Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 6
Stjórn Styrktarfélags vangef inna hefur ákveðið að verja nokkru fé í námsstyrki, til þeirra er nema vilja kennslu og umönnun vangef- inna. Þeir, sem kynnu að vilja gefa kost á sér til slíkra starfa, og óska að afla sér þekkingar í því skyni, skili umsóknum, ásamt meðmælum, til skrifstofu Styrktarfélags vangefinna Skólavörðustíg 8 fyrir lok janúarmánaðar. Styrktarfélag vangefinna. Merki sem allir skíðamenn þekkja: Tyrola skíðabindingar Molitor skíðaskór Kneissl skíði. Togo skíðaáburður. Sport PÓSTSENDUM. U T S A L A Þar sem fyrirhugað er að breyta til um vöruval verzlunarinnar vegna þrengsla í búðinni, verða sumir vöruflokkar seldir út með miklum afslætti meðan birgðir endast og skulu hér tilfærð aðeins nokkur dæmi: Alullar röndótt buxnaefni áður .... 302.50 nú 200.— — köfl. do. — ....... 198.50 — 110,— — einl. kjólaefni — 240.---- 150,— — einl. do. — 215.----120.— Einlit strigaefni — ........ 93.65 — 70.— Rönd. do. — 65.--- 45.— Nokkur einl. gervisilkiefni á ..... 35.00 Ullarbarnapeysur á 65.— 75.— og 85.— Prjónasilkiundirkjólar smágallaðir á 75.— Nylonsokkar á 30.—, uppháir barnasokkar á 6—8 kr. o. m. fl. ATH.: Útsalan verður eingöngu á Skólavörðustíg 8. Verzluniu H. Toft SkólavörSustíg 8. BÆNDDR, LÆKNAR OG ADRIR Willys-jeppinn er útbreiddasta og reyndasta Iandbúnaftarbifreiðin hér á landi. |£|p$ Útvegum Willys-jeppa með stuttum fyrirvara frá U. S. A. WiIIys meí sterkum og vönduðum stálhúsum. WiIIys varahlutir eru ávallt fyrirliggjandi hjá umbo'Öinu. Egill Vilh.jálmsson h.f. Laugavegi 118, sími 2 22 40. MSniningarorð: Kjartan Einarsson, trésmíðameistari, Hvolsvelli í dag fer fram frá Stórólfshvols- kirkju útför Kjartans Einarssonar trésmíðameistara og verkstjóra, I-Ivolsvelli. Hann andaðist í Lands- spítalanum í Reykjavík s.l. gamla- ársdag eftir stutta legu. Kjartan heitinn var fæddur að Vestri-Tungu í Vestur-Landeyjum 22. maí 1923, og ólst upp að Sperðli í sömu sveit hjá eftirlifandi for- eldrum sínum, hjónunum Hólm- fríði Jónsdóttur og Einari Einars- syni, sem þar búa enn. Var hann clztur fjögurra systkina, og snemma stoð foreldra sinna og styrkur í dagsins önn. Kom fljótt í ljós einstakur starfsáhugi hans, dugnaður og þrek. Eins og almennt var þá, leitaði Kjartan heitinn snemma að heim- an, aðeins 17 ára, fyrst til almennr- ar vinnu, en hóf síðar nám í húsa- smíði hjá Magnúsi Vigfússyni húsa smíðameistara í Reykjavík, og lauk prófi í þeirri iðn árið 1947. Kjartan heitinn kvæntist eftir- lifandi konu sinni, Katrínu Aðal- björnsdóttur, 7. júní 1947 og stofn- aði þá heimili í Reykjavík. Vorið 1951 lá leið Kjartans heit- ins aftur heim í sýsluna. Stóð hann þá fyrir byggingu íbúðarhúss að Hvolsvelli. Lágu þá leiðir okkar fyrst saman og jafnan síðan. Réðst hann sem verkstjóri til Kaupfélags Rangæinga í ársbyrjun 1952. Kaup- félagið hafði þá i smiðum stórt viðgerðarverkstæði, og var fyrsta verkefni hans að ljúka byggingu þess. Samhliða þessu verki fyrsta dvalarár sitt hér, byggði Kjartan heitinn sitt eigið íbúðarhús í Hvols velli og fluttist með fjölskyldu sína hingað í des, 1952. Næsta verkefni hans var að koma á fót og starfrækja trésmíðaverkstæði, þar sem síðan varð hans aðal- starfsvettvangur, samhliða ábyrgð- armikilli verkstjórn bæði á verk- stæðinu og við byggingar í Hvols- velli, verzlunarhús, vörugeymslur, benzínstöð. félagsheimili og starfs- mannahús, auk endurbóta og breytinga, sem gerðar hafa verið á eldri húsum. Kjartan heitinn naut virðingar og trausts allra, sem honum kynnt- ust og með honum störfuðu. Þenr voru margir, sem nutu hjálpsemi hans og leituðu til hans með marg- vísleg verkefni. og fengu leiðbein- ingar hans sem fagmanns i sam- bandi við efniskaup, byggingar og smíðar. Leysti hann ávallt hverja bón af sérstakri lipurð og sam- vizkusemi. Það var mikil gæfa fyrir Kaup- félag Rangæinga, er Kjartan heit- inn réðst í þjónustu þess, einmitt þegar það var að hefja sitt upp- byggingarstarf Það er gott að hafa sterka menn og trausta þegar steinninn er þungur. sem velta þarf úr götunni. Það var líka mik- ill styrkur fyrir Hvolsvöll á þeim árum að fá svo ráðhollan og dug- mikinn landnema. Fljótlega hlóðust á Kjartan heit- inn margvisleg störf og forusta, sem hann þótti sjálfkjörinn til. Þegar brunavarnir voru staðsettar ; hér á Hvolsvelli, var honum falið J starf slökkviliðsstjóra. Hann var íormaður slysavarnardeildarinnar hér og í stjórn iðnaðarmannafé- lagsins. Kjartan heitinn var mjög kirkjurækinn maður og lét sér jafnan mjög annt um hag Stórólfs- hvolskirkju. var hann í kirkjukórn- um hér og nú síðast í sóknarnefnd. Það má furðu gegna hvernig hann gat annað öllum þessum auka störfum samhliða öðru, þegar tekið er til greina, að öll þau ár, sem Kjartan heitinn dvaldi hér í Hvols- velli, gekk hann ekki fullhraustur að verki. Kjartan heitinn var vinfastur og tryggur. Hann var félagslyndur og glaðvær og naut þess jafnan að gleðjast og skemmta sér með vin- um og kunningjum. Hann var mjög gestrisinn og góður heim að sækja. Átti hann sérstaklega gott og hlý- legt heimili, svo að af bar. Naut hann þar aðstoðar góðrar eigin- konu, og er mér það vel kunnugt, að hjónaband þeirra var mjög gott og virðing hjónanna gagnkvæm. Börnum sínum var hann hinn bezti faðir og foreldrum, systkin- um og tengdafólki ástríkur og góður. Ég vil þakka Kjartani heitnum ánægjulegt og traust samstarf, frá- bæra trúmennsku í starfi, hjálp- semi við mig og heimili mitt. vin- áttu og tryggð. Ég mun lengi minnast þess, af hve mikilli karlmennsku hann tók veikindum sínum. sem hann aldrei bognaði fyrir. en’brotnaði í bvln- um stóra siðast. löngu fyrir aldur fram, en með svo mikið dagsverk að baki. Eiginkonu. börnum öldruðum foreldrum og öðru venzlafólki votta ég samúð mina. Við. sem syrgjum Kjartan heit- inn Einarsson skulum að lokum minnast hinna fögru orða skálds- ins. sem kvað: ,.Felum drottins föðurhönd harma vora og hjartaþunga — hann á sjálfur gamla og unga frjáls að leysa líkamsbönd." Magnús Kristjánsson. N,ámskeið í fríhendisteikningu Framhaldsnámskeið í almennri fríhendisteikningu, á vegum Iðnskólans í Reykjavík, mun hefjast 18. þ. m,. ef næg þátttaka færst. Kennsla fer fram tvisvar í viku, eftir kl. 8 á kvöldin. Þátttaka tilkynnist í skrifstofu skólans eigi síðar en 16. þ. m. Námskeiðsgjald. sem er kr. 400.00, sé greitt við innritun. Skólastjórinn. 6 T f MIN N, miðvikudaginn 10. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.