Tíminn - 22.09.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.09.1960, Blaðsíða 9
T f MIN N, fimmtudaginn 22. september 1960. 9 ofvexti í Alþýouflokkinn á Akranesi. Hann hefur sjálf- sagt orðið var við fyrirlitn- ingu hinna mörgu AJþýðufl. manna á gerræði þessu og svikum. Því sé nauðsynlegt að klóra eitthvað í bakkann. En skelfing er þetta aumt. Um spurningarnar er það að segj a að sumar snerta mig ekki eða þeim hefur verið svar að hér að framan, aðrar eru dylgjur og getsakir en flestar eru uppspuni einn, eins og allur málatilbúningur' krata- broddanna er þeir slitu vinstra samstarfinu. Skal þetta ber- lega sannað með nokkrum dæmum, en þannig mætti taka hverja spurningu: 1. Að ég hafi Tcrafizt þess að allt starfsfólk bœjarskrif stofunnar yrði þegar i stað rekið. — Fyrir þetta væri auð velt að fá Gröndal dæmdan. Hér er ótvíræð fullyrðing og alveg ósönn. Vil ég skora á hann að nefna heimildar- mann fyrir fréttinni. Að öðr um kosti verður að álíta svo að hér sé um illkvittnislegan tilbúning að ræða. Sannleikurinn í málinu er þessi: Þegar ég kom til Akra- ness 1954 höfðu þrír starfs- menn bæjarins sagt upp starfi sínu með tilskildum uppsagn arfresti og var hann hálfn- aður er ég kom. Einn af þeim var framkvæmdastjóri útgerð arinnaT og var þegar búið að ráða mann f starfið og hafði ég engin afskipti af því. Einn réði ég aftur. Hefur hann starfað hjá bænum siðan. Eg bað þann þriðja að halda sínu starfi áfram en hann synjaði þvi, þar sem hann hafði ákveðið að skipta um starf. Mun hann fúslega bera vitni um það, ef óskað yrði eftir. Sannleikanum er hér — sem í öðru — alveg snúið við. Eg falaði og réði á eigin á- byrgð og ótilkvaddur menn, sem höfðu sagt upp og ætl- uðu 1 burtu. Hins vegar var fast lagt að mér að taka Guð- mund Sveinbjarnarson sem bæjargjaldkera. Það afþakk- aði ég, án þess að vita þá, hv»rs konar fjármálaundur sá maður er. Kratarnir sóttu fast að koma honum þar fyrir oe var það alkunugt á þeim árum. Frá honum fékk ég harðar ávítur fyrir að ráða þann mann, sem ég réði, vegna þess áð hann var Sjálfstæðis maður. Þetta var nú á þeim dögum. 1. í sambandi við ráðningu á mönnum til bæjarins hef ér ntltaf haft eitt sjónarmið: Afí ráða hæfustu mennina, — "em völ var á — í hvert eV‘ ->tarf. Hef ég beitt mér fyr' '■áðningu fjögra manna, sem éa ætla að allir sanni þetta. Eru það tveir verkfrœð ingar, sjúkrahúslœknir og bœjargjaldkeri. 2. Að ég hafi nokkru sinni gevaið a-f funái bœjarráðs er hreinn uppspUni. Hver var heimildarmaður fyrir slíku slúðri? 3. Að ég hafi haft afskipti a.f kosningum l starfsmanna- féiaginu mótmœli ég og visa til eftirfarandi: YFIRLÝSING. „f grein í Alþýðubl. 13. sept. er miimzt á aðalfund Starfsmannafél. Akraness. Af því tilefni viljum við undirritaðir taka fram: Fundur þessi var haldinn samkvæmt ein- dreginni ósk Sveinbj. Oddssonar, þótt hann gæti ekki mætt á honum sjálfur vegna sjúkleika. Hann lét af störfum bókavarðar 1. sept. 1959 og því ekki lengur starfsmað- ur bæjarins. Daníel Ágústínusson bæjarstjóri hafði engin afskipti af málum þessum. Akranesi, 14. sept. 1960. í stjórn Starfsmamnafélags Akraness, Bent Jónsson, Garðar Óskarsson. Gagnfræðaskóla- byggingin — Saga hennar er þessi: Þegar teikningu var langt komið og f j árhagsáætlun gerð, samdi ég ítarlega skýrslu um málið ásamt Ragn ari Jóhannessyni skólastjóra og voru þær lagðar fyrir Aðal- stein Eiríksson fjármálaeftii litsmann skólanna. Hann gerði ákveðna tillögu til fjár veitinganefndar Alþingis og ráðuneytisins um fjárveitngu til skólans á árunum 1957—■, ’61. Eg talaði síðan við meira en helming fjárveitinganefnd armanna — en þeirra var að taka fjárveitinguna upp — og tóku þeir allir málinu vel. Formaður nefndarinnar var þá Karl Guðjónsson. Ráð- herra var málinu einnig fylgj andi, svo um ágreining var hvergi að ræða. — Á sama bingi var einnig tekin upp fjárveiting til gagnfræða- skóla j Neskaupstað. — Kennsla hófst í skólanum í fyrra. f haust verður hægt að bæta mörgum stofum við og á næsta ári lýkur þessum á- fanpa skólans. Er þetta mynd arleg bygging sem lengi býr að. Að ég hafi skilið við bæjarsjóðinn galtómann undur er að heyra. Þetta er vitanlega alrangt, eins og ann ag í spumingalistanum. Það stóð nefnilega svo á, að ég hafði — alveg af eigin ram- leik — verið búinn ag úvega bæjarsjóði lán út á ýmsar framkvæmdlir bæjarins i 3 stofnunum að upphæð kr. 1.350.000 og var aðeins eftir að fá formlega samþykkt bæj arstjórnar fyrir lántökunni, en hún var gerg á þeim sama fundi sem mér var vísað í burtu. — Þakklætisvottur fyr ir að draga j bæjarsjóð? Eg gat þvi ekki gert meira. Fram haldið gat svo hver sendi- sveinn annast. Enda fór Hálf dán beint í einn sjóðinn og bað um peninga, því ég hefði skilið við galtóman kassann! ! Hvað hefði hann gert, ef ég hefði ekki verig búinn að undirbúa þetta? Það er áreið anlega óvenjulegt, aö fráfar andi bæjarstjóri skilji slíka sjóði eftir sig. Eg vænti þess að Hálfdán þurfi ekki ag nota Guðmundaraðferðina með greiðslur meðan þess fjár nýt ur við, sem getið er hér að framan. Um fleiri lán og fjár útvegun væri hægt að minna á, og skal gert, ef tilefni gefst til. Pólitískur ferill Gröndals Að framan eru full rök að bvj leidd að hin æðisgengna barátta Gröndals gegn vinstra samstarfinu á Akranesi er fyrst og fremst ímynduð eigin hagsmunabarátta en ekki á- hugi fyrir hag og sóma Akra ness. Allur hinn pólitízki fer ill hans markast af þeim sömu einkennum. Eftirgreind dæmi varpa á það skýru ljósi: 1. Gröndal er einn af aðal upphafsmönnum kosninga- bandalagsins 1956 og taldi sjálfum sér trú um að með því móti gæti hann lagt Pétur Ottesen í Borgarfjarðarsýslu. Þar ofmat hann sjálfan sig eins og oftar, en með þessu krækti hann sér í uppbóta- þingsæti. 2. Þegar hann sá að óvíst var ag kosningabandalagið héldi áfram beitti hann sér ákaft fyrir þvi að kjördæmið yrði lagt niður í þeim tilgangi að auðveldara væri ag hanga á uppbótarþingsæti, ef nokkur kjördæmi væru sameinuð. Sá hann þar einkum Alþýðufl,- atkv. á Snæfellsnesi, sem gætu orðið honum til fram- dráttar. 3. Á fyrsta kjörtímabili sínu er hann ekki kenndur við nein mál, nema afnám einstakra kjördæma. En mik ill vöxtur hafði hlaupið í tekj ur hans og námu útsvar og tekjuskattur 1959 kr. 49.293 — og er það nálægt árslanum I verkamanna, miðað við 8 st. ! vinnudag. Hann vílaði t. d. i ekki fyrir sér að taka sæti Hauks Jörundssonar í Ný- býlastjórn, en Haukur stóð j upp fyrir honum í Botgar- fjarðarsýslu 1956. 114 þús. 4. Þegar hann sá að bittling arnir hækkuðu mjög opinber gjöld hans flatti hann frumv. um afnám tekjuskattsins. Var það samþykkt í vetur með nokkrum breytingum og gekk ekki eins langt fyrir hátekju menn og Gröndal æ'tlaðist til. Samt er árangurinn býslia góður fyrir hann. Útsvar og tekjuskattur í ár er kr. 19.173 — og hafa gjöld þessi því lækkað um ca. 30.000.— Hér er þó fulltrúi, sem nýtur þess ríkulega ag berjast fyrir eig- in hagsmunum. 5. Að lokum eitt dæmi, sem sýnir virðingarleysi þessa þingmanns fyrir kjósendum, ef ímyndaðir flokkshagsmun- ir eru annars vegar. Haustið 1958 ætlaði ég að fá Gröndal til liðs vig meiri hluta fræðslu ráðs um að fá einn ágætasta skólamann landsins til að taka að sér skólastj órn Gagn- fræðaskóla Akraness. Svar hans var eftirminnilegt: „Frá farandi skólastjóri var Alþýðu flokksmaður og Alþýðuflokkur inn á því fullkomin-n rétt á stöðunni“. Hagsmunir skólans voru aukaatriði I augum þessa þingmanns. Þetta siðferði er í samræmi við allt það, sem áður er sagt. Þetta krata sið- ferði hefur bergmálað um Kópavog síðustu dagana. Ein kennin eru alltaf hin sömu. Daníel Ágústínusson lítrar til Flóabúslns á 1 degi Mjólkurmagn það, sem dag- lega berst nú til Mjólkurbús Flóamanna er um 87 þúsund lítrar og er þaS 15 þús lítrum meira á dag en var á sama tíma í fyrra. MjólkurmagniS írá áramótum er þó svipaS og var í fyrra og stafar þetta af því aS lítil mjólk barst búinu síSari hluta vetrar. Góðviðrin í sumar eiga vafalaust sinn þátt i aukn- ingu þeirri, sem orðið hefur á mjólkinni, sem daglega berst til Flóabúsins. Þess skal þó gætt, að mjólkurmagnið var undir meðallagi í fyrra. Á einum degi í júnímánuði í sumar bárust 114 þúsund lítrar af nýmjólk til Flóa- búsins og er þag met í sumar. (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.