Tíminn - 19.05.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.05.1960, Blaðsíða 7
TlMINN, fimmtudaginn 19. nui 19«0. 7 Ritstjórn Lögbirtingablaðsins og Stjórnartíðinda Umr. um fyrirspurn Þórarins Þórarinssonar um Lögbirtingablaðið og Stjórnatíðindi f gær var til umr. í samein- uðu þingi fyrirspurn Þórar- ins Þórarinssonar til dóms- málaráðherra um Lögbirtinga blaðið og stjórnartíðindin. Þórarinn kvað tilefni fyrir- spurnarinnar vera það, að fyr ir nokkru var Birgir Thor- lacius látinn hætta ritstjórn Lögbirtingablaðsins, sem hann hefur haft á hendi und anfarin ár, og annar maður ráðinn til þess starfs. Þessi breyting var gerð án þess að nokkrar skýringar væru gefn ar á því opinberlega a. m. k. Nú er það jafnan svo, að þeg- ar til svona aðgerða er gripið, án þess að ástæður séu greind ar til þeirra, að þá myndast ýmsar getgátur og kviksögur. Sumir gizka þá á, að viðkom- andi maður hafi ekki leyst starf sitt nógu vel af hendi, þó að þeir, sem þekkja til Birg is Thorlacius viti, að slku er ekki til að dreifa, þar sem hann er viðurkenndur fyrir dugnað og samvizkusemi, enda aldrei fundið að störfum hans við Lögbirtingablaðið þau 17 ár, sem hann hefur haft þau á hendi. Önnur ágizkunin er sú, að launagreiðslur fyrir þetta starf hafi verið óhóflega háar og því ástæða til að breyta um fyrirkomulag. Það er þó varla ástæðan, því kunnugir vita, að kostnaður við útgáfuna hefur verið lágur, enda hefur ríkis- endurskoðunin bent á, að lík- legt væri að lækka mætti út- gáfukostnað stjórnartíðind- anna borið saman við Lög- birtingablaðið. Á árunum 1955 Minkaeldi á ný Einar Sigurðsson flytur frv. um breytingu á lögum um loðcLýrarœkt, þess efnis, að. 2. og 3. málsgrein 6. gr. loðdýrarœktarlaganna falli niður en þœr hljóða svo: „Óheimilt er að reisa ný minnkabúr, eftir að lög þcssi koma til framkvæmda. Þeim sem þá eiga löglega umbúin minkabúr, önnur en stein- steypt, er þó heimilt að láta þau standa allt aö þremur misserum, en þó aldrei leng- ur en Búnaðarfélag íslands: telur þau fullgilda vörzlu. —, Þar sem minkar eru nú geymdir í steinsteyptum hús um. má ala þá áfram í þeim allt að 5 ár, eftir að lög þessij koma til framkvæmda, sbr. þó 11. gr. laga nr. 56, 25. maí 1949“. Samkv. frumvarpi Einars ska’ á ný leyfa minkaeldi á landi hér. I —1959 var t. d. þessi kostnaður fimm sinnum minni við Lög- birtingablaðið (alls 105 þús.) en við Stjórnartíðindin (523 þús.) og er þó ritstjóm Lög- birtingablaðsins ólíkt meira verk. Þá getur ástæðan loks verið sú, að pólitísk óvild hafi ráðið starfssviptingunni eða dóms- málaráðherra fundið hvöt hjá sér til þess að koma í starfið pólitískum vandamanni sín- um. Hvort svo er, vil ég ekki dæma um fyrr en ég hef heyrt svör ráðherrans. Um störf Baldurs Öxdal, sem haft hefur á hendi fjár- reiður Lögbirtingarblaðsins, gildir hið sama og ég hef hér ®agt um störf Birgis Thorla- cius. Dómsmálaráðherra taldi að útgáfa Lögbirtingablaðsins og Stjórnartíðinda væri lögum samkvæmt mjög náin og ætti að heyra undir dómsmálaráðu neytið. Sá, sem haft hefði með útgáfu Lögbirtingablaðsins að gera væri nú orðinn ráðuneyt isstjóri í öðru ráðuneyti en því, sem útgáfa blaðsins ætti að heyra undir, en sá maður, sem séð hefði um Stjómartíð- indin væri við aldurshámark embættismanna. Það hefði því þótt eðlilegt nú, að gera þessa breytingu og sameina þessi störf í höndum eins manns, ! Jóns Ragnarssonar (Lárus- sonar frambjóðanda Sjálf- stæðisfl. í Strandasýslu) undir stjóm sama ráðuneytis. Þókn- un fyrir ritstjórn.Lögbirtinga- blaðsins hefði farið hækkandi og ætti þessi breyting að geta leitt til sparnaðar. Svar ráð- herrans staðfesti og það sem Þórarinn sagði um kostnaðinn við útgáfu Lögbirtingablaðs- ins og Stjórnartíðindanna. Þórarinn Þórarinsson kvaðst ánægður með svör ráðherrans að vissu marki, því að hann hefði veitt upplýsingar um ! sumt af því, sem spurt hefði verið um. Af svörum hans er j ljóst, að kostnaði við útgáfu Lögbirtingablaðsins hefur ver ið mjög í hóf stillt. Sparnaðar áhugi getur því naumast legið hér að baki. Það verður ekki heldur taliö, að breýtingarinn- ar hafi verið þörf vegna laga- ákvæða, þar sem þessi skipun málanna er búin að standa í 17 ár og hefur síður en svo farið illa úr hendi. Á það má (Framhald á 10 síðu) Fjáröflun til Fiskveiðasjóðs Álit minnihluta allsherjarnefndar Oháðir lýðskóiar Umr. um fyrirspurn Daníels Agústinussonar og Ásgeirs Bjarnasonar Á fundi sameinaSs þings í gær svaraði menntamálaráS- herra fyrirspurn Daníels Á- gústínussonar og Ásgeirs Bjarnasonar um óháða alþýðu skóla. Ásgeir Bjarnason fylgdi fyr irspurninni úr hlaði. Hann hvað þingsályktun um stofn un slíks skóla hafa verið sam þykkta á Alþingi 2. des. 1955 og mætti því ætla, að undir búningi þessa máls væri vel á veg komið. Óskuðu fyrir- spyrjendur upplýsingar um það. Menntamálaráðh. upplýsti, að samkvæmt þingályktun- inni hefði ákveðnum mönn- um verið falin athugun þessa máls og hefðu þeir skilað já kvæðu áliti á árinu 1957. — Þetta mál hefði síðan verið í athugun í ráðuneytinu en ekki þótt tímabært að ráðast í framkvæmdir vegna þess, að endurskoðun fræðslulöggjaf- arinnar í heild hefði nú stað ið yfir og væri ný lokið. Mætti þá gera ráð fyrr að mál þetta kæmi til frekari athugunar. Ásgeir Bjarnason þakkaði "áðherra svörin. Þetta væri nauðsynjamál og mikil þörf á því, að nemendur í skól- um gætu valið á milli náms greina en þyrfti ekki að vera bundnir við skyldufög, sem þeir hvorki hefðu sérstaka þörf fyrir né löngum til að nema .Væri þörfin fyrir slík an almennan lýðháskóla enn brýnni síðan héraðsskólarnir hefðu verið reyrðir í kerfis- bundið skipulag og kvaðst ræðumaður treysta ráðherra til að duga vel í þessu máli. Fyrirspurn iim skaða- bótakröfu Þórarinn Þórarinsson ber fram svohljóðandi fyrirspurn til f jármálaráðherra um skaðabótakröfur, sem gerðar eru á hendur ríkissjóði: „Er það stefna ríkisstjórn arinnar, að láta gerðardóm fella úrskurði um skaðabóta kröfur, sem gerðar eru á hendur ríkissjóði, í stað þess að dómstólarnir fjalli um þœr?“ Á yfirstandandi þingi flutti | dón Skaftason þingsál.till. umj fjáröflun til Fiskveiðasjóðs ís- j lands og hefur hennar áður verið getið hér í blaðinu og síðar viðaukatill. þess efnis, að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir þeirri breyt- j ingu á lögum um sjóðinn, aðj heimilt verði að lána fé hans til kaupa á verðmiklum veið- arfærum, sem hafa nokkra cndingu. Allsherjarnefnd klofnaði um málið og vill minni hlutj inn, Gisli Guðmundsson, j Björn Pálsson og Hannibal Valdimarsson samþ. tillög- una. Segir svo í nefndaráliti þeirra: „Auðsætt er að fjárþörf fisk veiðasjóðs verður mjög mikil á þessu ári. Ekki er á þessu stigi hægt að segja um það með fullri nákvæmni, hverj hún verður, en samkv. áætl: un stjórnar sjóðsins eru lík- ur til, að hann muni skorta1 um 30 millj. kr. til að geta, fullnægt hutverki sínu á ár- inu. Samkv. skýrslum skipa- skoðunar ríkisins, voru rúm- lega 50 stórir fiskibátar í smíðum erlendis um síðustu áramót, og gera má ráð fyrir, að þá hafi nokkuð á vantað, að búið væri að gera smíða- samninga út á öll bátaleyfi, sem veitt höfðu verið eða sam þykkt á s.l. ári. Verð bátanna í ísl. kr. hefur nú hækkað mjög mikið ve.gna gengisbreyt ingarinnar, og þar með þau lán, sem veita þarf út á þá úr sjóðnum. Sama er að segja um verð bátavéla, sem settar eru í notaða báta og sjóður inn veitir lán til. Dýptarmæl ar og önnur hjálpartæki við veiðár hækka einnig í verði. en kostnaður við slík tæki er tekinn til greina, þegar veitt eru lán til endurbóta á fiskibátum. Nýsmíð báta innanlands er i vexti. Þá er þess að gæta, að sjóðnum er ekki aðeins ætlað að veita stofnlán til skipa, heldur einnig til að koma upp aðstöðu til að gera sjávarafla að markaðsvöru, og hefur hann reynt að sinna því verkefni eftir föngum, en vissulega væri þörf á að auka fremur en hitt, þann þátt lánastarfseminnar frá því sem nú er. Enn má nefna það, að afborganir og vextir af erlendum lánum sjóðsins hækka nú í ísl. kr. af sömu ástæðu og verð skipa, véla og tækja. Þess ber að geta, að tekjur sjóðsins af útflutn ingsgjaldi hækka, vegna hinn ar nýju gengisskráningar, en þó er sýnt, að sá tekjuauki hrekkur skammt til að vega á móti verðhækkunum inn- fluttra skipa, véla og tækja og efnis til nýsmíða innan- lands. Skýrir þetta allt áætl un sjóðsstjórnarinnar um lánsfjárþörfina. Minnihlutinn fellst á, að ástæða sé til að athuga mögu leika til þess, að komið verði fastri skipan á veitingu lána til kaupa á verðmiklum veið arfærum og þau lán aðgreind frá venjulegum rekstrarlán- um. Þarf að athuga m.a. hvort hér gæti orðið um að ræða föst lán til lengri tíma en einnar vertíðar gegn veði í veiðarfærum, sem hafa þá endingu, að færst sé að taka þau að veði fyrir slíkum lán- um. Hins vegar telur minnihl. ekki ástæðu til að binda þessa athugun við fiskveiðisjóð sér staklega. Með tilvísun til þess, sem nú hefur verið sagt, leggur minnihl. til að ti}l. verði sam þykkt með svohljóðandi breytingu: 1. Tillögugreinin orðist svo: Alþingi ályktar að fela rik isstjóminni: 1. að beita sér fyrir því, að Fiskveiðasjóður fái á þessu ári það fjármagn til um- ráða, sem stjóm sjóðsins telur nauðsyn til bera að lána út samkvæmt lögum sjóðsins og starfsreglum. 2. að láta athuga ,hvort unnt sé að skipuleggja hjá einni eða fleiri lánastofn- unum veitingu fastra lána til kaupa á sérstaklega verðmiklum veiðarfærum, sem hafa þá endihgu, að færst sé að taka þau að veði fyrir slikum lánum“. Endurskoð- un vegalaga Till. Sigurvins Einars- so'nar og Olafs Jóhann- essonar Sigurvin Einarsson og Ól- afur Jóhannesson flytja svo- fellda breytingartill. ”ið þings alyktunartill. um endurskoð- un á lögum um vegi: Tillögugreinin orðist syo: „Alþingi ályktar að fela i fimm manna þingkjörinni nefnd endurskoðun laga um þjóðvegi, sýsluvegi, fjallvegi og hreppavegi. Vegamála- stjóri skal vera nefndinni til ráðuneytis, og skal nefndin hafa lokið störfum fyrir næsta reglulegt Alþingi. — Nefndarmenn skulu kosnir hlutbundinni kosningu í sam einuðu Alþángi. Samgöngu- málaráðherra skipar for- mann nefndarinnar úr hópi nefndarmanna".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.