Tíminn - 05.01.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.01.1962, Blaðsíða 6
 — Það er hægt að eiga tvo hesta fyrir það, segir Bergur. Við hjónin eigum fjóra. Þorlákur tottar sígarettuna. — Það eru alltaf að verða fleiri og fleiri, sem eiga hesta, segir Þorlákur. Og það er gott. Unglingarnir hafa mikinn áhuga á hesfum. Við ætlum að reyna að koma upp reiðskóla til þess að kenna þeim að fara með hestana. Ef til kemur verður hann á svæðinu hérna fyrir ut- an. Félagið er búið að sækja um styrk til ríkisins, svo að hægt sé að koma skólanum á fót. — Hver á að kenna? — Rosemary. — Kannske fáið þið styrkinn. — Ég veit það ekki. Við höf- um alltaf verið sfyrklausir, en þetta gæti verið mikilsvirði fyrir börnin. Það er hollt að umgangast skepnur. — Hvernig fólk er það, sem á hesta? i — Það er alls konar fólk. Allt frá verkamönnum til ráð- herra. Hestasveinarnir eru komnir aftur með spónapoka, ganga í stíurnar og hvolfa úr þeim, og hestarnir reka flipann í spæn- ina og sperra eyrun. Þeir kunna því vel að fá nýtt lak í rúmið! — Er steingólf í stíunum? — Nei, það er rauðamöl. Vatnið síast niður í jarðveginn, en taðinu er mokað í vagn, sem er rennt eftir ganginum. — Er mikið af gæðingum fFramhalri á 11 síðu) Hestar á stalli Hesthús Hestamannafé- lagsins Fáks við skeiðvöll félagsins hjá Elliðaánum standa í höm undir lang- vegg hesthúshlöðunnar, sem gnæfir yfir þau eins og hryssa yfir folöld. Frostið hefur dregið hélutjöld fyrir glugga hesthúsanna, svo að hvorki sér inn eða út, og nepjan læðist um smugur og göt inn til gæðinganna, sem eru stolt reykvískrar hestamennsku. • — Þetta er einn af hirðinga- mönnunum. Gunnar heitir hann. — Hafið þið hirðingamenn? — Já, og þrjá frekar en einn. Það dugar ékki minna til þess að hugsa um alla þessa hesta. Það er ekki hægt að ætla ein- um manni að hirða um fleiri en 50—60 hesta. Það er alveg há- mark. — Hvað hafið þið marga hesta á fóðrum? — Það eru 167 hérna og svo hundrað inni á Laugalandi, og þar eru tveir hirðingamenn. — Hvernig fellur þér starfið, spyrjum við hestasveininn, þótt við vitum, að slíka spurningu á aldrei að bera fram nema undir fjögur augu. — Hestasveinninn er snöggur upp á lagið: — Vel, segir hann. — Og þér semur vel við hest- ana? — Já, hvernig á annað að vera? Mér fellur vel við skepn- ur, enda umgengizt þær frá því að ég man eftir mér. Og þar með er hann rokinn, hver veit hvað. Svartur og loðinn hestur klór- ar hvítum hesti á hálsinum, og það skellur í tönnum hans. Sá hvíti stendur hreyfingarlaus eins og líkneski og þykir klórið gott. Kannske geldur hann í sömu mynt seinna. — Heyið þið sjálfir handa þeim? — Nei, við kaupum allt hey hingað heim að hlöðunni. — Hvað er hlaðan stór? — Hún tekur tvö þúsund hesta, og það er auk þess nægi- legt rúm fyrir hnakkageymslur í henni. Hver maður hefur sina hnakkageymslu. Það er mikill munur, að þurfa ekki að drag- ast með hnakkana hingað inn eftir. — Er ekki dýrt að eiga hest? — Það læt ég nú allt vera, segir Bergur. Það er hægt að eiga tvo hesta fyrir það, sem einn maður reykir á ári. Þorlákur glottir og tottar sígarettuna sína. ■— Bergur segir, að það sé ekki gott að reykja. Hann reyk- ir ekki sjálfur. Það sér líka á, því að þessir hestar þurfa ekki að standa úti í frosti og hríðum og krafsa í gaddfreðna jörð í leit að nokkr- um gulnuðum stráum eins og forfeður þeirra urðu að gera og margir skagfirzkir frændur þeirra gera enn í dag. Þetta eru eins konar yfirstéttarhross, sem lifa aðeins sjálfum sér og eig- endum sínum til skemmtunar og hafa ekkert samneyti við vagnhesta og aðrar lágstéttir hestalifsins. Menn eru á þönum kringum þá frá morgni til kvölds til þess að sjá um, að þeim sé ekkert að vanbúnaði. Þorlákur Ottesen formaður Fáks og Bergur Magnússon, sem báðir eru gildir hesteig- endur, lóðsa okkur inn í eitt af þeim sex hesthúsum, sem fé- lagið hefur byggt á undanförn- um þremur árum. Við göngum eftir rúmgóðum gangi eftir miðju húsinu og beggja vegna við okkur eru stiur. í hverri stíu eru tveir hestar. Sumir þeirra verða dálítið undrandi á svipinn, þegar þeir sjá okkur. reisa makkann og horfa á okkur stórum augum undan ennis- toppnum. Aðrir láta sér fátt um finnast, standa eða liggja hreyf- ingarlausir, niðursokknir í hesthúsdrauima sina. Hestarnir eru lausir í stíunum, sem eru svo rúmar, að þeir geta snúið sér á alla vegu, enda er auðséð, að þeir kunna að notfæra sér þau fríðindi, því að þeir snúa ýmist aftur eða fram eða til hliðanna, allt eftir behag. Nokkrir teygja fram hausana, sníkjulegir á svip, eins og krakkar, sem eru að biðja um tyggjó. Og sumir halda auðsjá- anlega, að við séum gangandi rúgbrauð, og kroppa í okkur til þes-s að fé sér bita, en verða vonsviknir á svip, þegar þeir fá ekkert nema fatabragðið upp í sig. Einum verður svo mikið um, að hann fýlir grön í lang- an tíma á eftir. Það er greini- legt, að þeim hefur einhvern tíma verið hyglað einni skorpu eða svo. Við göngum með fram stíunum og virðum þá fyrir okkur með reiðmennskusvip og reynum að geta okkur til um kosti hvers og eins, en verður lítið ágengt. Skyndilega skýzt' maður inn úr hesthúsdyrunum og hvolfir úr spónapoka í eina stíuna. — Hvaða maður er þetta, spyrjum við lóðsana. Efsta myndin á síðunni er af hesthúsum Fáks. Á mið- myndinni eru hestasveinarnir þrír talið frá vinstrl: Gunnar Tryggvason, Sigurður Sigurðs- son og Gunnlaugur Jónasson. Á neðstu myndinni sést inn eftir fóðurganginum i elnu hesthúsanna. (Ljósm.: TÍMINN GE). 6 TÍMINN, föstudagurinn 5. janúar 1962,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.