Tíminn - 04.01.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.01.1962, Blaðsíða 7
Þjóðleifchúsið hefur minnzt ald- arafmælis gamanleiks Matthíasar Jochumssonar, Skugga-Sveins, með viðhafnarsýningu á þessu braut- ryðjendaverki. Skáldjöfurinn Matt hías Jochumsson var aðeins skóla piltur í 5. bekk Lærða skólans, er hann reit verkið, — hripaði það niður í jólafríinu, sér til dund urs! Slík var andagift Matthíasar. Síðan hefur leikritið orðið vinsæl asta ieikrit íslendinga í heila öld og heldur enn velli, eftir að allar manngerðir þess eru horfnar úr þjóðlífinu. Hlutverk þessa leikrits og gildi þess nú í íslenzku menningarlífi, liggur í augum uppi. Það á að sinni að nobkru þann rétta anda, sem verkið var upphaflega samið í, anda Matthíasar. Honum má sízt breyta. Valið í mörg hlutverkanna hef- ur tekizt með ágætum í önnur miður. Það er sérstaklega áber- andi, að þeir leikarar, sem leikið hafa þessi hlutverk sín áður, eru langbeztir, en þar sem nýr maður ; er valinn, er víðast viðvanings- lega með hlutverkið farið. Hér hef ur því leikstjóra ekki tekizt eins vel og þurft hefði til að skapa sterkan heildarblæ leiksins. Sviðsmyndir Gunnars Bjarnason ar, eru all tilkomumiklar, en orka þó sums staðar tvímælis: Stofan bandi við söng Skugga-Sveins I „Gekk ég norður kaldan kjöl“, öll um að meinalausu. Jón Sigurbjömsson fer með aðal hlutverkið og gerir þeirn lögum, I er hann syngur, ágæt skil. Röddin; er góð og tilþrif víða sæmileg. j Orðræður Skugga-Sveins tekst hon um ekki að gæða lífi. Það stór- spillir og fyrir Jóni, að hann hef- ur greinilega farið að grufla út í sálarlíf Skugga og leitazt við að túlka hann sem manneskju. Hann trúir um of á barlóm karlsins um að hann sé orðinn „sollin rolla“ og í meðförum Jóns er hann ekki nógu mi'kið illmenni og hetja. — Karlinn var þó ekki verr farinn ÞJÓÐLEIKHUSIÐ: SKUGGA-SVEINN geyma horfna tíð, horfna siðmenn ingu og mismunandi manngerðir hennar, horfna þjóðhætti og hugs- iftiarhátt, sem þeim var samfara. Friðhelgi þess, í þeirri mynd, sem Matthías skildi við það, á skilyrð- islaust að virða, þótt hinum ytri búningi þess megi vitanlega alltaf breyta. Töluvert þykir mér þó skorta á virðingu leikstjórans, Klemenzar Jónssonar, fyrir þessari sjálfsögðu friðhelgi. í fyrsta lagi þóknast honum að stokka leikritið upp og breyta röð þáttanna. Vafalaust má um það deila á hverju fer bezt í þessu efni, en réttur leikstjórans gagn vart skáldinu er hér vafasamur. Þá bætir leikstjóri inn í verkið nýjum atriðum, sem skáldið aldrei samdi. Þau kunna að vera ágæt í sjálfy sér, en samt sakna menn þar anda skáldsins. Margar setningar eru látnar nið ur falla, sem leikstjóri hefur ekki leyfi til, og þegar leikstjóri ofan á allt annað, breytir setningum og bætir jafnvel við frá eigin brjósti, þá fer töluvert að skorta á virð- inguna fyrir hinu gengna þjóð- skáldi. — Leikstjórn Klemenzar er nostursöm, en hana vantar and ann og þetta er skýringin á, að Skugga-Svein skortir að þessu eftir Matthéas Jochumsson Leiksf|éris Klemenz Jónsson í Dal þurfti að vera eins og slíkar, en það, að hann gat barizt við stofur voru. Gunnar lætur hana j heilan hóp vopnaðra manna, fellt hins vegar vera burstlaga inni j tvo og sært alla hina. Hann er enn eins og hún er séð að utan. Stofur inni voru yfirleitt (ef ekki ein- göngu) með flötu þaki og loft þiljað frá, eins og stofan á sýslu mannssetrinu, sem er rétt gerð. Þetta er e.t.v. smáatriði, en ef leikurinn á að hafa það gildi að varðveita horfna tíð, skipta slík smáatriði nokkru máli. Fjallasviðsmyndir Gunnars eru fagrar, en skortir víðáttu. Það verður þröngt um leikarana. Það er hálf broslegt, þegar Skugga- Sveinn mælir inn í bergið lof sitt um fegurð og víðsýni á fjöllum. Söngvar skipa nú miklu meira rúm í Skugga-Sveini en á að vera, eftir forskrift Matthíasar. Lög Karls 0. Runólfssonar eru mjög 'hugþekk, en samt held ég, að það væri misskilningur að breyta Skugga-Sveini í óperettu! Því ber þó ekki að neita, að sumar breytingarnar eru mjög geð þekkar, t.d. söngurinn í lok 1. at- riðis („Fram á regin fjallaslóð"). Hins vegar mætti hljómsveitin aiveg sleppa „trillum" sínum í sam Gvendur (Bessi Bjarnason) og Ásta (Snæbjörg Snæbjarnardóttir). nógu hraustur til að slíta af sér böndin og stökkva frá hópi böðla sinna með annan mann á baki! Leikarinn er ekki næmur fyrir gamanseminni, sem skáldið gæðir þessa hetju sína, sem er af ætt vætta fremur en manna. Undir- tónn sjálfsvorkunnsemi og sál- fræðiiegra ,,komplexa“, en ekki til að bæta hinn gamla góða Skugga-Svein. Árni Tryggvason leikur Ketil skræk. Ef hægt væri að meta leik afrek eins og íþróttir, hefði leikur Árna áreiðanlega verið skráður heimsmet í þessari grein. Það er ómögulegt að hugsa sér að nokkur tvífætlingur geti túlkað hundseðl- ið jafn snilldarlega og hér er er gert. Frábær leikur. Harald leikur nýliðinn Valdimar Örnólfsson. Ef leikur Valdimars hefði verið til jafns við leik kunn áttumanns mætti fara að taka til endurskoðunar gildi leiknáms og menntunar á þessu sviði. — En kraftaverkið gerðist ekki. Valdi- mar var eins og eðlilegt er einn veikasti hlekkur leiksins, þrátt fyr ir ágætt útlit og góða rödd. — Rúrik Haraldsson, sem lék Harald áður, leikur nú Ögmund af þrótti og myndugleika. Heimasætan í Dal, Ásta, er leikin af nýliðanum Snæbjörgu Snæbjarnardóttur. Sam leikur hennar og Valdimars er í daufasta lagi, sem er bagalegt fyr ir leikinn í heild, vegna þess að einmitt þeirra hlutverk má elcki bregðast, ef nást á rétt túlkun á Skugga-Sveini Matthíasar. Snæ- björg sýnir þó sums staðar nokkra leikhæfileika og syngur prýðilega. Haraldur Björnsson leikur Sig- urð lögréttumann í Dal. Haraldur er handgenginn þessu hlutverki og skilar því með ágætum eins og áður. Larenzíus sýslumaður er í ; höndum Ævars R. Kvaran, og er „eins og sýslumaður á að vera“. Enginn annar hefði leyst þetta hlutverk betur af hendi. Herdís Þorvaldsdóttir tekst að gera Margréti sérstaklega skrítna og skemmtilega kvenpersónu.. — • Rfargrét Herdísar er þó ekki nein j gervivera, heldur einn hinna kyn- ! legu kvista aldarfarsins, Herdís 1 sýnir það enn með þessu hlut- i verki, að hún er gædd meiri leik- ; hæfileikum en nokkur önnur leik- l kona í þessu landi. Stúdentana, Helga og Grím leika þeir Erlingur Vigfússon og Krist- inn Hallsson. Þeir eru söngmenn ; góðir og Kristinn fær leikari, en Erlingur viðvaningslegur, sem von legt er. Látbragðsleikur þeirra ■ Hólasveina, er þeir syngja í byrj- un 2. atriðis, finnst mér að vel jmætti missa sig. Leikur Bessa Bjarnasonar Skugga-Sveinn (Jón Sigurbjörnsson) og Ketill (Árni Tryggvason). (Gvendur) er í úrvalsflokki. Gvendur er pasturslítill aumingi, á vissan hát't hliðstæður Katli. Hógværðin og guðsorðið gæða þó Gvend vissum fínleika, sem í túlk un Bessa blandast vesalmennsk- unni á hinn skoplegasta hátt. Þetta gerir Gvend þrátt fyrir allt senni lega persónu. Jón sterka leikur Valdimar Helgason af mikilli íþrótt. Jón er rembiþurs og illur við lítilmagna en vesalingur, þegar á hólminn er komið og á karlmennsku er þörf. Lárus Ingólfsson leikur annan húskarl, Hróbjart. Lárus gerir Hróbjaft með afbrigðum þjóðleg- an og skemmtilegan karl, sem verður leikhúsgestum eftirminni- legur. ! Nina Sveinsdóttir vinnur stóran ! leiksigur í gervi Guddu, enda i mjög fagnað af áhorfendum. Hún reiðir ekki hátt til höggs, en er flestum öðrum markvissari. Sum- um setningum læðir hún út úr sér á svo ísmeygilegan hátt, að með eindæmum má telja. Gervi hennar er ágætt, Kotungarnir Geir og Grani eru leiknir af Jóhanni Pálssyni og Baldvini Halldórssyni. Hlutverk þeirra eru lítil, en komast vel til skila. Sérstaklega er Baldvin góð- ur að túlka þrjózku, hjátrú og ótta kotungsins. Valur Gíslason leikur Galdra- Héðin af krafti og kynngi og ger- i ir honum prýðisgóð skil. Eins og bent hefur verið á, (Framhalfl a l) síðu Lárenzíus (Ævar Kvaran) og Slgurður I Dal (Har. Björníson) TÍ MINN, fimmtudaginn 4. janúar 1962. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.