Tíminn - 29.08.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.08.1961, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, þrigjudaginn 29. ágúst 1961. DÁNARMINNING: Pétur Bjarnason Hinn 20. ágúst s. 1. andaðist á sjúkrahúsi Patreksfjarðar eftir langa og stranga sjúkdómslegu Pétur Bjarnason, fyrrv. bóndi á Skriðnafelli. Hann var fæddur í Holti á Barðaströnd 27. júlí 1905, sonur þeirra hjónanna Bjarna Eb- enezerssonar og Jóhönnu Ólafsdótt ur, sem lengi bjuggu i Holti. Ungum var Pétri komið í fóstur til gæða- og heiðursmannsins Gí^ia bónda Þórðar'sonar á Siglunesi og bústýru hans, Guðrúnar Guðmunds dóttur. Þar ólst hann upp til full- orðinsára. En kvæntist þá frænd- konu sinni, Valgerði Jónsdóttur bónda á Skriðnafelli, og eignuðust þau fjóra syni og eina dóttur, sem öll eru á lífi, ásamt móður sinrfi. Einn sonur þeirra býr nú ásamt móður sinni á Skriðnafelli. ,Pétur var fyrir nokkrum árum hættur búskap, en gaf sig allan að smíð- um, bæði heima í sveitinni sinni og víða annars staðar. Smíðanáttúran var Pétri í blóð borin, faðir hans var ágætur smið-! ur og bróðir hans, sem bjó í Holti | eftir föður þeirra, var listasrhiður, en engmn þeirra átti þess kost að nema þá iðn á annan hátt en þann, sem eftirtekt og innblásnir eigin- leikar sögðu þeim til um. Pétur var það, sem kallað er vel gefinn maður og drengur góður í; hvívetna, fastur í lund og ekki' margmáll. Hann var allvel ritfær eftir því sem búast mátti við af algerlega ómenntuðum manni. Og liggja eftir hann í handriti m. a. tvær smásögur, sem hann skrifaði sér til dægrastyttingar eftir að hann var orðinn óvinnufær af sjúk- dómi þeim, er dró hann til dauða. Bera sögurnar vott um fjörugt ímyndunarafl og fastmótaða lífs- skoðun. v Sjúkdóm sinn bar Pétur með! einstakri karlmennsku, og það sagði þeim, er þetta ritar, héraðs-J iæknirinn á Patreksfirði, Sigur- steinn Guðmundsson, að aldrei hefði hann kynnzt „öðru eins höi'kutóli“, því að aldrei kveinkaði hann sér og aldrei féll honum æðruorð af vörum. Ég heimsótti Pétur viku áður en hann dó. Var hann þá sjáanlega langt leiddur. En hann hló að spaugsyrði, er ég lét falla í samtali okkar. Og bros- andi sté hann yfir þröskuldinn, sem lig.gur milli hins sýnilega og ósýnilega heims. Og svo kveð ég þig, frændi minn, og þakka þér öll handtökin, sem þú vannst fyrir mig, af trú- mennsku og dugnaði, eins og þér var lagið. Ég vona, að þú, sem varst inni- lega trúaður á framhald lífsins, hafir ekki orðið fyrir vonbrigðum við vistaskiptin. Og ég óska þér þess,. að sól hins fullkomna rétt- lætis megi lýsa þér á ógengnum ævibrautum. FIMMTUGUR: Giiðmundur Pétursson ráðunautur I guðs friði. G.J.E. Bruninn í Æðey ísafirði, 26. ágúst. Eldurinn í hlöðunni í*Æðey kom upp út frá dísilvél, sem drífur blás ara. Fimm hundruð hestburðir af heyi voni í hlöðunni. Vélbáturinn Guðrún fór fr'á ísa- firði með slökkvidælu og sex menn úr slökkviliðinu, og voru að- eins tveir tímar liðnir frá því, að báturinn lagði af stað, þar til far- ið var að nota dæluna. í gærkveldi fór vélbáturinn Straumnes með hjálpars-veit, til þess að r'ífa heyið upp úr hlöðunni. Vann hjálparliðið í alla nótt, en k'om til ísafjarðar í dag. Um 150 hestburðir af heyinu munu nýtandi, en hitt moldbrunn- ið. — Guðmundur. Guðmundur Pétursson, ráðunaut ur, fyrrverandi bústjóri á Hesti, varð fimmtugur þann 28. ágúst. Guðmundur er af skaftfellsku bergi brotin. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Hansen, smiður og Olafía Árnadóttir í Vík í Mýrdal. Frá sjö ára aldri til fullorðinsára ólst Guðmundur að miklu leyti upp í Botnum í Meðallandi hjá Eyjólfi bónda Eyjólfssyni og konu hans. Þar vandist hann hvers kon- ar sveitastörfum, sem öll léku hon um í höndum, en fjárgæzlan var honum þó hugleiknust allra verka. Botnar eru sérkennileg bújörð. Heyskaparmöguleikar voru nauða litlir, en beitiland mjög viðlend hraun, erfið yfirferðar og leitótt. Þar á Guðmundur mörg sporin. Þar lærði hann að nýta hvern slægnablett og að hirða vel um hvert heystrá jafnt að sumri og. vetri. Þar lærði ha-nn líka að hafa vakandi auga með hverri skepnu. í æsku þráð’i Guðmundur að afla sér sem beztrar menntunar með skólagöngu, en fjárskortur varð honum, eins og mörgum ung- lingnum á þeim árum, fjötur um fót. Langskólanám var af þeim sökum útilokað. f stað þess aflaði hann sér sem mestrar sjálfsmennt unar og gekk svo í bændaskólann á Hvanneyri haustið 1934 og braut! skráðist þaðan vorið 1936. Á Hvanneyri komu ekki aðeins í ljós ágætar námsgáfur Guðmundar, heldur einnig frábær dugnaður. árvekni og fjölhæfni til allra starfa á því stóra búi. Á skólaár- unum kynntist Guðmundur -giæsi- legri bóndadóttur frá næsta bæ við Hvanneyri, Guðrúnu Símonar- dóttur á Bárustöðum. Þau gift- ust, er Guðmundur hafði lokið námi á Hvanneyri, og hófu þá um vorið búskap á hluta af góðbýlinu Einarsnesi á Mýrum og bjuggu þar í tvö ár. Þá fluttu þau að a // Lögmáli náttúrunnar verður ekki breytt. Ég rakst á blaðagrein í Vísi, sem mé>r þótti þess verð að at- huga nokkuð að ráði. Grein þessi var um indverskan þjóðflokk, Hunsaland, sem lifir einangruðu lífi. Þar er sagt, að fólkið sé l'aust við flesta algenga sjúkdóma og jurtalífið sé sömuleiðis heilbrigt og verði ekki fyrir áleitni skað- samra skordýra. Svo kom ástæð- an fyrir heilbrigðinni. í blaðinu stendur: „Þar er aldrei notaður loftáburður. Eingöngu tilbúinn áburður". Áburður, sem ýmsum lífrænum leifum er hrúgað sam- an við og látið rotna. Það er mergur málsins, að áburðurinn sé fullur af rotnunar- bakteríum. Ég hef haldið þessu fram, að við notkun loftáburðarins veikist gróðurríki landsins og afleiðingin verður sú, að þær skepnur, sem af jarðargróðrinum lifa, verða sömuleiðis sjúkar og hafa minni mótstöðukraft fyrir skaðlegum sýklum, sem herja á líkamslífið. Þarna, við notkun loftáburðar, er gripið fram í rás lífsins og smeygt inn gerviefni, sem aldrei samræmist hinu náttúrlega lög- máli. Loftáburðurinn gerir jarðveg inn súran og þéttan og skilur enga rotnun eftir. Það virðist vera aðalregla innan lögmáls nátt úrunnar, að næringarefnin fari í gegnum ýmsar lifandi vélar, sem smækka þau og breyta þeim í það ástand, sem jurtunum er hag anlegast að nota þau í. Síðan hjálpar maðkurinn að koma þeim út á meðal rótanna. Þetta er gangur lífsins og honum verður ekki breytt, hvorki með loft- áburði eða öðrum gerviefnum. Þegar við athugum jarðveg, sem borinn er á loftáburður, sjá- um við, hversu þéttur hann er og loftiitill. Meðan loftáburðurinn er að leysast upp, flýr ánamaðkurinn, og þá vitaskuld þéttist jarðvegu.r inn. Þetta er ein orsök þess, hve slæm áhrif loftáburðurinn hefur á jarðveginn. Við sjáum, hversu ásóttur gróðurinn er af skordýr- um, sem eyða honum og sýkja og gera óhollan mönnum og dýrum til neyzlu. Augu manna munu i framtíð inni almennt opnast fyrir þessari skaðsemi og mun þá verða tekin afstaða til þessa máls, þó að ekki sé því gaumur gefinn nú. — J. Greind og mál'hög kona hringdi til blaðsins í vikunni sem leið og var heldur þungt í huga — Ég sé það í blaðaíregnum þessa dag- ana, að verið er að setja saman bók, sem á að verða eins konar sýnisbók um atvinnulífið á ís- landi á vorum tímum. Þetta á að verða stór bók og í hana rita rúmlega 20 menn um atvinnulíf landsmanna. Meðal höfunda eru taldir ýmsir öndvegismenn og for ystumenn þjóðarinnar, sumir meira að segja taldir snjallir rit- höfundar og fagurkerai-. Um þetta er gott eitt að segja, höfuðbólinu Höfðabrekku í Mýr- dal, tóku jörðina á leigu, en keyptu búið af Þorsteini Einars- syni, sem búið hafði þar um skeið og rekið sauðfjárkynbótabú, sem kvæmt^ búfjárræktarlögum frá því 1928. Ég kynntist fyrst þeim hjón um, Guðmundi og Guðrúnu, á Höfðabrekku. Ég heimsótti þau haustið 1939 til þess að skoða kyn bótaféð. Var mér þá þegar ljóst, að Guðmundur hafði óvenju mik- inn áhuga á sauðfjárrækt ag með afbrigðum glöggt auga fyrir eðlis- kostur sauðfjár og fjárvali. Kyn- bótabúið rak hann með prýði árin, sem hann bjó á Höfðabrekku, og lagði sig jöfnum höndum fram. u.m að fóðra féð vel og kynbæta j það. Guðmundi búnaðist vel á Höfðabrekku, enda var ósleitilega unnið árið um kring. Árið 1943 brá Guðmundur búi á j Höfðabrekku og fluttist til Akra- ness, þar sem hann stundaði smíð ar næstu 4 árin, en hann er hinn mesti hagleiksmaður. Er hinn landskunni fjárræktar- maður, Páll Jónsson frá Græna- vatni í Mývatnssveit, sagði lausu starfi sínu sem bústjóri á tilrauna- búi Búnaðardeildar Atvinnudeild- ar Háskólans í sauðfjárrækt að Hesti ,eftir að hafa gegnt því starfi með mestu prýði um þriggja ára skeið, var vandfundinn maður í hans stað. Að athuguðu máli sneri ég mér til Guðmundar Pét- urssonar. Ég vissi, 'ð honum voru sveitastörfin og þö lérstaklega bú fjárrækt hugleikin, þótt hann hefði horfið frá búskap um stund- arsakir. Guðmundur tók tilboði mínu þegar í stað og var auðfund- ið, að áhuginn fyrir starfinu var óskiptur, enda tjáði hann mér þá, að hann hefði alla tíð haft mestan áhuga fyrir ræktun sauðfjár. Guð mndur tók við bústjórastarfinu á Hesti sumarið 1947 og kona hans tók að sér ráðskonustarfið. Leystu þau hjónin störfin af hendi, hvort á sínu sviði, með hinni mestu kost gæfni Fjölhæfni Guðmundar. sam fara áhuga og dugnaði kom Hests- búinu í góðar þarfir. Hann reynd ist í senn með afbrigðum fjár- glöggur, frábær fjárhirðir og ágætur dómari á fé. Hann var jafnframt ágætur heyskaparmaður pg vélavinna öll lék honum í hendi. Verkstjórn öll fór ágætlega fram. Guðmundur er stórhuga og óverkkvíijjnn og gengur glaður að starfi. Því er ánægjulegt að vera í samverki með honum. Hann er ákveðinn í skoðunum, en samt fús til samráðs og samvinnu, þeg- ar slíks er þörf. Þótt Guðmundur hefði mesta ánægju af sjálfu kyn bótastarfinu, þ.e. að rækta sem kostamesta fjiárstofna, þá lagði hann sig fram við tilraunastörfin. sem unnið var að á búinu, af mestu alúð og nákvæmni. Var það starfsemi búsins ómetanlegt. Guðmundur hefur miliinn áhuga á hvers konar umbótum og fram- förum. Kom það sér vel fyrir búið, því að margt hefur þurft að gera til umbóta. Vann hann mikið að jarðabótum og húsabyggingum á Hesti og af því kappi, að oft var hafizt handa með nýja fram- kvæmd áður en annarri var lok- ið. Hann er í senn hagsýnn og áræðinn og hefur ánægju af við- skiptum. Hann annaðist fjár- (Framhald á 13 siðu) og gæti slík bók orðið góður feng ur. En mér gezt illa að nafninu, sem bókinni er gefið. Sagt er, að hún eigi að hejta ísland í dag. Fyrr má nú vera. Á nú að fa-r'a að gefa út bók um íslenzkt atvinnu- líf með dönsku eða ensku nafni? Ég kannast að minnsta kosti ekki við það, að orðin „í dag" þýði annað en dagurlnn I dag. Ég kannast ekki við það, að í ís- l'enzku þýði orðasambandið „í dag“ annað, t. d. á vorum dögum, nú á tímum, nútímans eða eitt- hvað í þá áttina. Hins vegar gefa enskumælandi menn þetta til kynna með orðunum „to day“ og Danir með orðum „i dag“. Ég veit, að síðustu árin hefurj þessi erlenda sending riðið hús-: um í málinu mörgum til skap- raunar og öllum til smánar hér á landi. En mér finnst skörin vera farin að færast upp í bekk inn, þegar tveir tugir íslenzkra ágætismanna og vafalaust mikils metin bókaútgáfa ætla að leggja nafn sitt við annað eins bókar- nafn. Og þetta á að vera alveg sérstök íslenzk heiðursbók. , Það eru nú vinsamleg tilmæii mín, að höfundarnir og útgáfu-1 fyrirtækið sjái sig um hönd og finni þessari góðu bók annað og betra — og íslenzkara nafn. i Þetta sagði konan, og henni stóð ekki á sama um þetta. Hún hefur að sjálfsögðu lög að mæla. Það er alveg fráleitt að gefa bók inni þetta erlenda nafn. — Hárbarður. Hjartanlegar þakkir til allra, sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Ólafíu G. Jónsdóttur frá Efrl Brúnastöðum, Skeiðum. Sérstakar þakkir færum við hjónunum Sigriði Jónsdóttur og Ólafi Gestssyni og fjölskyldu fyrir órofa tryggð við hina látnu. I Kristbjörg Jóhannsdóttir, Jón í. Jóhannsson, Hjalti Þórhannesson, Jóhann Hjaltason. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur hlýhug með heimsóknum, stórgjöfum og símskeytum á sjötugsafmælum okkar 23. ágúst og 9. júní 1961. — Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg V. Filippusdóttir, Magnús Jónsson, Hellum, Landssveit. Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim, er á ýmsan hátt glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 21. þ. m., og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Bolungavík, 22. ágúst 1961. Salome Sigurðardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.