á vöxt, kvik í hreyfingum, björt yfirlitum og fríð sýnum, það gneistaði af henni lífsfjör og vilja þróttur við hverja hreyfingu. Hún var aldrei hrygg og aldrei sorg- mædd, enda var hennar bjartsýni meiri en annarra og hún skildi eftir sig sólargeisla í hverju spori.- Frásagnarhæfileika hafði Guðrún svo frábæra, að engum duldist, að þar fór saman skörp athyglisgáfa og næmur skilningur á því, sem gildi hafði og ætíð skyldi þunga- miðjan vera sú, að draga í aðal atriði það, sem betra var og bjart- ara í fari einstaklinga og málefna, en gera hitt að aukaatriðum, sem miður fór. Hún fékk í arf frá foreldrum sínum einstakt lundarfar, sem gerði alla glaða og bjartsýna í ná- lægð hennar. Hún reyndist trú þeirri hugsun sinni allt sitt lif til þess síðasta að greiða götu ann- arra og létta þeirra byrði á einn og annan hátt. Hún var ekki auð- ug af fé, þó ihalrgut hefði mátt það ætla, áem af því naut. Það var hennar mesta ánægja að gleðja aðra og til þess fór hennar fyrsti og síðasti eyrir. Ég vil fyrir hönd systkinanna frá Móum og Hítardal færa Guð- rúnu móðursystur okkar alúðar þakkir fyrir allt það, sem hún hef ur fyrir okkur gert og allt það, sem Öllum þeim mörgu, einstaklingum og fyrirtækj- um nær og fjær, sem með ýmsum hætti sýndu mér vinsemd og sóma á fimmtugsafmæli mínu 9. þ.m. — þakka ég hjartanlega. Baldvin Þ Krisfjánsson FaSlr ok.kar Jón B. Stefánsson frá Hofl á Eyrarbakka, andaðist 19. . m. aS heimili sínu Tryggvagötu 20, Selfossi. Börnin. Konan mín Jórlaug Guðrún Guðnadóttir, Lómatjörn, Grýtubakkahreppi, andaðist í Landakotsspítala föstudaginn 15. þ. m. Útför fer fram að Laufáskirkju, iaugardaginn 23. þ. m. og hefst meS húskveðju að heimili okkar kl. 1 e. h. Sverrir Guðmundsson. Alúðar þakkir öllum þeim, sem vottuðu vináttu og samúð við andlát og útför Elísabetar Kristjánsdóttur Foss. Áslaug Foss-Gisholt, Hilmar Foss, systurnar, tengda- og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð, vinarhug og aðstoð við and- lát og útför konu mlnnar Sólveigar Sigurðardóttur, frá Efra-Langholti. Eiríkur Jónasson. hún var okkur fyrr og sfðar. Minn ingu hennar getum við bezt haldið 1 beiðri með því að reynast öðrom það, sem hún reyndist okkttr. Nú rikir sorg og söknuður á heimili þeirra systra, þar sem áð- ur ríkti gleði og manngæzka réði ríkjum. Elzta systirin hefur verið kölluð burt til starfa annars staðar, þar sem hún getur haldið áfram að gleðjast með glöðum og gleðja hrygga. Við stöndum eftir héma megin landámæranna með fagrar og b'jartar minningar um góða og göfuga frænku, sem reyndist okk ur sem bezta móðir öllum stund- um. Við kveðjum hana með þökk fyrir allt og ósk um að guðsbless un megi fylgja henni ævinlega. Kristján Finnbogason. Handspunavél Hef til sölu 25 þráða hand- spunavé! < ágætu standi. Verð kr. 3000,00 á staðnum. Nánari upplýsingar á auglýsingaskrif- stofu blaðsins. TILKYNNING Nr. 16/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið hámarks- verð á eftirtöldum unnum kjötvörum svo sem hér segir: Vínarpylsur pr. Kg. . Kindabjúgu pr. kg. . Kjötfars pr. kg. ... Kindakæfa pr. kg. . kr. 23,65 kr. 29,00 — 21,70 — 27,00 — 14,65 -- 18,00 — 29,15 — 39,00 Söluskattur er lnnlfalinn i verðinu. Reykjavík, 13. apríl 1960. Verðlagsstjórinn Herbergi Munið samkomuna í Framsóknarhúsinu uppi, í kvöld kl. 8,30. til geymslu á húsgögnum ósk- ast til leigu í 3—4 mánuði frá Góð búförð maíbyrjun. Helzt í Vesturbæn- um eða á Seltjarnarnesi. Uppl. í síma 36085 eftir kl. 8 síðd. Halló, stúlkur Góð bújörð á bezta stað, austan fjalls, er til sölu. Á jörðinni er 40 ha ræktað tún Miklir ræktunar- möguleikar. Góðar byggingar. Rafmagn frá Sogi. Land að veiðiá. Upplýsingar í síma 18853. „Gullkista íslands? Vil komast í bréfasamband við stúlku á aldrinum 30—35 ára, með framtíðarkynningu fyrir augum. Helzt úr sveit. Sú, sem vildi sinna þessu, sendi bréf, ásamt mynd til Tímans, merkt „Einstæðingur". Fullum trún- aði heitið. sem gleymdist" Ritgerð um fiskiræktarmál eftir Gísla Indriðason, er uppseld hjá útgefanda Aðeins nokkur eintök óseld í bókabúðum í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík. ■VV\.*V*V*VX*V*W«VVVV«VVVVV«V*'VV Kaupmannahöfn er stundum köiluð París Norðursins. Þaðan eru greiðar flugsamgöngur um alla álfuna. er aðeins í 4 tíma fjarlægð frá Reykjavík með Viscount. Hentugar ferðir tii Noregs í sumar með hinum þægilegu og vinsælu Viscount skrúfuþot- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.